Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 B 7 „VIÐ vorum allt of lengi í gang með vörnina en sókn- in og hraðaupphlaupin gengu vel allan leikinn og það stendur upp úr hvað þennan leik varðar,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson við Morgunblaðið eftir átta marka sigurinn á Slóvenum á laugardaginn. Guðjón var mjög atkvæðamikill í leikn- um og skoraði 11 mörk úr 15 skottilraunum. „Gummi fór yfir málin í leikhléinu og sérstaklega hvað vörnina varðar. Slóv- enarnir fengu of mikið af opnum færum enda opn- aðist vörnin okkar illa. Það er ekki spurning að fjar- vera Sigfúsar og Patreks spilaði þarna inn í en okkur gekk mun betur að eiga við hana í síðari hálfleik og um leið sigum við framúr. Við hefðum líklega farið yfir 40 mörkin ef ég hefði ekki brennt af úr góðum færum. Það er ekki eins og ég hafi verið að klikka úr erfiðum færum heldur voru þetta dauðafæri sem ég venju- lega skora úr. Ég vonandi læri eitthvað af þessu því svona mistök geta orðið dýr. Hins vegar get ég ekki verið ósáttur við að skora 11 mörk í landsleik en ég er samt óánægður út í sjálfan mig fyrir að misnota opin færi. Ég var að mörgu leyti ánægður með leik okkar þar sem tveir og hálfur mánuður er liðinn síðan við lékum síðast en við tökum eitt skref í einu og stefnum að því að bæta okkar leik hægt og sígandi,“ sagði Guðjón Valur. „Vonandi lærum við af þessu“ FÓLK  ROLAND Valur Eradze og Logi Geirsson léku báðir sinn fyrsta A- landsleik í handknattleik þegar Ís- lendingar lögðu Slóvena, 37:29, í Kaplakrika á laugardaginn.  ERADZE, sem á dögunum fékk íslenskt ríkisfang og vegabréf, lék allan síðari hálfleikinn. Hann varði 6 skot og átti nokkrar góðar sending- ar fram völlinn sem skiluðu mörk- um.  LOGI, sem lék á heimavelli sínum, kom inn á þegar 15 mínútur voru til leiksloka. Honum tókst að skora eitt mark úr hraðaupphlaupi á þessum tíma en brást bogalistin úr góðu færi til að bæta við öðru marki.  ROLAND og Logi fengu báðir blómvönd frá HSÍ fyrir leikinn og það fékk einnig Ólafur Stefánsson en HSÍ og handknattleiksdeild FH gáfu honum blómvendi í tilefni á valinu íþróttamaður ársins.  GUNNAR Berg Viktorsson og Róbert Gunnarsson voru þeir einu í sem ekki fengu að spreyta sig í leiknum við Slóvena í Kaplakrika. Patrekur Jóhannesson, Sigfús Sig- urðsson og Gústaf Bjarnason gátu ekki leikið vegna meiðsla og þeir Birkir Ívar Guðmundsson, Bjarki Sigurðsson og Markús Máni Mich- aelsson voru ekki í leikmannahópn- um.  HAFDÍS Hinriksdóttir náði ekki að skora fyrir GOG þegar lið hennar tapaði fyrir öðru dönsku félagi, Slagelse, 23:26, á heimavelli í fyrri viðureign þeirra í 16 liða úrslitum EHF-bikars kvenna í handknatt- leik. Síðari leikurinn verður í Slag- else á föstudagskvöldið. ÞERGAR Róbert Sighvatsson skoraði fyrsta mark Íslands gegn Slóveníu af línu í Kaplakrika, skoraði hann jafnframt sitt 200. landsliðsmark. Róbert, sem er að undirbúa ásamt félögum sínum á fullum krafti fyrir HM í Portúgal, lék einmitt sína fyrstu lands- leiki þar í landi 1994 og skoraði sitt fyrsta mark í jafnteflisleik gegn Portúgal, 24:24. Hann hefur alls leikið 138 landsleiki síðan og skorað 213 mörk í þeim. Fimm leikmenn í lands- liðshópnum hafa skorað fleiri mörk en Róbert með landsliðinu – Ólafur Stef- ánsson, Patrekur Jóhann- esson, Gústaf Bjarnason, Dagur Sigurðsson og Sig- urður Bjarnason.Róbert Sighvatsson Róbert byrjaði með tíma- mótamarki n detta til mín inn á línuna. ur í landsliðinu og áralöng m eins og Degi, Óla, Patreki “ sagði Róbert í samtalið við ð við Slóvena í gærkvöld. ð grípa gæsina fyrst Sigfús að breiddin í landsliðinu er gumstæðum er Sigfús línu- a sýnir að maður kemur í manns stað og auðvitað vildi ég sýna fyrst Fúsi gat ekki leikið að ég gæti staðið mig í stykkinu. Landsliðið bygg- ist ekki á 7–8 mönnum heldur er þetta samvinna 14–16 manna.“ „Ég hef ekki verið ánægður með vörnina í leikjunum tveimur og mér hefur einnig fundist vanta upp á bar- áttuandann en ég held að við eigum eftir að þjappa okk- ur saman áður en stóra stundin í Portúgal rennur upp,“ sagði Róbert sem virkar í mjög góðu formi þessa dag- ana. farið á kostum HANDKNATTLEIKUR Eins og úrslitin gefa til kynna varsóknarleikurinn í fyrirrúmi enda leikurinn gríðarlega hraður og fátt um varnir og markvörslu. 6:0 vörn Íslendinga var hrip- lek í fyrri hálfleik og hafði fjarvera lykil- manna í vörninni, Sigfúsar Sigurðs- sonar og Patreks Jóhannessonar, þar auðvitað sitt að segja. Líkam- lega sterkir Slóvenar áttu auðvelt með að hrista varnarmenn íslenska liðsins af sér og þegar fyrri hálfleik- urinn var úti höfðu þeir skorað 16 mörk. Sóknarleikur Íslendinga var hins vegar með ágætum og hraða- upphlaupin, sem voru sterkasta vopn liðsins á EM fyrir ári, voru vel útfærð og skiluðu 11 mörkum þar sem Guðjón Valur Sigurðsson sá oftast um að reka smiðshöggið. Vörn íslenska liðsins lagaðist til muna í síðari hálfleik. Bæði var gengið betur út á móti góðum skot- mönnum Slóvena og miklu meiri hreyfanleiki í vörninni. Eftir að hafa lent tveimur mörkum undir í upp- hafi síðari hálfleiks náðu íslensku leikmennirnir smátt og smátt undir- tökunum. Slóvenar voru þó aldrei langt á undan en viss þreytumerki mátti greina á leik þeirra á lokakafl- anum og það færðu Íslendingar sér vel í nyt og uppskáru í lokin átta marka sigur sem gaf þó engan veg- inn rétta mynd af leiknum. Tveir leikmenn stóðu upp úr í ís- lenska liðinu – Guðjón Valur Sig- urðsson og Róbert Sighvatsson. Guðjón var eins og raketta fram völlinn og skoraði hvert markið á fætur öðru úr hraðaupphlaupum auk þess sem hann skoraði góð mörk úr horninu. Róbert átti stór- leik á línunni, skoraði 7 mörk úr átta skotum og fiskaði 4 vítaköst. Lík- lega einn af bestu leikjum hans með íslenska landsliðinu. Ólafur Stefáns- son hafði frekar hægt um sig lengi vel hvað markskotin varðar en lék félaga sína vel uppi með glæsisend- ingum og er eins og allir vita ómiss- andi fyrir íslenska liðið. Dagur Sig- urðsson stóð fyrir sínu í skyttuhlutverkinu og í heildina var ekki hægt að kvarta yfir sóknarspili liðsins nema hvað hægra hornið var nánast óvirkt en þar fékk Einar Örn Jónsson úr litlu að moða. Vörnin var hins vegar lengi vel frekar þung og svifasein og markverðirnir Guð- mundur og Roland Valur áttu erfitt uppdráttar. Sprengdu Slóvenana á lokasprettinum í Kaplakrika Guðjón Valur var eins og raketta KAPLAKRIKI hefur í gegnum tíðina reynst íslenska landsliðinu í handknattleik happadrjúgur heimavöllur og engin breyting varð á því á laugardaginn þegar Íslendingar lögðu Slóvena, 37:29, í fyrsta af þremur æfingaleikjum þjóðanna. Góður endasprettur færði ís- lenska liðinu öruggan sigur. Það gerði átta mörk gegn einu á loka- kaflanum og það má með sanni segja að Slóvenar hafi sprungið á limminu eftir að hafa staðið uppi í hárinu á Íslendingum mestallan tímann. Guðmundur Hilmarsson skrifar     &'         (  (      ! "" "  # #$          Morgunblaðið/Sverrir enum í Kaplakrika, sem er mesta skor hans í landsleik. Hann hafði áður uðjón Valur átti stórgóðan leik og réðu Slóvenar ekki við hraða hans. LOGI Geirsson lék sinn fyrsta landsleik í handknattleik – gegn Slóveníu í Kaplakrika. Það var við hæfi að hann léki fyrsta leikinn í Hafnarfirði, þar sem hann ólst upp eins og faðir hans, Geir Hall- steinsson, sem lék 118 landsleiki fyrir Íslands og skoraði 531 mörk í þeim. Nú þegar Logi lék sinn fyrsta landsleik eru liðin 37 ár síðan Geir lék sinn fyrsta landsleik – gegn heimsmeisturum Rúmeníu í Laug- ardalshöll 1966. Geir skoraði þá tvö mörk í leiknum, sem Rúmenar unnu 16:15. Geir er sonur Hallsteins Hinriks- sonar, fyrrverandi landsliðsþjálf- ara í handknattleik og bróðir Geirs, Örn, lék einnig með landslið- inu – nokkra landsleiki undir stjórn pabba síns. Þegar Geir lék sinn síðasta landsleik, gegn Dönum 1978, var Logi ekki fæddur, en hann fæddist fjórum árum seinna. Aðrir feðgar sem hafa leikið með landsliðinu eru Rúnar Guðmanns- son og Jón Árni, Fram, Gunnsteinn Skúlason, Val, og Skúli, Stjörnunni, Kristján Stefánsson og Stefán, FH, Ólafur Jónsson, Víkingi, og Jason, Aftureldingu, Jón Breiðfjörð Ólafs- son og Ingi Rafn, Val, Atli Hilm- arsson, Fram, og Arnór, KA. Þeir fóru í fót- spor feðranna rrir að k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.