Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.01.2003, Blaðsíða 3
Fjörugur loka- kafli á Highbury okakaflinn hjá Arsenal og Chelsea var bráðfjörugur en fram að 81. útu skildi sjálfsmark Marcels aillys liðin að. Þá komu Giovanni Bronckhorst og Thierry Henry sturunum í 3:0 en Mario Stanic og manuel Petit svöruðu jafnharðan r Chelsea, 3:2, og litlu munaði að bláklæddu jöfnuðu áður en yfir k. Eiður Smári Guðjohnsen kom á sem varamaður hjá Chelsea, fyr- Graeme Le Saux, á 70. mínútu og drjúgan þátt í síðara marki liðs- Við erum farnir að sýna stöðug- a á ný. Þetta var erfiður leikur en andinn og samstaðan í liðinu voru fyrirmyndar. Að vinna svona leik ar mikil þreyta er í liðinu segir sitt um hugarfarið. Leikmenn okkar eru afar einbeittir og ætla sér ekkert ann- að en meistaratitilinn,“ sagði Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Claudio Ranieri, starfsbróðir hans hjá Chelsea, var sáttur við sitt lið og sagði að aðeins hefði þurft smáheppni til að krækja í stig. Sigurmark frá Scholes á síðustu mínútunni Manchester United slapp fyrir horn gegn Sunderland á Old Trafford. Juan Sebastian Veron skoraði slysalegt sjálfsmark strax á 5. mínútu og gest- irnir voru yfir þar til níu mínútur voru eftir. Þá jafnaði David Beckham og Paul Scholes skoraði sigurmarkið, 2:1, á lokamínútunni. „Sunderland varðist vel en við höfð- um ekki efni á að gera jafntefli, hvað þá að tapa. Við börðumst til loka og uppskárum samkvæmt því,“ sagði David Beckham. Gerard Houllier, knattspyrnustjóri Liverpool, var mjög ósáttur við sína menn gegn Newcastle. „Stundum verður maður að viðurkenna að mót- herjarnir hafi einfaldlega verið betri. Leikmenn Newcastle voru tilbúnir til að gefa allt sitt í leikinn við erfiðar að- stæður. Samt gáfust mínir menn aldr- ei upp, ekki heldur þegar við misstum mann af velli,“ sagði Houllier. Laur- ent Robert skoraði mark Newcastle, 1:0, úr aukaspyrnu snemma leiks og Salif Diao hjá Liverpool fékk rauða spjaldið um miðjan síðari hálfleik. Liverpool hefur ekki gengið jafnilla í efstu deild frá tímabilinu 1953–54 en þá lék liðið 14 leiki í röð án þess að sigra. Bobby Robson, stjóri Newcastle, sagði sitt lið ekki enn eins sterkt og Arsenal og Manchester United. „Ann- aðhvort þeirra vinnur deildina, en við stöndum þeim ekki langt að baki, og bæði þessi lið, ásamt Chelsea, eiga eftir að sækja okkur heim. Við munum gera þeim öllum erfitt fyrir. Þetta var frábær byrjun á nýju ári, sigur í stór- leik gegn stóru félagi,“ sagði hinn sí- ungi Robson. Newcastle hefur nú unn- ið tíu af ellefu heimaleikjum sínum í deildinni í vetur. James Beattie skoraði enn eitt markið fyrir Southampton og tryggði liði sínu sigur á Tottenham, 1:0. Beatt- ie hefur nú skorað 13 mörk, hann og Alan Shearer hjá Newcastle eru jafnir og markahæstir í úrvalsdeildinni, og Southampton er komið af alvöru í slaginn um sæti í Evrópukeppni. Leeds vann Birmingham, 2:0, með mörkum frá Eirik Bakke og Mark Viduka, og hefur fengið 13 stig í síð- ustu fimm leikjunum. Terry Venables getur því andað léttar og lið hans er komið í 11. sætið. Guðni Bergsson lék allan leikinn með Bolton sem tapaði, 2:0, fyrir Aston Villa. Hann átti sök á síðara marki Villa sem Darius Vassell skor- aði undir lokin. Bolton er þó áfram fyrir ofan fallsætin þar sem Sunder- land tapaði og leikjum WBA og West Ham var frestað þar sem vellir Ful- ham og Charlton voru ekki leikfærir vegna rigningar. Reuters Dennis Bergkamp, Arsenal, hefur hér betur í baráttu við Marcel Desailly, leikmann Chelsea, á Highbury, þar sem Arsenal vann 3:2. NCHESTER United og Newcastle virðast vera líklegustu liðin til að a Arsenal eftirför í baráttunni um enska meistaratitilinn á næstu vik- og mánuðum. Arsenal náði átta stiga forskoti á Chelsea með 3:2- ri í Lundúnaslag liðanna á Highbury á nýársdag á meðan Manchester ted vann nauman sigur á Sunderland, 2:1, og er nú í öðru sæti, fimm um á eftir Arsenal. Newcastle hélt sinni sigurgöngu áfram með því að gja Liverpool að velli, 1:0, náði Chelsea að stigum og á leik til góða. ð var 10. deildaleikur Liverpool í röð án sigurs og eftir góða byrjun ins á tímabilinu er það ekki líklegt til að blanda sér frekar í baráttuna efstu sætin í vetur. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2003 C 3 FÓLK  THIERRY Henry, sóknarmaður Arsenal, tognaði í læri þegar hann skoraði þriðja mark liðsins gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni á ný- ársdag. Henry verður ekki með Ars- enal gegn Oxford í 3. umferð bik- arkeppninnar á morgun og óvíst að hann verði tilbúinn þegar lið hans mætir Birmingham í úrvalsdeildinni 12. janúar.  MARC-VIVIEN Foe skoraði sitt sjötta mark í jafnmörgum leikjum fyrir Manchester City þegar liðið gerði jafntefli við Everton, 2:2, á ný- ársdag. Foe, landsliðsmaður frá Kamerún, er í láni hjá City frá Lyon í Frakklandi út þetta tímabil.  UM 300 milljónir kínverskra sjón- varpsáhorfenda fylgdust með beinni útsendingu frá leik liðanna á Goodison Park, enda kínverskir landsliðsmenn í báðum liðum. Þeir Li Tie hjá Everton og Sun Jihai hjá Manchester City héldu upp á daginn með því að leggja upp sitt markið hvor.  GARY McAllister, stjóri Cov- entry, var í gær útnefndur knatt- spyrnustjóri desembermánaðar í ensku 1. deildinni í knattspyrnu. Coventry vann fjóra leiki og gerði eitt jafntefli í leikjum sínum í mán- uðinum.  STEVEN Thompson, framherji skoska úrvalsdeildarliðsins Dundee United og skoska landsliðsins, geng- ur til liðs við Rangers í dag en þessi 24 ára gamli leikmaður hefur verið efstur á óskalista Alex McLeish, stjóra Rangers. Thompson hefur skorað 9 mörk á leiktíðinni fyrir botnlið Dundee United og einu sinni hefur hann skorað fyrir skoska landsliðið.  RICHARD Money hefur verið ráð- inn þjálfari sænska knattspyrnuliðs- ins AIK í Stokkhólmi. Money, sem er Englendingur, tekur við AIK af Tékkanum Dusan Uhrin sem ákvað að láta af störfum í nóvembermán- uði. Money lék með Liverpool frá ár- unum 1979 til 1981 en hefur þjálfað hjá Scunthorpe, Manchester City og Coventry eftir að knattspyrnuferl- inum lauk.  FENERBACHE í Tyrklandi hefur óskað eftir því að fá úkraínska sókn- armanninn Sergei Rebrov lánaðan frá Tottenham út þetta tímabil. Rebrov hefur aldrei náð sér fyllilega á strik hjá enska félaginu en hann er dýrasti leikmaðurinn sem það hefur keypt.  UGO Ehiogu, varnarmaðurinn öfl- ugi í liði Middlesbrough, verður frá keppni og æfingum næstu átta vik- urnar. Ehiogu lenti samstuði við markvörðinn Brad Friedel í leik Blackburn og Middlesbrough í fyrradag. Hann var þegar fluttur á sjúkrahús þar sem kom í ljós að nokkur rifbein brákuðust.  EVERTON hefur gert lánssamn- inga við tvo leikmenn, bandaríska landsliðsmanninn Brian McBride og egypska varnarmanninn Ibrahim Said. McBride, sem lék vel með Bandaríkjamönnum á HM síðastlið- ið sumar, er ekki alveg ókunnugur David Moyes, stjóra Everton, því hann lék um tíma undir hans stjórn hjá Preston.  CHRISTOPHE Dugarry, sóknar- maður frá Bordeaux í Frakklandi, gerði í gær lánssamning við Birm- ingham til vorsins. Dugarry varð heimsmeistari með Frökkum 1998 og Evrópumeistari tveimur árum síðar.  EL Hadji Diouf, Liverpool, og Papa Bouba Diop frá Senegal ásamt Egyptanum Mido hjá Ajax koma til greina sem knattspyrnumaður Afr- íku 2002 en tilkynnt verður um valið hinn 31. mars næstkomandi.  FRANK Stapleton, fyrrverandi markahrókur í herbúðum Arsenal, Manchester United og írska lands- liðsins, er sterklega orðaður sem næsti landsliðsþjálfari Írlands. Hann lék 71 landsleik fyrir Íra og skoraði alls tuttugu mörk. ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.