Morgunblaðið - 09.01.2003, Side 12

Morgunblaðið - 09.01.2003, Side 12
FRÉTTIR 12 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞEIR Andrés Bertelsen og Sigurð- ur Hannesson voru í gær að girða í kringum tré sem standa við Miklu- brautina. Sögðu þeir að girðingin væri að- allega til að verja trén fyrir vindi og gert væri ráð fyrir að hún stæði í tvö ár. Morgunblaðið/Golli Verja trén gegn vindi VELFERÐARMÁLIN og það markmið að mynda velferðarstjórn í landinu að loknum kosningum verða eitt af helstu baráttumálum Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs fyrir komandi kosningar. Þetta kom fram á fundi sem þrír efstu fram- bjóðendur flokksins efndu til á Ak- ureyri þar sem kynnt voru nokkur helstu áhersluatriði nú í upphafi kosningabaráttunnar. Hreyfingin samþykkti framboðs- lista sinn í Norðausturkjördæmi á fundi sem haldinn var í Mývatnssveit um liðna helgi, en Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður, Þistilfirði, skipar efsta sætið, Þuríður Back- man, alþingismaður, Egilsstöðum, er í öðru sæti og Hlynur Hallsson, myndlistarmaður, Akureyri, í því þriðja. Þriðja sætið baráttusæti „Við eigum von á góðri útkomu í þessu kjördæmi og vonandi er þriðja sæti á okkar lista baráttusæti, þó ekkert sé frátekið fyrirfram væntum við þess að vera með í keppninni um jöfnunarsæti í kjördæminu,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon. Hlynur sagðist líta á þriðja sætið sem baráttusæti, „kannanir sýna að hreyfingin er sterk í þessu kjördæmi og við munum stefna að því að ná inn þremur mönnum. Og það verður spennandi að taka þátt í þeirri bar- áttu.“ Þuríður Backman sagði byggða- mál sín hjartans mál og það væri keppikefli hreyfingarinnar að gera landsbyggðina alla eftirsóknarverða til búsetu. Byggðaþróun og um- hverfisvernd færu saman en ekki veitti af að snúa við blaðinu í þeim efnum. Fram kom á fundi frambjóðend- anna þriggja að samgöngumál yrðu gríðarlega mikilvæg enda væru þau mönnum í kjördæminu sem og um land allt ofarlega í huga. Meðal þess sem hreyfingin mun leggja áherslu á í þeim efnum er að hringtengingu Norðausturlands við meginþjóð- vegakerfið verði hraðað og lokið að fullu á þessum áratug. Fyrirliggj- andi vegaáætlun geri hins vegar ráð fyrir að því verki verði ekki lokið fyrr en árið 2014. „Við munum beita okk- ur fyrir því að þessu verkefni verði hraðað sem kostur er og því lokið ár- ið 2010,“ sagði Steingrímur. Þá mun VG einnig leggja áherslu á að ekki verði hvikað frá þegar sam- þykktum áformum um jarðganga- framkvæmdir á svæðinu og að kann- aðir verði til hlítar kostir þess að ráðast þegar í gerð Vaðlaheiðar- ganga sem sjálfstæðrar fram- kvæmdar. Þá má einnig nefna að hreyfingin vill stuðla að því að beint millilandaflug verði frá Egilsstaða- og Akureyrarflugvöllum með niður- fellingu lendingargjalda fyrstu árin. Enn hefur ekki verið gengið frá formlegri stefnuskrá en fjallað er um mennta- og atvinnumál, velferðar- og almannaþjónustu, afkomu og hlutverk sveitarfélaga, jöfnun lífs- kjara og búsetuskilyrða, menningu og listir, umhverfisvernd og sjálf- bæra þróun sem og uppbyggilega umræðu, jákvætt andrúmsloft og tiltrú í helstu áhersluatriðum hreyf- ingarinnar sem kynnt voru á fund- inum á Akureyri. Grunnnám í heimabyggð Nefna má að hreyfingin vill að samfellt grunnnám í heimabyggð til 18 ára aldurs verði regla í lok næsta kjörtímabils og að tekið verði á fjár- hagsvanda framhaldsskólanna, að búsetutengdur grunnstuðningur verði tekinn upp í landbúnaði eða til sveita til að treysta byggð og bæta afkomu bænda og auðvelda nýsköp- un í atvinnumálum í strjálbýli, sem og að hluti veiðiréttinda verði byggðatengdur Þá er nefnt að gera þurfi ráðstaf- anir til að skapa skilyrði og rekstr- argrundvöll fyrir nauðsynlega al- mannaþjónustu í hverri byggð, m.a. hvað varðar póst-, síma og banka- þjónustu sem og verslun og fleira, en slíkri þjónustu hefði stórhrakað víða á landsbyggðinni undanfarin misseri í tengslum við hlutafélagavæðingu og einkavæðingu almannaþjónustu- fyrirtækja. Loks má nefna að hreyfingin telur að grípa verði til róttækra aðgerða til að bæta afkomu sveitarfélaga og gera þeim betur kleift að uppfylla lögboðnar skyldur, byggja upp og bæta búsetuskilyrði á sínu svæði. Vinstrihreyfingin – grænt framboð kynnir áherslumál í upphafi kosningabaráttu Landsbyggðin verði öll eftirsóknarverð til búsetu Morgunblaðið/Kristján Þuríður Backman, Steingrímur J. Sigfússon og Hlynur Hallsson skipa þrjú efstu sætin á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðaustur- kjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í vor. PRÓFKJÖR framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi fer fram á aukakjördæmisþingi flokksins á laugardaginn. Fimmtán hafa gefið kost á sér í prófkjörinu, Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra sækjast bæði eftir fyrsta sæti. Arngrímur V. Ásgeirsson íþrótta- kennari sækist eftir 2. til 3. sæti og þau Dagný Jónsdóttir, formaður Sambands ungra framsóknarmanna í Reykjavík, Daníel U. Árnason vara- þingmaður og Þórarinn E. Sveinsson forstöðumaður sækjast öll eftir 3. sæti. Prófkjör framsóknarmanna í Suðurkjördæmi verður haldið á Hót- el Selfoss 18. janúar en framboðs- frestur rennur út á miðnætti á laug- ardaginn. Valgerður og Jón sækjast eftir 1. sæti TÖLVUFORRIT gengur á milli manna hér á landi sem gerir not- endum þess kleift að horfa á læsta dagskrá sjónvarpsstöðva án þess að greiða afnotagjald. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins leiðrétt- ir forritið myndina á skjánum, sé hún rugluð, svo hún sjáist skýrt. Tölvuforritið finnur eina línu og hliðrar henni til hægri eða vinstri þannig að hún passi við línuna fyrir neðan. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir þetta vandamál ekki aðeins bundið við Ísland. Sjón- varpsstöðvar alls staðar í heiminum bregðist við þegar dagskrá þeirra sé stolið með aðstoð tölvutækninnar. „Ef við sæjum fall í áskrifendafjölda myndum við bregðast við hér innan- dyra hjá okkur auk þess að leita at- beina lögreglu til að uppræta þessa ólöglegu iðju. Allt það efni sem við sendum út er verndað af höfund- arrétti og það má enginn taka án þess að greiða fyrir. Ég tel líka að samtök eins og höfundarréttarsam- tök myndu fljótt láta á málið reyna til að leita réttar síns.“ Myndgæðin léleg Nokkrar tegundir eru til af þessu forriti og er hægt að nálgast þau á vefnum. Í tölvunni þarf að vera sjón- varpskort sem sjónvarpsloftnet er tengt við. Slíkt kort er staðalbún- aður í mörgum betri tölvum í dag en nothæft kort kostar nálægt tólf þús- und krónum út úr búð. Forritið af- ruglar myndina og hægt er að horfa á hana á tölvuskjánum eða tengja við venjulegt sjónvarp. „Við erum búin að prófa öll þessi forrit sem eru í boði og myndum ekki treysta okkur til að selja sjón- varpsdagskrána á þessum forsend- um,“ segir Sigurður, sem hefur þekkt til þessarar tækni frá árinu 1996. Norðurljós geti fullkomlega keppt við þetta enda myndgæðunum ekki saman að líkja. Sé myndin á skjánum dökk, ljós eða hröð verði hún mjög óskýr. Það kosti bæði þekkingu og mikinn tíma að verða sér úti um þennan búnað og tengja hann sem síðan skili takmörkuðum árangri. „Við erum róleg yfir þessu. Það er alltaf ákveðinn hópur fólks sem stel- ur öllu sem það getur stolið en stærstur hluti þjóðarinnar er heið- arlegt fólk sem vill borga fyrir þjón- ustuna sem við veitum,“ segir Sig- urður G. Guðjónsson. Afrugla læsta dagskrá í heim- ilistölvunni Tölvuforrit í umferð sem gerir fólki kleift að svindla sig inn á Stöð 2 GUÐJÓN Sigmundsson, betur þekktur sem Gaui litli, hefur hrint af stað þjóðarátaki til að vekja landsmenn til meðvitund- ar um heilbrigðan og hollan lífsstíl. „Þetta gerum við í samvinnu Félags fagfólks gegn offitu sem stofnað var 12. desember.“ Guðjón segir að heilbrigðis- starfsfólk sé að átta sig á hversu gífurlegt vandamál of- fita sé orðin. „Við siglum hraðbyri í sömu átt og Bandaríkjamenn varð- andi of þung börn og unglinga.“ Hann segir að eina leiðin til að sporna gegn þessu séu forvarn- ir en hins vegar séu litlir fjár- munir veittir frá hinu opinbera í þessi mál. Vakning Guðjóns felst meðal annars í átaki tveggja karl- manna, sem ætla að létta sig, og fylgst verður með í morgun- sjónvarpi Stöðvar tvö. Einnig mun íslensk kona taka þátt í átakinu í morgunsjónvarpi í Drammen í Noregi. „Við ætlum að beita skynsamlegum aðferð- um. Ekki fara af stað með þeirri hörku sem var í Dagsljósi á sínum tíma þar sem ég missti 53 kíló á sjö mánuðum.“ Hann leggur áherslu á að offitan sé ekki aðalvandamálið heldur það sem gerir það að verkum að fólk misnoti mat og þyngist. „Við beinum sjónum okkar að lífsstílnum og líðan einstak- lingsins. Að fólk sé sátt við sjálft sig.“ Hann segir engar skyndi- lausnir til. Breyttur lífsstíll eigi ekki að einskorðast við átök eft- ir jól, páska, grillsumur og þar fram eftir götunum. Hreyfing sé alltaf mikilvæg en ekki sé síður mikilvægt að velja hollt fæði. Þjóðar- átak um breyttan lífsstíl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.