Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.01.2003, Blaðsíða 12
Guðfinn- ur með 12 mörk GUÐFINNUR Krist- mannsson, þjálfari og leikmaður sænska hand- knattleiksliðsins Wasait- erna, skoraði 12 mörk fyrir liðið í úrvalsdeild- inni um helgina, í tveimur tapleikjum. Fyrst beið lið hans lægri hlut fyrir H43, 22:25, og síðan fyrir topp- liði Redbergslid, 25:37. Guðfinnur skoraði 8 mörk gegn H43 og 4 gegn Red- bergslid. Þegar einni umferð er ólokið í úrvalsdeildinni er ljóst að Wasaiterna verð- ur í neðsta sæti og spilar í 1. deild eftir HM-fríið en liðið er með 8 stig eftir 21 leik. Það fær samt góða dóma fyrir frammistöðu sína í vetur, það sé ungt og efnilegt og skipað bar- áttuglöðum leikmönnum sem eigi eftir að koma því ofar á ný. BARNABY Craddock, Kanada- maður með enskt ríkisfang, er genginn til liðs við úrvalsdeildarlið Vals í körfuknattleik og leikur sinn fyrsta leik með því gegn Grindavík annað kvöld. Það er hins vegar óvíst að bandaríski leikmaðurinn Laverne Smith verði með. Cradd- ock er 31 árs leikstjórnandi sem kemur frá Írlandi en hann hefur leikið með liðum þar og í Noregi undanfarin ár. Þar sem hann er með enskt ríkisfang hefur hann sömu stöðu og innlendir leikmenn og Valsmenn geta verið áfram með leikmann frá Bandaríkjunum í sín- um röðum. „Okkur vantaði mann til að stjórna spilinu og Craddock á að leysa það vandamál. Staðan með Smith er hins vegar óviss, hann fór í jólafrí án okkar samþykkis en við vildum að hann væri hér þar sem við ætluðum að slípa liðið saman með nýjum leikmanni og nýjum þjálfara yfir hátíðirnar. Hann er hins vegar ekki kominn ennþá,“ sagði Pétur Stefánsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, við Morgunblaðið í gær. Valsmenn fá liðsauka FÓLK  SAMUEL Kuffour, knattspyrnu- maður frá Ghana sem leikur með Bayern München í Þýskalandi, fékk hræðilegar fréttir þegar hann var nýlentur á flugvellinum í München eftir jólafríið síðasta föstudag. Þá frétti hann að 15 mánaða gömul dóttir hans, Godiva, hefði drukknað í sundlaug heima í Ghana.  KUFFOUR fór að sjálfsögðu beina leið heim á ný, með einkaflug- vél á vegum Bayern, en félagið hef- ur gefið honum frí í ótiltekinn tíma. „Þetta er hrikalegt áfall fyrir Sammy og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að styðja við bakið á honum,“ sagði Ottmar Hitzfeld, þjálfari Bayern, en liðið hóf æfingar á ný eftir vetrarfríið á laugardaginn.  WOLFGANG Wolf, þjálfari Wolfsburg í þýsku knattspyrnunni, hættir með liðið að þessu tímabili loknu. Stjórn Wolfsburg hefur ákveðið að endurnýja ekki samning- inn við Wolf sem hefur þjálfað liðið í tæp fimm ár, lengur en nokkur ann- ar núverandi þjálfari í 1. deildinni.  NAOHIRO Takahara, japanskur landsliðsmaður í knattspyrnu, hefur samið við þýska 1. deildar liðið Hamburger SV til ársins 2005. Tak- ahara, sem missti af lokakeppni HM síðasta sumar vegna veikinda.  TAKAHARA mætti á sína fyrstu æfingu hjá HSV um helgina og var talsvert pirraður út í blaðamenn og ljósmyndara því um 30 japanskir blaðamenn fygldu honum hvert fót- mál auk fjölmargra þýskra blaða- manna.  JOSÉ Luis Chilavert, knatt- spyrnumarkvörðurinn skrautlegi frá Paragvæ, er á leið til heima- landsins eftir að hafa spilað erlendis í 17 ár. Chilavert, sem líklega er vinsælasti maðurinn í heimaland- inu, er hættur hjá Strasbourg í Frakklandi eftir deilur við stjórn fé- lagsins og ætlar að leika með Cerro Porteno í Paragvæ.  HUMBERTO Coelho frá Portú- gal verður að öllu óbreyttu næsti landsliðsþjálfari Suður-Kóreu í knattspyrnu. Hann tekur við af Guus Hiddink, sem hætti eftir frá- bæra frammistöðu liðsins í loka- keppni HM síðasta sumar. Doug Collins, þjálfari Wash-ington, hefur reynt að halda leikmínútum Jordans niðri í deildar- keppninni það sem af er (venjulega í kringum 30 mínútur í leik), en hann hugs- aði ekkert um það á laugardag. „Ég leit á tölfræðiskýrsl- una eftir leikinn og sá að Michael hafði leikið 53 mínútur. Ég hafði áhyggjur af því, en ef ég hefði tekið hann út af í kvöld hefði ég sennilega verið rekinn með skömm,“ sagði þjálfarinn eftir leikinn. Jordan var greinilega ánægður með leik sinn, en hann er þekktur fyrir að vera mjög kröfuharður á sjálfan sig. „Ég hef beðið eftir svona leik í langan tíma og hef verið nálægt því í nokkur skipti. Í kvöld féll allt í réttan farveg fyrir mig og ég gat leikið innan leikskipulagsins. Það var gaman að hafa svo mikil áhrif á úrslitin í sigurleik gegn sterku liði. Vonandi lofar þetta góðu fyrir mig og liðið í heild,“ sagði Jordan á blaða- mannafundi eftir leik. Annars hefur körfuboltinn hér í Bandaríkjunum ekki verið mikið í sviðsljósinu undanfarið vegna úr- slitakeppni ruðningsdeilda háskóla og NFL-atvinnudeildarinnar. New Jersey Nets hefur tekið góðan sprett undanfarið í Austurdeildinni, unnið átta af síðustu tíu leikjum sínum, og hefur náð Indiana Pacers á toppn- um. Pacers liðið hefur dalað undan- farið og virðist hafa sært stolt sumra af yngri leikmönnum liðsins. Á föstu- dagkvöld tapaði Indiana í New York af öllum stöðum og var Ron Artest, sem hefur leikið einna best í deild- inni það sem af er, eitthvað fúll í leikslok í Madison Square Garden. Artest tók sjónvarp MSG-stöðvar- innar á ganginum til búningsklef- anna og kastaði því í gólfið og bætti svo gráu ofan á svart með því að toga rándýra sjónvarpsmyndatökuvél af tökumanni stöðvarinnar sem fylgdi honum eftir. Artest lyfti vélinni yfir höfuð sér og kastaði henni einnig í gólfið. Vél þessi er metin á 100.000 dali, rúmar átta milljónir króna, og voru bæði tækin gjörsamlega ónýt eftir hamfarir kappans. NBA-deildin var ekkert að tvínóna við hlutina og á laugardag var Artest settur í þriggja leikja bann án launa og sektaður um 35 þúsund dali, tæpar 300.000 krón- ur. Í Vesturdeildinni eru það Sacra- mento Kings og Dallas Mavericks sem virðast áfram hafa yfirhöndina yfir önnur lið. Leikmenn Portland komust í hátíðarskap og hafa nú unnið níu af síðustu tíu leikjum sín- um. Phoenix Suns hefur einnig tekið góðan sprett undanfarið og Suns vann góðan sigur á Los Angeles Lakers á heimavelli á laugardag, 107:93. Ekkert virðist ganga upp hjá meisturum Lakers. Fyrst vantaði Shaquille O’Neal, síðan héldu menn að stíf leikjaskrá fyrir áramót væri sökin. Lakers fékk síðan vikufrí eftir jól, en ekkert virðist duga hjá Lak- ers. Þar fer nú hver að verða síð- astur að taka af skarið ef meistar- arnir ætla sér að komast í úrslitakeppnina. Michael Jordan skorar 41 stig í sigurleik Washington „Ég hef beðið eftir svona leik“ AP Michael Jordan lék vel með Washington gegn Indiana. Hér brunar hann framhjá Al Harrington. MICHAEL Jordan sýndi á laug- ardagskvöld að hann getur enn tekið leik í sínar hendur. Kapp- inn lék 53 mínútur og skoraði 41 stig í sigri Washington Wizards gegn sterku liði Indiana Pacers, 107:104. Leikurinn fór í tvöfalda framlengingu, einkum vegna stórkostlegs leiks Jordans í fjórða leikhlutanum, þar sem hann skoraði 20 stig. Gunnar Valgeirsson skrifar frá Bandaríkjunum Sturla til Aftureldingar STURLA Guðlaugsson, knattspyrnumaður frá Akranesi, er geng- inn til liðs við 1. deildarlið Aftureldingar. Sturla, sem er 25 ára, lék 8 leiki með Skagamönnum í úrvalsdeildinni síðasta sumar og á alls 28 leiki að baki í deildinni, þar af 12 með Fylki. Afturelding hefur því fengið ágætan liðsstyrk fyrir komandi tímabil en áður hafa þeir Albert Arason frá Leiftri/Dalvík og Brynjólfur Bjarnason úr ÍR gengið til liðs við Mosfellingana. Þeir komu á óvart í 1. deildinni síðasta sumar, sem nýliðar, og höfnuðu í fjórða sæti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.