Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 3
Morgunblaðið/Sverrir vena í leik í Laugardalshöllinni. ki gegn Slóveníu? Varnarleikurinn gekk betur eftirþví sem á leið fyrri leikinn og þá fjölgaði hraðaupphlaupunum um leið. Sóknarleikurinn í fyrsta leiknum var að mínu mati góður og þar kom í ljós að liðið er mjög vel undir það búið að leika gegn 3/2/1 vörn, en mest áhersla hefur verið lögð á það í und- irbúningnum nú fyrst til að byrja með. Leikkerfin gengu mjög vel gegn framliggjandi vörn. Í leiknum á sunnudagskvöldið fannst mér sóknarleikur íslenska liðs- ins hiksta talsvert gegn flatri 6/0 vörn Slóvena. Það gerist sennilega vegna þess að menn eru enn sem komið er ekki eins vel undir það búnir að leika gegn flatri vörn. Það atriði á hins veg- ar alveg örugglega eftir að batna þeg- ar á líður undirbúninginn fyrir HM og menn fara að vinna í því atriði,“ sagði Júlíus. Róbert og Sigurður sterkir Júlíus sagði ennfremur að ljósu punktarnir í leikmannahópnum væru Róbert Sighvatsson sem leikið hafi afar vel og nýtt sín færi alveg fram- úrskarandi vel, Sigurður Bjarnason hafi verið afar traustur, ekki bara í vörn heldur einnig í sókninni þar sem hann hefur ekki fengið mörg tækifæri með landsliðinu síðustu ár. „Vörnin á bara eftir að styrkjast að mínu mati. Það er alveg ljóst að þegar Sigfús [Sigurðsson] kemur inn í hana mun hún batna mikið, um leið fær lið- ið mun fleiri hraðaupphlaup,“ sagði Júlíus. Lítið er um afgerandi rétthentar skyttur í íslenskum handknattleik í dag og hörgull á þeim í landsliðinu þar sem leikstjórnendurnir Dagur Sigurðsson og Patrekur Jóhannesson verða að leysa það hlutverk. Júlíus segir upp koma einkar sérstaka stöðu í íslenskum handknattleik því í gegn- um tíðina hafi alltaf verið til sterkar rétthentar skyttur. „Nú er staðan sú að hörgull er á rétthentum skyttum og þegar litið er yfir þann hóp ungra manna sem eiga eftir að banka á dyr landsliðsins á næstu árum þá kemur í ljós að það er mun meira til af örv- hentum skyttum en rétthentum. Það gæti því orðið nokkur höfuðverkur þegar fram líða stundir en eins og staðan er á þessu augnabliki þá tel ég að ekki sé um stórvandamál að ræða,“ segir Júlíus sem hrífst ekki af þeirri hugmynd að fá Julian Róbert Dura- nona inn í landsliðshópinn fyrir HM. Of seint að fá Duranona „Mér finnst einfaldlega oft seint að kalla Julian til leiks núna og setja hann í leik landsliðsins. Í öðru lagi þá er ég ekkert endilega viss um að hann sé í svo góðri leikæfingu þótt hann hafi staðið sig vel í tveimur leikjum með Wetzlar í þýsku deildinni um jól- in,“ segir Júlíus og reiknar með að Dagur, Sigurður og Patrekur beri hitann og þungann af skyttustöðunni vinstramegin á meðan heimsmeist- aramótið stendur yfir. Júlíus telur ennfremur að mark- varslan verði ekki íslenska landslið- inu fjötur um fót þegar komið verður til Portúgals. Hún batni með bættri vörn. „Það voru tiltölulega einföld at- riði að bregðast í vörninni sem ég held að ekki eigi að vera mikið mál að laga. Um leið þá batnar markvarslan og ég sé ekki að hún eigi að verða vandamál þegar á hólminn verður komið.“ Hægra hornið hefur lítið verið nýtt í tveimur fyrstu landsleikjunum, nær því ekkert hefur verið leikið upp á Einar Örn Jónsson sem virðist ætla að verða aðalkostur Guðmundur Þ. Guðmundssonar, landsliðsþjálfara, í þeirri stöðu líkt og á EM í fyrra. Júl- íus tekur undir þá skoðun að Ólafur hafi leikið of mikið inn á miðjuna og því hafi Einar fengið úr of litlu að moða. „Ólafur hefur hins vegar sýnt það að hann á afar auðvelt með að spila upp hægri hornamanninn og því á ekkert að vera því til fyrirstöðu að hann haldi því áfram þótt svo hafi ekki verið til þessa,“ sagði Júlíus Jón- asson, þjálfari ÍR. Ef marka má tvo fyrstu leikina þá sagðist Júlíus ekki sjá nein sérstök atriði í leik landsliðsins sem hann teldi ástæður til að hafa áhyggjur af. Það sem miður hafi farið væri hægt að bæta með markvissri vinnu á næstu vikum. „Hið jákvæða er hins vegar það hversu vel liðið getur leikið gegn framliggjandi vörn en það hefur á stundum reynst erfitt.“ JÚLÍUS JÓNASSON Engin stór vanda- mál í augsýn „MÉR líst nokkuð vel á það sem ég hef séð í leikjunum við Slóvena. Það er þó greinilegt að eitt og annað vantar ennþá vegna meiðsla nokkurra leikmann,“ sagði Júlíus Jónasson, þjálfari ÍR og þraut- reyndur landsliðsmaður í handknattleik, er hann var spurður að því hvernig honum litist á það sem hann hefði séð í tveimur fyrstu æf- ingaleikjum íslenska landsliðsins fyrir HM gegn Slóveníu á laug- ardag og sunnudag. Eftir Ívar Benediktsson ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 B 3 Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samvinnu við Biskupsstofu, býður til opins málþings um Íþróttir og gildismat Miðvikudaginn 8. janúar kl. 17:00 á Grand Hótel Reykjavík Fyrir íþróttafólk, þjálfara, íþróttakennara, foreldra og aðra sem áhuga hafa Dagskrá Setning málþings Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ. Íþróttir – Að vinna sigur á sjálfum sér eða öðrum? Halldór Reynisson, prestur og verkefnisstjóri á Biskupsstofu. Þjálfarar og gildismat, Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari og kennari. Áherslur og gildismat í íþróttum Olav Ballisager, háskólakennari í Danmörku. Hvað hafa íþróttir gefið mér sem einstaklingi? Ólafur Stefánsson, atvinnumaður í handknattleik. Pallborðsumræður undir stjórn Ellerts B. Schram Áætluð lok eru um kl. 19:30. Nánari upplýsingar og skráning fer fram á skrifstofu ÍSÍ sími 514 4000, netfang: andri@isisport.is Ólympíufjölskyldan – öflugur stuðningur við íþróttastarf JASON Prior, 23 ára körfuknatt-leiksmaður frá Bandaríkjunum, er væntanlegur til Valsmanna í dag og verður að öllu óbreyttu í liði þeirra gegn Grindavík í úrvalsdeild- inni í kvöld. Prior leysir af hólmi Laverne Smith sem lék með Vals- mönnum fram að jólum en þeir ákváðu að hann kæmi ekki aftur þeg- ar í ljós kom að hann vildi ekki æfa með liðinu í jólafríinu. „Prior er skotbakvörður sem hef- ur samkvæmt öllum tölum staðið sig mjög vel með Clemson- og Longwo- od-háskólunum, og gerði 28 stig í leik fyrir hinn síðarnefnda. Hann er sterkur á pappírunum en það á síðan eftir að koma í ljós hvernig hann nýt- ist okkur,“ sagði Ágúst Björgvins- son, þjálfari Vals, við Morgunblaðið í gær. Valsmenn eru einnig í sambandi við Evaldas Priudokas, 31 árs fram- herja frá Litháen, sem gæti komið til þeirra eftir nokkrar vikur. „Hann er kominn með atvinnuleyfi en við eig- um eftir að fá undirskrift frá félaginu hans í Litháen. Ef það vill háar greiðslur fyrir hann verður ekkert af þessu,“ sagði Ágúst. Pétur Stefánsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, sagði að félagið gerði allt sem hægt væri til að forðast fall úr úrvalsdeildinni en þar er liðið sem stendur í neðsta sæti með aðeins tvö stig. „Það er dýrt að falla í 1. deildina og reyna að reka þar alvöru körfuboltalið og það ætl- um við að koma í veg fyrir,“ sagði Pétur. Jason Prior með Val  SPÆNSKA deildarkeppnin í knattspyrnu er sú sterkasta í heim- inum ef marka má niðurstöður sam- taka alþjóða talnafræðinga og sagn- fræðinga á knattspyrnusviðinu. Spænska 1. deildin er þar í efsta sæti eins og tvö undanfarin ár, enska úr- valsdeildin kemur í öðru sæti, ítalska A-deildin í þriðja sæti, þýska Bund- esligan kemur í fjórða sæti og í fimmta sæti yfir sterkustu deildir í heimi er argentínska 1. deildin.  FRANSKI miðvallarleikmaðurinn Oliver Dacourt gengur að öllum lík- indum til liðs við ítalska liðið Roma í vikunni. Leeds keypti Dacourt frá Lens fyrir þremur árum á 7,2 millj- ónir punda en líklegt er að Roma greiði 6 milljónir punda fyrir Frakk- ann, sem er 27 ára gamall.  ALEX Ferguson, stjóri Manchest- er United, reiknar með að geta teflt fram Juan Sebastian Veron og Ole Gunnar Solskjær í fyrri undanúr- slitaleiknum á móti Blackburn í ensku deildabikarkeppninni á Old Trafford í kvöld.  VERON og Solskjær hafa átt við meiðsl að stríða en eru að braggast. Roy Keane verður líklega ekki með en hann tognaði lítils háttar í leikn- um við Portsmouth á laugardaginn.  ÞÓRÐUR Guðjónsson og félagar hans í þýska úrvalsdeildarliðinu Bochum fá góðan liðsstyrk á næst- unni en nígeríski landsliðsmaðurinn Sunday Oliseh er á leið til Bochum frá meisturum Dortmund.  SEX Afríkuþjóðir hafa lýst yfir áhuga á að fá að halda heimsmeist- arakeppnina í knattspyrnu árið 2010. Þjóðirnar sem um ræðir eru: Egyptaland, Líbýa, Marokkó, Níg- ería, S-Afríka og Túnis. Á miðju næsta ári mun Alþjóða knattspyrnu- sambandið ákveða hvar keppnis- haldið verður og er fastlega búist við því að Afríka verði fyrir valinu en HM hefur aldrei farið fram í Afríku. FÓLK r m u - , m u - f - - l m ð r ú m i - i - . n - um hraða, djúpum „fintum“ og alls kon- ar skotum og það væri fróðlegt að sjá hvað hann gæti gert gegn sterkum lið- um.“ Áhætta að kalla á Duranona Hann er ekki viss um hvort rétt sé að kalla Róbert Julian Duranona inn í hóp- inn. „Ég hef ekki séð Duranona spila í tvö ár og hann hefur aðeins spilað tvo leiki í vetur, þar sem hann stóð sig reyndar mjög vel. En fyrst hann er ekki kominn, verður stöðugt meiri áhætta að kalla í hann eftir því sem nær dregur mótinu.“ Bergsveinn telur að liðið sé vel mann- að af markvörðum. „Guðmundur var mjög góður í fyrri hálfleik í Höllinni, en annars er ekki alveg að marka frammi- stöðu markvarðanna í þessum leikjum vegna þess hve varnarleikurinn var mis- jafn. Miðað við hvernig Roland ver með Val er hann liðinu mikill styrkur. Það er þó eftir að reyna betur á hvað hann get- ur í alþjóðlegri keppni, þar þurfa mark- verðir að lesa leikinn mjög vel og vera útsjónarsamir. Roland hefur þá hæfi- leika, hann er mjög klókur, og ég tel að við séum í dag með góða blöndu af mark- vörðum. Við megum heldur ekki gleyma Birki Ívari sem getur hæglega leyst hina tvo af hólmi,“ sagði Bergsveinn. NSSON kurinn óvart“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.