Morgunblaðið - 08.01.2003, Page 6

Morgunblaðið - 08.01.2003, Page 6
Um leið og nýr Toyota Land Cruiser 90 er kynnt- ur hafa Arctic Trucks- menn breytt bíl fyrir 38 tomma dekk. Farnar eru nýjar leiðir við breyt- inguna og afturstuðari m.a. lækkaður sem er framlag Arctic Trucks til árekstravarna. A RCTIC Trucks, dótturfyrirtæki P. Samúelssonar hf., umboðsaðila Toyota á Íslandi, hefur kynnt fyrsta Toyota Land Cruiser 90 bílinn sem hefur verið breytt fyrir 38 tomma dekk. Bíll- inn er reyndar frumgerð en framleiðsla er að hefjast á hlutum til breytinga en þess má geta að m.a. eru nýir bremsudiskar sérsmíðaðir fyrir breytinguna og brettakantar, sem hann- aðir voru í Bandaríkjunum, eru sérsmíðaðir á Íslandi. Toyota-menn eru ánægðir með hráefnið til breytinganna, þ.e.a.s. hinn nýja Land Cruiser 90. Hann er t.a.m. með stærri framdrif en áð- ur, sterkari framöxla og betri þyngdardreif- ingu. Einnig telst það til kosta að hann er 11,5 cm lengri á milli hjóla og þá hefur afstöðu stýrismaskínu verið breytt til samræmis við það sem er í Land Cruiser 100. Sérstakt tillit til árekstravarna Toyota-menn stefna markvisst að vandaðri vinnu við breytingar og hafa í því skyni m.a. þróað tölvuvætt gæðakerfi sem tryggir að ná- kvæmlega er farið eftir verklýsingum við hina ýmsu verkþætti. Markmiðið er að halda sem mest upprunalegum eiginleikum bílsins og auk þess er stefnt að hámarksöryggi og akst- urseiginleikum. Við hönnun á breytingunni er í fyrsta sinn tekið sérstakt tillit til árekstravarna, en mikil umræða hefur farið fram hérlendis um hætt- una sem smábílum er búin ef til áreksturs við mikið breytta og hækkaða jeppa kemur. Í þessu skyni er afturstuðarinn hafður 180 mm lægri en reglur gera ráð fyrir og sömuleiðis er framgrind hönnuð til að gefa eftir í árekstri auk þess sem 38 tomma hækkunin er 110 mm lægri en á eldri gerðinni. Sérsmíðaðir bremsudiskar Breyttir bílar þurfa öflugri bremsur og af þeim sökum er bremsudælunum skipt út fyrir stærri dælur úr Land Cruiser 100. Þá er þykkari bremsudiskur, eins og fyrr segir, sér- smíðaður. Hann er 32 mm að þykkt í stað 28 mm. Það fellur einnig undir öryggismarkmið- in að bíllinn er ekki hækkaður jafnmikið og eldri gerðin í 38 tommu breytingu. Hækkun á yfirbyggingu er 6 cm í stað 10 cm áður. Þetta lækkar þyngdarpunktinn og eykur stöðug- leika bílsins. Arctic Trucks ætla að bjóða 38 tomma breytingu með eða án 12 cm færslu á afturhásingu. Þeir telja víst að jeppamenn muni áfram vilja færslu á afturhásingu en telja jafnframt að lengra hjólhaf og sporvídd dugi flestum án þess að afturhásingin sé færð. Innifalið í breytingunni er 15 tomma dekk og felgur, brettakantar, sex cm hækkun á yfir- byggingu og lægri drif. Breytingin kostar 1.598.000 kr. og 1.750.000 kr. með færslu á aft- urhásingu. Jafnframt verður boðið upp á 33, 35 og 37 tomma breytingar. Í öllum tilvikum er bíllinn þá á 17 tomma dekkjum og felgum. 33 tomma breytingin kostar 298–330.000 kr., 35 tomma breytingin 750-850.000 kr. og 37 tomma breyt- ingin 1.200-1.300.000 kr. Ljósmynd/Ragnar Th. Sigurðsson Toyota Land Cruiser breyttur fyrir 38 tommu dekk. Arctic Trucks breytir nýjum Land Cruiser 6 C MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 480 8000 SELFOSSI Dodge Durango SLT árg. 1999, ek. 52 þús. Einn með öllu, sjálfsk., leður o.fl. V8 4,7 l. Verð 3.400.000. ATH! Góður stað- greiðsluafsláttur. Musso Grand Lux TDI árg. 1999. Ek. 54 þús. "33 breyttur, 5 gíra. Verð 2.140.000. MITSUBISHI Motors Corporation og Mitsubishi Motors North America, Inc., dótturfyrirtæki MMC í Banda- ríkjunum, heimsfrumsýndu nýja En- deavor-jeppann á bílasýningunni í Detroit sem nú stendur yfir. Aðrar bifreiðir sem eru á stalli í sýningardeild Mitsubishi eru hug- myndabíllinn Tarmac Spyder, sem er hugmynd að aflmiklum opnum fram- tíðarsportbíl, og Lancer Evolution VIII, sem er sérbúinn fyrir Banda- ríkjamarkað, nýjasta bifreiðin í Evolu- tion-línu MMC. Endeavor Endeavor er fyrsta bifreiðin sem hönnuð er eingöngu með markaðinn í Norður-Ameríku í huga. Endeavor er ný kynslóð jeppa sem sameinar kosti jeppa og hefðbundinna fólksbifreiða. Hann er léttbyggður en samt á stíf- um grunni, sem gefur framúrskarandi aksturseiginleika ásamt rúmgóðu innanrými. Markaðssókn á Bandaríkjamarkaði hefst vorið 2003, og er stefnan sett á sölu á 70.000 bifreiðum fyrsta ár- ið. Endeavor er 4.830 mm á lengd og breiddin er 1.870 mm. Þetta eru stærðarhlutföll sem skipa bílnum í millistærðarflokk jeppa. Minnsta hæð frá jörðu er 210 mm, sem er sam- bærilegt við meginþorra jeppa. Góð veghæð sílsa, sem er 310 mm, mætir jafnframt kröfum þeirra sem horfa á kosti „alvörujeppa“. Að innan hefur bíllinn stílhreint og sportlegt inn- anrými en um leið er yfirbragðið tæknilegt sem kemst vel til skila í mælaborði, hurðarspjöldum og öðrum hlutum. Sérstæðri lýsinginu á mæla- borði og stjórntækjum er náð fram með notkun á bláum ljósdíóðum. Að innan er gott pláss fyrir fimm full- orðna og rúmgott farangursrými. Vél- in er 3,8 lítra, V6 með ECI-Multi- innsprautun, sem gefur gott afl á öllu snúningssviðinu og mætir vel hinni nýju Sportronic fjögurra þrepa sjálf- skiptingunni frá Mitsubishi. Bíllinn er með sídrifsbúnaði með miðmis- munadrifi með vökvalæsingu. En- deavor, sem er byggður á nýrri léttri botnplötu með miklum stífleika, er með MacPherson gormafjöðrun að framan og fjölliðafjöðrun að aftan. Tarmac Spyder Með Tarmac Spyder er gefin innsýn í framtíðarþróun opinna sportbíla hjá MMC. Markhópurinn er yngri kaup- endur með tækniþekkingu, sem stundum eru sagðir tilheyra Y-kyn- slóðinni. Við þróun bílsins var lögð áhersla á gott viðbragð og háan há- markshraða, beygjuhæfni, hemlun og önnur atriði sem prýða sportbíla. Tarmac Spyder er opinn sportbíll því hægt er að fjarlægja harðtoppinn á einfaldan hátt. CCD-vídeomyndavél og DVD-spilari eru meðal búnaðar. Tarmac Spyder yfirlit Framendi Tarmac Spyder undirstrikar vel hið nýja hönnunarútlit MMC; nýtt grill með lyftum þríhyrndum grunni með þriggja demanta vörumerki Mitsu- bishi. Vegna þess hve auðvelt er að fjar- lægja harðtoppinn og þrátt fyrir að vera með samþjappað form hefð- bundins kraftmikils sportbíls, gefur Tarmac Spyder kost á því að fjórir farþegar ferðist í bílnum. Einföld hönnunin að innan er undirstrikuð með sterklegri umgjörð milli sæt- anna, sem vekur upp hugmyndir um stjórnklefa kappakstursbíls. Í mæla- borði og stjórntækjum er að finna bogalínurnar sem einkenna nýja hönnun innanrýmis hjá MMC. Inn- byggð vídeómyndavél geymir upp- lifun ferðalagsins, hvort sem ekið er niður að sjó eða upp til fjalla, og á meðan geta farþegar í fram- og aft- ursætum notið þess sem er í gangi á DVD-spilaranum á díóðuskjám sem eru við hvert sæti. Vélin er 2,0 lítra, fjögurra strokka með sextán ventlum og tvöföldum yfirliggjandi kambás. Við hana er tengd 5 þrepa Sportronic Sequential-Shift sjálfskipting frá Mitsubishi. Tarmac Spyder með og án þaksins. Mitsubishi Endeavor. Tveir nýir frá Mitsubishi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.