Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.01.2003, Blaðsíða 8
8 C MIÐVIKUDAGUR 8. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Bifreiðaverkstæði Vesturhraun 3, 210 Garðabæ sími 565 5333 Bílalakk Bílalakk 3M Bílasprautun og réttingar Smiðshöfða 12 - 110 Reykjavík Símar 557 6666 - 897 3337 Gerum við fyrir öll tryggingafélög Gerum við allar tegundir bifreiða Þjónustuaðili fyrir: Útvegum bílaleigubíla Bílgreina Sambandið Gerðu betur í vetur Teflon húðun Fólksbíll 10 þús. Jeppi 13 þús. Pantaðu tíma og gerðu innkaupin í Kringlunni á meðan Kringlubón sími 568 0970 Er bílsætið rifið? H.S. Bólstrun er öflugt fyrirtæki sem býður upp á alla almenna bólstrun þar sem gæði og verð fer vel saman. Tökum að okkur bílsætaviðgerðir, mótorhjólasæti, húsbílaklæðningar og hverskonar saumaskap. www.bolstrun.is/hs H.S. Bólstrun ehf. Auðbrekku 1 Kóp. S. 544 5750 Nýbýlavegi 10 og 32 • Kópavogi • S: 554 2510 - 554 2590 Tjónaviðgerðir á öllum tegundum bíla TOYOTA ÞJÓNUSTA Hyrjarhöfða 7, sími 567 8730 LAKKVÖRN Á BÍLINN Sólarrafhlöður fyrir sumarbústaði og fellihýsi Sunshine gasgrill SUMARBÚSTAÐAVÖRUR Bíldshöfða 12 • 110 Reykjavík • Sími: 577 1515 Gas vatnshitari Gas eldavél BÍLABLAÐ alltaf á miðvikudögum AUDI ætlar að bætast í hóp þeirra sem framleiða lúxusjeppa, ef marka má hug- myndabílinn Pikes Peak sem frumsýndur er í Detroit. Audi-menn kalla bílinn reyndar blending fremur en jeppa og benda á að í bílnum sé blandað saman eiginleikum, þ.e.a.s. afli og aksturseiginleikum lúxus- sportbíls, og hönnunarþáttum og rými jepp- ans. Bíllinn er fernra dyra og tekur sex manns í sæti. Hann er með átta strokka, 500 hestafla vél, sem fengin er að láni úr Audi RS 6 sportbílnum. Vélin er með tveimur forþjöppum og beinni strokkinnsprautun. Bíllinn nær 100 km hraða úr kyrrstöðu á innan við fimm sekúndum. Loftpúðafjöðrun er við hvert hjól og getur ökumaður aukið veghæðina þegar farið er um vegleysur og lækkað hana þegar ekið er á miklum hraða og þörf er á því að draga úr loftmótstöðu. Auk þess er bíllinn með ýmsum tæknibún- aði eins og t.a.m. hurðarhúnum sem drag- ast sjálfvirkt út þegar búnaður tengdur þeim skynjar að lykill að bílnum nálgast. Sömuleiðis er myndavél í hliðarspeglinum farþegamegin og varpað er upp mynd á skjá í mælaborðinu af vegbrúninni þeim megin frá. Audi hefur lýst því yfir að fyrirtækið ætl- ar að auka markaðshlutdeild sína í Banda- ríkjunum um helming á næstu fimm til sex árum og að eina leiðin til þess sé að hefja framleiðslu á lúxusjeppa. Hugsanlegt er að framleiðsla á bílnum hefjist á árinu 2005. Það er Audi-blær yfir mælaborðinu. Framleiðsla gæti hafist á Audi-jeppanum árið 2005. Blendingur sportbíls og jeppa. Lúxusjeppi frá Audi  ÞESS var minnst á síðasta ári að hálf öld var síðan Hekla fékk umboð fyrir Volkswagen-bíla. Það mun hafa verið sunnudaginn 14. desember 1952 sem Heildverslunin Hekla auglýsti í fyrsta sinn í Morgunblaðinu að hún gæti útvegað bíla frá Volkswagenwerk í Þýskalandi, með stuttum fyrirvara og gegn nauðsynlegum leyfum. Þetta var sagður ódýr bíll og sérlega sparneytinn í rekstri, einfaldur að gerð og viðhaldskostnaður lítill. Að sögn Finnboga Eyjólfssonar hjá Heklu komu fyrstu tveir bílarnir til landsins í mars 1953. Voru eig- endur þeirra Guðmundur Thoroddsen læknir og pró- fessor og Óskar J. Þorláksson dómkirkjuprestur. Samkvæmt blaðaauglýsingu kostaði bíllinn 33.000 krónur. Mánaðaráskrift að dagblaði kostaði þá 20 krónur og kílógramm af kaffi 40 krónur. Á næstu áratugum fór þessi bíll sigurför um allan heim, eins og segir í fyrstu auglýsingunni. Hér á landi átti slagorðið „Alltaf fjölgar Volkswagen“ vel við enda var bíllinn árum saman sá mest seldi. Alls munu um 14 þúsund Volkswagen-bílar af þeirri tegund sem nefnd var Bjallan hafa verið fluttir til landsins. Morgunblaðið mun fyrst hafa sagt frá þessum bíl 19. febrúar 1938. Þá var þess getið að framleiðsla væri að hefjast í Þýskalandi á alþýðubifreið (Volks- wagen) „er miðuð væri við kröfur og kaupgetu lág- tekjumanna“. Fyrsta VW-auglýsingin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.