Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 11
Quimper – Lille......................................... 0:3 Valenciennes – Le Havre......................... 2:3 Bourg–Peronnas – Strasbourg ............... 1:0 Sete – Rennes ........................................... 1:4 Vitrolles – Laval ....................................... 1:1  Laval sigraði í vítaspyrnukeppni. Schiltingheim – Troyes............................ 3:1 Armentieres – Bordeaux ......................... 0:3 Martigues – Sedan ................................... 0:0  Martigues sigraði í vítaspyrnukeppni. Besancon – París SG ................................ 0:1  1. deildarliðin Mónakó, Sochaux, Mont- pellier, Strasbourg, Nice, Troyes, Sedan og Lyon féllu öll gegn liðum úr neðri deildum. Tap Lyon kom mest á óvart en lið Libourne St. Seurin leikur í 4. deild. ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. JANÚAR 2003 B 11 ÍT ferðir – IT Travel, Íþróttamiðstöðinni í Laugardal sími 588 9900, póstfang: itferdir@itferdir.is www.itferdir.is KNATTSPYRNUDEILDIR- KNATTSPYRNUFÉLÖG Meistaraflokkar í knattspyrnu: CADIZ á Spáni í apríl Glæsileg hótel - frábærir vellir Yngri flokkar og einstaklingar: Knattspyrnuskóli Bobby Charlton sá eini sanni ! - varist eftirlíkingar ! Liverpool-mótið - Tivoli Cup - Donosti Cup á Spáni o.fl. Einnig topp ferðir til Skotlands í umsjá Moyes-feðga Munið VISA - REY CUP; www.reycup.is í Laugardal Eins og tölurnar gefa til kynna varleikurinn aldrei spennandi. Reyndar tók það Keflavíkurstúlkur tæpar þrjár mínútur að skora sitt fyrsta stig en gestir þeirra þurftu að bíða í sjö mínútur eftir fyrstu stigum sínum, sem urðu samt ekki nema fjögur eftir fyrsta fjórðung á meðan Keflavík skoraði 27. Stöðugt fjaraði undanbaráttuþreki Grindvík- inga og forskotið jókst í samræmi við það og það verður að teljast gott hjá Keflvíkingum að slaka ekki á; fjöru- tíu stig skildu að í hálfleik, 48 eftir þriða leikhluta og 73 í lokin. „Okkar stelpur höfðu enga trú á sigri, þær voru að reyna berjast fyrstu leikhlutana en höfðu því mið- ur ekki erindi sem erfiði ,“ sagði Eyj- ólfur Þór Guðlaugsson, þjálfari Grindavíkurstúlkna. „Þegar svo munurinn varð fimmtíu stig kom vonleysið og erfitt að halda haus, ég reyndi að fá liðið til að setja sér ein- hver markmið í leiknum en það gekk ekki. Að vísu vantaði útlendinginn okkar, Yvonne Shelton, og einnig okkar helsta leikstjórnanda, Marí- önnu Guðmundsdóttur, svo að ég þurfti að nota leikstjórnanda sem hefur ekki eins mikla reynslu,“ bætti þjálfarinn við en taldi að deildin yrði fljótlega jafnari. „Landslagið í deild- inni mun eflaust breytast þar sem fleiri lið eru að fá útlending og ef KR fær einnig Hönnu Kjartansdóttur og Grétu Maríu Grétarsdóttur aftur inn í liðið er komin keppni í deildina. Ég lagði upp með að halda liðinu í deild- inni en auðvitað dreymir mann um að komast í úrslitakeppnina.“ Hjá Grindavík stóð engin upp úr en Stef- anía Ásmundsdóttir skoraði 11 stig, varði 3 skot og tók 8 fráköst eins og Sólveig H. Guðmundsdóttir. Lið Keflvíkur var jafnt, Birna Val- garðsdóttir, nýbökuð körfuknatt- leikskona ársins 2002, var stighæst með 18 stig og Erla Þorsteinsdóttir tók 12 fráköst auk þess að verja fjög- ur skot. Sonja Ortega var ekki eins áberandi en var liðinu þó mikilvæg með 8 fráköst, 7 stoðsendingar og tíu sinnum hirti hún boltann úr höndum mótherjanna. Þær gáfust upp Þjálfari Keflvíkur, Anna María Sveinsdóttir, sem jafnframt er leik- maður, getur vel við unað, hvort sem er fyrir góðan liðsanda sem hélt lið- inu á fullri ferð allan leikinn eða fyrir stöðu liðsins í deildinni. „Við spiluð- um vel og hættum því ekki þó að mótstaðan væri ekki mikil. Við ætl- uðum að halda þeim undir vissum fjölda stiga og hittum vel í byrjun og þær gáfust fljótlega upp. Þegar við sáum að útlendingurinn þeirra yrði ekki með vissum við að lið þeirra yrði veikara og ákváðum að nota leikinn til að æfa okkur í þeim hlutum sem hafa ekki gengið nógu vel í vetur. Það gekk eftir og liðið spilaði mjög vel saman, allir voru með og allir höfðu gaman af leiknum,“ sagði Anna María eftir leikinn en þetta er hennar annað tímabil í röð sem þjálf- ari og leikmaður. „Það er mikil samstaða í liðinu, all- ar á sömu línu og ákveðnar í að gera vel svo að það er auðvelt að þjálfa þetta lið en ég er líka með góðan að- stoðarmann, Kjartan Kárason. Við höfum spilað virkilega vel í vetur og myndum því vilja sjá fleiri áhorfend- ur. Það hefur verið fækkun í öllum greinum en alltaf góður kjarni hjá okkur og líklega bætist við þegar dregur að úrslitakeppninni. Fólk hefur úr miklu að velja og það kostar peninga að fara á völlinn.“ Staðan í deildinni er svolítið sér- stök þar sem Keflvík hefur unnið alla sína leiki en næsta lið tapað fjórum leikjum og næstu þrjú í kringum sex leikjum auk þess að Keflavík er eina liðið, sem skorað hefur fleiri stig en það hefur fengið á sig – ekki nokkr- um heldur á fjórða hundrað. „Auðvit- að er rosalega mikið að vinna með þessum mun og einnig að það skuli muna svona mikið um tvo leikmenn í einu liði, eins og var hjá Grindavík. Ég á samt von á mótstaðan verði meiri á næstu vikum – lið eru að styrkja sig með útlendingum og deildin verði spennandi fyrir vikið. Mér skilst að útlendingarnir sem eru að koma til KR og Hauka séu mjög góðir svo það verður spennandi að sjá hvernig þær falla inn í liðin. Það er mjög misjafnt hvernig það gengur og skiptir miklu máli. Annars vel ég meiri spennu og alls ekki að allir leikirnir verði eins og þessi á móti Grindavík í dag. Það er auðvitað gaman en miklu skemmtilegra að vinna jafna leiki,“ bætti Anna María við en ætlar sér samt ekki að gefa neitt eftir. „Við ætlum samt að gera enn bet- ur – spila vel, slaka ekki á og vinna alla titla sem eru í boði hvernig sem við förum að því, ósigraðar eða ekki. Það er okkar markmið og kemur í ljós hvort gengur eftir. Ég átti von á jafnari deild en ekki að við myndum stinga svona af. Það kom mér sjálfum á óvart hvernig við spiluðum í byrjun móts- ins þrátt fyrir að vanta Erlu Þor- steinsdóttur og Sonju Ortega. Við spiluðum vel og það hefur skilað okk- ur langt í vetur hvað við höfum spilað vel saman sem lið, við skiptum stig- unum jafnt á milli okkar og það gengur ekki fyrir mótherja að taka einn leikmann okkar í gæslu, það verður að taka hálft liðið.“ Keflavíkurstúlkur stungnar af – unnu liðið í öðru sæti, Grindavík, með 72 stiga mun Ætlum að vinna alla titla sem eru í boði ALGER yfirrráð Keflavíkurkvenna í körfuknattleik kristölluðust á laugardaginn þegar þær fengu næstefsta lið deildarinnar, Grinda- vík, í heimsókn og unnu með 72ja stiga mun, 105:33. Staða Kefla- víkur er afgerandi á toppnum eftir sigur í öllum sínum 11 leikjum og tæplega fjögur hundruð stigum betur í stigahlutfalli en næstu lið. Ljósmynd/Hilmar Bragi Anna María Sveinsdóttir, þjálfari Keflavíkurliðsins, á fullri ferð með knöttinn. Stefán Stefánsson skrifar Heimsbikarinn Stórsvig kvenna: Bormio, Ítalíu: Sonja Nef, Sviss................................. 2:24,49 Anja Pärson, Svíþjóð......................... 2:24,66 Michaela Dorfmeister, Austurr ....... 2:25,64 Karen Putzer, Ítalíu .......................... 2:25,85 Maria Contreras, Spáni .................... 2:25,98 Alexandra Meissnitzer, Austurr...... 2:26,37 Anna Ottosson, Svíþjóð..................... 2:26,82 Tanja Poutiainen, Finnlandi ............ 2:26,87 Svig kvenna: Janica Kostelic, Króatíu ....................1.36,74 (47,37/49,37) Elísabeth Görgl, Austurríki ..............1.38,82 Anja Pärson, Svíþjóð..........................1.38,90 Tanja Poutiainen, Finnlandi .............1.38,91 Sonja Nef, Sviss..................................1.38,96 Monika Bergmann, Þýskalandi ........1.39,14 Martina Ertl, Þýskalandi ..................1.39,21 Marlies Schild, Austurríki .................1.39,21 Efstu konur í heimsbikarnum: Janica Kostelic, Króatíu ...................... 1.055 Karen Putzer, Ítalíu ................................ 569 Michaela Dorfmeister, Austurríki ......... 520 Martina Ertl, Þýskalandi ....................... 479 Sonja Nef, Sviss....................................... 470 Stórsvig karla: Kranjska Gora, Slóveníu: Bode Miller, Bandaríkjunum ........... 2:04,15 Christian Mayer, Austurríki ............ 2:04,98 Sami Uotila, Finnlandi...................... 2:04,99 Erik Schlopy, Bandaríkjunum......... 2:05,00 Benjamin Raich, Austurríki ............. 2:05,00 Hans Knauss, Austurríki.................. 2:05,11 Heinz Schilchegger, Austurríki ....... 2:05,14 Arnold Rieder, Ítalíu......................... 2:05,32 Svig karla: Ivica Kostelic, Króatíu .......................1.44,71 (53,82/50,89) Rainer Schönfelder, Austurríki ........1.44,98 Jean-Pierre Vidal, Frakklandi..........1.45,03 Kalle Palander, Finnlandi .................1.46,07 Manfred Pranger, Austurríki ...........1.46,18 Benjamin Raich, Austurríki ..............1.46,42 Giancarlo Bergamelli, Ítalíu..............1.46,45 Hans-Petter Buraas, Noregi.............1.46,58 Efstu menn í heimsbikarnum: Bode Miller, Bandaríkjunum ................. 578 Stephan Eberharter, Austurríki............ 555 Didier Defago, Sviss................................ 414 Kjetil Andre Aamodt, Noregi ................ 389 Didier Cuche, Sviss ................................. 353 1. deild kvenna: KA – Þróttur R. ........................................ 3:0 Staðan: KA 8 6 2 19:9 19 Þróttur N. 6 6 0 18:3 18 HK 7 4 3 14:9 14 Nato 8 2 6 10:20 10 Fylkir 7 2 5 7:15 7 Þróttur R. 6 1 5 4:16 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.