Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 C 7 bílar KEPPNI er hafin fyrir alvöru í hinni miklu eldraun sem rallið frá París til Dakar er, en það fer nú fram í 25. sinn. Reyndar hófst hin sögufræga keppni ekki í París að þessu sinni, heldur í frönsku Miðjarðarhafsborg- inni Marseille og leiðin liggur heldur ekki til Dakar því þolrauninni lýkur í egypska baðstrandarbænum Sharm El Sheikh við Rauðahaf 19. janúar. Þegar þetta er skrifað hafa verið eknar fimm sérleiðir af 17, þar af 285 kílómetra maraþonsérleið um eyði- mörk Túnis, milli bæjanna Tozeur og El-Borma, en ökuþórum ber saman um að þá hafi keppnin hafist fyrir al- vöru. Japaninn Hiroshi Masuoka ók sérlega vel, setti langbesta tímann og tók í fyrsta sinn forystuna í rall- inu á Mitsubishi-bíl sínum en hann vann rallið í fyrra. Masuoka naut sín vel í sandhólum eyðimerkurinnar og náði forystunni af franska ökuþórnum Stephane Peterhansel sem unnið hefur mótor- hjólaflokk rallsins sex sinnum en ætlar nú að freista þess að vinna bílaflokkinn einnig og er þetta fimmta tilraun hans til þess. Ekur hann einnig á Mitsubishi-bíl og hafði forystu eftir keppnina á fyrstu þrem- ur leiðunum í Evrópu og þeirri fyrstu í Afríku, á sunnudag. Eftir fljúgandi gengi við undir- búning og æfingar í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í vetur telur Peterhansel að Pajero-jeppinn sé betur til sigurs fallinn en áður. „Nýi bíllinn er eins og orrustuþota, við mætum vel undirbúnir til leiks en að komast yfir sandhólana í eyði- mörkinni verður öllum erfitt,“ sagði hann við upphaf keppni. Tók sér frí frá þingstörfum Í þriðja sæti eftir keppni mánu- dagsins var annar Japani, Kenjiro Shinozuka, sem vann rallið 1997, en hann keppir fyrir Nissan. Fyrir það lið keppir og Finninn Ari Vatanen, sem tók sér frí frá þingstörfum á Evrópuþinginu, en hann hefur marg- sinnis orðið heimsmeistari í ralli, og freistar þess nú að vinna París-Dak- ar-rallið fimmta sinni. Gekk honum illa í fyrradag, tapaði 25 mínútum á forystusauðina og hrapaði niður í 11. sæti í heildina. Mátti Vatanen reynd- ar þakka fyrir að komast alla leið því þrisvar sprakk hjá honum dekk. Hörðustu unnendum finnst ef til vill súrt í broti að horfið var frá því að hafa upphaf og endi rallsins með hefðbundnum hætti en nafnið er þó látið halda sér og keppnin verður jafnerfið fyrir keppendur en þeir eru 184 á mótorhjólum, 133 á bílum og 51 á trukkum. Munu þeir á leiðinni frá Marseille til Sharm El Sheikh leggja að baki 8.552 kílómetra en leiðin liggur um bæði Túnis og Líbýu áður en til Egyptalands kemur. Á leiðinni fylgja rúmlega 200 þjónustubílar keppendum. Lengsta sérleið keppninnar verð- ur jafnframt sú síðasta, eða á milli egypsku bæjanna Abu Rish og Sharm El Sheikh en hún er alls 828 kílómetrar. Mun þá verulega reyna á andlegan styrk ökuþóranna og eins gott að keppnisviljinn sé mikill. Lokaleggurinn gæti boðið upp á mikla dramatík og breytingar á end- anlegri röð haldi keppendur ekki dampi og bresti keppnistól þeirra út- hald. Búast má við að sigurvegarar und- anfarinna ára muni mikið láta að sér kveða. Hiroshi Masuoka hefur mikla reynslu úr rallinu og mun eflaust fá keppni frá fyrrverandi liðsfélögum hjá Mitsubishi, þýsku konunni Jutta Kleinschmidt, sem varð önnur í fyrra en fyrst í hitteðfyrra, og landa sínum Kenjiro Shinozuka sem varð þriðji í fyrra og vann rallið 1997. Kleinschmidt hefur skipt yfir á Volkswagen og Shinozuka á Nissan, sem tefla jeppa fram í fyrsta sinn í rallinu. Sá síðarnefndi var í þriðja sæti í fyrradag en Kleinschmidt gekk illa á fyrstu fjórum sérleiðun- um og gekk fyrst sæmilega í fyrra- dag er hún tók fram úr 17 bílum og náði 10. besta tímanum og klifraði upp í 12. sæti í heildina en var á fyrstu leiðunum ekki meðal 50 bestu. AP París-Dakar-rallið Hiroshi Masuoka tekur forystu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.