Morgunblaðið - 09.01.2003, Qupperneq 4
FRÉTTIR
4 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
AFFÖLL á húsbréfum hafa farið
lækkandi síðustu daga og eru nú
komin niður í 3%. Hreiðar Bjarna-
son, sérfræðingur hjá Landsbréf-
um, segist eiga von á að afföllin
lækki áfram og útilokar ekki að sú
staða geti komið upp að það verði
yfirverð á húsbréfum. Hann telur
þó ólíklegt að það gerist á næstu
vikum eða mánuðum.
Afföll á nýjasta flokki húsbréfa
voru í gær 2,9%. Fyrir einu ári
voru afföllin 9,6%, en hæst voru
þau um miðjan mars eða um 12%.
„Ávöxtunarkrafa húsbréfa hefur
til nokkuð langs tíma verið óeðli-
lega há miðað við aðstæður í efna-
hagslífinu, stýrivexti og fleira. Það
sem hefur haldið henni þetta hárri
er mikil útgáfa og ekki nægilega
stór kaupendahópur,“ sagði Hreið-
ar.
Áframhaldandi
lækkun líkleg
Hann sagði að eftirspurn eftir
húsnæðisbréfum og húsbréfum
hefði verið að aukast að undan-
förnu og það hefði áhrif á ávöxt-
unarkröfuna og þar með afföllin.
Hann benti einnig á að Seðlabank-
inn hefði sagt að jafnvægisraun-
vextir til lengri tíma ættu að vera
3–4%. Miðað við þetta mat hefði
ávöxtunarkrafa húsbréfa verið of
há. „Það er ekkert sem bendir til
annars en að það sé svigrúm til að
krafan lækki enn frekar.“
Hreiðar sagðist telja að það
gæti komið til þess að það yrði yf-
irverð á húsbréfum. „Slíkt gæti al-
veg verið framundan. Mér finnst
þó ólíklegt að það gerist á næstu
vikum og mánuðum, en það er alls
ekki útilokað ef horft er lengra
fram í tímann,“ sagði Hreiðar.
Umsvif á fasteignamarkaði á
síðasta ári voru mjög mikil. Aðeins
eitt dæmi er um meiri viðskipti á
einu ári. Þess ber að geta að
Íbúðalánasjóður breytti í fyrra
viðmiðunarupphæðum og rýmkaði
aðgengi að viðbótarlánum. Hreiðar
sagði að þessi mikla útgáfa á hús-
bréfum hefði átt mikinn þátt í að
halda ávöxtunarkröfunni hárri á
síðasta ári.
Hreiðar sagði erfitt að ráða í
hvaða áhrif þessar breytingar á af-
föllum hefðu á fasteignaverð. Auk-
in eftirspurn hefði tilhneigingu til
að hækka verðið. „Það má líka
færa rök fyrir að þetta ætti að
lækka fasteignaverð vegna þess að
fólk hefur talið sig þurfa að fá
hærra verð vegna þess að það hef-
ur þurft að taka á sig afföll þegar
það selur.
Nú ætti fólk að geta sætt sig við
lægra verð vegna þess að það eru
lítil afföll af bréfunum. Á móti
kemur að lægri afföll ættu að
hvetja til þess að fleiri myndu
kaupa. Þetta vinnur því hvort á
móti öðru og spurning hvor þátt-
urinn er sterkari. Því má heldur
ekki gleyma að það eru fleiri þætt-
ir í efnahagslífinu sem hafa áhrif á
fasteignaverð,“ sagði Hreiðar.
99 / * / 9 9 : % ; < 4
="
30>1?2@=
3A21?2@=
& 0110+& 011?
2A
20
21
C
>
A
0
1
B
Afföll hús-
bréfa
komin
niður í 3%
NAUÐSYNLEGT er að bæta inn í
menntun þjálfara fræðslu um það
hvernig þeir geta unnið með sið-
ferði og gildismat jafnhliða annarri
þjálfun. Þetta er skoðun Vöndu
Sigurgeirsdóttur, þjálfara og kenn-
ara, en hún var meðal framsögu-
manna á málþingi Íþrótta- og
ólympíusambands Íslands og
fræðslusviðs Biskupsstofu gær.
Hún segir þjálfara í lykilaðstöðu til
að hafa áhrif á börn til góðs.
Á málþinginu var rætt um íþrótt-
ir og gildismat og voru fram-
sögumenn, auk Vöndu, Halldór
Reynisson, verkefnisstjóri á Bisk-
upsstofu, Olav Ballisager, lektor í
Árósum í Danmörku, og Ólafur
Stefánsson handknattleiksmaður.
Voru framsögumenn sammála
um að mikilvægt væri að huga að
siðferði, dyggðum og gildismati við
íþróttaþjálfun barna ekki síður en
að þjálfa hreyfigetu, styrk og þol.
Sagði Vanda upplagt að nýta
íþróttaiðkun til góðs í uppeldi
barna þar sem það væri ótvírætt að
íþróttir hefðu góð áhrif á börn.
Þannig mætti taka á málefnum á
borð við einelti, lífsstíl og gildi í
gegn um íþróttirnar.
Hún sagði íþróttaþjálfara í lyk-
ilaðstöðu hvað þetta varðar þar
sem börn litu upp til þeirra og
sagði því mikilvægt að bæta inn í
menntun þeirra vinnu með siðferði
og gildismat jafnhliða annarri
þjálfun.
„Mér finnst að við eigum að taka
höndum saman og bæta gildismati
og góðum siðum inn í öll okkar
plön um atrennu í langstökki og
spark með vinstri,“ sagði hún.
Hún benti á að langstærstur
hluti þeirra sem legðu stund á
íþróttir sem börn hætti á unglings-
aldri. Því væri mikilvægt að huga
að því hverju íþróttirnar ættu að
skila þeim þegar til lengri tíma
væri litið.
Biskupsstofa og ÍSÍ með sameiginlegt málþing um íþróttir og gildismat
Siðferði og
dyggðir
jafnmikil-
væg hreyf-
ingunni
Morgunblaðið/Kristinn
Vanda Sigurgeirsdóttir og Ólafur Stefánsson voru meðal framsögumanna á málþinginu.
UMBOÐSMAÐUR Alþingis hefur
komist að þeirri niðurstöðu að úr-
skurður úrskurðarnefndar fæðing-
ar- og foreldraorlofsmála frá 13.
nóvember 2001 hafi ekki verið í
samræmi við lög. Beinir umboðs-
maður þeim tilmælum til nefndar-
innar að hún taki að nýju fyrir mál
konu sem kvartaði yfir úrskurði
nefndarinnar.
Nefndin hafði komist að þeirri
niðurstöðu að staðfesta bæri
ákvörðun Tryggingastofnunar rík-
isins um að synja konunni um
greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði og
lengingu á fæðingarorlofi vegna
veikinda hennar, þar sem hún hefði
ekki verið samfellt í sex mánuði á
innlendum vinnumarkaði fyrir upp-
hafsdag fæðingarorlofs.
Bar að kanna hvenær ráðn-
ingarsamningur komst á
Konunni var sagt upp störfum
hjá fyrirtæki 31. desember 2000.
Réð hún sig til starfa hjá fisk-
vinnslufyrirtæki frá sama tíma en
þar sem dróst að fiskvinnsla hæfist
hóf hún þar ekki störf fyrr en 5.
febrúar. Hinn 24. júní sama ár sótti
hún um greiðslur úr Fæðingaror-
lofssjóði frá 1. júlí vegna væntan-
legrar barnsfæðingar. Tekið var
fram í umsókn hennar að með því
að tiltaka upphafstímabil fæðingar-
orlofs frá 1. júlí væri reiknað með
því að samþykkt yrði lenging á
greiðslum til hennar vegna veikinda
á meðgöngu. Konan eignaðist síðan
barn sitt 24. júlí.
Viðmiðunartímabil það sem úr-
skurðarnefndin lagði til grundvallar
synjuninni um hvort konan hefði
verið á innlendum vinnumarkaði í
sex mánuði fyrir upphafsdag fæð-
ingarorlofs var frá 23. janúar til 23.
júlí. Umboðsmaður bendir hins veg-
ar á að ekki verði ráðið að nefndin
hafi leitað sérstaklega eftir skýr-
ingum eða viðhorfi konunnar til
þess hver var áunninn orlofsréttur
hennar og hvort og hvernig hún
kysi að nýta þann orlofsrétt í
tengslum við umrætt sex mánaða
viðmiðunartímabil. Umboðsmaður
tók einnig fram að ekki yrði séð að
úrskurðarnefndin hefði við úrlausn
málsins tekið afstöðu til þess hvort
þær upplýsingar sem fram komu í
vottorðum vinnuveitanda konunnar
um að hann hefði ráðið hana til
starfa við fiskvinnslu frá 1. janúar
hefðu þýðingu fyrir rétt hennar til
fæðingarorlofs. Bar úrskurðar-
nefndinni að kanna hvort ráðning-
arsamningur hefði stofnast frá 1.
janúar, að mati umboðsmanns Al-
þingis.
Álit umboðsmanns Alþingis um niðurstöðu úrskurðarnefndar um foreldraorlof
Telur úrskurð um synjun orlofs
ekki samræmast lögunum
AÐGERÐIR til að bjarga fjöl-
veiðiskipinu Guðrúnu Gísladóttur
KE-15, sem sökk við strendur
N-Noregs í sumar, hefjast að nýju
á næstu dögum eftir að hafa legið
niðri í nokkra daga þar sem eig-
endur skipsins gátu ekki sýnt fram
á að fjármögnun alls verkefnisins
væri tryggð, en vegna tafa hefur
kostnaður við björgunina aukist
talsvert frá því sem á ætlað var.
Haukur Guðmundsson, eigandi
Íshúss Njarðvíkur sem keypti
skipið af fyrri eigendum þess, seg-
ir að nú sé búið að ganga frá við-
bótarfjármögnunni og því sé ekk-
ert að vanbúnaði að hefja undir-
búning björgunarinnar að nýju.
Aðgerðirnar hafi verið stöðvaðar í
nokkra daga þar sem á mánudag
hafi ekki verið hægt að sýna
Mengunarvörnum norska ríkisins
(SFT) fram á að búið væri að afla
fjár fyrir öllum viðbótarkostnaði. Í
upphafi var áætlað að aðgerðirnar
myndu kosta um 200 milljónir
króna, en Haukur segist ekki vita
hversu mikið kostnaðurinn hafi
aukist frá þeirri upphæð vegna
tafanna.
Tafir vegna veðurs hafa
kostað sitt
Miðað var við að skipið yrði
komið til hafnar fyrir jól, en síðan
hafi t.d. veður tafið aðgerðirnar og
það kosti sitt. Til dæmis hafi allir
Íslendingarnir verið sendir heim í
jólafrí í nokkra daga yfir hátíðirn-
ar. Haukur segir að nú sé miðað
við að lokahnykkur aðgerðanna
hefjist í næstu viku og geti hann
tekið eina til tvær vikur.
Ásgeir Logi Ásgeirsson, sem
stjórnar aðgerðunum í Noregi,
segir að ekkert hafi verið kafað frá
áramótum, en undirverktakar Ís-
hússins, þ.á m. köfunarfyrirtækið
hafi viljað fá tryggingu fyrir því að
Íshús Njarðvíkur gæti staðið við
viðbótarkostnað vegna tafanna.
Nú í vikunni hafi kafararnir sagt
upp en vonir standi til þess að unnt
verði að endurnýja starfssamn-
inga við þá fljótlega. Íslendingarn-
ir sem koma að björgunaraðgerð-
unum hafa að sögn Ásgeirs notað
tímann til að undirbúa björgunina,
t.d. prófa að sökkva tönkum sem
notaðir verði til að lyfta skipinu
upp af fjörutíu metra dýpi. Fyrir
jól komu upp vandamál við að
sökkva tönkunum sem nú er búið
að leysa.
Lokaspretturinn
hefst í næstu viku
Endurfjármögn-
un björgunar
Guðrúnar Gísla-
dóttur lokið
UNDANFARIN ár hafa myndast
nýjar mýrar með ákaflega miklum
hraða í Meðallandi. Um 1950 var
þetta allt að fara í sand, sérstaklega
landið nærri sjónum, en áður hafði
Landgræðslan girt stórt svæði norð-
ar og vestar í sveitinni.
Árið 1952 hóf Landgræðslan að
girða svæðið með fram sjónum, sem
þá fór að gróa upp aftur. Á þessum
svæðum hafa myndast stórkostleg
mýrarflæmi sem skipta hundruðum
ferkílómetra. Undanfarin ár hefur
aukist að gæsin verpi þarna í stórum
stíl.
Í hitteðfyrra fór að bera á tófu á
svæðinu sem notaði sér gæsavarpið
og svo bar mjög mikið á henni á
árinu sem var að líða. Áberandi
miklu minna hefur komist upp af
gæsarungum heldur en áður var.
Eitthvað verður vart við tófuna í
sveitinni núna, þar sem hún fer mik-
ið til sjávar að ná sér í æti á vetrum.
Mikið um
tófu í
Meðallandi
Hnausum. Morgunblaðið.