Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 2
Sími 562 1055 - Vöktuð bílasala - Frúin hlær í betri bíl frá Nú er vor í lofti Vantar allar gerðir bíla á staðinn Gleðjumst með hækkandi sól Bíllinn er talsvert þyngri en upp- runalegur bíll og helgast það mest af meiri hljóðeinangrun enda vill Valdimar njóta hljómtækjanna í bílnum sem eru ekki af lakara tag- inu. Meðal tækjabúnaðar í bílnum er átta tommu sjónvarp, Play- station-tölva og DVD-tæki. Það hefur verið keppt á bílnum í kyrrstöðu. „Einn daginn náði hann 100 km á 4,3 sekúndum og það er met á bílnum. Með upprunalegu vélinni er hann 6,5 sekúndur í hundraðið,“ segir Valdimar. Leikjatölva og sjónvarp Bíllinn hefur verið lækkaður niður um 55 mm með nýjum gorm- um og vegviðloðunin er mikil. Aflið er samt það mikið að bíllinn spólar á öllum fjórum hjólum við góða inngjöf. Valdimar kann líka ráð til að skrensa bílnum þótt hann yf- irstýri nánast ekkert. Handbrems- an kemur þar við sögu. Það eru líklega fáir bílar af þessari stærð með jafnskemmtilegan undirvagn og Impreza. Þetta mikla vélarafl skilar sér jafnt til allra hjólanna og bíllinn er afar rásviss og stöð- ugur á vegi. Menn fá því alla ánægjuna af vélaraflinu ólíkt því sem getur gerst í fram- eða aft- urdrifnum bílum, sem eiga alltaf við undir- eða yfirstýringu að stríða. Auk þess að bæta við stærri millikæli hefur pústkerfinu verið breytt, sett í hann ný loftsía og kerti og búið að auka bensín- og olíuþrýsting ásamt því að ná meiri blæstri frá forþjöppunni. Einnig er hann kominn með öflugri bremsur. S UBARU Impreza Valdi- mars Sveinssonar er ein- hver magnaðasti dellubíll landsins og búið að verja ófáum stundunum og krónunum í að breyta honum á alla lund. Upp- haflega er bíllinn alveg eins og venjulegur Impreza Turbo, með svörtu plastmælaborði og tau- áklæði. Bílnum er búið að umbylta að innan. Mælaborðið er lakkað blátt og kominn hattur í það með mælum og skjá. Blá leðursæti eru í takt við litinn á sjálfum bílnum og fimm punkta keppnisbelti skorða menn af í sætunum. 4,3 sekúndur í 100 km hraða Upprunalega skilar turbovélin 218 hestöflum og þykir flestum nóg um. Ekki Valdimar. Í Imprezu hans er búið að setja stærri milli- kæli og hægt er að stjórna afköst- um forþjöppunnar og ná allt að 330 hestöflum út úr vélinni. Valdi- mar keypti bílinn breyttan en sjálfur hefur breytt nokkrum bíl- um. Hann bauð í bíltúr og hafði þá stillt forþjöppuna þannig að vélin var að skila um 250 hestöflum. Tölva er í bílnum sem segir Valdi- mar upp á hár hve fljótur bíllinn er að ná 100 km hraða, 200 km hraða og hve fljótur hann er að fara kvartmíluna. Valdimar fletti í mælinum og sýndi blaðamanni að hann hafði náð 100 km hraða á bílnum í bleytu á 6,1 sekúndu úr Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Valdimar Sveinsson, stoltur eigandi, við dekraða Subaru Imprezu. Magnaður dellubíll Valdimars Olíuþrýstings- og forþjöppumælar sitja hátt á blá- lökkuðu mælaborðinu. Stór vængur á skottinu neglir bílinn niður í hraðakstri. Átta tommu sjónvarpsskjár ásamt leikjatölvu og DVD-spilara sjá um af- þreyinguna. Allt að 330 hestöfl úr 2ja lítra vél verður að teljast allnokkuð. Sumir eru með jeppaáhuga en öðrum finnst gaman að keyra hratt. Valdimar Sveins- son er einn af þeim og Impreza hans skilar allt að 330 hestöflum. Samt þykir honum það ekki alveg nóg. kvartmílu en hann er nokkuð þyngri en flestir aðrir bílar sem keppt er á vegna hljóðeinangrun- arinnar. Valdimar segir að besti tíminn í kvartmílu sé rúmar 13 sekúndur en metið á bílum með fjögurra strokka vélum sé 12,9 sekúndur. En hvað fær Valdimar út úr þessu? „Þetta er svo gaman. Sumir eru með jeppadellu en ég hef gaman af því að keyra hratt. Ég vil líka að bíllinn líti vel út og vita hvað vélin er að gera. Svo vil ég líka hafa sjónvarp og leikjatölvu. Ég er mik- ið á bílnum og nýt hans,“ segir Valdimar. Impreza Valdimars er sportbíll með öllu. Finnst honum það ekki líka? „Það vantar meiri kraft. Mér finnst hann kraftlaus núna þegar ég hef forþjöppuna ekki á fullum blæstri. Ég get fengið mér nýja stimpla, sveifarás og stimpilstang- ir og þá er hann að skila 400–420 hestöflum sem er frábært úr tveggja lítra vél. Það er spurning hvort ég fari út í það.“ gugu@mbl.is 2 C MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Audi A6 2.8 Quattro, f.skr.d. 11.05.2001, ek. 20 þús. km., 4 dyra, sjálfskiptur, 16“ álfelgur, leðurinnrétting, sóllúga o.fl. Verð 4.600.000.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.