Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 4
KNATTSPYRNA 4 B MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ HEIÐAR Helguson kom Watford á bragðið þegar lið hans vann Macclesfield, 2:0, á útivelli í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á laugardaginn. Heiðar skoraði með föstu skoti af stuttu færi eftir góða sókn og fyrirgjöf á 24. mínútu og lið hans hafði öll tök á leiknum gegn 3. deildar liðinu. Mínútu áður hafði markvörður Macclesfield varið glæsilega þegar Heiðar skaut á markið frá vítateig. Jermaine Pennant, lánsmaður frá Arsenal, skoraði síðara mark Watford um miðjan síðari hálfleik. Þetta var áttunda mark Heiðars á tímabilinu en hann hef- ur skorað 7 mörk fyrir Watford í 1. deildinni og er marka- hæsti leikmaður liðsins þrátt fyrir að hann missti af fyrstu níu leikjunum vegna meiðsla. Ray Lewington, knattspyrnustjóri Watford, lýsti yfir mikilli ánægju með leik sinna manna. „Í svona leik hefði mátt búast við einhverju óvæntu en fyrri hálf- leikurinn hjá okkur var frábær. Eftir síðara markið höfðum við algjöra stjórn á leiknum og vorum aldrei í hættu,“ sagði Lewington. Heiðar skoraði í sannfærandi sigri Heiðar Helguson EIÐUR Smári Guðjohnsen og félagar í Chelsea lögðu Middlesbrough á Stamford Bridge í allsögulegum leik, 1:0. Markverði Chelsea, Carlo Cudic- ini, var vísað af velli um miðjan síðari hálfleik og Chelsea hefur þegar kraf- ist þess að hann þurfi ekki að taka út leikbann vegna rauða spjaldsins. Að- dragandinn var sá að Cudicini hand- samaði boltann en um leið keyrði sóknarmaður Middlesbrough, Dean Windass, hann niður og Ítalinn brást reiður við. Dómarinn vísaði honum af velli fyrir að lyfta hné á ógnandi hátt í áttina að Windass, samkvæmt vitn- isburði aðstoðardómara. „Ég er búinn að skoða atvikið vel í sjónvarpi. Carlo var keyrður niður, hann stóð upp, horfði á andstæðing- inn og dómarinn hljóp til þeirra. Ég veit ekki hvað aðstoðardómarinn sá, Carlo snerti ekki mótherjann og beitti engu nema augnaráðinu, sem hlýtur að vera hættulegt!“ sagði Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea. Eiður Smári var í byrjunarliði Chelsea á ný, í stað Gianfranco Zola sem sat á varamannabekknum. Eiður lagði upp tvö góð marktækifæri fyrir félaga sína en honum var fórnað þeg- ar Cudicini fékk rauða spjaldið, Eiði var skipt af velli fyrir varamarkvörð- inn, Ed De Goey. Það var Mario Stanic sem skoraði sigurmark Chelsea á 39. mínútu eftir góða sendingu frá Jimmy Floyd Hass- elbaink. Tíu leikmenn Chelsea héldu fengnum hlut síðustu 25 mínúturnar. Tíu leikmenn Chelsea héldu út FÓLK  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, hrósaði Dennis Berg- kamp í hástert eftir bikarsigurinn á Oxford, en þá skoraði Bergkamp sitt 100. mark fyrir félagið. „Bergkamp sýndi enn og aftur hve stórkostlegur leikmaður hann er. Framlag hans til Arsenal hefur verið ómetanlegt og ég er fullviss um að hann mun fram- lengja dvöl sína hjá okkur um eitt ár til viðbótar,“ sagði Wenger.  ROY Keane, fyrirliði Man. United, fór af velli að loknum fyrri hálfleikn- um gegn Portsmouth vegna tognun- ar í læri. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru en Keane er nýbyrjaður að spila á ný eftir langa fjarveru.  HELGI Valur Daníelsson sat á varamannabekk Peterborough sem gerði markalaust jafntefli við Old- ham á útivelli í 2. deild. Helgi Valur hefur ekki fengið tækifæri í síðustu sjö leikjum Peterborough sem er í fallsæti í deildinni.  LEE Bowyer, leikmaður Leeds, hafnaði á föstudagskvöld þeim mögu- leika að fara til Birmingham sem lánsmaður út tímabilið. Steve Bruce, stjóri Birmingham, hefur þó ekki gefið upp vonina um að fá Bowyer í sínar raðir, en hefur nú fengið sam- keppni frá West Ham sem vill líka fá piltinn til sín.  YAKUBU Ayegbeni, landsliðs- maður frá Nígeríu, sem hefur skorað 5 mörk fyrir Maccabi Haifa frá Ísrael í meistaradeild Evrópu í vetur, er á leið til Portsmouth, toppliðs 1. deild- ar, sem lánsmaður út þetta tímabil. Portsmouth er tilbúið að greiða 540 milljónir fyrir þennan tvítuga pilt í vor ef liðið vinnur sér sæti í úrvals- deildinni eins og flest bendir til.  AYEGBENI ætlaði að ganga til liðs við Derby í haust en fékk þá ekki at- vinnuleyfi í Englandi þar sem hann hafði þá ekki leikið nægilega marga landsleiki fyrir Nígeríu. Þeim hefur nú fjölgað og því ætti leyfið að fást í þetta skiptið.  JUNIOR McDougald, leikmaður utandeildaliðsins Dagenham & Red- bridge, skoraði mark í 3. umferð bik- arkeppninnar þriðja árið í röð. Hann er eini áhugamaðurinn sem hefur skorað gegn tveimur úrvalsdeildar- liðum í þessari umferð en hann lék þann leik gegn Charlton og Ipswich.  PHILIPPE Leonard, belgískur landsliðsmaður frá Mónakó í Frakk- landi, er að líkindum á leið til Black- burn á lánssamningi. Leonard, sem er 28 ára varnarmaður, var hjá enska félaginu um helgina og það skýrist í dag hvort af félagaskiptunum verður.  JERMAIN Defoe var maðurinn á bakvið fyrsta heimasigur West Ham á tímabilinu, 3:2 gegn 1. deildar liði Nott. Forest. Hann skoraði tvö mark- anna, sigurmarkið rétt fyrir leikslok, en Forest komst tvívegis yfir. Shrewsbury, sem hafði tapað 6:0fyrir Boston og 5:1 fyrir Rushd- en & Diamonds í tveimur síðustu útileikjum sínum í 3. deild og hefur fengið á sig flest mörk allra liða í deildinni í vetur, var lengst af betri aðilinn gegn Everton. Jemson skor- aði eina mark fyrri hálfleiks með glæsilegu skoti, beint úr auka- spyrnu. Niclas Alexandersson jafn- aði fyrir Everton en Jemson var aft- ur á ferð einni mínútu fyrir leikslok þegar hann skoraði sigurmarkið með hörkuskalla. Sigurinn var ekki síst sætur fyrir knattspyrnustjóra Shrewsbury, Ke- vin Ratcliffe, en hann var fyrirliði Everton á blómaskeiði félagsins á níunda áratugnum og lék með liðinu í 14 ár. „Þetta var verðskuldaður sigur, stundum þarf heppni í bikar- leikjum en ekki í þetta sinn. Það voru 11 hetjur í mínu liði að þessu sinni og allir léku vel. Ef liðið myndi spila svona frá degi til dags, værum við ekki í 3. deild,“ sagði Ratcliffe. David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, upplifði einnig blendnar tilfinningar því hann var á árum áð- ur leikmaður með Shrewsbury. Hann vildi ekki á neinn hátt afsaka þessi úrslit. „Leikmenn Shrewsbury áttu þennan sigur skilinn og ég vona að þeim vegni vel í næstu umferð. Ég hélt að við værum nógu góðir til að tryggja okkur sigurinn eftir að okkur tókst að jafna en svo fór ekki. Það hefur verið fjallað mjög jákvætt um okkur í vetur og nú verðum við að vera viðbúnir því að vera teknir í bakaríið,“ sagði Moyes. Loks sigur hjá Liverpool og Wolves vann Newcastle Liverpool vann í gær langþráðan sigur, þann fyrsta í 11 leikjum. Strákarnir hans Gerhards Houlliers náðu að vinna Manchester City, 1:0, á Maine Road og skoraði Danny Murphy sigurmarkið úr vítaspyrnu í byrjun síðari hálfleiks. „Við erum allir í sjöunda himni. Ég tel að við höfum spilað mjög vel og vorum mun betri aðilinn. Vonandi verður þessi sigur til þess að lyfta okkur upp eftir slæmt gengi að und- anförnu,“ sagði Sami Hyypia, fyrir- liði Liverpool, og hældi jafnframt hinum unga Neil Mellor sérstaklega fyrir góða frammistöðu í leiknum. Wolves, sem leikur í 1. deild, sló Newcastle út með sigri, 3:2, í mögn- uðum leik á Molineaux í gær. Eftir fjögur mörk í fyrri hálfleik skoraði George Ndah sigurmarkið í byrjun þess síðari og eftir það fengu bæði lið fjölda færa. Ívar Ingimarsson var ekki í leikmannahópi Wolves frekar en í undanförnum leikjum. Bergkamp með 100. markið Englandsmeistararnir og hand- hafar bikarsins, Arsenal, tefldu fram hálfgerðu varaliði gegn Oxford úr 3. deild en unnu tiltölulega auðveldan sigur, 2:0. Sebastian Svard, 19 ára piltur frá Danmörku, var í byrjunar- liðinu og átti drjúgan þátt í fyrra markinu sem Dennis Bergkamp skoraði. Það var 100. mark Hollend- ingsins snjalla fyrir Arsenal. Síðara markið var sjálfsmark, varnarmað- ur Oxford sendi boltann í eigið mark eftir hornspyrnu frá Robert Pires. Annar táningur, David Bentley, fékk að spreyta sig með Arsenal síð- ar í leiknum og litlu munaði að hann skoraði þriðja markið undir lokin. Í lið Arsenal vantaði leikmenn á borð við Thierry Henry, Patrick Vieira, Sol Campbell og Ashley Cole, sem allir eiga við meiðsli að stríða. „Við fengum aldrei frið með bolt- ann allan leikinn og það sýnir hið magnaða hugarfar leikmanna Ars- enal og segir allt um hvers vegna lið- ið er efst í úrvalsdeildinni. Við gerð- um okkar besta en áttum aldrei möguleika og munurinn á liðnum var gífurlegur,“ sagði Ian Atkins, knattspyrnustjóri Oxford. Venables ánægður á sextugsafmælinu Terry Venables, knattspyrnu- stjóri Leeds, fékk góða afmælisgjöf en hann er sextugur í dag. Leeds stóðst harða atlögu 3. deildar liðs Scunthorpe á laugardaginn og sigr- aði, 2:0, með mörkum frá Mark Vid- uka og Eirik Bakke. „Þetta var fag- mannleg frammistaða hjá liðinu og ég var sérstaklega ánægður með að sjá Dominc Matteo standa sig vel í vörninni eftir langa fjarveru. Við höfum nú haldið hreinu þrjá leiki í röð og það gefur vísbendingu um að við séum á réttri leið,“ sagði Ven- ables en lið hans hefur nú unnið fimm af síðustu sex leikjum sínum eftir hörmulegt gengi þar á undan. Ruud van Nistelrooy skoraði tví- vegis úr vítaspyrnum og David Beckham gerði glæsimark úr auka- spyrnu þegar Manchester United sigraði topplið 1. deildar, Ports- mouth, 4:1. Full stór sigur en Portsmouth fékk góð tækifæri til að jafna áður en United skoraði tvíveg- is undir lokin. „Þegar ég kom til Englands var mér sagt að bikarleik- ir væru gjörólíkir deildaleikjum, og það er svo sannarlega rétt. Þetta var magnaður leikur, Portsmouth lék vel og þetta var mjög erfitt en úrslit- in eru góð,“ sagði van Nistelrooy. James Beattie var enn í stóru hlutverki hjá Southampton sem lék Tottenham grátt og sigraði, 4:0. Beattie skoraði eitt mark og lagði upp tvö til viðbótar. Óvænt úrslit og hetjan leikmaður sem hefur leikið með 13 liðum Bikarævintýri í Shrewsbury NIGEL Jemson, 33 ára sókn- armaður hjá 3. deildar liðinu Shrewsbury, var tvímælalaust maður helgarinnar í ensku knattspyrnunni. Jemson, sem hefur leikið með 13 félögum á ferli sínum í hinum ýmsu deild- um Englands, skoraði bæði mörkin þegar lið Shrewsbury, sem er í 18. sæti 3. deildar, skellti fimmta efsta liði úrvals- deildarinnar, Everton, 2:1 í 3. umferð bikarkeppninnar á laugardaginn. Draumurinn sem öll lið í neðri deildum ala með sér rættist hjá leikmönnum Shrewsbury og þetta eru ein- mitt töfrar þessarar elstu knattspyrnukeppni heims þar sem úrslit á borð við þessi líta reglulega dagsins ljós. Leikmenn Shrewsbury fagna sigrinum á Everton. Hetjan Nigel Jemson liggur á bakinu til vinstri. ’ Við höfum núhaldið hreinu þrjá leiki í röð og það gef- ur vísbendingu um að við séum á réttri leið. ‘ Terry Venables ■ Úrslit.../B10 AP

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.