Morgunblaðið - 07.01.2003, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 07.01.2003, Qupperneq 36
MINNINGAR 36 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Anna IngunnBjörnsdóttir fæddist á Malarlandi í Kálfshamarsvík 2. júlí 1913. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 28. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Björn Árnason, f. 7.9. 1866, d. 10.5. 1936, og Sól- veig Benediktsdóttir, f. 10.5. 1875, d. 12.8. 1943. Systkini Önnu eru: Gunnlaugur Benedikt f. 18.3. 1897, d. 8.5. 1978; Unnur Gíslína, f. 1.9. 1900, d. 14.12. 1990; Bogi Theódór, f. 3.9. 1903, d. 29.1. 1968, og Sigurbjörn Guðjón, f. 3.10. 1928, d. 31.3. 2002, bróðir að föðurnum. Anna ólst upp í Húna- vatns- og Skagafjarðarsýslum fram um fermingaraldur er hún flutti með móður sinni til Reykja- víkur. Hinn 18.12. 1937 giftist Anna Ara Guðjóni Jóhannes- syni, sjómanni, f. 4.12. 1911, d. 5.2. 1999. Þeim varð ekki barna auðið en fyrir átti Ari soninn Viggo Guðjón Ara- son Jóhannesson sem er uppalinn og búsettur í Færeyj- um. Viggo á fjögur börn. Anna og Ari bjuggu allan sinn bú- skap í Reykjavík. Anna stundaði lengst af versl- unarstörf. Hún byrjaði í Kúnst- verslun í Kirkjustræti um 1930 og vann síðan í ýmsum verslunum uns hún hóf störf í Markaðnum þar sem hún starfaði í 26 ár. Útför Önnu Ingunnar fer fram frá Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Barn að aldri kom hún Anna Ing- unn með móður sinni til Reykjavík- ur, norðan úr Húnavatnssýslu, móð- irin til að vinna fyrir sér og barninu. Vesturbærinn varð þeirra heima. Þar ólst hún Anna Ingunn upp, og þar átti hún svo eftir að búa með manni sínum Ara Jóhannessyni móðurbróður mínum. Þau voru ynd- isleg hjón. Árið 1949 þegar ég kom til Reykjavíkur í vist var gott fyrir mig unglinginn að kynnast þeim og mikið var hún Anna Ingunn góð við mig þá og alla tíð síðan. Árin líða Anna Ingunn vinnur á saumastofu hjá Ragnari Þórðarsyni í Markaðn- um. Á stríðsárunum voru föt ekki flutt inn, hún var afskaplega hand- lagin og vel verki farin. Á saumastof- unni naut hún sín vel og viðskipta- vinurinn fékk falleg og vel saumuð föt. Seinna átti hún eftir að afgreiða í verslunum sama fyrirtækis og það hafði að segja að fá góða þjónustu þegar föt voru mátuð. Þau voru allt- af nefnd í sömu andránni Anna og Ari, góðu hjónin sem öllum þótti svo vænt um sem þekktu þau. Ari varð fyrir slysi um borð í skipi svo að taka varð annan fótinn af um hné. Þá urðu erfiðleikar fram undan hjá Önnu og Ara. Draumurinn um að kaupa íbúð varð að engu. Ari fékk svo vinnu á bensínstöð. Árin liðu, nokkrum sinnum ferðuðust þau til útlanda og höfðu mikið gaman af. Líka ferðuðust þau um landið okkar Ísland og nutu vel. Úr vesturbænum fluttu þau í Bólstaðarhlíðina þangað var gott til þeirra að koma, skemmti- legar frásagnir af atburðum liðinna ára og húmorinn í lagi hjá báðum, hlegið mikið. Síðan lá leiðin á Hrafn- istu í Reykjavík í litla hjónaíbúð í Jökulgrunni í nokkur ár. Ari varð heilsulítill og svo fór að hann dó fyrir tæpum fjórum árum. Sorgin var mikil og Anna Ingunn varð að flytja í lítið herbergi á Hrafnistu einmana- leikinn var mikill. Hún stytti sér stundir við að skoða gömlu myndaal- búmin og rifja upp liðin ár, hlusta á hljóðbækur, sem hún gerði mikið af sökum sjóndepurðar. Einnig las undirrituð til fjölda ára greinar úr Morgunblaðinu fyrir þau og síðan Önnu, þetta voru góðar stundir sem við áttum og spjall um menn og mál- efni, ekki síður fyrir mig. Og nú er kveðjustund – Anna mín, þinni heilsu hrakaði, allt var gert til að létta þér vanlíðan en allt kom fyrir ekki. Nú ert þú sofnuð svefninum langa. Við sem eftir lifum getum þakkað af alhug að hafa þekkt þig og hafa átt stundir saman í lifanda lífi. Mig grunar að þú hafir beðið bænir fyrir svefninn. Til dæmis: Dagurinn nú á enda er, eilífar þakkir séu þér. Faðir ástkær, sem ennþá mig annast hefir, ég treysti á þig, að þú lofir mér enn í nótt í umsjón þinni að sofa rótt. Kristur minn, ég kalla á þig, komdu að rúmi mínu. Gjörðu svo vel og geymdu mig, Guð, í skjóli þínu. Góða nótt og heimkomu. Þökk fyr- ir allt og allt. Laufey Erla Sophusdóttir. Elskuleg afasystir mín Anna er látin. Langri og farsælli ævi er lokið. Minningarnar koma, fallegar og góðar. Fyrstu minningar mínar um Önnu og Ara eru um heimsókn þeirra norður á Skagaströnd. Ég man sérstaklega hve mér fannst mikið til þess koma hversu fín og glæsileg þau voru. Ari var lengst af sjómaður og það kom því í hlut Önnu að hugsa um allt heima fyrir þar sem hann var löngum á sjónum. Sjómennsku Ara lauk er hann lenti í slysi um borð og missti fótinn fyrir ofan hné. Þau hjón létu ekki bugast heldur fóru til Svíþjóðar þar sem Ari fékk gervifót sem honum gekk svo vel að nota að hann rétt stakk við. Hann vann eftir þetta á bensínstöð og ótrúlegt þykir mér að þeir sem hann þjónustaði þar hafi látið sér til hugar koma að þar færi maður sem ekki hefði báða fæt- ur. Anna og Ari voru yndisleg hjón. Varla var hægt að nefna annað nema hitt væri nefnt um leið. Þau voru af- skaplega samlynd og miklir vinir og gott var að sjá hve mikla umhyggju og elsku þau sýndu hvort öðru alla tíð. Það var mikill missir fyrir Önnu er Ari lést fyrir tæpum fjórum árum. En hún hélt sínu striki og kvartaði ekki. Hún var sérstök kona, ákaflega virðuleg og falleg. Göngulagið var sannarlega ekki eins og vænta mátti af tæplega níræðri nærri blindri konu. Þau Ari bjuggu síðustu árin í Jökulgrunni 2 en eftir lát Ara flutti hún inn á Hrafnistu. Anna var lengst af heilsugóð og hefði vafalítið verið fær um að hugsa um sig sjálf fram undir það síðasta, hefði hún ekki misst sjónina. Meðan þau Ari bjuggu í Jökulgrunninu bar það oft við eftir að hún var orðin nærri blind að hún bauð upp á heimabakað brauð eða formköku sem hún bakaði sjálf. Það var gaman að spjalla við Önnu því hún var fróð og minnug og hélt sinni andlegu reisn til hinsta dags. Anna fylgdist vel með fjöl- skyldunni og ég er nokkuð viss um að hún þekkti nöfn allra afkomenda systkina sinna, sem eru orðnir yfir 130. Nú síðustu árin var Ósk Sophus- dóttir, systurdóttir Ara, Önnu mikil stoð og stytta og hér með þakka ég henni alla hennar elskusemi og að- stoð við Önnu. Guð blessi minningu Önnu Ing- unnar Björnsdóttur. Bergdís Ósk Sigmarsdóttir. Mig langar að minnast föðursyst- ur minnar Önnu Ingunnar Björns- dóttur með örfáum orðum. Hún var mér ákaflega kær, allar götur síðan ég kynntist henni sem ungur dreng- ur er kom í fyrsta sinni suður til Reykjavíkur með föður mínum. Þá dvöldum við á heimili hennar og manns hennar Ara Jóhannessonar í góðu yfirlæti. Oftar fékk ég að dvelja á heimili hennar, t.d. þegar ég var eitt sinn á námskeiði í Reykja- vík. Þá treysti hún mér til að gæta hússins meðan þau hjónin voru á ferðalagi. Anna var ákaflega skemmtileg í viðræðu og minnug með afbrigðum bæði á fólk og staði sem hún hafði ferðast til. Anna og Ari eignuðust ekki börn saman en hún fylgdist einstaklega vel með systkinabörnum sínum og afkomendum þeirra. Oft komu þau hjón í heimsókn til okkar hjóna og við til þeirra og var alltaf jafn skemmtilegt að spjalla. Anna starf- aði lengi við saumaskap og verslun en Ari stundaði sjó til margra ára. Meðan heilsa leyfði ferðuðust þau bæði innanlands og utan, m.a. voru þau með í hinni frægu Baltikuferð. Sjón Önnu dapraðist mjög er leið á ævina og þá fluttu þau í litla íbúð en eftir að Ari lést hefur hún dvalið á DAS. Í heimsóknum mínum til Önnu síðustu ár varð ég þess var hve hún saknaði Ara síns og hve hún naut þess að fá fólk í heimsókn. Ég vil þakka frænku minni allar góðu minningarnar og óska henni guðs blessunar, hún hefur fengið góða heimkomu. Óli Jón Bogason. Elsku Anna mín, nú ertu farin og ég veit að þér líður vel því að nú ertu hjá honum Ara þínum sem þú sakn- aðir mikið. Ég man hvað þér fannst gaman að fá okkur Björn afa í heim- sókn í Bólstaðarhlíðina til þín og Ara. Síðan á Hrafnistu þar sem þú dvaldir eftir að Ari lést. Þú hafðir svo gaman af að fá hana Antoníu Eiri dóttur mína í heimsókn, þú knúsaðir hana og kysstir, leyfðir henni að fikta í öllu og borða allan brjóstsykur sem var að finna. En skemmtilegast þótti þér þó að fara með hana í göngutúr fram á gang og kynna hana fyrir fólkinu sem við mættum og ekki þótti Antoníu leið- inlegt að fá alla þessa athygli. En í dag er ég svo fegin að við Gauja systir náðum að kveðja þig daginn fyrir Þorláksmessu og þökkum við fyrir það. Í gegnum móðu og mistur, ég mikil undur sé. Ég sé þig koma, kristur, með krossins þunga tré. Af enni daggir drjúpa, og dýrð úr augum skín. Á klettinn vil ég krjúpa, og kyssa sporin þín. (Davíð Stef.) Elsku Anna, takk fyrir að vera svona yndisleg frænka, þú varst mér eins og amma. Saknaðarkveðja. Lovísa. Mig langar til að kveðja hana Önnu frænku með nokkrum orðum en nú er hún komin til Ara síns sem hún saknaði mikið. Þegar ég minnist Önnu frænku er mér efst í huga hversu hlý og einlæg manneskja hún var. Anna hafði kristaltært minni og ekki vottaði fyrir því að henni væri farið að förlast þó hún væri að verða níræð. Hún gat sagt frá atburðum löngu liðinna tíma án þess svo mikið sem hika á dagsetningum eða nöfn- um, svo ekki sé talað um hvernig hún gat gert lýsingar á fólki ljóslif- andi fyrir hugskotssjónum okkar hinna, ættingjum sem maður hafði aldrei hitt og sem fyrir mörgum tug- um ára eru farnir yfir móðuna miklu. Daginn sem hún var flutt á spít- ANNA INGUNN BJÖRNSDÓTTIR Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning Móðir mín, tengdamóðir, amma og lang- amma, BJÖRG BENEDIKTSDÓTTIR, Bjarkarstíg 1, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju föstu- daginn 10. janúar klukkan 13.30. Elsa Lára Svavarsdóttir, Hannes Steingrímsson, Svavar Hannesson, Sigurlaug Adólfsdóttir, Steingrímur Hannesson, Erla Elísabet Sigurðardóttir, Sara, Adólf og Guðrún Margrét. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall föður míns, tengaföður og afa, SVEINS EGILSSONAR, Heiðargerði 59, Reykjavík. Jakobína Sveinsdóttir, Pétur Á. Óskarsson, Sveinn Rúnar Eiríksson. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALTÝR GUÐMUNDSSON, Sandi, Aðaldal, andaðist á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga föstudaginn 3. janúar. Jarðsett verður í Nesi föstudaginn 10. janúar kl. 14.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför FRIÐRIKS JÓNASSONAR kennara. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 2b elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Björk Helga Friðriksdóttir, Jóhanna Arnljót Friðriksdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.