Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 4
4 C MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar ÖNNUR kynslóð hins vinsæla jeppa Land Cruiser 90 er nú komin á mark- að, mikið breytt og mun betur búin en áður. GX og VX-gerðirnar eru líka 8 cm lengri og 15 cm breiðari en fyrri gerðir en lægri og taka því á sig minni vind en áður. Sem fyrr er Land Cruis- er jeppi í besta skilningi þess orðs. Hann er grindarbyggður og með hátt og lágt drif og mikla drifgetu. Það sem einkum hefur breyst milli kyn- slóðanna er aukin hæfni bílsins í þjóð- vegaakstri þar sem hann er stöðugri og hljóðlátari en fyrr. Það má ekki síst rekja til breytinga á fjöðrunar- kerfi bílsins. Önnur stór breyting er jafnframt sú að betur búnu gerðirnar, GX og VX, eru nú með afturdekkið undir bílnum en LX, sem einkum mun verða notaður til breytinga fyrir stærri dekk, er ennþá með varadekk- ið á afturhleranum. Betur búinn og dýrari Auk þess að stækka, breytast og bæta við sig í búnaði hækkar bíllinn umtalsvert í verði. Þannig hækkar ódýrasta gerðin, LX, um nærri hálfa milljón króna á milli kynslóða. Rétt- læta má hins vegar verðbreytingarn- ar með meiri og betur búnum bíl sem nú er farinn að gera sér mikið dælt við lúxusflokkinn. Eins og fyrr kemur bíllinn í þrem- ur búnaðarútfærslum, þ.e. LX, GX og VX, og í útliti er LX, sem er ódýrasta gerð bílsins, lítilsháttar öðruvísi því, eins og áður segir, er varadekk hans fest á afturhlerann en er komið undir bílinn í GX og VX-útgáfum. Eins og fyrr er bíllinn með fjögurra strokka dísilsamrásarvélinni og verður enn- fremur boðinn í vor með nýrri V6- bensínvél, 250 hestafla. Bylting að innanverðu Prófaður var á dögunum Land Cruiser 90 í VX-útfærslu. Það fyrsta sem grípur augað er nýtt krómgrill og ný margspegla aðalljós sem ná hátt upp á bretti og vélarhlíf. Sömu- leiðis eru brettin mótaðri og útstæð- ari en áður og auk þess kominn nýr aftursvipur með laglegum afturlugt- um. Sömuleiðis er bylting á bílnum inn- anverðum þar sem sæti, stýri og hurðarspjöld eru klædd mjúku leðri og mælaborð og hurðir skreyttar með viðarlistum og álkenndu efni. Þetta er mikil breyting frá forveranum sem var allur mun hrárri að innan. Milli framsæta er komin stór hirsla með loki sem að auki er færanleg og því gott að stilla hana í þægilega stöðu fyrir hægri hönd bílstjórans. Fram- sætin eru með rafstillingum, glugga- rúður eru allar rafknúnar og sjálfvirk og tvívirk loftræsting og sex diska geislaspilari með níu hátölurum er staðalbúnaður auk skriðstillingar. Frágangur er allur hinn vandaðasti og er óhætt að segja að breytingarnar á Land Cruiser 90 eru allar á þann veg að færa bílinn upp í öllum sam- anburði. Stærri að innan Annað, sem ekki sést við fyrstu sýn, en finnst þeim mun betur þegar farið er að nota bílinn, er aukið inn- anrými. Þar munar fimm sentimetr- um á breiddina. Olnbogarýmið er meira og sömuleiðis er góð lofthæð í bílnum þrátt fyrir rafknúna sóllúg- una, sem er aukabúnaður í VX. Að aftan er gott rými fyrir þrjá fullorðna og drifstokkur er smávaxinn og ekki að þvælast fyrir fótum farþega. Auka- sæti eru fáanleg í allar gerðir í þriðju sætaröð. Þau eru felld upp að hliðum bílsins þegar þau eru ekki notkun. Aðgengi að sætunum er ágætt því einfalt er að fella fram miðjusæti og velta því upp að framsætisbaki. Hins vegar er þriðja sætaröðin vart boðleg fullvöxnum en hentar vel fyrir smá- vaxnari farþega. Bíllinn er reyndar skráður átta manna með þriðju sæta- röðinni. Ókostur er að afturhlerinn opnast til hliðar, sem gerir mönnum síður kleift að ráða við hann í miklu roki en ef hann opnaðist upp. Mörg- um þykir einnig ókostur að hafa vara- dekkið undir bílnum því þegar þarf að grípa til þess er gefið mál að það er löðrandi í óhreinindum. Með því að hafa það inni í bílnum hefði þó líklega þurft að ganga of mikið á farangurs- rýmið. TEMS-fjöðrun Eins og fyrr segir er bíllinn áfram með nýlegri fjögurra strokka samrás- ardísilvélinni sem er með forþjöppu og millikæli. Vélin skilar að hámarki 163 hestöflum og hún er togmikil á breiðum vélarsnúningi, eða 343 Nm strax við 1.600 snúninga á mínútu upp í 3.200 snúninga. Það sem þó hefur breyst er að bíllinn er mun betur hljóðeinangraður en áður og heyrist vart vélarhljóð inni í bílnum. En bíll- inn hefur þyngst með auknum búnaði og nýju lagi og eyðslan er nú í sjálf- skipta bílnum 10,4 lítrar í blönduðum akstri og 8,7 lítrar innanbæjar. Sjálf- skiptingin er einn af mörgum kostum Land Cruiser 90. Hún er sérlega næm og skiptingin sjálf er lungamjúk svo lítið verður vart við þrep í henni. VX-útfærslan er hlaðin ýmsum nytsamlegum búnaði, ekki síst raf- eindabúnaði. Sítengt aldrif er til stað- ar sem fyrr og hátt og lágt drif og breytileg tregðulæsing er fyrir aftur- og framöxul. Við erfiðar aðstæður beinir læsingin afli til þeirra hjóla sem hafa meira grip. Sömuleiðis er hægt að læsa mismunadrifinu þannig að afldreifingin til fram- og afturhjóla verði jöfn. VX-gerðin er að auki með svonefndu DAC- og HAC-kerfi. Hið fyrrnefnda stýrir hraða bílsins þegar farið er niður bratta brekku án þess að stigið sé á bremsunar og hið síð- arnefnda kemur í veg fyrir að bíllinn renni aftur á bak þegar stöðvað er í brattri brekku. Þá er VX fáanlegur með spólvörn og stöðugleikastýringu. Fjöðrunarkerfið í VX-gerðinni er nýtt af nálinni og afar fullkomið. Það byggist á gormafjöðrun að framan og loftpúðafjöðrun að aftan ásamt tölvu- stýrðum dempurum, TEMS. Hægt er að stýra virkni höggdeyfanna og velja á milli fjögurra stillinga, allt frá mjúkri til stífrar fjöðrunar. Þessi búnaður er jafnframt sjálfvirkur og stýrir virkni höggdeyfanna eftir að- stæðum hverju sinni. Búnaðurinn þrælvirkar og gerir bílinn mun stöð- ugri og þægilegri í þjóðvegaakstri en áður. Auk þess að veita mjúka fjöðrun hefur loftpúðafjöðrunin þann kost að virka sem hleðslujafnari. Auk þess er hægt að hækka yfirbygginguna um allt að 30 mm og lækka niður um 30 mm. Land Cruiser 90 hefur fengið á sig gott orð fyrir mikla getu utan vega en það sem breytist mest með nýju kyn- slóðinni eru aksturseiginleikarnir á malbikinu. Þar er bíllinn kominn í flokk með þeim jeppum sem mesta fólksbílaeiginleika hafa og má þar ekki síst þakka meira hjólhafi og frá- bæru fjöðrunarkerfi. Eins og vænta mátti hefur bíllinn hækkað talsvert í verði. Grunngerðin, LX, kostar núna beinskiptur 3.990.000 kr. en flaggskipið, VX sjálf- skiptur, kostar 5.290.000 kr. Hann er því farinn að slaga í lúxusjeppaverð en búnaður, frágangur og eiginleikar virðast réttlæta verðið. Hljóðlátari og betri á þjóðvegum Land Cruiser 90 er stærri, betur búinn og dýrari. Morgunblaðið/Jim Smart Varadekkið er farið af hleranum og undir bílinn.                 ! " ! #! " "! $  % & ' ! (  !" " ) ' " " ' " " *' +% " *' & +  " ,+ ,)%'  - " . " - ",' ) " %' % $ / ' 01 . 21           3 4 ( + ) 5    # $#       7 8 5 *2   # $#        7 8   9   # $#       :   gugu@mbl.is Þriðja sætaröðin er valbúnaður. Frágangur og efnisval er fyrsta flokks. REYNSLUAKSTUR Land Cruiser 90 VX Guðjón Guðmundsson Til sölu NÝR Chrysler p/t cruiser Limited Vel búinn og mjög fallegur bíll. Sjón er sögu ríkari. Til sýnis og sölu á Bílasölu Reykjavíkur, sími 587 8888

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.