Morgunblaðið - 09.01.2003, Page 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 11
Útsalan
SUÐURLANDSBRAUT 54 (BLÁA HÚSIÐ Á MÓTI
SUBWAY) SÍMI 533 3109
OPIÐ VIRKA DAGA FRÁ KL. 12.00-18.00
LAUGARDAGA FRÁ KL. 10.00-16.00
Einstakt tækifæri
til að gera góð
kaup
Nýtt kortatímabil
50% afsláttur
kl. 12.00
hefst í dag
af öllum skóm
Skógarhlíð 18, sími 595 1000.
www.heimsferdir.is
Þessi fagra eyja á
sér fjölmarga að-
dáendur enda ríkir
hér andrúmsloft
sem er einstakt í
heiminum og náttúrufegurð sem á engan
sinn líka. Glæsileg hótel við ströndina
eða í hjarta Havana og hér getur þú valið
um spennandi kynnisferðir með farar-
stjórum Heimsferða sem eru hér á
heimavelli.
Val um:
- Dvöl í Varadero
7 nætur
- Varadero og
Havana
- Havana 7 nætur
Sérflug Heimsferða
Verð kr. 98.650
M.v. MasterCardávísun að upphæð
kr. 5.000. Almennt verð án ávísunar
kr. 103.650.
Hótel Arenas Doradas ****
Glæsilegt 4 stjörnu hótel við
ströndina með frábærum aðbúnaði.
Verð kr. 94.750
M.v. MasterCardávísun að upphæð
kr. 5.000. Almennt verð án ávísunar
kr. 99.750.
Hótel Villa Tortuga ***
Fallegt 3ja stjörnu hótel við
ströndina með góðum aðbúnaði.
Kúba
25. febrúar
frá kr. 94.750
7 nætur
Rekstrarafgangur
Kópavogsbæjar sam-
kvæmt fjárhagsáætlun
fyrir árið 2003 er áætl-
aður tæpar 1.185 millj-
ónir krónar, sem er
18% í hlutfalli við
skatttekjur. Fjárhags-
áætlun bæjarins var
lögð fram til fyrri um-
ræðu 30. desember sl.
á fundi bæjarstjórnar.
Á fundinum var sam-
þykkt að halda út-
svarsálagningu
óbreyttri milli ára eða
12,7% og fasteignagjöldum sömu-
leiðis.
Heildartekjur Kópavogsbæjar
eru áætlaðar um 8,5 milljarðar
króna á þessu ári, þar af eru skatt-
tekjur rúmlega 6,6 milljarðar.
Rekstrargjöld að frádregnum
tekjum málaflokka bæjarsjóðs
(A-hluta) eru áætluð tæplega 5,6
milljarðar, þar af rúmlega 3,4 millj-
arðar vegna fræðslu- og uppeldis-
mála og 492 milljónir kr. vegna fé-
lagsþjónustu. Er rekstrarafgangur
fyrir A-hluta 1.064 milljónir kr.
B-hluti samstæðureiknings sam-
anstendur af fráveitu, vatnsveitu,
hafnarsjóði og húsnæðisnefnd.
Þessi hluti samstæðureiknings skil-
ar 121 milljón kr. til bæjarins.
Þannig er hlutfall rekstrarkostn-
aðar málaflokka og skatttekna að-
eins um 18% sem er með því
lægsta sem gerist við rekstur
sveitarfélaga, að því er segir í
fréttatilkynningu frá Kópavogsbæ.
Áætlað er að verklegar fram-
kvæmdir á árinu muni nema um
tveimur milljörðum króna. Stærsti
útgjaldaliðurinn er ný sundlaug í
Salahverfi, en bærinn leggur 420
milljónir kr. í verkið á árinu. Af
öðrum stórum útgjaldaliðum má
nefna gatnagerð í Vatnsenda, 3.
áfanga Salaskóla, viðbyggingar við
Snælandsskóla og framlag til nýs
sambýlis fyrir heilabilaða aldraða í
Roðasölum. Þá setur bærinn fé í
nýja viðbyggingu við MK nýja bún-
inga- og félagsaðstöðu HK í Foss-
vogsdal, golfvallargerð í Leirdal,
endurbætur leikskólans Álfatúns
og endurbætur á miðbænum vegna
byggingar yfir Kópavogsgjá.
Samkvæmt fjárhagsáætluninni
munu heildarskuldir lækka úr
159% í 140% í hlutfalli við skatt-
tekjur og nettóskuld lækka úr 99%
í 92%.
Rekstrarafgangur
Kópavogsbæjar áætl-
aður 1.185 milljónir
LÖGREGLAN í Reykjavík endur-
heimti á liðnu ári 260 farsíma, sem
komnir voru í umferð eftir að þeim
var stolið eða eigendur höfðu glatað
þeim. Að sögn Ómars Smára Ár-
mannssonar, aðstoðaryfirlögreglu-
þjóns, er unnt að rekja símana til
þeirra sem tóku þá þegar þeir eru
komnir í notkun á nýjan leik. Lög-
reglan endurheimti 700 farsíma árið
2000 og segir Ómar Smári greinilegt
að símaþjófnuðum fækki.
Segir hann að hafa beri í huga að
farsímar verði sífellt smærri og fyrir
komi að notendur leggi þá frá sér á
veitingastöðum, í ýmiss konar
ástandi. Af þeim sökum geta símarn-
ir týnst eða gleymst. Stundum fari
þeir í umferð á ný þar sem einhver
taki þá en auðvelt er að rekja símana
og loka þeim.
260 farsímar
endurheimtir
í fyrra
ÞRETTÁN ára stúlka, sem lögregla
lýsti eftir í fyrradag kom fram í gær,
heil á húfi. Samkvæmt upplýsingum
lögreglunnar í Reykjavík lét stúlkan
vita af sér um klukkan fjögur í gær
og sagðist hafa verið á ferðalagi fyrir
austan fjall. Hún var með föður sín-
um en talið var hugsanlegt að hann
hefði numið hana á brott.
Stúlkan er búsett hjá móður sinni í
Danmörku en þær voru hér á landi
um jólin. Síðast sást til stúlkunnar á
mánudag en hún átti að fara til Dan-
merkur í fyrradag.
Stúlka sem
lýst var eftir
komin fram
♦ ♦ ♦
Alltaf á þriðjudögum