Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.01.2003, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 5. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í LOK sjöunda áratugarins vannég við umönnunarstörf part úr vetri og sinnti þá meðal annarra hundrað ára gam- alli konu. Það eina sem hún sagði þessa mánuði sem ég sinnti henni í rúmlegunni var eftirfarandi: „Ingi- björg kemur í dag! Hver segir það? – Ingibjörg.“ Hver þessi Ingibjörg var sem gömlu konunni var svona minnis- stæð vissi ég aldrei en hitt veit ég að nú er komin til sögunnar önnur Ingi- björg sem er mörgum afar hugstæð um þessar mundir. Víst er að mörgum konum svellur móður nú, - „flaggskipið“ í þeirra hópi á í vök að verjast. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er eina íslenska konan frá upphafi vega sem hefur í fullri alvöru verið orðuð við svo valdamikið embætti sem for- sætisráðherraembættið er í íslensku stjórnkerfi og það setur hana skör hærra í vitund margra kvenna en aðrar íslenskar konur sem hætt hafa sér út á vettvang stjórnmálanna. At- burðarásin frá því Ingibjörg til- kynnti að hún hefði hug á vara- þingsæti fyrir Samfylkinguna og til þeirrar stundar er hún sagði sig af þeim sökum frá embætti borgar- stjóra í Reykjavík er þannig að hin æsilegustu skáldverk komast vart með tærnar þar sem raunveruleik- inn hefur hælana. Nú er svo komið að Ingibjörg Sól- rún er stödd á pólitísku bersvæði og ummæli ýmissa forystumanna benda til þess að henni verði ekki hlíft – hún má búast við að skotið verði að henni föstum skotum á næstunni. Menn spyrja hvers vegna konan hafi komið sér í þessa aðstöðu – hvert sé „plottið“, hvers vegna kona í svo feitu embætti sé að koma sér á hálfgerðan pólitískan vergang? – og það verður fátt um svör. Atburðarásin varð svona og nið- urstaðan þessi. Mér vitanlega hafa konur á Ís- landi aldrei fyrr horft upp á kynsyst- ur sína í bardaga eins og þeim sem staðið hefur yfir og í vændum er. Baráttukonurnar Þorbjörg Sveins- dóttir og Bríet Bjarnhéðinsdóttir sýnast hafa haft það giska rólegt miðað við þetta. Út um skrifstofu-, eldhús- og aðra glugga fylgjast íslenskar konur nú með Ingibjörgu Sólrúnu berjast á bersvæðinu fyrir pólitísku lífi sínu. Þótt þær vildu koma henni til hjálp- ar er það ekki svo einfalt. Það er ekki víst að Ingibjörgu sé neinn greiði gerður með því að konur sér- staklega slái um hana skjaldborg. Hún vill augljóslega og ætlar að láta reyna á styrk sinn sem fullgildur og fullmótaður stjórnmálamaður, án tillits til kynferðis. Hún hefur með einhverjum hætti brotist út úr sérfylkingum kvenna, án þess þó að gerast svokölluð karl- kona. Hún komst ekki í það sæti sem hún hefur setið í vegna stórfelldra „kaffiuppáhellinga“ né heldur fyrir „stólaröðun“. Ekki sýnist hún held- ur verða sérstaklega vænd um barnalegan einstrengingshátt, skort á húmor eða lélega aðlögunarhæfni, sem eru einkunnir sem konum hafa stundum verið gefnar. Hún virðist komin á það stig að skeyta hvorki um skömm né heiður - segir sér efst í huga að láta ekki kúga sig. Kannski er hún jafnvel orðin skotheld? Það skýrist er frá líður í bardaganum á bersvæðinu og verður kannski það atriði sem ríður baggamuninn. Þetta er allt saman umhugsunar- vert, ekki aðeins út frá persónu Ingi- bjargar heldur ýmsu öðru sem er að gerast í þessu samfélagi, t.d. miklum sviptingum í viðskiptalífi, aukinni fá- tækt, einkum kvenna og heldur slöku gengi þeirra í pólitík að und- anförnu. Hvaða skoðanir sem uppi eru í þjóðfélaginu varðandi hin ýmsu mál- efni og siðferði er ljóst, m.a. af at- kvæðagreiðslum um mann ársins, að mörgu fólki finnst frammistaða Ingibjargar Sólrúnar af því tagi að síðar kann nafn hennar að stíga fram úr móðu minnisleysis þegar flest annað er horfið úr huga elli- hrumra samtíðarmanna hennar. „Ingibjörg kemur í dag! Hver segir það? Ingibjörg.“ ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/Hver segir það? Ingibjörg kemur í dag! eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Á FUNDI hreppsnefndar Tálkna- fjarðarhrepps, sem haldinn var á Þorláksmessu, var samþykkt byggð- armerki fyrir sveitarfélagið. Tálkna- fjarðarhreppur hefur ekki átt byggð- armerki. Merkið er hannað af Jóhannesi Frank Jóhannessyni og sýnir mynni Tálknafjarðar með Sveinseyri í for- grunni. Það er blátt á hvítum grunni. Byggðarmerki fyrir Tálkna- fjarðarhrepp. Nýtt byggðar- merki Tálknafirði. Morgunblaðið. STARFSMENN gatnamálastjóra í Reykjavík munu annast hirðingu jólatrjáa dagana 6.–10. janúar. Þeir borgarbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðamörk og verða þau þá fjarlægð. Eftir 10. janúar eru íbúar beðnir um að snúa sér til gámastöðva Sorpu. Þá eru íbúar sem fyrr hvattir til að hirða upp leifar af skoteldum og blysum í nágrenni sínu. Hirðing jólatrjáa ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.