Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 27
staðar á Suðurnesjum, þeirra á meðal Flughótelið og Hótel Keflavík. Auk þess hefur hann byggt fjölda íbúða. Hann rekur nú fyrirtækið ásamt tveimur sonum sínum, þeim Andrési og Guðmundi. Upphafsmaður að nýbyggingunni var hins vegar Róbert Svavarsson, kaupmaður í húsgagnaverzluninni Bústoð, en hann átti lóðina og húsið, sem þar stóð áður. Róbert fékk Ingi- mund Sveinsson arkitekt til þess að teikna nýbygginguna og hafði þegar fengið byggingarleyfi fyrir henni, en tók þann kost að selja Hjalta Guð- mundssyni ehf. byggingarréttinn en halda efstu hæðinni með þakíbúðinni, sem verður um 200 ferm. Þar hyggst hann búa sjálfur ásamt fjölskyldu sinni. Hinar íbúðirnar eru 24 samkvæmt framansögðu, fjórar íbúðir á hæð og ýmist 2ja, 3ja og 4ra herbergja og frá 80 ferm. upp í 120 ferm. að stærð. Verð er frá 10,5 millj. kr. á þeirri minnstu og upp í 19,5 millj. kr. á þeirri stærstu. Bílastæði í bíla- geymslu fylgir svo hverri íbúð og er það inni í kaupverðinu. Innangengt er úr bílageymslu í lyftu. Einnig eru geymslur í kjallara. Markaðurinn hefur tekið þessum íbúðum mjög vel og ellefu þeirra eru þegar seldar, en íbúðirnar eru til sölu hjá þremur fasteignasölum, Stuðla- bergi og Gunnari Ólafssyni í Reykja- nesbæ og Ársölum í Reykjavík. Mikið í húsið lagt Þegar smíði nýbyggingarinnar var skipulögð var að sögn þeirra félaga, Róberts Svavarssonar, Hjalta Guð- mundssonar og sona hans, Guðmund- ar og Andrésar, ákveðið að hafa hana í öðrum og vandaðri stíl en fyrir var á markaðnum á þessu svæði. „Það er mikið í þetta hús lagt,“ segja þeir félagar. „Það er einangrað að utan með steinull og síðan klætt með áli. Gluggar eru af mjög vand- aðri gerð, alumíníum að utan og tré að innan. Sama máli gegnir um íbúð- irnar sjálfar, en gólfplötur eru hljóð- eingraðar á sérstakan hátt, þannig að hljóð berst síður milli íbúða. Þessar íbúðir eru því af vandaðri gerð en gerist og gengur.“ En voru engir erfiðleikar því fylgj- andi að byggja á þessum stað innan um gömul hús? „Það bárust engin mótmæli,“ segja þeir félagar. „Þessi lóð var satt að segja orðin svolítið lýti í landslaginu og farin að fara í taugarnar á mörgum, en hún hafði stað lengi auð. Við teljum því, að húsin í nágrenninu og umhverfið allt eigi eftir að njóta þess, þegar þessi nýbygging er tilbúin og að fasteignir í nágrenninu muni jafnvel hækka í verði ef nokkuð er. Hverfið verði eft- irsóttara en áður. Okkur finnst líka, sem húsið fari ágætlega á þessum stað, en það stendur í hjarta bæjarins. Öll þjón- usta er í næsta nágrenni. Það er stutt í verzlanir, sparisjóðinn, sundlaug- ina, sjúkrahúsið og sýslumannsemb- ættið svo að nokkuð sé nefnt.“ En hvaða fólk er það einkum, sem sækist eftir þessum íbúðum. „Þetta er einkum fólk hér úr Reykjanesbæ, sem komið er yfir miðjan aldur og á myndarlega eign fyrir en vill minnka við sig og komast í húsnæði, sem verður viðhaldslítið og þar sem ekki þarf að sinna viðhaldsfrekri lóð eða garði,“ segja þeir félagar. „En íbúðir okkar eru á frjálsum markaði og engin aldurstakmörk, enda eru þessar íbúðir ekkert dýrari en gengur og gerist um íbúðir af þessu tagi almennt. Þetta er svipað viðhorf og sagt hef- ur til sín á höfuðborgarsvæðinu, en þar hefur þegar verið byggður fjöldi vandaðra íbúða í sama tilgangi t.d. við Sóltún í Reykjavík og víðar og hafa þær fengið góðar móttökur á markaðnum.“ Styrkir byggðina Að sögn þeirra félaga munu þessar íbúðir verða til þess að styrkja byggðina í Reykjanesbæ. „Það hefur verið vöntun á íbúðum í þessum gæðaflokki hér í bænum og því hefur fólk þurft að flytja í önnur byggðar- lög til þess að komast í slíkar íbúðir,“ segja þeir. „Þetta kann að vera hluti af skýringunni á því, að fólki fækkaði lítillega í Reykjanesbæ á síðasta ári í stað þess að fjölga. Markaðurinn hefur því tekið þess- um íbúðum mjög vel og það virðist vera mikill áhugi fyrir húsinu al- mennt hér í Reykjanesbæ. Þessar íbúðir verða líka mikilvæg- ur áfangi í þeirri viðleitni að þétta byggðina í miðbæ Reykjanesbæjar. Á síðustu árum hafa verið byggð nokkur fjölbýlishús á auðum lóðum hér í gamla miðbænum. Það nýjasta stendur við Framnesveg og er bæði stórt og glæsilegt með yfir 20 íbúð- um. Í þessu felst töluverð stefnubreyt- ing hjá bæjaryfirvöldum frá því sem áður var, en þetta hefur örugglega orðið til þess að efla og auka mannlíf í miðbænum. Fyrirtækin í Reykja- nesbæ eru að sjálfsögðu í samkeppni við fyrirtækin á höfuðborgarsvæð- inu. Fjarlægðin er ekki meiri en svo. Þýðingarmikill þáttur í þeirri sam- keppni er að fá fleira fólk til þess að búa hér í miðbænum. Með því verða verzlunar- og þjónustufyrirtæki hér betur í stakk búin til þess að mæta ut- anaðkomandi samkeppni. Við teljum líka, að glæsilegar ný- byggingar af þessu tagi verði til þess að gefa umhverfi sínu meiri svip og að miðbærinn í Keflavík verði fallegri á eftir.“ Mikið útsýni er frá efri hæðum hússins. Gluggar eru af mjög vandaðri gerð, alumíníum að utan og tré að innan. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 C 27HeimiliFasteignir Opið mánud.–fimmtud. frá kl. 9–18, föstud. frá kl. 9–17 Hilmar Óskarsson, Guðjón Sigurjónsson, Rósa Guðmundsdóttir, Álfheiður Emilsdóttir. Lögfr.: Pétur Þ. Sigurðsson hrl. www.fjarfest.is - fax 562 4249 FJÁRFESTING FASTEIGNASALA ehf. Sími 562 4250, Borgartúni 31 Álakvísl - Sérinngangur Björt og skemmtileg 4ra herbergja íbúð á tveimur hæðum. Góðar innréttingar, stæði í bílageymslu. LAUS STRAX Póstnr. 110 2ja - 3ja. herbergja Sólvallagata Komin er á sölu 3ja herbergja 80 fm íbúð á besta stað við miðbæinn. Suðurgarður. Póstnr. 101 Njálsgata Komin er á sölu einstak- lingsíbúð í miðbæ Reykjavíkur. Verð 4,5 millj. Póstnr. 105 Skeljagrandi - bílageymsla Til sölu 2ja herb. íbúð. Glæsilegt útsýni Póstnr. 107 Mosarimi Skemmtileg 3ja herb. íbúð á mjög góðum stað í Grafarvogi. Stutt í alla þjónustu. Verð 11 millj. Póstnr. 112 Lækjarsmári - jarðhæð Vorum að fá á sölu stórglæsilega 82 fm 2ja herb. íbúð. Pergo-parket og náttúruflísar á gólfi. Suðurverönd. Stutt í Smáralindina. Póstnr. 200 Einbýli, parhús og raðhús Prestbakki - Bílskúr Til sölu skemmtilegt raðhús á besta stað í Breið- holti. Húsið er mikið endurnýjað. Stutt í alla þjónustu. Póstnr. 109 Hryggjasel - Raðhús með aukaíbúð Gott raðhús með 55 fm tvö- földum bílskúr. Stórar svalir, arinn, fjögur svefnherbergi. Hús í góðu ástandi Póstnr. 109 Eyktarás - Aukaíbúð Vorum að fá mjög gott og vandað einbýlishús á þess- um vinsæla og góða stað. Stórar stofur með miklu útsýni. Stór innbyggður bílskúr. Góð 3ja herbergja aukaíbúð. Póstnr. 110 Rituhólar - Bílskúr 44,8 fm Glæsilegt einbýlishús á tveimur hæðum, hægt að gera séríbúð í kjallara. Náttúru- garður. Stórkoslegt útsýni. Póstnr. 111 Sérhæðir Ferjuvogur - Ásamt bílskúr Til sölu skemmtileg ca 120 fm hæð ásamt sérbyggðum stórum bílskúr. Mjög vel staðsett íbúð innst í lokaðri götu. Skjól- góður suðurgarður. Stutt í skóla og alla þjónustu. Eign sem vert er að skoða. Póstnr. 104 Njörvasund - bílskúr 28 fm Vorum að fá á sölu ca 80 fm sérhæð. Góður garður. Frábær staðsetning. Póstnr. 104 Bergstaðastræti - Nýtt Eskihlíð Vorum að fá á sölu glæsilega 4ra herb. sérhæð með 40 fm bílskúr. Parket er á gólfum, góðar innréttingar, mikið uppgerð. Verð 13,9 millj. Póstnr. 105 4ra - 6 herbergja íbúðir Hvassaleiti - 3ja-4ra herb. Vel staðsett rúmgóð íbúð í fjölbýlishúsi ásamt bílskúr. Verð 12,5 millj. Póstnr. 103 Hvassaleiti - 5-6 herb.- Bíl- skúr Sérstaklega björt og stór íbúð 150 fm. Frábært útsýni. Verð 16,9 millj. Póstnr. 103 Naustabryggja Vorum að fá á sölu „penthouse“-íb. á tveimur hæðum m. stæði í bílageymslu. Hnotu-parket á allri íbúðinni. Póstnr. 110 Mosarimi - Skemmtileg íbúð 4ra herb. íbúð með sérinn- gangi. Góðar suð-austursvalir. Stutt í þjónustu. LAUS STRAX. Póstnr. 112 Til sölu nýjar 3ja og 4ra herb. íbúðir, einnig tvær „PENTHOUSE“-íb. á besta stað í miðbæ Rvíkur. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar með vönduðum innréttingum og flísum á baði, en án gólfefna að öðru leyti. Lyftuhús. Húsið er álklætt að utan að hluta og sameign verður frágengin. Möguleiki á að fá lán frá byggingar- aðila á eftir húsbréfum. Póstnr. 101 Naustabryggja 12-18 - 20-22 - Nýtt Nýjar og glæsilegar 3ja til 6 herbergja íbúðir, frá 95 fm upp í 218 fm „penthouse“-íb. á tveimur hæðum. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna nema á baðherbergi og þvottahúsi þar sem verða flísar. Íbúð- irnar eru með vönduðum innréttingum. „Penthouse”-íb. verða afhentar tilbúnar til innréttinga. Allar íbúðirnar verða með sérþvottahúsi. Bíla- geymslur fylgja öllum íbúðum. Að utan verða húsin álklædd. Afhending á Naustabryggju 12-18 í júní 2003 og Naustabryggju 20-22 í mars 2003. Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönnum Fjárfestingar. Póstnr. 110 Núpalind -Bílskýli. Komin er á sölu glæsileg 112,3 fm íbúð á efstu hæð í fjölbýli. Glæsilegt útsýni. Vandaðar innrétt- ingar. Látið þessa eign ekki fram hjá ykkur fara. Póstnr. 201 Nýjar íbúðir Maríubaugur - Keðjuhús Til af- hendingar nú þegar. Tilbúin til innréttinga. Skemmtilega hönnuð ca 200 fm keðjuhús á einni hæð með innbyggðum 25 fm bíl- skúr. Húsin standa á útsýnisstað og af- hendast tilbúinn til innréttinga. Fullfrá- gengin að utan og lóð verður grófjöfnuð. Glæsilegt útsýni. Teikningar og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á skrif- stofu. Verð frá kr. 19,4 millj. Póstnr. 113 Nýkomnar á sölu stórglæsilegar íbúðir, 3ja-4ra herb. 96,1 fm til 119,2 fm. Íbúðirnar verða afhentar fullbúnar án gólfefna nema á baðherbergi og þvottahúsi, þar verða flísar. Í öllum íbúðum verður sérþvottahús og síma- og tölvutengi í öllum herbergj- um. Íbúðirnar eru með vönduðum innréttingum frá Brúnási. Hægt er að kaupa bíl- skúr. Sérinngangur verður í hverja íbúð. Byggingaraðili er Byggingarfélag Gylfa og Gunnars. Teikningar og nánari upplýsingar hjá sölumönnum Fjárfestingar. Afhend- ing í maí 2003. Póstnr. 113 Kristnibraut 77-79 NÝTT - Lyftuhús - Grafarholti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.