Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.01.2003, Blaðsíða 34
34 C ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir 3ja herbergja 4ra herbergja Raðhús Laugarnesvegur 87 og 89 Rúmgóðar íbúðir á einum eftir- sóttasta stað í bænum (gamla Goðalóðin). 5 og 6 hæða fjöl- býlishús með lágmarksviðhaldi og frábærri hönnun. Húsin eru einangruð að utan og með ál- klæðningu. Teiknistofan Úti og Inni hannaði húsin. 5 herbergja LAUGARNESVEGUR Eigum eftir eina vandaða 140 fm íbúð á frábærum stað í höfuðborginni. 5 hæða fjölbýli með sérinngangi af svala- gangi. Lyftublokk með bílageymsluhúsi. Íbúðin afhendist fullbúin án gólfefna en baðherbergi verður flísalagt. Stutt í laugarnar og miðbæinn. Verð 22,9 millj. með sérstæði í bílageymsluhúsi. KLAPPARHLÍÐ – MOSFELLSBÆ Um 100 fm íbúðir í litlum 2ja og 3ja hæða fjölbýlishúsum. Húsin eru einangruð að utan og klædd harðviði og álklæðningu. Sérinngangur í allar íbúðir. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna en baðherbergis-og þvotta- hússgólf verða flísalögð. Skóli, leikskóli og öll þjónusta í næsta nágrenni. Verð frá 13,3 millj. LAUGARNESVEGUR Vandaðar tæplega 90 fm íbúðir á frá- bærum stað í höfuðborginni. 5 hæða fjölbýli með sérinngangi af svalagangi. Lyftublokk með bílageymsluhúsi. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólf- efna en baðherbergi verða flísalögð. Stutt í laugarnar og miðbæinn. Verð frá 13,3 millj. með sérstæði í bílageymsluhúsi. MÁNATÚN Eigum eftir eina 81 fm íbúð á 5. hæð í vönduðu 7 hæða fjölbýlishúsi. Mjög eftirsóttur staður. Lyftublokk með bílageymsluhúsi. Afhendist fullbúin án gólfefna en baðherbergi verður flísalagt. Húsið er einangrað að utan og með álk læðningu, og þafnast þv í lámarksviðhalds. Verð 14,6 millj. með sérstæði í bílageymsluhúsi. KLAPPARHLÍÐ – MOSFELLSBÆ 67 fm íbúðir í litlum 2ja og 3ja hæða fjölbýlishúsum. Húsin eru einangruð að utan og klædd harðviði og álklæðningu. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna en baðherbergis og þvotta- húsgólf verða flísalögð. Skóli, leikskóli og öll þjónusta í næsta nágrenni. Verð frá 9,9 millj. ÞÓRÐARSVEIGUR Vel hannaðar rúmlega 70 fm íbúðir. Íbúðirnar skilast fullbúnar án gólfefna að undanskildum baðherbergis- og þvottahússgólfum sem verða flísalögð. Skóli, leikskóli og öll þjónusta í næsta nágrenni. Verð frá 11,2 millj. með sérstæði í bílageymsluhúsi. 2ja herbergjaÞÓRÐARSVEIGURVel hannaðar rúmlega 100 fm íbúðir. Íbúðunum verður skilað fullbúnum án gólfefna að undanskildum baðherbergis- og þvottahússgólfum sem verða flísalögð. Skóli, leikskóli og öll þjónusta í næsta nágrenni. Verð frá 14,7 millj. með sérstæði í bílageymsluhúsi. Þórðarsveigur – Grafarholti Skemmtilegar hannaðar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir í 4ra og 5 hæða lyftuhúsi á skjólgóðum og fallegum stað. Sérinngangur af svalagangi eða beint af jarðhæð í hverja íbúð. Vandaðar innrétt- ingar. Þvottahús er í öllum íbúð- um. Mjög stutt er í alla þjónustu og er leikskóli steinsnar frá húsinu. Húsið er steinsallað að utan og þarfnast því lítils viðhalds. Kanon arkitektar hönnuðu húsin. Borgartún 30 A og B Stórglæsilegt sex hæða lyftuhús með stórum og björtum lúxus- íbúðum sem hannaðar eru með þægindi íbúa í huga af Ingimundi Sveinssyni arkitekt. Sérlega vandaður frágangur úti sem inni, viðhald í lágmarki. Húsið er ein- angrað að utan og með álklæðn- ingu. Brunaviðvörunarkerfi er í húsinu, sérstaklega er hugað að hljóðeinangrun, loftskiptakerfi, mynddyrasími, lyfta opnast beint inn í íbúðir, sólskáli til suðurs, tvennar svalir með endaíbúð- um, tvö baðherbergi o.m.fl. LAUGARNESVEGUR Vandaðar 110 til 130 fm íbúðir á frábærum stað í höfuðborginni. 5 eða 6 hæða fjölbýli með sérinngangi af svala- gangi. Lyftublokk með bílageymsluhúsi. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna en baðherbergi verða flísalögð. Stutt í laugarnar og miðbæinn. Verð frá 15,8 millj. með sérstæði í bílageymsluhúsi. KLAPPARHLÍÐ - MOSFELLSBÆ 82 fm íbúðir í litlum 2ja og 3ja hæða fjölbýlishúsum. Húsin eru einangruð að utan og klædd harðviði og álklæðningu. Sérinngangur er inn í allar íbúðirnar. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna en baðherbergis- og þvottahússgólf verða flísalögð. Skóli, leikskóli og öll þjónusta í næsta nágrenni. Verð frá 11,7 millj. ÞÓRÐARSVEIGUR Vel hannaðar rúmlega 80 fm íbúðir. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna að undanskildum baðherbergis- og þvottahússgólfum sem verða flísalögð. Skóli, leikskóli og öll þjónusta í næsta nágrenni. Verð frá 12,5 millj. með sérstæði í bílageymsluhúsi. BORGARTÚN Sérlega vandaðar 130 til 170 fm íbúðir á frábærum stað í höfuðborginni, mitt á milli Laugardals og miðbæjarins. Öllum íbúðum fylgir sér stæði í bílageymslu- húsi sem innangengt er í. Íbúðirnar eru afhentar fullbúnar án gólfefna að undanskildum baðherbergis- og þvotta- hússgólfum. Svalir eru yfirbyggðar að hluta með gleri. Verð frá 18,9 millj. með sérstæði í bílageymsluhúsi. KLAPPARHLÍÐ – MOSFELLSBÆ Um 113 fm endaíbúðir í litlum 2ja og 3ja hæða fjölbýlishúsum. Húsin eru einangruð að utan og klædd harðviði og álklæðningu. Sérinngangur í allar íbúðir. Íbúðirnar afhendast fullbúnar án gólfefna en baðherbergis-og þvotta- hússgólf verða flísalögð. Skóli, leikskóli og öll þjónusta í næsta nágrenni. Verð frá 14,6 millj. KLAPPARHLÍÐ – MOSFELLSBÆ Um 170 fm tveggja hæða raðhús með innbyggðum bílskúr. Tilbúið að utan og fokhelt að innan. Ath! Húsin verða klædd að utan að hluta með harðviði og að hluta með litaðri bárumálmklæðningu, gluggar eru álklæddir og þarfnast húsin því lágmarksviðhalds. Verð frá 14,7 millj. Fjórar staðsetningar í boði Klapparhlíð - Mosfellsbæ Við erum að reisa blandaða byggð lítilla fjölbýlishúsa og raðhúsa. Byggðin rís á framtíðarbygginga- svæði Mosfellsbæjar. Mjög falleg hönnun, gott útsýni og rými milli húsa. Öll þjónusta, skóli og leik- skóli í næsta nágrenni. Teikni- stofan Úti og Inni sá um hönnun húsanna. Innréttingar eru sérlega vandaðar en óski kaupandi eftir að hanna íbúðina að eigin smekk tökum við vel í slíkar óskir. Þær þurfa þó að koma fram í tíma. Söludeild okkar er að Höfðabakka 9, sími 530 4200. Einnig eru ítarlegar upplýsingar um eignirnar á vefsíðu okkar www.iav.is. Nánari upplýsingar Breytingar á íbúðum Íslenskir aðalverktakar hf. Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 530 4200, fax 530 4205, www.iav.is. ÍAV óska landsmönnum öllum farsældar á nýju ári Stykkishólmur - Slökkvilið Stykkishólms og nágrennis flutti inn í nýja byggingu sl. föstudag. Húsið er við innkeyrsluna í bæ- inn og fær slökkviliðið helming húsnæð- isins á móti Björgunarsveitinni Berserkj- um. Björgunarsveitin Berserkir byggði húsið og leitaði eftir samstarfi við bæj- aryfirvöld. Sá hluti sem slökkviliðið fær til afnota er um 270 fermetrar, þar af er bíla- geymsla um 150 fermetrar. Það kom fram í máli bæjarstjóra, Óla Jóns Gunnarssonar, að byggingarkostn- aður við húsnæðið væri 13,5 milljónir króna auk gatnagerðar- og tengigjalda. Til viðbótar eru framkvæmdir vegna flutnings og aðstöðu fyrir skoðun um 700 þúsundir króna. Óli Jón segir að alhliða björg- unarmiðstöð sé orðin að veruleika í Stykk- ishólmi. Aðstaða slökkviliðsins gjörbreytist við að flytja í nýtt húsnæði og gerir slökkvilið- inu auðveldara fyrir að gegna sínu hlut- verki. Gamla húsnæðið var orðið lélegt og stóðst ekki kröfur. Í slökkviliði Stykkishólms og nágrennis eru 17 félagar og slökkviliðsstjóri er Þor- bergur Bæringsson. Slökkviliðið hefur tvær bifreiðir til um- ráða og er önnur nýleg og vel búin slökkvi- tækjum. Slökkvilið Stykkishólms flytur í nýtt húsnæði Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason Á myndinni er hluti sökkviliðsmanna og slökkviliðsbílarnir tveir fyrir framan nýja húsnæðið. Gamla slökkvistöðin þjónar ekki lengur hlutverki sínu. Hún var byggð árið 1958 og var fyrsta húsið á landinu sem byggt var sem slökkvistöð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.