Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 11
þykir mest spennandi að sjá. Enda ekki að ástæðulausu. Edvin er mikill aðdáandi úlfsins. „Úlfurinn er ættfað- ir allra hunda, „bezta vinar manns- ins“,“ segir hann. Það hafi því verið sér mikið áhugamál að gera tilraunir með að temja úlfa. Til þess hafi hann fengið tækifæri þegar fyrsta úlfynjan á bænum gaut hvolpum, sem Edvin einsetti sér að temja. Gerði hann það með því að hafa til skiptis annan hvolpinn hjá sér allan sólarhringinn „til þess að venja þá við mannaþef“. Í stuttu máli tókst Edvin að temja úlfasystkinin Ask og Emblu það vel, að hann gat umgengizt þau rétt eins og þau væru hundar. En nú hafa þau Askur og Embla sína eigin girðingu í fjallshlíðinni á Langadragi þar sem þau geta lifað eftir eðlisávísuninni. Tuva, yngsta dóttir þeirra Edvins og Evu, er nú aðalumsjónarmanneskja villidýranna á bænum – úlfanna, gaupanna og refanna. Gestastraum- urinn er mestur þangað uppeftir er dýrin eru fóðruð, sem að jafnaði er gert kl. 14 dag hvern og liggur þannig t.d. vel við Íslendingum sem leið eiga um Björgvin með ferjunni Norrænu. Það er sannkölluð upplifun að verða vitni að því er hvernig Tuva get- ur átt samskipti við villidýrin – með því að gera það á þeirra máli. Það var mjög eftirminnilegt að sjá hvernig hún og Askur og Embla heilsuðust að úlfasið, og Tuva útskýrði öll samskipt- in um leið og þau áttu sér stað fyrir framan augu gestanna, sem þó voru í hæfilegri fjarlægð og há öryggisgirð- ing á milli. Úlfar eru greind dýr, sem eiga með sér fastmótað samskipta- mynstur, þar sem staðfesting á „goggunarröð“ er mikilvægur þáttur. Það sem Tuva þurfti að gera til að fá úlfana tvo til að hlýða sér var að segja þeim á þeirra máli að hún væri „núm- er eitt“ í þeirra hópi og þeim bæri að lúta því. Þó eru Askur og Embla tamdir úlf- ar, ólíkt úlfafjölskyldunni sem haldin er í annarri aðgreindri girðingu. Þar „býr“ úlfaparið Gråbein og Vilde, en þau eignuðust hvolpa í sumar. Vilde er reyndar einhver frægasti úlfur Noregs, eða réttar sagt úlfynja. Hún er síðasti eftirlifandi úlfurinn úr hjörð sem hafði komið austan frá Svíþjóð yfir í norskt fjalllendi og norsk stjórn- völd gáfu í fyrra út veiðileyfi á til að svara kröfum nokkurra sauðfjár- bænda sem tapað höfðu fé í kjafta úlf- anna. Allir úlfar hjarðarinnar voru felldir aðrir en Vilde, sem tókst að komast undan og birtist svo einn góð- an veðurdag við girðinguna á Lange- drag, sem afmarkaði heimili Grå- beins. Endaði með því að Vilde var hleypt inn í girðinguna, enda var það greinilega vilji hennar að ná ástum Gråbeins. Sú ást bar svo fljótlega ávöxt. Vilde gaut tveimur hvolpum í sumar. Bezta sálfræðimeðferðin „Ég ber djúpa virðingu fyrir nátt- úrunni,“ tjáir Edvin gesti sínum, sem í stuttri viðdvöl á „dýrabænum“ hans lærði heilmikið um undur náttúrunn- ar. Edvin leggur áherzlu á að um- gengni við dýr sé að sínu viti bezta sálfræðimeðferðin sem mannskepn- unni stendur til boða. Að gera sem flestum – einkum börnum – kleift að verða þeirrar mannbætandi upplifun- ar aðnjótandi er ein helzta stoðin und- ir starfseminni að Langadragi. Enda geta gestirnir frá Íslandi heilshugar tekið undir kjarnaboðskap gestgjaf- ans stórhuga, Edvins K. Thorson: „Náttúran er bezti lærimeistarinn!“ Tápmikill norskur gaupukettlingur. Langedrag, nærri Tunhovd í Buskerud, um miðja vegu milli Osló og Björgvinjar. Opið daglega kl. 10–18 allt árið. Póstfang: EKT Langedrag, Tunhovd, 3540 Nesbyen. Sími (+47) 32742550 fax: (+47) 32742551. Netfang: post@langedrag.no veffang: www.langedrag.no og www.numedal.net/ Langedrag MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 B 11 ferðalög Frönskunámskeið hefjast 13. janúar Námskeið fyrir byrjendur og lengra komna Taltímar Einkatímar Námskeið fyrir börn. Viðskiptafranska Hringbraut 121 - JL-húsið, 107 Reykjavík, fax 562 3820 Veffang: http://af.ismennt.is Netfang: af@ismennt.is Innritun í síma 552 3870 og 562 3820 Námskeiðin hefjast 13. janúar Öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð Er ekki kominn tími til að hefja nýtt nám, rifja upp eða bæta við fyrra nám? Það getur þú gert hjá reyndum kennurum Menntaskólans við Hamrahlíð. Þú getur valið námsgreinar eftir þörfum. Í MH er hægt að auka við þekkingu sína á mörgum sviðum. Við skólann eru nú þrjár bóknámsbrautir: Á málabraut er lögð sérstök áhersla á erlend tungumál auk móðurmálsins. Á náttúrufræðibraut er áherslan á undurstöðuþekkingu í raungreinum og stærðfræði en á félagsfræðabraut er samfélagsgreinum skipað í öndvegi. Í boði er fjölbreytt nám. Íslenskt mál, bókmenntir og bókmenntasaga, eðlisfræði, efnafræði, jarðfræði, landafræði, líffræði, stærðfræði, tölvufræði, mannkyns- og Íslandssaga, myndlist, félagsfræði, hagfræði, sálfræði og uppeldisfræði. Tungumál opna nýja heima! Viltu kynnast framandi tungumálum? Þarftu að nota tungumál í starfi? Viltu læra að koma skoðunum þínum skipulega á framfæri í rituðu eða töluðu máli? Í öldungadeildinnni verða eftirtalin tungumál kennd á næstu önn: Danska, enska, franska, ítalska, norska, rússneska, spænska, sænska og þýska. Þá er boðið upp á námskeið í stærðfræði fyrir foreldra grunnskólanema í 9. og 10. bekk. Nokkrir áfangar verða kenndir í fjarnámi eða dreifnámi. Er þetta ekki eitthvað fyrir þig? Innritun í Öldungadeild MH fyrir vorönn 2003 lýkur 6. janúar n.k. kl. 1500 - 1900. Námsráð- gjafar verða nemendum til aðstoðar milli kl. 1500 og 1800. Deildarstjórar verða til viðtals milli kl. 1700 og 1800. Mögulegt er að innrita sig í gegnum síma eða vefinn. Sjá nánar í Fréttapésa öldunga á heimasíðu okkar. Mikilvægt er að þeir nemendur sem vilja láta meta fyrra nám leggi þau gögn inn á skrif- stofu. Greitt er sérstaklega fyrir mat á fyrra námi. Skólagjöld ber að greiða við innritun. Komdu í heimsókn á heimasíðu okkar! Þar má finna ýmsar hagnýtar upplýsingar s.s. stundatöflu haustannar, Fréttapésa öldunga, bókalista og innritunareyðublað fyrir símainnritun, væntanleg tómstundanámskeið og fl. Slóðin er; www. mh.is Rektor Almanak Háskólans Nýtt ár - Nýtt almanak Almanak Háskólans er ómissandi handbók á hverju heimili Fæst í öllum bókabúðum Ertu á leið til útlanda? er með frábær tilboð á bílaleigu bílum um allan heim. Ekki eyða öllum gjaldeyrinum í leigubíla. Pantaðu bíl hjá Hertz. Hringdu og bókaðu í síma 50 50 600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.