Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ MARGEIR Þór Hauksson erfimm ára og býr með móður sinni Jóhönnu Margeirsdóttur. Hann greindist fljótlega með CP- fötlun eftir fæðingu en hann fædd- ist tveimur mánuðum fyrir tímann. Jóhanna segir að hann hafi verið nokkuð sprækur fyrst eftir fæðingu en eftir að hann hafi farið í ómun á höfði kom í ljós að ekki var allt með felldu. „Þetta var auðvitað mikil sorg, sem ég komst þó fljótt yfir þrátt fyrir allt,“ segir Jóhanna. „Hann var svo lítill, var á vökudeild og þurfti mikla umönnun. Ég held að það hafi einmitt hjálpað mér mest að komast í gegnum þetta og auð- vitað fjölskyldan mín. Það koma auðvitað niðursveiflur við og við en þær eru ekki mjög djúpar. Sér- Hörku vinna en ótrúlega gefandi RÁN Birgisdóttir er fjögurra áraog er í leikskólanum Múlaborg, þar sem hún segist þekkja marga krakka og soldið margar fóstrur. Rán fæddist tíu vikum fyrir tímann og er með væg einkenni CP- fötlunar og gengur með spelku. „Það eru aðallega grófhreyfingar sem valda henni smáerfiðleikum svo sem að ganga og hlaupa en fín- hreyfingar eru eðlilegar,“ segir Harpa Hafsteinsdóttir móðir Rán- ar. Seinni til Harpa segir að Rán hafi verið á öðru ári þegar hún var greind með CP-fötlun. „Við áttuðum okkur ekki á að eitthvað amaði að en nú þegar ég skoða myndir af henni ungri þá get ég vel ímyndað mér að fróður maður hefði strax áttað sig á að ekki var allt með felldu,“ segir hún. „Hún var til dæmis seinni en önnur börn til að velta sér og augljóst að hún var mörgum mánuðum á eftir öðrum jafnöldrum í hreyfiþroska en hún er vel stödd miðað við marga aðra. Hennar fötlun er einungis á einu sviði og hún fylgir sínum jafn- Fötlunin ekki vandamál Foreldrar barna með CP-fötlunákváðu fyrir rúmu ári að stofna Félagið CP á Íslandi en í því eru auk foreldranna einstaklingar með CP-fötlun, læknar og aðrir fagaðilar. „Þetta kom þannig til að við vorum að hittast, foreldrar þessara barna, og fundum að við höfðum mikla þörf fyrir að ræða þessa sameiginlegu reynslu sem við bjuggum yfir,“ segir Ingibjörg Óskarsdóttir, móðir Óskars Óla Erlendssonar, 9 ára. „Við fundum að við höfðum af svo miklu að miðla varðandi reynslu af til dæm- is hjálpartækjum, samskiptum við kerfið og hvernig leysa má úr dag- legum málum sem alltaf eru að koma upp.“ Algengasta fötlunin Um 70 manns komu á stofnfund- inn og nú eru félagsmenn um 200. „Það sem við fundum verulega fyrir og finnum enn, er að þó svo CP-fötlun sé algengasta fötlunin á Íslandi sem og annars staðar þá var ekkert fræðsluefni til á Ís- Markmiðið að miðla upp- lýsingum CEREBRAL Palsy hefur veriðþýtt sem heilalömun á ís- lensku. Fötlunin birtist aðallega sem seinkaður og afbrigðilegur hreyfiþroski,“ segir Solveig Sig- urðardóttir barnalæknir, sérfræð- ingur í fötlun barna. „Þetta er ekki sjúkdómur í vöðvum, í vöðva- og taugamótum eða í taugum, sem liggja út í vöðva heldur er orsak- arinnar að leita í miðtaugakerf- inu.“ Solveig segir að CP-fötlun eða heilalömun sé mjög vítt hugtak. Grunneinkenni er hreyfihömlun, sem lýsir sér í seinkuðum og af- brigðilegum hreyfiþroska og lágri vöðvaspennu fyrstu mánuðina. Seinna koma oft fram spastísk ein- kenni. „Þar sem orsökin er skemmd eða missmíð á miðtauga- kerfinu eru fylgikvillar margir. Til dæmis má búast við að um 50–70% barna, sem greinast með CP-fötl- un séu líka með þroskahömlun,“ segir Solveig. „Einnig getur fylgt flogaveiki, skert sjón og/eða heyrn, mikið slef, mötunarvanda- mál og ýmislegt fleira. Hreyfi- hömlunin er mjög misalvarleg. Al- varlegasta formið er svokölluð fjórlömun en þá eru hreyfingar skertar í öllum útlimum. Vægasta formið er helftarlömun en þá er hreyfihömlunin að mestu bundin við aðra líkamshliðina. Einkennin eru þá yfirleitt meiri í handleggn- um en fótleggnum öðrum megin.“ Grunsemdir vakna Solveig segir að grunsemdir um fötlun vakni oft á fyrsta aldursári þegar í ljós kemur seinkun á hreyfiþroska. „Stundum virðist barnið heilbrigt við fæðingu og fyrstu vik- urnar en það sem oftast vekur grunsemdir er að þroskaáfangar eru seinna á ferðinni en al- mennt gerist,“ segir hún. „Barnið heldur t. d. ekki höfði eða veltir sér á réttum tíma, frum- stæð taugaviðbrögð vara lengur en eðlilegt telst og oft fylgja möt- unarerfiðleikar og óværð. Þegar í ljós kemur að þroski er seinkaður eða afbrigðilegur er farið að at- huga hvað er að.“ Vakni grunur um CP-fötlun, er gjarnan fengin höfuðmyndataka. Þá getur t.d. sést missmíð á heila, víkkuð heilahólf eða örmyndun í hvítefni heilans. Mörg barnanna fyrirburar „Oftast sjást breytingar í heila við myndatöku sem samræmast fötluninni en þó ekki alltaf,“ segir Solveig. „Mörg barnanna eru fyr- irburar og það gefur strax ákveðna vísbendingu. Þau eru oft með ákveðið spastískt munstur á heilalömun, þar sem einkennin eru meiri í fótleggjum en handleggj- um. Nákvæmar upplýsingar frá foreldrum eru mikilvægar við greininguna. Spurt er hvort móðirin hafi verið veik á meðgöngunni, hvort barnið sé fætt fyrir tímann, hvort það hafi verið létt miðað við meðgöngulengd eða fjölburi en CP-fötlun greinist oftar hjá bæði fjöl- og léttburum.“ Vaxtarskerðing „Alvarlegasta formi heilalömun- ar fylgir oft vaxtarskerðing,“ segir Solveig. „Mörg þessara barna læra ekki að ganga og eru í hjólastól. Þau eru oft smá og létt miðað við jafnaldra sína og geta átt erfitt með að tyggja og kyngja.“ Solveig segir að oftast sé búið að greina hvort barn sé með CP-fötl- un við þriggja ára aldur. „Yfirleitt fæst ekki ákveðin greining fyrr en eftir eins árs ald- ur, m.a. vegna þess að útiloka þarf aðrar orsakir fyrir hreyfihömlun- inni,“ segir hún. „Oft vakna sterk- ar grunsemdir fyrr en yfirleitt er beðið og séð hver framvindan verður.“ Varanlegur skaði Á Vesturlöndum er tíðni CP- fötlunar um tvö tilfelli fyrir hver þúsund börn sem fæð- ast (eða 0,2%). Hér á landi má því búast við að um tíu börn greinist árlega með þessa fötl- un. „Þetta er til dæmis tvisvar sinnum hærri tíðni en á Downs-heilkenni sem eitt af hverjum þúsund börnum fæðast með,“ segir Solveig. „CP- fötlun orsakast af varanlegum skaða á miðtaugakerfinu. Það verður þroskatruflun í heilanum sem ýmist getur verið áunnin eða fengin að erfðum. Einstöku sinn- um er hægt að staðfesta að móð- irin hafi fengið veirusýkingu á meðgöngunni, sem veldur skaða á fóstrinu og CP-fötlun í kjölfarið. Einnig eru ákveðin tengsl milli vægra eða einkennalausra sýkinga í þvagfærum, legi eða fæðingar- vegi konunnar og CP-fötlunar. Börn geta einnig fengið heila- himnubólgu eða orðið fyrir alvar- legu höfuðhöggi, sem veldur heila- skemmdum og hreyfihömlun. Ef áfallið verður á þroskaárum barns- ins er talað um heilalömun.“ Fyrir fæðingu Solveig segir að þegar CP-fötlun var fyrst lýst á seinni hluta 19. aldar hafi athyglin einkum beinst að sjálfri fæðingunni. Orsökin var talin vera súrefnisskortur sem barnið varð fyrir í fæðingunni en nú er vitað að oftar verður skaðinn fyrir fæðingu. „Áfallið verður einu sinni og er varanlegt. Þetta er ekki mallandi sjúkdómur, sem veldur vaxandi skemmdum og þverrandi hreyfifærni. Barnið tek- ur framförum með auknum aldri og þroska en ástandið er sjaldnast læknanlegt,“ segir Solveig. Markviss þjálfun Hægt er að hafa áhrif á ein- kennin með markvissri þjálfun. Með öflugri sjúkraþjálfun er reynt að viðhalda hreyfifærni og koma í veg fyrir vöðvastyttingar eða vöð- vakreppur, auka styrk og jafnvægi við hreyfingar. Oft þarf að vinna með tjáskipti, kenna börnunum að tala og stund- um eru notuð sérhæfð tjáskipta- kerfi ef erfiðleikar eru miklir. Gef- in eru lyf ef börnin eru flogaveik og stundum er reynt að nota lyf til að minnka slef eða hafa áhrif á vöðvaspennuna. Stundum sýna börnin erfiða hegðun en hægt er að hafa áhrif á hana með mark- vissu uppeldi og/eða lyfjum. Skurðaðgerðir eru líka oft gerðar ef um miklar styttingar er að ræða á hásinum eða ef lærleggur hefur farið úr liði. Einstaklingsbundnar framtíðarhorfur Solveig segir að framtíðarhorfur barna sem greinast með CP- fötlun séu mjög einstaklings- bundnar. „Stundum eru börnin nánast með eðlilega greind og að- eins væga hreyfihömlun og geta því sótt almenna hverfisskóla,“ segir hún. „Þau eru kannski með spelkur á fótleggjunum og þurfa lítilsháttar aðstoð í skólanum. Börn með alvarlegustu og jafn- framt sjaldgæfustu form heilalöm- unar geta hins vegar þurft aðstoð við nánast allar athafnir daglegs lífs. Þau eiga sum erfitt með að halda höfði og hafa mjög litla stjórn á hreyfingum. Það er þyngsti hópurinn, sem þarfnast mjög sérhæfðrar aðstoðar í skóla og reyndar öll uppvaxtarárin.“ Solveig Sigurðardóttir, barnalæknir og sérfræðingur í fötlun barna á Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins Morgunblaðið/Kristinn Solveig Sigurðardóttir, barnalæknir. Seinkaður og afbrigðilegur hreyfiþroski Árlega grein- ast um tíu börn hér á landi með CP-fötlun Orsökin er skemmd eða missmíð á mið- taugakerfi  Skaðinn getur orðið á meðgöngu, í fæðingu eða á fyrstu aldursárum  Fötlunin birtist í mörgum og misalvarlegum myndum og hefur því ólík áhrif á daglegt líf Hreyfihömlun Um tíu börn greinast árlega á Íslandi með Cerebral Palsy (CP), eða heilalömun, sem stafar af skemmdum eða þroskatruflun í heila. Solveig Sigurðardóttir, barnalæknir og sérfræðingur í fötlun barna, sagði Kristínu Gunnarsdóttur að skaðinn væri varanlegur, en versnaði ekki. Þá lýstu foreldrar hreyfihamlaðra barna birtingarmyndum sjúkdómsins og hreyfi- hamlaður nýstúdent sagði frá reynslu sinni. CEREBRAL PALSY

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.