Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK.
ÞAÐ var engu líkara en sjálfur himnafaðirinn
væri að kíkja niður til Vestmannaeyja af himn-
um ofan til að athuga hvort allt væri þar með
felldu í upphafi nýs árs þegar glóandi geislar
sólarinnar þröngvuðu sér í gegnum þykk ský-
in á þriðja degi ársins. Svo virðist sem eldur
brenni á bak við skýjaþykknið, svo sterk er
birtan séð frá ströndinni austan við Stokks-
eyri.
Morgunblaðið/RAX
Sólstafir yfir Vestmannaeyjum
Á NÝLIÐNU ári lögðu lögregla og
tollgæsla hald á meira af hassi og
kókaíni en nokkru sinni fyrr en aðeins
var lagt hald á 781 e-töflu sem er mun
minna en fjögur undanfarin ár, skv.
bráðabirgðatölum frá ríkislögreglu-
stjóra. Þá hefur aðeins einu sinni áður
náðst meira af amfetamíni.
Samkvæmt nýrri verðkönnun SÁÁ
hefur e-taflan aldrei verið ódýrari og
verð á hassi sjaldan verið lægra.
Guðmundur Guðjónsson, yfirlög-
regluþjónn hjá ríkislögreglustjóra,
segir erfitt að segja til um hvað valdi
sveiflum í magni fíkniefna sem lög-
regla og tollgæsla leggja hald á. Varð-
andi e-töflurnar segir hann að breyt-
ingin liggi fyrst og fremst í því að
minna var tekið af fíkniefninu á landa-
mærum en áður. Þá bendir hann á að
þungir dómar og umræða um skað-
semi e-taflna kunni að hafa áhrif.
Þetta kunni að vera ein skýringin.
„Eitt er víst, að lögregla og tollgæsla
hafa ekki dregið úr eftirlitinu, þvert á
móti, enda hefur verið lagt hald á
meira magn af öðrum fíkniefnum,“
segir hann. Þá verði að hafa í huga að
undangengin tvö ár hafi verið lagt
hald á mikið af e-töflum á Keflavík-
urflugvelli sem voru ætlaðar á mark-
að á Íslandi. Má í því sambandi benda
á að árið 2001 náðust yfir 67 þúsund e-
töflur sem voru ætlaðar á Bandaríkja-
markað. Á árinu 2002 hafi ekkert slíkt
mál komið upp.
Hinn 30. desember var götuverð á
fíkniefnum kannað meðal allra innrit-
aðra sjúklinga SÁÁ á Vogi. Þar kom
fram að verð á e-töflum hefur aldrei
verið lægra, tæplega 2.000 krónur
stykkið. Þetta er um 600 krónum
lægra en meðalverð síðustu tveggja
ára, skv. könnunum SÁÁ.
Bráðabirgðatölur um fíkniefnainnflutning hingað til lands árið 2002
Lagt hald á 57 kg af hassi
(4 5 67
7 6/08833
088
0888
3
30
33
,"1.&#
/,1-"#
"-1-'#
/-1+-#
0#1//#
2 34*6
,1,'#
&10&#
01&.#
,1""#
,1'+#
C 34*6
,1++#
01&+#
,&1"##
,1&"#
#1&0#
8!
!
34*6
,1&+#
&1.-#
&1.0#
&1-&#
,1+0#
?
34*6
"$,/+!-##
#$/#+!-##
""$&0-!-##
.'$#,0!-##
#+,!-##
>
.6<
E-töflur aldrei
verið ódýrari
Stóru/27
HINN þekkti þáttastjórnandi Trev-
or Nelson frá sjónvarpsstöðinni
MTV er á leið til Íslands. Hann
kemur í fylgd tökuliðs og ætlar að
mynda dansveislu er haldin verður
á Broadway um næstu helgi. Gleð-
skapurinn er á vegum þáttarins
The Lick, er Trevor stjórnar. Trev-
or er jafnframt útvarpsmaður hjá
BBC Radio 1.
Trevor Nelson
MTV heim-
sækir Ísland
Vill snjókomu/46
BSRB og ASÍ gagnrýna þær hækkanir á komu-
gjöldum sjúklinga í heilbrigðiskerfinu sem heil-
brigðisráðherra tilkynnti í gær og segja þær
bitna á þeim sem minnst mega sín. Heilbrigð-
isráðherra bendir hins vegar á að komugjöld
fyrir börn, aldraða og öryrkja séu mun lægri en
fyrir almenna sjúklinga. Hann óttast ekki að
hækkanirnar muni ógna stöðugleikanum í þjóð-
félaginu.
Gjöldin hækka frá 50 og upp í 500 krónur og á
hækkunin að taka gildi þann 15. janúar næst-
komandi. Alls eru tekjur ríkissjóðs vegna hækk-
ananna áætlaðar um 83 milljónir króna á ári.
Þar af greiða þeir sem leita til heilsugæslunnar
um 27 milljónum krónum meira fyrir þjón-
ustuna á heilu ári en áður en þeir sem leita til
sérfræðilækna greiða samtals um 56 milljónum
krónum meira en áður. Jón Kristjánsson heil-
brigðisráðherra bendir á að fyrir utan lægri
komugjöld fyrir aldraða, öryrkja og börn en
aðra sé í gildi reglugerð um endurgreiðslur til
þeirra sem eru undir tekjumörkum. Þá eigi
hækkanirnar ekki að koma neinum í opna
skjöldu þar sem þær hafi í raun verið ákveðnar í
fjárlögum sem samþykkt voru í desember síð-
astliðnum.
„Það var gerð grein fyrir því í athugasemdum
fjárlaga að þetta væri ein af forsendunum fyrir
því að ná heilbrigðiskaflanum saman.“
Í ályktun BSRB um málið segir að athuganir
hafi leitt í ljós að efnalítið fólk veigri sér við að
leita sér lækninga og geti ekki keypt sér nauð-
synleg lyf vegna peningaleysis. Er hækkunun-
um mótmælt.
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir
hækkanirnar koma á óvart enda séu þær úr
takti við aðgerðir verkalýðshreyfingarinnar og
stjórnvalda í fyrra til að hafa hemil á verðbólg-
unni. Þá stingi hækkanirnar í stúf við um-
ræðuna um fátækt í samfélaginu. „Auðvitað er
hluti af því fólki sem á hvað bágast í okkar sam-
félagi sjúklingar sem verða þarna fyrir enn
frekari hækkunum á nauðsynlegri þjónustu,“
segir hann.
Tekjur ríkissjóðs
aukast um 83 milljónir
Launþegasamtökin gagn-
rýna harðlega hækkun
komugjalda sjúklinga
Komugjöld/10
HARÐUR árekstur tveggja fólksbíla og
hrossahóps varð á móts við Hafnará við
Hafnarfjall rétt fyrir klukkan níu í gær-
kvöldi. Beita þurfti klippum til að ná öðrum
ökumanninum út úr bíl sínum en ekki er vit-
að hversu alvarleg meiðsl hans reyndust.
Talið er víst að hrossin hafi fælst við flug-
eldaskot í tilefni af þrettándanum.
Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi voru
bílarnir í samfloti á norðurleið þegar
hrossahópur hljóp út úr myrkrinu í veg fyr-
ir þá. Fremri bíllinn lenti þá þegar á hross-
unum en aftari bíllinn fór fyrst á eitt hross
áður en hann skall á bílinn sem var á undan.
Beita þurfti klippum
Eins og áður segir þurfti að beita klipp-
um til að ná ökumanni fremri bifreiðarinnar
út, en alls var fernt í bílnum, þar á meðal
börn. Voru ökumaður og farþegar fluttir á
sjúkrahúsið á Akranesi. Ekki var vitað
hversu alvarleg meiðsl ökumannsins voru
en að sögn lögreglu stóðu vonir til að meiðsl
farþeganna væru minniháttar. Tveir voru í
hinni bifreiðinni og sluppu þeir ómeiddir.
Þrjú af hrossunum drápust samstundis
við áreksturinn og þurfti að aflífa tvö til við-
bótar. Að sögn lögreglunnar tepptist um-
ferð í rúman hálftíma og kom lögreglan á
Akranesi til aðstoðar vegna þess.
Óásættanlegt að mati yfirdýralæknis
Mörg dæmi eru um að hross hafi fælst
við flugeldaskothríð um áramótin og týnst.
Dæmi eru um að hross hafi hlaupið fyrir
björg og drepist. Þá vita eigendur gælu-
dýra að sprengingarnar leggjast illa í dýrin.
Þannig hafa t.d. hundaeigendur gefið sepp-
unum róandi lyf um áramótin til að auð-
velda þeim lífið. Halldór Runólfsson, yfir-
dýralæknir, segir að skoteldasprengingar
séu komnar út fyrir eðlileg mörk og bendir
á að skothríðin hafi staðið yfir í marga daga
jafnt fyrir og eftir áramótin. „Þetta er kom-
ið út í öfgar og þessi læti eru eiginlega orðin
óásættanleg, ekki síst með tilliti til dýranna
því þeim er mörgum mjög illa við þetta.
Mér finnst þetta hafa verið verra fyrir þessi
áramót en mörg önnur,“ segir Halldór.
Ekkert hefur spurst til rauðjörpu hryss-
unnar sem fældist við flugeldaskot í Elliða-
árdal á laugardagskvöld.
Fældust
vegna
flugelda-
skota
Óku á hrossahóp