Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 6
FRÁ því að Sigríður Lárusdóttir og Jóhann Albertsson tóku við jörðinni Gauksmýri í Húnaþingi vestra af ríkinu árið 1997 hafa þar orðið miklar breytingar og endurbæt- ur og þó svo að ábúendur leggi áherslu á alhliða þjónustu við hestamenn eru aðrir ferðamenn velkomnir í bæinn. Hestamiðstöðin á Gauksmýri, sem getur tekið allt að tuttugu manns í gistingu, gekk í Ferðaþjónustu bænda síðastliðið vor um leið og opnuð var myndarleg veitinga- aðstaða í 40–50 manna sal, sem gerður var úr svölum sunnan við húsið og fengið hefur nafnið Hreiðrið. Suð- urhliðin, sem vísar niður að þjóðvegi, er öll úr gleri og þaðan má horfa út á hestavöll, þar sem hægt er að bjóða upp á hestasýningar, auk þess sem gestir geta virt fyrir sér fuglalífið úr salnum, en aðeins um 600 metrar skilja að nýja salinn og tjörnina. Gauksmýri er mitt á milli Reykjavíkur og Akureyrar og eru nákvæmlega 197 kílómetrar frá Gauksmýri til beggja höfuðstaðanna. Auk þess að bjóða upp á alla þjónustu við hestamenn, svo sem tamningar, reiðkennslu, hestaleigu, hestasýn- ingar og hestaferðir, hefur verið gerð tilraun með svo- kallaðar hjóna- og parahelgar í sveitasælunni og einnig fyrirtækja- og klúbbaferðir. Þá er stutt í sundlaug og heita potta á Hvammstanga. Fjölbreytt fuglalíf í endurheimtu votlendi Gauksmýrartjörnin er sunnan þjóðvegar og blasir við vegfarendum á leið um Norðurlandsveg. Um 1960 var bændum borgað fyrir að þurrka upp votlendi og var tjörnin þá þurrkuð upp, en núverandi ábúendur í sam- vinnu við nefnd á vegum umhverfis- og landbúnaðarráðu- neyta sáu um endurheimt tjarnarinnar fyrir um tveimur árum. Yfirfallsstífla úr grjóti og jarðvegi var byggð í út- fallsskurð úr tjörninni og búnar voru til svokallaðar tapp- ir, sem eru litlir hólmar. „Árangurinn af þessu er fjöl- breytt fuglalíf og má því segja að Gauksmýrartjörnin standi nú aftur undir nafni. Fuglar kunna að meta þessa breytingu og er mikið um endur, gæsir og álftir auk þess sem sést hefur til lómahjóna, rauðhöfðapars, flórgoða- pars, húsandar, kríu og óðinshana svo eitthvað sé nefnt. Tilvalið er að fá sér reiðtúr að tjörninni og svo má auðvit- að nota tjörnina til vetrarsports þegar hana leggur,“ seg- ir Sigríður. Fuglafræðingur gerir talningu öðru hvoru og hefur hann talið milli 30 og 40 tegundir. Fuglaskoðunar- aðstaða, hús með kíki og fuglabókum, hefur verið útbúin í samvinnu við Friðlýsingarsjóð Náttúruverndarráðs og er það tilvalinn útivistarmöguleiki fyrir náttúruunnend- ur. Villulaust nám svo hestinum líði vel Áður en hjónin Sigríður Lárusdóttir og Jóhann Al- bertsson keyptu jörðina Gauksmýri var þar rekið sam- býli fyrir fatlaða á vegum ríkisins. Þau stofnuðu Hesta- miðstöð á Gauksmýri árið 1999, tveimur árum eftir kaupin, í samstarfi við Magnús Lárusson, bróður Sigríð- ar, sem þá var að koma úr sérfræðinámi frá Bandaríkj- unum með áherslu á sálfræði hrossa. Þá hefur faðir Sig- ríðar og Magnúsar, Lárus Þ. Valdimarsson, komið að uppbyggingunni, m.a. með byggingu reiðskemmu. „Okk- ar sérstaða felst m.a. í því að vera með einn menntaðasta hestasérfræðing landsins og temjum við eftir mjög ný- stárlegu viðhorfi. Það er mjög mikið samasemmerki milli þess hvernig við vinnum með hrossin og hvernig á að kenna börnum. Maður vinnur stig af stigi. Tamning hrossa er einstaklingsmiðuð, eins og nám í grunnskóla á að vera. Það má aldrei taka of stórt skref í einu þannig að leiðbeinandinn sé kominn skrefi lengra en nemandinn. Námið þarf að vera villulaust svo að hestinum líði vel. Að- ferðir okkar eru byggðar á fræðum, en eins og við vitum er stundum erfitt að koma inn með nýjungar þegar aðrir telja að hinn heilagi sannleikur sé löngu kominn upp á yf- irborðið,“ segir Sigríður. Geta má þess að Hestamiðstöðin á Gauksmýri er í miklu samstarfi við landbúnaðarháskólann á Hvanneyri, Sveitin togaði í okkur Þau Sigríður og Jóhann höfðu búið í fimmtán ár á Laugarbakka í Miðfirði áður en þau fluttu að Gauksmýri. Þau eru bæði kennaramenntuð og er Jóhann skólastjóri í Húnaþingi vestra. „Við erum bæði alin upp í sveit, ég og bróðir minn komum úr næsta dal, frá Þórukoti í Víðidal, en Jóhann maðurinn minn er alinn upp á Skógum undir Eyjafjöllum. Við erum því bæði kennaramenntuð sveita- börn og alin upp við hross. Í ljósi þess má segja að það hafi ekki komið á óvart að sveitin skyldi toga í okkur. Þetta passar allt mjög vel saman,“ segir Sigríður að lok- um. Ný veitingaaðstaða á Gauksmýri Horft úr Hreiðrinu á fjöl- skrúðugt fuglalífið Nýr veitingasalur var tekinn í notkun á Gauksmýri sl. vor. Útsýni er úr salnum yfir Gauksmýrartjörn en þar er fugla- líf fjölskrúðugt. Hjónin Jóhann Albertsson og Sigríður Lárusdóttir. Miklar breytingar og endurbætur hafa verið gerðar á Gauksmýri undanfarin ár. Nú geta um 20 manns gist á bænum og veitingaaðstaðan er fyrir allt að 50 manns.  Hestamiðstöðin Gauksmýri 531 Hvammstangi Sími/Fax: 451-2927 gauksmyri@gauksmyri.is www.gauksmyri.is Rithöfundar, langar ykkur til Kanada árið 2004? Við leitum að umsækjendum, einum til tveimur, sem skrifað hafa bækur sem þýddar hafa verið á ensku og/eða frönsku, og hafa áhuga á að ferðast um slóðir Vestur-Íslendinga á árinu 2004. Hluti útgjaldakostnaðar verður greiddur af International Visits Program, sem starfar á vegum þjóðræknisfélaganna í Vesturheimi og á Íslandi. Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Þjóðræknisfélags Norður-Ameríku á: http://users.imag.net/~sry.rasgeirs/default.htm og velja “International Visits from Iceland”, eða á heimasíðu Þjóðræknisfélags Íslendinga á http://www.inl.is/frettir.htm Fylla þarf út umsóknareyðublað og skila ásamt æviágripi og eintaki af ritverki, (t.d. bókarkafla auk ljósrits af forsíðu og baksíðu bókarinnar sem kaflinn er tekinn úr). Umsóknir ber að senda í tvíriti til Þjóðræknisfélags Íslendinga, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík fyrir 20. janúar 2003. Nánari upplýsingar fást hjá Þjóðræknisfélagi Íslendinga í símum 511 1065 eða 545 9967. Einnig má senda fyrirspurnir til: inl@utn.stjr.is Verkefnið er skipulagt af Þjóðræknisfélagi Íslendinga í Norður- Ameríku og stutt af Þjóðræknisfélagi Íslendinga hér á landi. Heimagisting á besta stað í bænum. Býður alla Íslendinga velkomna. Geymið auglýsinguna. www.gistinglavilla16.com sími 004532975530 • gsm 004528488905 Kaupmannahöfn - La Villa Fjarnám allt árið Viltu stytta þér leið? Þitt nám þegar þér hentar! Skráning hefst 8. janúar fyrir vorönn 2003. Allar upplýsingar á www.fa.is Skólameistari NÚ gefst ferðamönnum sem leggja leið sína til London tækifæri til að kynnast pyndingartólum miðalda í Tower of London. Verður sýningin kölluð; Torture at the Tower. Bæði háir og lágir þurftu að þola pynd- ingar á þessum tíma en þrjár drottningar voru teknar af lífi í „turninum“. Meðal annarra sýninga í Tower of London er „Tales of the Tower“, þar sem búningaklæddir leiðsögumenn fara um með gestum og segja sögu turnsins. Þessi sýning verður opin um hverja helgi frá 29. mars til 20. júlí á næsta ári. „Attack the Tower“ er önnur sýning á sama stað. Þar verður sviðsett umsátur um turninn sem átti sér stað 1267. Sýningin verður opin almenningi 24.–27. maí. „Soldiers of Queen Elizabeth“ eða hermenn Elísabetar drottningar er heiti þriðju sýningarinnar, en þá verður settur á svið bardagi herja Elísabetar. Sýningar hefjast 26. júlí og standa til 31. ágúst.  Til að fá nánari upplýsingar skal bent á netslóðina www.hrp.org.uk. Tölvupóstfangið er natasha.wollard@hrp.org.uk. Morgunblaðið/Ómar Pyndingartól til sýnis í Tower of London Þrjár nýjar sýningar verða settar upp í Tower of London á næstunni. Alltaf er verið að bæta við nýjungum í skemmtigarðinum Port Aventura á Spáni. Nánari upplýsingar á slóðinni www.portaventura.es

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.