Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 8
AUÐLESIÐ EFNI 8 FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri Reykjavíkur tilkynnti um síðustu helgi að hún myndi segja af sér frá og með 1. febrúar nk. Þórólfur Árnason, fyrrverandi forstjóri síma-fyrirtækisins Tals, verður ráðinn borgarstjóri í hennar stað. Ingibjörg Sólrún ákvað að segja af sér í kjölfar harðra viðbragða framsóknar-manna og Vinstri grænna við yfirlýsingum um að hún ætlaði að skipa fimmta sæti á lista Samfylkingarinnar í norður-kjördæmi Reykjavíkur fyrir alþingis-kosningarnar í vor. Framsóknar-menn og Vinstri grænir vildu ekki að hún yrði í senn borgarstjóri í Reykjavík og í framboði fyrir Samfylkinguna, einn þeirra flokka sem standa að Reykjavíkur-listanum, í komandi þing-kosningum. „Nú stefni ég ótrauð á þingsætið en ég veit að það þarf mikið til. Ég gældi ekki við þá hugsun með fimmta sætið að það væri þingsæti. En að sjálfsögðu einhendi ég mér bara í það núna og svo sjáum við hvað setur,“ segir Ingibjörg. Ingibjörg Sólrún hættir sem borgarstjóri Morgunblaðið/Golli Ingibjörg Sólrún hefur sagt af sér sem borgarstjóri Reykjavíkur. Þórólfur Árnason mun taka við embættinu. Netfang: auefni@mbl.is KNATTSPYRNUMENN á Englandi stóðu í ströngu nú um hátíðarnar og mikið fjör var á flestum völlum landsins. Ensku meistararnir í Arsenal byrjuðu nýja árið vel þegar þeir lögðu Chelsea 3:2 á nýársdag. Eiður Smári Guðjohnsen var á varamanna-bekknum hjá Chelsea en kom inn á þegar 20 mínútur voru eftir. Arsenal heldur fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar. Manchester United er fimm stigum á eftir Arsenal. Liðið sigraði Sunderland, 2:1, á heima-velli sínum. Það leit lengi ekki vel út fyrir Manchester,en þegar aðeins níu mínútur voru til leiksloka jafnaði David Beckham metin. Á loka-mínútunni tryggði Paul Scholes síðan Manchester United sigurinn. Liverpool á marga stuðnings-menn hér á landi en líklega hafa þeir hægt um sig þessa dagana. Liðinu hefur ekki tekist að vinna í 10 síðustu leikjum sínum. Liverpool tapaði á nýársdag fyrir Newcastle, 1:0, og er fallið niður í sjöunda sæti. Guðni Bergsson lék með Bolton sem tapaði fyrir Aston Villa, 2:0. Bolton er í fallhættu en liðið er í fjórða neðsta sæti. Enginn leikur er í ensku úrvals-deildinni nú um helgina, en leikið verður í bikar-keppninni. Reuters Leikmenn Chelsea og Arsenal berjast hér um boltann. Leik liðanna lauk með 3:2-sigri Arsenal. Arsenal með fimm stiga forskot LUIZ Ignacio Lula da Silva tók á miðvikudag við embætti forseta Brasilíu. Lula er fyrsti vinstri-maðurinn sem verður forseti Brasilíu í 40 ár. Lula sagði í ræðu sem hann flutti að hann ætlaði að einbeita sér að því að eyða fátækt og spillingu í Brasilíu. Tækist honum að tryggja að hver einasti Brasilíumaður hefði nóg að bíta og brenna yrði hann ánægður í lok kjör-tímabilsins. Mikill fjöldi fólks fylgdist með þegar Lula tók við forseta-embættinu. Miklar vonir eru bundnar við nýja forsetann. Lula er af fátæku fólki kominn. Þegar hann var barn seldi hann appelsínur á götunum og burstaði skó til að hjálpa foreldrum sínum. Hann vann sig upp innan verkalýðs-hreyfingarinnar. Lula, sem er 57 ára, bauð sig fram í forseta-kosningum í Brasilíu 1989, 1994 og 1998. Loks sigraði hann í kosningunum í haust þegar hann fékk 61% atkvæðanna. Lula þótti áður róttækur vinstri-maður en hefur fært sig nær miðju stjórnmálanna. Reuters Lula glaður í bragði á leið til þinghússins þar sem hann sór embættiseiðinn. Lula tek- ur við í Brasilíu „ÁRAMÓTIN virðast að mestu leyti hafa farið ágætlega fram, engin stór mál komu upp. Það var rólegt og gott yfir fólki og lögreglan er ánægð. Þetta er með rólegri áramótum, að minnsta kosti í mörg ár,“ sagði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Að sögn Geirs Jóns voru fá slys bókuð hjá lögreglu á gamlársdag og voru þau öll minniháttar. Nokkuð var þó um eignatjón vegna flugelda. Og segir Geir Jón einnig dæmi um að flugeldum hafi verið þannig komið fyrir að þeir yllu tjóni. Róleg ára- mót ANNAR hluti Hringadróttins-sögu, Turnarnir tveir, var frumsýnd í kvikmynda-húsum landsins annan í jólum við miklar vinsældir. Uppselt hefur verið á nær flestar sýningar og á þeirri viku sem myndin hefur verið sýnd hafa 40 þúsund manns séð hana. Það er betra gengi en hjá fyrstu myndinni, Föruneyti hringsins, sem endaði sem ein vinsælasta kvikmynd síðustu ára hérlendis. Íslenska kvikmyndin Stella í framboði var ennfremur frumsýnd annan í jólum og fékk fínar viðtökur því eftir fyrstu sýningar-helgina höfðu 12 þúsund manns séð myndina, sem þykir mjög gott fyrir íslenska mynd sem á í samkeppni við erlendar stórmyndir. Félagarnir James Bond og Harry Potter njóta enn talsverðra vinsælda meðal landsmanna og hafa báðar dregið að vel yfir 50 þúsund bíógesti. Elskendurnir Aragon og Arven í Turnunum tveimur. Hringadróttins- saga vinsæl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.