Morgunblaðið - 07.01.2003, Side 47
Einnig kemur út á fimmtu-
dag The Business of Strang-
ers, spennumynd með Stockard
Channing og hinni ungu Juliu Stiles
úr Ten Things I Hate About You.
Aðrir myndir sem koma út í vikunni
er kanadíska grínmyndin Men With
Brooms með grínistunum Paul
Gross og Leslie gamla Nielsen í að-
alhlutverkum. Umrædd Molly
Parker kemur einng við sögu í
myndinni en hún
leikur einmitt í Rare
Birds og er tvímæla-
laust orðin ein fremsta
leikkona Kanadamanna.
Einnig kemur út spennu-
myndin Jane Doe með Teri Hatcher
og Rob Lowe í aðalhlutverki, Un-
faithful með Richard Gere og Diane
Lane, Slap Her, She’s French! og
Ash Wednesday.
FYRSTA vika nýs myndbandaárs
inniheldur m.a. athyglisverða mynd
frá Kanada, í leikstjórn hins vestur-
íslenska Sturlu Gunnarssonar.
Um er að ræða gamanmynd, sem
ber heitið Rare Birds, og skartar
þeim William Hurt og Molly Parker
í aðalhlutverkum. Myndin fjallar
um ólánlegan veitingahúsaeiganda
á Nýfundnalandi sem bregður á það
ráð að ljúga því að sjaldgæfur fugl
hafi sést á vappi í kringum veitinga-
staðinn, til að glæða viðskiptin.
Myndin hefur notið vinsælda í
heimalandinu – ekki síst í Ný-
fundnalandi - og þá jafnt hjá áhorf-
endum sem gagnrýnendum og var
hún tilnefnd til fjölda verðlauna í
heimalandinu, m.a. til kanadísku
leikstjórnarveðlaunanna, kan-
adísku gamanleikjaverðlaunanna
og kanadísku kvikmyndaverð-
launanna (Genie).
Af öðrum myndum sem út koma á
myndbandi í vikunni má nefna at-
hyglisverða Door To Door, mynd
með William H. Macy, sem byggð er
á sannri sögu hins fatlaða Bills
Porters. Hann sætti sig ekki við að
fá hvergi vinnu, gerðist sjálfstæður
sölumaður og byggði upp sitt eigið
sölunet.
! "#
! "# $
$
%
! "# &'(
!
$
! "# $
%
%
%
! "# %
%
%
! "#
! "# )
$
*
*
&
*
*
&
&
&
&
&
&
*
+
&
*
&
*
*
&
*
!
" ""
#
!
$
!
% &
()*
()
+
$
Myndbandaútgáfa vikunnar
Skrýtnir fuglar William Hurtfer með aðal-hlutverkið íRare Birds.
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 47
www.regnboginn.is
Sýnd kl. 6.30, 8.30 og 10.30.
Hverfisgötu 551 9000 Nýr og betri
„Turnarnir gnæfa yfir
bestu myndir ársins“
SV. MBL
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
1/2HK DV
„Besta mynd ársins“
FBL
Sýnd kl. 6.
1/2SV. MBL
EN SANG FOR MARTIN
Sýnd kl. 6.
YFIR 57.000 GESTIR
DV
RadíóX
Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i.12 ára
“Besta Brosnan Bond-myndin”
GH Kvikmyndir.com
i
bílar
ALLTAF Á MIÐVIKUDÖGUM
SMÁAUGLÝSING
AÐEINS 995 KR.*
Áskrifendum Morgunblaðsins
býðst smáauglýsing fyrir aðeins 995 kr.*
Pantanafrestur er til kl. 12 á þriðjudögum.
* 4 línur og mynd.
HAFÐU SAMBAND!
Auglýsingadeild Morgunblaðsins. Sími 569 1111 eða augl@mbl.is
www.laugarasbio.is
„Turnarnir gnæfa yfir
bestu myndir ársins“
SV. MBL
ÓHT Rás 2
Kvikmyndir.com
1/2HK DV
„Besta mynd ársins“
FBL
YFIR 57.000 GESTIR
DV
RadíóX
“Besta Brosnan Bond-myndin”
GH Kvikmyndir.com
i
Sýnd kl. 5.30, 7, 9 og 10.30.
Sýnd kl. 6 með íslensku tali.
Stórkostlegt ævintýri frá Disney byggt á
hinu sígilda og geysivinsælu ævintýri um
GullEyjuna eftir Robert Louis Stevenson
Sýnd kl. 8 og 10.30. B. i. 12 ára.
Donnie Darko
Frábærlega smíðuð fant-
asía um líf, dauða og örlög hvers og
eins, þar sem rýnt er í ráðandi hug-
arfar hins bandaríska borgaralega
veruleika. Tónlist notuð markvisst
til tíðarandasköpunar og leikarar
frábærir.
Lotta flytur að heiman
½ Þessi sænska gæða-
barnamynd er vel gerð og dæmi um
vönduð vinnubrögð í vinnslu á sjón-
varpsefni fyrir börn. Hluti af stærri
seríu um prakkararófuna Lottu úr
bókum Astrid Lindgren.
Móri / Wendigo
½ Lítil og lúmsk draugamynd
með Blair Witch-blæ. Virkar vel en
er engin snilld.
Aðdragandi stríðsins /
Paths To War
Vönduð sjónvarpsmynd um
aðdragandann að Víetnam-stríðinu
og þá einkum þátt Lyndons B. John-
sons forseta í býsna sannfærandi
túlkun Bretans Michaels Gambons.
Stormur í aðsigi /
Gathering Storm
½ Djörf og jarðbundin sjón-
varpsmynd um stórmennið
Churchill. Albert Finney óaðfinn-
anlegur í hlutverki hans.
James Dean
Fín sjónvarpsmynd um sár-
kvalda goðsögn, James Dean, sem
túlkaður er af stakri snilld af hinum
unga og efnilega James Franco.
Næsti Dean? Nei, trúlega ekki nógu
kvalinn.
Loforðið / The Hard Word
½ Svolítið reffilegur ástralskur
krimmi með hinum mjög svo dæmi-
gerða ruddalega ástralska húmor.
Guy Pierce góður.
Smoochy skal deyja /
Death to Smoochy
½ Lofandi hugmynd, fínt leik-
aralið en útkoman þó rétt yfir með-
allagi góð mynd, skondin, á stundum
beitt en hamagangurinn þó full mik-
ill. Sökin er Robins Williams – ekki í
fyrsta sinn.
GÓÐ MYNDBÖND
Heiða Jóhannsdóttir/Skarphéðinn
Guðmundsson
Meistaraverk Ómissandi Miðjumoð Tímasóun 0 Botninn