Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 20
20 C ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir LÓMASALIR Eigum eftir ca 8 nýjar glæsilegar og vandaðar 3ja herb. íbúðir. Íbúðirnar eru 102-3 fm með sérinn- gangi af svölum í nýju 4ra hæða lyftuhúsi. Eigninni fylgir sérbílastæði í upphitaðu bílastæðishúsi og geymsla. Lyfta úr bílageymslu upp á hæðir. Bygg- ingaraðilar taka á sig öll aföll af húsbréfum og lán- ar allt að 85% af verði eignar. Látum sölu mæta kaupum. Verð 14,9 m. BLÁSALIR Erum með í sölu glæsilegar 2ja, 3ja og 4ra her- bergja íbúðir í einstaklega vandaðri 12 hæða blokk. Útsýnið er í einu orði sagt ‘stórkostlegt’ úr öllum íbúðum yfir Suðurnes, Reykjavík, Snæfellsnesið og víðar. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna. Í öll- um herbergjum eru sjónvarps- og símatenglar, auk þess sem hljóðeinangrun íbúðanna á sér ekki hlið- stæðu í öðrum fjölbýlum. Öll sameign skilast fullbú- in og að auki fullkláruð lóð með tveimur leiksvæð- um. Hægt er að kaupa stæði í góðri bílageymslu og öllum íbúðum fylgir geymsla í kjallara. Byggingar- aðili tekur á sig afföll af allt að 9 millj. húsbréfum og við getum látið sölu á þinni eign mæta kaupum á þessum einstöku íbúðum. Nú er hver að verða síðastur að tryggja sér íbúð, því þetta rennur út. Komið og skoðið, og þið munuð ekki sjá eftir því. Verð frá 12,5 M.  BARÐASTAÐIR - GRAFAR-VOGI Vorum að fá í sölu þessa glæsilegu 3ja herb. íbúð í nýlegri lyftublokk. Innréttingar úr mahóní, eikar- parket alls staðar en flísar á baði og þvottahúsi sem er innaf eldhúsi. Forstofa m. fataskápum. Hjónaherb. m. fataskápum frá gólfi til lofts. Barna- herb. einnig m. fataskápum. Baðherb. m. baðkari. Eldhús m. fallegri innréttingu, flísum milli skápa og borðkrók. Stofa með suðursvölum og fallegu útsýni. Sérgeymsla. Örskammt frá útivistarsvæðum og golfvelli. V. 13,8 M. VESTURBERG - BYGGINGAR SJÓÐUR Góð 3ja herbergja íbúð á annarri hæð í lyftublokk. Gengið inn forstofu með Nbro-eik á gólfi. Gangur með parketi. Eldhús með flísum og ágætri innrétt- ingu með viftu. Stofa með parketi. Þaðan er gengið út á góðar austursvalir. Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf, baðkar með sturtu. Svefnherbergi með parketi á gólfum og hjónaherb. einnig með skáp- um. Sérgeymsla fylgir í kjallara. Sameiginlegt þvottahús á hverri hæð með sameiginlegum vélum. Stutt í skólann, Fjölbraut í Breiðholti og sundlaug, verslun o.fl. Áhv 4,1 M. V. 9,5 M. KÓRSALIR GLÆSILEG 125,7 fm ÍBÚÐ Í NÝJU LYFTUHÚSI MEÐ BÍLAGEYMSLU: Fullbúin íbúð laus fljótlega. Forstofa m. flísum og skáp. Rúmgóð stofa m. suð-vestursvölum. Eldhús m. fal- legri innréttingu, boðkrók og plássi fyrir uppþvotta- vél. Hjónaherb. m. fallegum skáp. Tvö herbergi með skápum. Gott sjónvarpshol. Parket á öllum gólfum. Baðherbergið er flísalagt m. baðkari og sturtu. Hér færðu nýja parketið í kaupbæti. Vönduð og góð eign. V. 16,9 M. DALSEL Vorum að fá í sölu mjög góða 120 fm íbúð, ásamt stæði í bílageymslu, í barnvænu hverfi. Íbúðin skiptist í stofu og hol með teppi, forstofu með nátt- úruflísum og góðum skápum, eldhús með dúk á gólfi og upprunal. innréttingum, baðherb. með dúk á gólfi og baðkari, hjónaherb. með parketi á gólf- um og miklu skápaplássi og 2 barnaherb, annað með parketi og hitt með nýjum dúk. Að auki er 11 fm herb. í kjallara með aðgang að snyrtingu, tilval- ið til útleigu, sameiginlegt þurrkherbergi og sér geymslu í kjallara. Íbúð og hús eru í mjög góðu standi og hafa fengið gott viðhald. Eignin getur verið laus til afh. mjög fljótt. Áhv 4,2 M. V. 13,6 M. KRISTNIBRAUT Glæsileg íbúð á góð- um stað. Komið er inn í forstofu með parketi á gólfi, fallegum skáp. Eldhús með parketi á gólfi, glæsilegri innréttingu, innbyggðum kæliskáp og uppþvottavél, góðum borðkrók við glugga. Björt og rúmgóð stofa með hornglugga og svölum til suð- austurs. Sjónvarpshol með parketi. Rúmgott her- bergi með parketi og fallegum skáp. Herbergi með parketi á gólfi og fallegum skáp. Herbergi með parketi á gólfi, fallegum skáp og útgengi út á vest- ur svalir. Hjónaherbergi með parketi og fallegum skáp og útgengi út á flísalagðar svalir. Glæsilegt baðhergergi með flísum á gólfi og á veggjum, horn- baðkeri og innréttingu. Þvottaherbergi með flísum á gólfi og innréttingu. Stór og góð geymsla. Stæði í bílahúsi. Hús og lóð hin vandaðasta. Útsýni úr þessari íbúð er stórfenglegt. Eign sem menn sleppa ekki. V. 18,7 M. Laufás fasteignasala í 27 ár Magnús Axelsson lögg. fasteignasali Einar Harðarson sölustjóri Sæunn S. Magnúsdóttir skjalavarsla KLEPPSVEGUR Kleppsvegur 4-5 HER- BERGJA MIÐHÆÐ Í ÞRÍBÝLISHÚSI ÁSAMT 36 FM BÍLSKÚR. Stigapallur er teppalagður. Forstofuher- bergið er dúkalagt. Hol er flísalagt. Tvær bjartar samliggjandi stofur. Eldhús með borðkrók og dúk- flísum á gólfi, eldri innrétting. Hjónaherbergi er dúkalagt. Baðherbergi er flísalagt með dúkflísum á gólfi. Tvær geymslur eru á hæðinni. Á jarðhæð er þvottahús í sameign með annarri íbúð. Bílskúr með hita, vatni og rafmagni. Bílskúrshurð með sjálfvirk- um opnara. Stór garður í rækt. V.14,5 M. *GÓÐ ÍBÚÐ MEÐ BÍLSKÚR OG FLOTTU ÚTSÝNI.* ÓÐINSGATA 6 Mjög góð, ca 125 fm efri hæð og ris í steyptu húsi við Óðinsgötu. Frábært skipulag, Stórar stofur. Þrjú svefnherbergi, öll með skápum. Hjónaherb. er gert úr tveimur herb. þannig að það er stórt og rúmgott. Tvö bað-/snyrtiherbergi. Tvennar svalir. Tvær geymslur. Útsýni. Sérhiti. Umgengni og ástand til fyrirmyndar. SÓLHEIMAR Mjög góð íbúð á þriðju hæð í fjórbýli á horni. Byggður hefur verið sólskáli yfir mjög stórar þaksvalir með einstaklega fallegu út- sýni. Mjög rúmgott forstofuhol þaðan gengið inn í mjög rúmgóðar stofur og sólskála. Út af sólskálan- um eru góðar vestursvalir. Eldhús er með U-laga fulningaviðarinnréttingu og góðum borðkrók. Á herbergisgangi eru 3 svefnherb. og skápar í tveim- ur. Baðherb. er flísalagt með baðkari og glugga. Sameiginlegt þvottahús í kjallara og sérgeymsla. V. 14;5 M LAUFBREKKA Glæsilegt 200 fm einbýli í Kópavogi. Á efri hæð er parket á öllum gólfum, hæðin skiptist í 4 svefnherb. baðherb. með sturtu og baðkari og gott sjónvarpshol. Á neðri hæðinni er allt flísal., þar eru 2 stofur, borðstofa og sólstofa, eldhús, aukaherb. og geymsla. Vandaðar innr. og frágangur til fyrirmyndar. Góður garður. V 21,8 M. Vegna mikillar sölu vantar allar tegundir eigna á skrá í öllum hverfum NJARÐVÍK Kirkjubraut, Njarðvík. GLÆSI- LEGT 143,9 FM EINBÝLISHÚS MEÐ FRÁBÆRUM GARÐI OG HEITUM POTTI: Forstofa með flísum og fallegum skáp. Gestasnyrting með flísum og nýjum tækjum. Sjónvarpshol með parketi. Stofa og borð- stofa með parketi. Glæsilegt eldhús með eikarinn- réttingu og góðum tækjum. Svefnherbergisgangur með parketi. Hjónaherbergi með parketi og stórum skáp. Herbergi með parketi og skáp. Herbergi með parketi. Herbergi með parketi á gólfi og tveim gluggum. Gott baðherbergi m. flísum, innréttingu og sturtuklefa. Þvottahús með hillum og útgengi út á nýja verönd. Glæsileg lóð með afgirtri verönd. Leyfi er fyrir 50 fm bílskúr. V. 13,9M VITASTÍGUR Vorum að fá í einkasölu af- skaplega hlýlega 2ja herb íbúð. Forstofa, hol og stofa með dökku parketi. Fallegur bogadreginn gluggi í stofu. Baðherbergi mikið endurnýjað. Upp- runaleg gólfborð lökkuð í baðherb og svefnher- bergi, aldamótagólflistar í svefnherb. Íbúðin er mæld 37,8 fm en gólfflötur er stærri þar sem hann er undir súð. Mjög góð eign fyrir einstakling eða par. V. 6,8 M. SÆBÓLSBRAUT Falleg 2ja herb. íbúð á fyrstu hæð í 3ja hæða fjölbýli. Íbúðin er 59 fm ásamt 10 fm geymslu. Hol m. parketi og skápum. Baðherb. er nýuppgert með flísum á gólfi og hluta af veggjum, tengt fyrir þvottavél. Rúmgott svefnh. m. dúk og fataskápum. Eldhús m. snyrtilegri hvítri innréttingu, borðkrók og parketi. Stofan er rúmgóð m/ parketi og suður-svalir. V. 9,9 M LAUGAVEGUR Vorum að fá fráb.101.5 fm 3ja herb. „Penthouse“-íb. við Laugaveginn. Teiknuð af hinum frábæra arkitekt Tryggva Tryggva- syni. Íb. er á 4. hæð í fjórbýli. Stigagangur nýmálað- ur og teppalagður. Gengið er beint inn í rými sem er forstofa, eldhús og stofa. Parket á gólfum og loft- hæð fer úr 3 m út við veggi og upp í ca 5,5 m í miðju. Stórir fallegir þakgluggar gefa sérstök birtu- skilyrði. Tvö svefnherb. m. parketi. Hillusamstæða m. sjónvarpi í snúningsvegg sem hægt er að snúa á milli stofu og stærra sv.herb. Allar dyr eru með vandaðar rennihurðir. Einfalt og fallegt eldh. með halogen-helluborði. Stórt og gott baðherb. er flísa- lagt m. baðkari. Mikil sérsmíði er í íb., sem gerir hana mjög sérstaka. Stórar suðursvalir. V. 15,5 M. sími 533 1111 fax 533 1115 Kringlan 4-12 - Stóri turn - 9. hæð www.laufas.is Lárus I. Magnússon sölumaður, Gizur Sigurðsson sölumaður. Vegna mikillar sölu og eftirspurnar vantar eignir á skrá í öllum hverfumSeljendur athugið ENN einu sini er komiðnýtt ár og fyrstu daganaeru allir uppteknir af aðvenja sig við að skrifa rétt ártal, þeir sem á annað borð þurfa eða vilja skrifa eitthvað. Áramótaskaupið er enn til um- ræðu og auðvitað síðustu stórtíðindi úr pólitíkinni, sem varð miklu við- burðaríkari í lok síðasta árs en við var búist, setti vissulega lit á lífið. Þessi vetur hefur verið óvenju- legur fram að þessu, það er nánast enginn vetur kominn enn þá, aðeins myrkur meirihluta sólarhringsins, það er óumflýjanlegt. En stöðugt rauðar tölur á skjánum hjá veð- urfræðingunum. Þetta hefur talsverð áhrif á þá sem láta sig lagnir og lagnakerfi varða, bæði iðnaðarmenn og hús- eigendur. Þegar svona vel viðrar verða menn síður varir við hvort eitthvað er að hitakerfinu, hvort ofnlokarnir vinna rétt eða hvort óþarflega mikið eyðist af heitu vatni. Hins vegar má búast við að víða bregði mönnum illa ef skyndilega kólnar þó vonandi fáum við ekki sömu fimbulkuldana og eru austast í Evrópu, í Finnlandi og Rússlandi. Þar hefur tveggja stafa tala sýnt frostið og það jafnvel yfir 20°C. Við slíku frosti þarf tæpast að búast hérlendis, þó ekki útilokað. Hvað er framundan? Sumir vilja rýna í kristalskúlu, aðrir fara til miðils til að reyna að sjá inn í framtíðina, sumir láta sér nægja að lesa spádóm völvu Vik- unnar. Eitt er víst; á eftir vetri kemur vor og tíminn er ótrúlega fljótur að líða. Áður töluðu menn um að „þreyja þorrann og góuna“ en ef að líkum lætur verður góan liðin fyrr en nokkurn varir, hvað þá þorrinn. Íslendingar hafa ýmsa lesti, eins og flestar þjóðir, einn er sá að láta hlutina dragast fram á síðustu stundu en rjúka þá til og ætla að drífa allt af á svipstundu. Þetta hef- ur það í för með sér að hérlendis er oft fórnað litlum tíma í undirbún- ing, sem svo aftur kemur niður á framkvæmdinni. Það liggur við að það sé freist- andi að fara út í garð núna og hefj- ast handa eins og vorið sé komið. Það væri þó ekki ráðlegt, frost og snjór getur verið á næsta leiti. En væri ekki ráð að hefjast handa og fara að undirbúa vorverk- in? Var einhver að hugsa um að helluleggja stéttir og plön og þá að sjálfsögðu að leggja snjóbræðslu um leið? Þá er vissulega tímabært að hefjast handa en þó eiga þau verk að vera innanhúss en ekki ut- an. Hvernig væri nú að vinna svolít- ið á óíslenskan máta og „fórna“ svo- litlum tíma í undirbúning? Eða er það nokkur fórn? Síður en svo, sá tími skilar sér aftur við framkvæmd verksins. Íslendingar er mjög gjarnir á að finna upp hjólið, ætli nokkur þjóð hafi fundið það jafnoft upp og land- inn. Þetta er oft æði tvíbent, það er engin ástæða til að hver og einn sé að reka sig á sömu vandamálin og gera sömu mistökin og svo margir hafa gert á undan. Það eru vissulega til margir handlagnir heimilisfeður og ekki síður heimilismæður sem geta t.d. lagt hellur listilega vel, ef þau á annaðborð vita hvernig standa á að verki. Sumir telja að það sé ekkert mál „að henda niður slöngum“, með öðrum orðum að leggja snjó- bræðslukerfi. En undirlag, efnisval, dýpt á slöngum, lengd þeirra, þjöppun og ótalmargt fleira skiptir sköpum um endanlegan árangur. Þess vegna er heillavænlegast að leita til þeirra sem sérþekkingu hafa, það er ergilegt að standa á illa lögðu plani, með snjóbræðslukerfi undir fótum sem bræðir sums stað- ar, annars staðar ekki. Það er líka ástæða til að hyggja að því hvort ekki þurfi að endurnýja lagnakerfi, hvort frárennslislagnir undir grunnum gömlu húsanna sé í lagi og hvort ekki þurfi að stilla hitakerfið. Þótt jarðvarminn sé ódýrari en sá varmi sem notaður er í nágranna- löndum okkar er óþarfi að sóa og eyða með tilheyrandi aukakostnaði. Tökum vorið snemma innanhúss. Í upphafi árs Það viðrar vel til útiverka þessa dagana, en skjótt skipast veður í lofti. Lagnafréttir eftir Sigurð Grétar Guðmundsson pípulagningameistara/ sigg@simnet.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.