Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 12
Ein glúrin… – Hvað dregur mús engu síður en fíllinn? – Andann! E ins og við munum öll svo mæta vel, hófust jólin kl. 18 á aðfangadag. Og nú eru þau alveg að verða búin. Því á morgun er seinasti dagur jóla, þrettándinn. Og á mið- nætti þann dag eru jólin búin. Takk fyrir takk! Það er því tæki- færið fyrir tryllt jólatjútt, og best að nýta þrettándann vel. Álfar, púkar og tröll Svona lýsa nokkrir krakkar í Vestmannaeyjum þrettándanum hjá sér: „6. janúar er síðasti jóla- dagurinn. Hann er yfirleitt kall- aður „þrettándinn“. Þá safnast allir bæjarbúar saman fyrir neðan fjall sem heitir Há. Uppi á fjallinu eru jólasveinarnir þrettán samankomn- ir og kveikja þar á kyndlum. Það er líka skotið upp alls konar rak- ettum og blysum. Svo ganga allir jólasveinarnir í röð niður af fjallinu og Grýla, Leppalúði og allskonar púkar og tröll slást í hópinn. Öll hersingin fer svo í röð uppá íþróttavöllinn og bæjarbúar elta. Á íþróttavellinum er kveikt í stórri brennu og nú koma alls kon- ar álfar og dansa í kringum eldinn. Á meðan álfarnir dansa, ganga jólasveinarnir og allar skrýtnu ver- urnar um svæðið og heilsa fólkinu og stríða börnunum. Margir yngstu krakkarnir eru mjög hræddir því þeir halda að þetta séu alvöru furðuverur. Þegar skemmtunin er að verða búin er stórkostleg flugeldasýning í brekkunni fyrir ofan íþróttavöll- inn. Að lokum halda allir heim og margar fjölskyldur hafa smá jóla- boð, það síðasta áður en jólin eru alveg búin.“ Þrettándagleði í Gufunesinu Hvað getur þú gert til að halda upp á þrettándann? Langar þig að lenda á svona skemmtun? Gott er að kanna hvað er í boði í þínum heimabæ. Ef þú býrð í Reykjavík eða nágrenni þá verður t.d skemmtilegt þrettándahúllumhæ í Gufunesinu. Hér er dagskráin: 19:30 Blysför frá Gylfaflöt (Vélamiðstöð). Álfakóngur, álfa- drottning, Grýla, jólasveinar og fleiri kynjaverur taka þátt í göng- unni. Munið! að mæta með grímu, jólasveinahúfu eða í öðrum bún- ingum. Blys verða til sölu. 20:00 Kveikt í þrettándabrennu á Gufunessvæðinu. 20:10 Fjöldasöngur og önnur skemmtilegheit. Söngtexta má finna á www.grafarvogur.is. Heitt kakó til sölu. 20:30 Flugeldasýning í boði Eg- ilshallar, stærstu íþróttamiðstöðvar landsins. Þín eigin þrettándagleði Er ekkert að gerast nálægt þér? Þá er nú bara að redda því sjálfur ekki satt? Hér koma nokkr- ar hugmyndir: 1) Öll vitum við að álfar og huldumenn eru á ferli á þrett- ándanum. Hvernig væri að stíga í fótspor þeirra, klæða sig upp sem álfakóngur og -drottning, semja leikrit eða ganga um og syngja: Nú er glatt í hverjum hól, hátt nú allir kveði. Hinstu nótt um heilög jól höldum álfagleði Fagurt er rökkrið við ramman vættasöng, syngjum dátt og dönsum því nóttin er svo löng. 2) Ef þú býrð í sveit – eða ein- hvers staðar nálægt kúm – er um að gera að fá einhvern fullorðinn með sér í lið, skreppa út í fjós á miðnætti og heyra kýrnar tala saman. Þeir sem upplifa þetta mega gjarna senda okkur frásögn á barn@mbl.is. 3) Svo er gamall og góður ís- lenskur siður að borða síðustu af- ganga jólamatarins á þrettándan- um. Þá er líka gjarna gripið í spil og talað um að „spila jólin út“. Ef þú kemst ekki á brennu, má bara einnig kveikja á kertum og þannig „brenna út jólin“. Nartaðu í sein- ustu jólasmákökurnar um leið og þú spilar við vinina í kertaljósinu. Góða skemmtun. 4) Hvaða hugmynd ert þú með? Þrettándagleði Síðasta tækifæri fyrir jólatjútt Nafn: Harpa Þrastardóttir Aldur: 8 ára Skóli: Setbergsskóli Harpa er ekki mikið búin að hugsa um nýja árið. „Það er ekkert sér- stakt sem mig langar til að eign- ast á nýju ári, því ég fékk allt sem ég vildi í jólgjöf,“ segir Harpa ánægð með sitt, en bætir við að hún væri til í að skreppa til út- landa í sumar. Nafn: Henný Þrastardóttir Aldur: 14 ára Skóli: Setbergsskóli – Vannst þú áramótaheit? „Nei, en ég væri til í að mér gengi vel í prófunum á þessu ári,“ svarar Henný sem skemmti sér stórvel á gamlárskvöld og er að pæla í að skella sér á brennu á morgun. Nafn: Valdimar Valdimarsson Aldur: 9 ára Skóli: Klébergsskóli „Mig langar að fara til útlanda í sumar,“ segir Valdimar, „og líka að verða góður á hjólabretti.“ – Hvað á að gera á þrett- ándanum? „Sprengja rakettur með vinum mínum.“ Nafn: Friðrik Bergmann Aldur: 10 ára Skóli: Breiðholtsskóli – Vannst þú áramótaheit? „Já, ég ætla að byrja að æfa box,“ segir Friðrik spenntur. Hann ætlar að sprengja rakettur á þrett- ándanum, og þrátt fyrir að hafa sprengt fullt á gamlárskvöld er hann alls ekki búinn að fá nóg. Nafn: Hlynur Kristjánsson Aldur: 7 ára Skóli: Fossvogsskóli – Var gaman á gamlárskvöld? „Já, ég var að sprengja og sprengja,“ segir Hlynur. Hann er til í að fara á álfabrennu á þrett- ándanum, því hann fór í fyrra með pabba sínum og þá fékk hann neon-ljós. „Það var gaman.“ Hvað gerist á nýju ári? Í upphafi árs Morgunblaðið/Þorkell Hér kemur eitt lítið orðarugl tileinkað þrettándagleðinni. Við gefum upp þrettán (nema hvað!) orð sem þið eigið að finna lóðrétt, lárétt eða á ská niður. Og einsog vanalega er eitt leynilegt lausnarorð sem finna skal. Það er í réttri stafrófsröð, punktarnir gefa upp stafafjölda og einn stafur er gefinn upp. Góða skemmtun! J A G U M I Ð N Æ T T I Ó U R N B H M O G E R N L A Ý Þ R E T T Á N D I A A L U E I K E L E R F S M A G N I B K F K E L V R A L N K L L A Ý Ð U E T A V A U Y D R R H G I U R M E G S N S B N E N I S Ö N G U R D S Í L A S N I L F N A R L Ð D R N S P I L A E N I A A V I T R I N G A R N I R álfar blys brenna flugeldar grýla jólasveinar kyndlar kýr ......t. spila söngur tröll vitringarnir þrettándi Þrettándaorðarugl Hanna Björk Hilmarsdóttir, 9 ára lista- maður úr Keflavík, gerði þessa frábæru mynd sem lýsir stemmningunni á gamlárkvöldi heldur betur vel. Gleðilegt nýtt ár! Gamlárs- kvöld Þessi gaur var aldeilis óheppinn að snúa á sér fótinn á gamlárs- kvöld. Hann verður að fá lækninn til að binda vandlega um fót- inn á sér til að hann komist á þrettándagleðina á morgun. En læknirinn er algjör klaufi og hefur flækt allt sárabindið. Hjálpið karlgreyinu að finna úr hvaða sárabindisendi er sá rétti, svo all- ir verði glaðir. Lausn neðst á næstu síðu. Óheppni um áramót

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.