Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 8
KÖRFUKNATTLEIKUR 8 B MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÍR-ingar komu ákveðnir til leiks oghöfðu undirtökin framan af. Eirík- ur Önundarson fór á kostum og skor- aði 12 stig í fyrsta leikhluta. Leikurinn var hraður og varnir í góðu lagi. Áhorfend- ur biðu spenntir eftir að sjá hvernig Mathis gengi. Hann kann greinilega ýmislegt fyrir sér því hann stýrði spilinu af mikilli rögg- semi þrátt fyrir að hafa komið til landsins á laugardag. Hann sýndi snilldartakta í gegnumbrotum og var mjög áræðinn í öllum aðgerðum. Í öðrum leikhluta náðu heimamenn forystu og fyrri hálfleik lauk 46:40, þeim í vil. Þar gerðu gæfumuninn þrjár þriggja stiga körfur í röð, vel útfærð hraðaupphlaup, góður varn- arleikur og frábær samvinna Haf- þórs Gunnarssonar og Mathis. Í seinni hálfleik sneru ÍR-ingar við blaðinu, Eugene Christopher sem hafði varla komist á blað skoraði 12 stig í þriðja leikhluta. Veikleiki Skallagríms var undir körfunni því þar náði Sigurður Þorvaldsson flest- um fráköstum eða 11. Í seinni hálfleik voru heimamenn oft á tíðum ráðvilltir í sóknaraðgerðum sínum, kannski ekki að furða því leikstjórnandinn hafði aldrei verið á æfingu með liðinu. Illa gekk að „blokkera“ fyrir Mathis og einnig var skotnýtingin ekki góð. Í síðasta leikhluta sáu bestu menn ÍR-inga þeir Eiríkur Önundarson og Sigurður Þorvaldsson til þess að Skallagrímsmenn náðu ekki að minnka muninn í minna en þrjú stig. Skallagrímsmenn voru fáliðaðir og gátu ekki beitt sér síðustu mínúturn- ar með því að brjóta á leikmönnum ÍR-inga því flestir voru með 4 villur. Hjá Skallagrími var Mathis bestur með 34 stig sem er ekki slæmt í sín- um fyrsta leik. Þjálfari ÍR-inga Egg- ert Garðarsson sagðist feginn að landa þessum sigri því ÍR-ingum hef- ur gengið illa á útivöllum í vetur. ÍR-INGAR mörðu sigur í hörkuleik á heimavelli Skallagríms í Borg- arnesi í gærkvöldi, 92:88. Þeir eru því komnir með 14 stig í deildinni en Skallagrímur situr áfram í næstneðsta sætinu með 4 stig. Donte Mathis, nýi leikmaðurinn hjá Skallagrími, sýndi skemmtilega takta og skoraði 34 stig í leiknum. Góður leikur Mathis ekki nóg Leikurinn var nokkuð jafn allantímann, en heimamenn í Breiða- bliki voru þó skrefinu á undan gest- unum í fyrri hálfleik. Friðrik Hreinsson var iðinn við að setja niður þriggja stiga körfur fyrir heima- menn í upphafi leiksins og virtust flestir boltar falla ofan í körfuna fyrir Breiðablik. Gestirnir frá Hafnarfirði gáfu þó ekkert eftir og eltu Blikana eins og skugginn. Sævar Ingi Har- aldsson átti mjög góðan fyrri hálfleik fyrir Hauka sem og Stevie Johnson og voru þeir tveir atkvæðamestir Hauka í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikur byrjaði á svipuð- um nótum og sá fyrri endaði, leikur- inn í járnum en Blikarnir með foryst- una. Haukarnir bitu hins vegar vel frá sér þegar líða tók á þriðja leikhluta og þegar þrjár mínútur voru eftir af leik- hlutanum komust gestirnir yfir í fyrsta skiptið í leiknum 64:65. Það er helst að þakka frábærum leik Stevie Jones sem var allt í öllu í leik Hauka á þessum kafla. Blikarnir létu þetta ekki slá sig út af laginu heldur náðu að svara fyrir sig í fjórða leikhluta. Kenneth Tate vaknaði þá til lífsins og átti stóran þátt í því að heimamenn komust stigi yfir um miðjan leikhlut- ann, en það dugði þó skammt því Halldór Kristinnson í liði Hauka tók leikinn í sínar hendur og skaut heima- menn í kaf. Hann skoraði helming stiga gestanna í 4. leikhluta, en það voru einu stigin sem hann skoraði í öllum leiknum. Sigur gestanna í Haukum varð því niðurstaðan og fjórða sæti deildarinnar staðreynd. Stevie Johnson var mjög öflugur í liði gestanna í gær, hann tók af skarið þegar á þurfti að halda og var lykill- inn að sigri Hauka. Einnig átti Hall- dór Kristinsson frábæra innkomu í fjórða leikhluta. Kenneth Tate átti ágætan lokasprett fyrir heimamenn en var ekki eins atkvæðamikill og hann á að sér að vera. Morgunblaðið/Sverrir Stevie Johnson sendir knöttinn í körfuna hjá Blikum, en hann skoraði 34 stig fyrir Hauka. Kenneth Tate, sem skoraði 20 stig fyrir Blika, kemur engum vörnum við. Haukasigur HAUKAR úr Hafnarfirði heim- sóttu nágranna sína í Breiðabliki í Intersport-deildinni í körfu- knattleik í gærkvöldi. Eftir jafn- an og spennandi leik voru það gestirnir sem stóðu uppi sem sigurvegarar 96:102. Þeir komu sér þar með í 4. sæti deild- arinnar en Breiðablik er hins vegar ekki í góðum málum, hef- ur enn aðeins unnið þrjá leiki og eru einu sæti fyrir ofan fallsæti. Benedikt Rafn Rafnsson skrifar Fram eftir öllum leik voru KR-ing-ar afar rólegir í tíðinni og nokk- urt kæruleysi í leikmönnum, virtist sem þeir teldu sig ganga að sigrinum vísum þar sem Keith Vassel, fyrrum félagi þeirra, var ekki bú- inn að fá leikheimild með sínu nýja fé- lagi, Hamri. Aðeins Darrell Flake, sem naut nokkurrar verndar hjá dómurum, og þriggja stiga skotin björguðu KR með forystu fyrir hlé, sex slík rötuðu í körfuna en aðeins eitt hjá Hamri. Síðari hálfleikur hófst á svipuðum nótum og KR alltaf skrefinu á undan en í stöðunni 57:50 steinsofnuðu Hamarsmenn á verðinum og KR skoruðu tíu stig í röð. Þá tók aftur við kæruleysi hjá KR en sannarlega bitu Hamarsmenn í skjaldarrendur, börð- ust fyrir hverjum bolta og linntu ekki látunum fyrr en forystu KR var kom- inn niður í þrjú stig og þrjár mínútur eftir. Hófst þá mikill darraðardans, tvö þriggja stiga skot Hamars misstu marks og tvívegis lukkaðist ekki hjá þeim opin færi auk þess að dómarar leiksins virtust ekki koma auga á þegar brotið var á þeim. Hinum meg- in náðu KR-ingar að halda boltanum og fá síðan vítaskot, sem öll fóru ofan í körfuna. „Við vissum að þeir voru væng- brotnir, með menn í meiðslum og fengu ekki Keith í tæka tíð – það gæti haft áhrif á hugarfar okkar og má segja að við höfum verið of sigurviss- ir og langt frá því að við séum sáttir við þennan – ætli það megi ekki segja að jólasteikin hafi setið í okkur,“ sagði Herbert Arnarson, sem lék á ný með KR eftir að hafa átt í meiðslum frá fyrsta leik – einmitt við Hamar 11. október. Aðeins Darrell Flake stóð sig sem skyldi hjá KR, tók 17 fráköst og var stigahæstur. Hamarsmenn fá hrós fyrir baráttu. „Við sýndum góða baráttu og fórum loks að spila vörn auk þess að nú, eftir að útlendingurinn okkar fór, voru sóknir okkar lengri en fimm sekúnd- ur,“ sagði Lárus Jónsson, sem átti mjög góðan leik. „Leikurinn verður því auðveldari og fleiri fá að koma við boltann svo að menn eru viljugri til að berjast í vörninni. Við höfum oft fengið á okkur yfir hundrað og tíu stig í leik og vinnum ekkert lið þannig nema ef við hefðum mjög gott sókn- arlið en svo er ekki. Áramótaheitið okkar var að spila varnarleik,“ bætti Lárus við. Sætur sigur Snæfells Leikur Tindastóls og Snæfells barþess greinileg merki að vera fyrsti leikur eftir langt frí, því að þó að leikurinn ein- kenndist af mikilli baráttu beggja liða var mikið um mistök á báða bóga og flestir leikmennirnir langt frá sínu besta. Þrátt fyrir að leikurinn væri ekki sá besti sem sést hefur var hann spenn- andi allan tímann og býsna skemmti- legur á að horfa. Gestirnir úr Stykk- ishólmi fóru með sigur, 73:76. Gestirnir náðu frumkvæðinu þegar í upphafi héldu því út fyrsta leikhluta en náðu aldrei að skapa sér nokkra stöðu því að heimamenn fylgdu þeim vel eftir og þrjú stig skildu þegar annar leikhluti hófst. Þá þegar komu heimamenn mjög ákveðnir til leiks og á fyrstu mínútum þessa hluta náðu þeir mjög góðum kafla og röðuðu nið- ur stigum án þess að Snæfellingar fengju rönd við reist, skoruðu þrett- án stig án þess að gestirnir næðu að svara og breyttu stöðunni 20:24 í 33:24 en þá sneru Snæfellingar vörn í sókn og með mikilli baráttu náðu þeir að saxa niður forskotið og í hálfleik skildu liðin fimm stig. Í þriðja leikhluta hélt baráttan áfram, heimamenn voru lengstum fetinu á undan en gestirnir slepptu þeim ekki frá sér og barist var í hverjum bolta, Í þessum hluta leiks- ins voru þeir Helgi og Antropov hjá Tindastól komnir með fjórar villur og Hlynur hjá Snæfelli sömuleiðis. Tvö stig heimamönnum í vil skildu að liðin fyrir síðasta leikhluta. Allt til síðustu mínútu var leikur- inn í járnum og þegar tæpar tvær mínútur voru til leiksloka var staðan 69:67 en með mikilli baráttu og tveim þriggja stig körfum frá Hlyn Bær- ingssyni náðu gestirnir að komast yf- ir og með yfirveguðum leik náðu þeir að knýja fram sigur. Bárður Eyþórsson var ánægður að leikslokum. „Við höfum átt við vand- ræði að stríða vegna meiðsla til að mynda eru aðeins nokkrir dagar síð- an Bush hefði losnað við gifsið af hendinn, en hann brotnaði fyrir jól og hefði ekki náð að mæta nema á tvær æfingar.“ Bestu menn í liði Tindastóls voru Axel, Clifton, Einar og Antropov, en hjá Snæfelli voru bestir Hlynur, Lýð- ur og Jón Ólafur, svo og Bush sem spilaði félaga sína vel upp. Hetjuleg barátta Hamars ÞRÁTT fyrir hetjulega baráttu urðu Hvergerðingar að játa sig sigr- aða eftir 93:84 tap fyrir KR í Vesturbænum í gærkvöldi í úrvalsdeild- inni. Síðustu mínúturnar voru æsispennandi en þegar hittnin brást hjá Hamarsmönnum í lokin náðu KR-ingar að landa sigri. Snæfell skaust því upp fyrir Hamar í deildinni og er komið í áttunda sætið eftir sigur á Tindastól á Sauðárkróki. Stefán Stefánsson skrifar Björn Björnsson skrifar Guðrún Vala Elísdóttir skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.