Morgunblaðið - 04.01.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 04.01.2003, Qupperneq 1
2003  LAUGARDAGUR 4. JANÚAR BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ÍÞRÓTTAMENN Í 27 GREINUM VERÐLAUNAÐIR AF ÍSÍ / B2 JÓHANNES Harðarson, knattspyrnumaður hjá Groningen í Hollandi, hefur verið leigður til þarlends 1. deildarliðs, Veendam, út þetta tíma- bil. Jóhannes er á öðru ári sínu hjá Groningen en hefur engin tækifæri fengið með liðinu í úr- valsdeildinni í vetur og spilaði aðeins þrjá leiki með því á síðasta tímabili. Jóhannes hefur reynslu af því að spila í 1. deildinni í Hollandi því hann lék þar í hálft ár með Maastricht áður en hann fór til Groningen sumarið 2001. Veendam er í 10. sæti af 18 liðum í 1. deild með 22 stig eftir 16 leiki, 18 stigum á eftir efsta liðinu ADO Den Haag. Keppni í deildinni hefst að nýju eftir vetrarfrí þriðjudaginn 28. janúar og þá taka Jóhannes og félagar í Veendam ein- mitt á móti efsta liði deildarinnar ADO Den Haag. Jóhannes leigð- ur til Veendam Pálmi og Bjarni aftur til Groningen Knattspyrnumennirnir Pálmi Rafn Pálmason úr Völsungi og Bjarni Hólm Aðalsteins- son úr Fram, sem báðir eru 18 ára, eru á förum til hol- lenska úrvalsdeildarfélagsins Groningen í annað sinn. Þeir æfðu hjá félaginu í nóvember og að sögn Ólafs Garðarsson- ar, umboðsmanns, stóðu þeir sig það vel að Groningen bauð þeim til sín öðru sinni. Pálmi og Bjarni fara utan á þriðjudag og verða í viku hjá félaginu, og fyrirhugað er að þeir spili leik með 23 ára liði Groningen. Þá eru miklar líkur á að Hjálmar Þórarinsson, hinn 16 ára gamli sóknarmaður úr Þrótti í Reykjavík, fari til reynslu til Utrecht í Hollandi síðar í þessum mánuði. ENSKA úrvalsdeildarliðið Charlton hefur áhuga á að leigja Jóhannes Karl Guðjónsson frá spænska liðinu Real Betis út þetta leiktímabil. Ekki er þó víst að af því verði því Charlton vill fá Jóhannes Karl til Lundúna í nokkra daga áður en gengið verður frá leigusamningi en forráðamenn Betis eru eitthvað tregir og vilja fyrst ganga frá samningi áður en Jó- hannes Karl fer til Englands. „Það er ekki komið formlegt tilboð en Charlton vill fá mig en það virðist standa eitthvað í forráðamönnum Betis. Ég hefði helst viljað fá sölu en Betis vill það ekki vegna þess að ég hef lækkað mikið í verði. Félagið vill leigja mig og vonast til að ég standi mig vel og hækki þá í verði á ný. Ég skil því ekki alveg hvers vegna það vill ekki leyfa mér að fara til Eng- lands í einhverja daga áður en geng- ið er frá samningi,“ sagði Jóhannes Karl í samtali við Morgunblaðið. Salamanga í 2. deildinni á Spáni vildi einnig fá Jóhannes Karl en hann sagði nei við því tilboði. Charlton vill leigja Jóhannes Karl Eiður Smári var í byrjunarliðinugegn Aston Villa helgina fyrir jól og skoraði þá fyrra markið í 2:0 sigri. Þrátt fyrir það var hann á vara- mannabekknum á ný fimm dögum síðar og lék í 10 mínútur gegn South- ampton, spilaði síðan allan leikinn gegn Leeds 28. desember en sat enn og aftur á bekknum gegn Arsenal á nýársdag og lék í 20 mínútur. Útlit er fyrir að hann verði á ný í byrjunarliðinu í dag þegar Chelsea tekur á móti Middlesbrough í 3. um- ferð ensku bikarkeppninnar, þar sem Gianfranco Zola meiddist og fór af velli í leiknum gegn Arsenal. Alex Ferguson hefur áður sýnt Eiði Smára áhuga en nokkuð var rætt um að hann myndi gera tilboð í hann í ágúst á nýliðnu ári. Ekkert varð þó af því og Claudio Ranieri hefur af og til fullyrt að Eiður sé ekki til sölu, frekar en aðrir leikmenn fé- lagsins. Þó er talið fullvíst að Chelsea væri reiðubúið að selja hann fyrir 11–12 milljónir punda, eða um hálfan annan milljarð íslenskra króna, ef slíkt tilboð bærist. Chelsea er í miklum fjárhagsvandræðum og skuldar rúmlega 12 milljarða króna. Manchester United vantar tilfinn- anlega sóknarmann en liðið er ekki með sömu breidd þar og áður eftir að Andy Cole og Dwight Yorke hurfu á braut. Ruud van Nistelrooy hefur aðallega séð um að skora mörkin en hefur þó ekki verið jafn atkvæðamik- ill í úrvalsdeildinni í vetur og hann hefur verið í meistaradeild Evrópu. Ferguson hefur ekki farið dult með áhuga sinn á að bæta úr þessu, og auk þess að svipast um eftir sókn- armanni hefur hann rennt hýru auga til tveggja kantmanna, Simon Davies hjá Tottenham og Damien Duff hjá Blackburn. Ferguson enn með Eið Smára í sigtinu ENSKI netmiðillinn Manchester Online sagði í gær að Alex Fergu- son, knattspyrnustjóri Manchester United, hefði enn á ný beint sjónum sínum að Eiði Smára Guðjohnsen hjá Chelsea. Þar kom fram að Eiður hefði lýst yfir óánægju sinni með það hve takmörkuð tækifæri hann hefði fengið í byrjunarliði Chelsea að undanförnu við Claudio Ranieri, knattspyrnustjóra félagsins. Ferguson væri því kominn í viðbragðsstöðu á ný og hefði mikinn hug á að fá íslenska sóknarmanninn til liðs við sig. Morgunblaðið/Árni Sæberg Landsliðið í handknattleik mætir landsliði Slóveníu í dag í Kaplakrika í Hafnarfirði og annað kvöld í Laugardalshöllinni. Þessi mynd var tekin á æfingu landsliðsins í gær og má sjá Ólaf Stefánsson, Róbert Sighvatsson, Birkir Ívar Guðmundsson, Sigfús Sigurðsson og Gunnar Berg Viktorsson í leik. Viðtal við Guðmund Þ. Guðmundsson landsliðsþjálfara á B4.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.