Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞJÓÐVERJAR, sem leika í sama riðli og Íslendingar á HM í hand- knattleik í Portúgal, hafa verið í æfingabúðum við Stuttgart að undanförnu og tóku þátt í fjögurra liða móti þar um helgina. Þeir sigruðu B-lið sitt, 35:27, á föstudagskvöld og Tékka 34:27 á laugardag og í úrslitaleik í gær lögðu þeir Ungverja að velli, 26:25. Þar skoraði Stefan Schröder sigurmarkið, 7 sekúndum fyrir leikslok. Ungverjar sigruðu Tékka með yf- irburðum, 40:27, og B-lið Þjóð- verja, 38:33. Tékkar og B-lið Þjóðverja gerðu síðan jafntefli, 38:38. Stefan Schröder, Stefan Kretzschmar og Christian Rose voru atkvæðamestir hjá Þjóðverjum í leikn- um við Tékka og skor- uðu 5 mörk hver. Gegn Ungverjum var Markus Baur í aðalhlutverki hjá þýska liðinu og skoraði 7 mörk. Þjóðverjar unnu mót í Stuttgart „ÞESSI leikir henta okkur mjög vel í undirbúningi okkar fyrir heims- meistaramótið,“ sagði Miko Marko- vic, landsliðsþjálfari Slóvena, eftir leikinn í Laugardalshöll í gærkvöldi. Hann sagði sig og liðið vera að reyna eitt og annað og því væri ekki hægt leggja harðan dóm á frammistöðu liðsins í leikjunum hér á landi. „Það er sama upp á teningnum hjá mér og hjá íslenska landsliðsþjálfaranum. Við erum að prófa okkur áfram með með eitt og annað. Að þessu sinni lékum við 6/0 vörn allan leikinn en í fyrsta leiknum stilltum við lengstum upp 3/2/1 vörn. Það má reikna með að í síðasta leik þjóðanna verði svip- að upp á teningnum. Burt séð frá úr- slitunum þá er ég ánægður með þetta tækifæri sem við fáum með þessum leikjum hér á landi. Þeir eiga vonandi eftir að reynast okkur dýr- mætir þegar á heimsmeistaramótið kemur. Íslenska landsliðið er sterkt enda hafnaði það í fjórða sæti á síð- asta Evrópumóti,“ sagði Markovic. Hann sagði að mikill hraði hefði einkennt fyrri leikinn og þá hefðu greinileg þreytumerki gert vart við sig hjá leikmönnum sínum. Því hafi hann ákveðið að draga úr hraðanum í leiknum í Laugardalshöll. „Við vor- um hreinlega óheppnir að vera ekki með góða forystu í hálfleik að þessu sinni. Við fengum mikið af góðum færum en markvörður Íslendinga reyndist okkur óþægur ljár í þúfu og lagði fyrst og fremst grunninn að forystu Íslendinga í hálfleik. Við viljum að sjálfsögðu vinna alla leiki en það er ekki auðvelt að koma hingað til lands og vinna og því erum við vel sáttir við jafnteflið að þessu sinni, en þetta var jú fyrst og fremst æfingaleikur,“ sagði Markovic. Morgunblaðið/Sverrir Niko Markovic Góður undir- búningur fyrir HM Ég hefði viljað fá sigur aftur íkvöld. Mér fannst við einhvern veginn hafa leikinn í okkar höndum en síðan þróaðist leikurinn á þann veg að við lentum undir og máttum kannski þegar upp er staðið þakka fyrir jafnteflið,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið eftir jafn- teflið við Slóvena í Laugardalshöll- inni í gærkvöldi. Þú hlýtur að hafa fengið einhver svör við þeim spurningum sem brunnu á þér fyrir leikina við Slóv- ena? „Þessir leikir eru mjög góður und- irbúningur fyrir HM og ég hef fengið ýmis svör, bæði hvað varðar ástand leikmanna og ég hef ekki verið ánægður með hvernig við höfum leikið í vörninni. Það hefur verið ákveðið óöryggi yfir henni og hún vinnur ekki nægilega vel saman. Trekk í trekk höfum við látið teygja vörnina í sund- ur og það er hlutur sem við verðum að laga. Ég var líka af- ar óhress með nýtinguna á færunum. Ég held að ég hafi talið einhver tíu dauðafæri auk þriggja vítakasta sem fóru í súginn og ég held að það hafi valdið því að við fórum ekki með sigur af hólmi.“ Er vörnin þá helsta áhyggjuefnið? „Já, hún er það en það má ekki gleyma því að það hefur vantað lykilmenn í hana. Sig- fús hefur ekki getað verið með í leikjunum og Patrekur missti af fyrsta leiknum og auðvitað hefur það áhrif þegar þessa tvo öflugu varnarmenn vantar. Við eigum samt alveg að geta spilað vörnina betur en við höf- um gert þó svo að Sigfús sé ekki til staðar. Markvarslan var miklu betri í kvöld heldur en í Kaplakrika á laugardag- inn og það eru jákvæðar frétt- ir. Eðlilega eru nokkrir hlutir sem þurfa að slípast og við höf- um ágætan tíma fram að HM til að gera það. Ég er ekki áhyggjufullur en ef ég miða liðið við þá stöðu sem það var í fyrir EM í fyrra finnst mér við eiga aðeins lengra í land. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn en ég geri mér góðar vonir um að geta teflt fram sterkasta liðinu í síðasta leiknum við Slóvena.“ Hvað með sóknarleikinn? Hefur hann gengið eins vel og þú vonaðist til? „Hann var í góðu standi í leiknum á laugardaginn og á köflum í kvöld. Við þurfum hins vegar að koma fleiri skotum á markið fyrir utan. Flest mörk okkar hafa komið af línunni og úr hraðaupphlaupum. Það er mjög jákvætt en mörkin utan af velli verða að skila sér.“ Ef litið er til einstakra leikmanna, hlýtur þú að vera sérstaklega ánægður með framlag Róberts Sig- hvatssonar? „Róbert hefur skilað mjög góðum leikjum sem er mjög já- kvætt. Hann er mjög góður á móti Sigfúsi í þessari stöðu og ég hef ekki áhyggjur af því að þeir standi sig ekki.“ Það hlýtur að valda þér ákveðnum vonbrigðum hvað lítið hefur komið út úr hægra horninu? „Já, ég get tekið undir það að hægra hornið hefur ekki virkað sem skyldi og það er einn af þessum hlutum sem við verðum að laga. Við verðum að geta nýtt Einar Örn betur líkt og við gerðum á EM í fyrra.“ Guðmundur reiknar fast- lega með að geta teflt fram sterkasta liði sínu í lokaleikn- um við Slóvena sem fram fer í Laugardalshöllinni annað kvöld. „Ég geri mér góðar von- ir um að fá Sigfús og Gústaf til baka og ég legg mikla áherslu á að við leggjum Slóvenana að velli. Það er alltaf betra að vinna leiki en tapa þeim þó svo um æfingaleiki sé að ræða. Slóvenska liðið er mjög verð- ugur andstæðingur og kemur sjálfsagt til með að selja sig dýrt og það ætlum við líka að gera.“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Eigum enn nokkuð í land Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðs- þjálfari í handknattleik, segir að ýmislegt þurfi að lagfæra í leik íslenska landsliðsins fyrir átökin á HM í Portúgal, nú þegar hann hefur séð til sinna manna í tveimur leikjum af þremur á móti Slóvenum. Guðmundur sagði við Guðmund Hilmarsson að helsta vandamálið í dag sé varnarleikurinn og tímann sem framundan er fyrir HM þurfi að nýta til að bæta hann verulega. Morgunblaðið/Sverrir Guðmundur Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari. HEINER Brand, þjálfari þýska landsliðsins í handknattleik, fékk ekki ánægjulegar fréttir fyrir helgi, en þá kom í ljós að einn af lykilmönnnum landsliðsins og Lemgo, Daniel Stephan, verður ekki orðinn góður af meiðslum á hæl fyrr en eftir þrjár vik- ur, en þá er heimsmeistarakeppnin hafin. Brand hefur horft á eftir þremur öðrum sterkum leikmönnum meiddum að undanförnu. Það eru þeir Frank von Behren frá Mind- en, og leikmenn Magdeburg, þeir Christian Schöne og Bennet Wiegert. Þjóðverjar halda til Frakklands og leika þar æf- ingarleik við Frakka í Metz 11. janúar og síðasti leikur þeirra fyrir HM verður viðureign við Rússa í Dortmund 17. janúar, þremur dögum áður en keppnin hefst í Portúgal. Þjóðverjar leika í sama riðli og Ísland á HM, ásamt Portúgal, Grænlandi, Ástralíu og Qatar. Ísland mætir Þjóðverjum í síð- asta leik B-riðilsins sunnudaginn 26. jan- úar. Brand fékk ekki ánægju- legar fréttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.