Morgunblaðið - 09.01.2003, Page 24

Morgunblaðið - 09.01.2003, Page 24
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 24 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Vinnustofa SÍBS • Hátúni 10c • Sími: 562 8500 • Fax: 552 8819 • Heimasíða www.mulalundur.is TILBOÐ Á EGLA BRÉFABINDUM - VERÐ 310 KR / STK. Tilboðið gildir til 31. janúar 2003 Pilot Super Grip kúlupenni Verð 75 kr/stk NOVUS B 200 gatar 10 blöð. Verð 363 kr NOVUS B4 heftari heftar 40 blöð. Verð 1.700 kr Borðmotturnar frá Múlalundi Geisladiskar í miklu úrvali RÁÐGERT er að opna 40 herbergja hótel í gamla Alþýðuhúsinu á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis. Framkvæmdir eru nú í fullum gangi og fjölmargir iðnaðarmenn að störfum í húsinu. Að sögn eiganda, framkvæmda- raðila og hönnuðar hótelsins, Ingi- bjargar Pálmadóttur, er ekki unnt að gefa upp að svo stöddu hvenær hótelið verður opnað en það verður að líkindum á næstu mánuðum. Hótelið verður á sex hæðum og þar verður veitingastaður og bar með útsýni sem veit að stjórnar- ráðshúsinu. Ýmis starfsemi hefur verið í hús- inu á undanförnum áratugum. Með- al annars var Alþýðublaðið þar til húsa og Hagstofan og Skattstofan. Á neðstu hæð hússins hafa löngum verið veitingastaðir og klúbbar, s.s. Ingólfscafé og Arnar- hóll. Morgunblaðið/Þorkell Áður en langt um líður verður opnað hótel í gamla Alþýðuhúsinu. 40 herbergja hótel opn- að á næstu mánuðum Miðborg NÝLEGA var sagt frá því að tísku- vöruverslunin Top Shop í Lækj- argötu væri að hætta og gert væri ráð fyrir að versluninni yrði lokað að loknum útsölum um miðjan febrúar. Ekki er ljóst hvaða starfsemi verður í húsnæðinu í framtíðinni. Á haustmánuðum flutti skyndi- bitastaðurinn McDonalds sig úr Hressingarskálanum og var m.a. haft eftir eiganda Lystar ehf., sem rekur McDonalds-veitingastaðina, að það væri einfaldlega staðreynd að fólki væri að fækka í miðborginni auk þess sem bílastæði væru fá og dýr. Kornelíus Jónsson úrsmiður, sem rekur úra- og skartgripaverslun í Bankastræti, segir að miðborgin sé hægt og bítandi að breytast í „draugabæli“, hið opinbera sýni mið- borginni lítið aðhald og framboð af verslunum og þjónustu í miðborginni fari minnkandi og hafi gert um nokk- urn tíma. Hann hefur rekið úraversl- un í yfir 60 ár, lengst af á Skóla- vörðustíg en frá 1968 hefur hann jafnframt rekið verslun í Banka- stræti og árið 1999 flutti hann rekst- urinn alfarið þangað. Hann hefur því upplifað ýmislegt í verslunarrekstri. Séð verslanir koma og fara og enn aðrar koma í staðinn. Kornelíus er til dæmis óhress með svimandi háar stöðumælasektir sem viðskiptavinir verslana sitja uppi með. Hann bendir á að áður fyrr hafi ökumenn sett 50 krónur í stöðumæl- inn sem hafi dugað drjúgan tíma og í raun hafi þeir ekki getað valið um annað. Í dag geti fólk sett 10 og 20 kr. í mælana líka og setji þá kannski minna í þá fyrir vikið, komi inn í verslun til sín og bíði tvístígandi eftir afgreiðslu, þegar svo ber undir, og vilji helst fá hana strax. „Þetta stuðar fólk, það lætur skipta um batterí í úrinu fyrir 700 krónur og borgar svo 1.500 krónur í stöðumælasekt í leiðinni.“ Kornelíus tekur fram að sér líði vel í miðbænum og hafi liðið vel þar alla tíð. Engu að síður er hann uggandi um framtíð miðborgarinnar, mörg stöndug fyrirtæki hafi horfið úr bæn- um og nýjasta dæmið, brotthvarf Top Shop, sé bara eitt af mörgum dæmum. Verslunarsvæði – ekki ölsvæði Þórir Sigurbjörnsson kaupmaður hefur rekið verslunina Vísi við Laugaveg 1 í yfir 40 ár en verslunin er mun eldri, stofnuð árið 1915, og hefur alla tíð verið til húsa á sama stað. Hann hefur séð ófá fyrirtækin og stofnanir í miðbænum hverfa á braut og keppinauta sömuleiðis. Hann minnist þess þegar Fé- lagsprentsmiðjan, Ísafoldarprent- smiðja og Gutenberg voru allar í miðbænum, Skattstofan og Alþýðu- blaðið voru í gamla Alþýðuhúsinu á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis og þrír bankar í Bankastræti. Kaup- maðurinn á hinu horninu er sömu- leiðis farinn. „Auðvitað lagar maður sig að breyttum aðstæðum,“ segir Þórir. Hann segir að þau þjónustufyrirtæki sem eftir séu í miðborginni og hafi verið þar lengi eigi þó flest sam- merkt að eigendur þeirra séu stað- ráðnir í að halda rekstrinum áfram. Hann segir skelfilegt að horfa upp á það á sama tíma að einu fyrirtækin sem fylli skarð þjónustufyrirtækja sem hverfi á brott úr miðborginni séu veitinga- og skemmtistaðir. Hann heyri það á fólki að það vilji ekki sjá miðborgina þróast í þá átt sem hún sé að gera og sjálfur vill hann sjá miðborgina fyrst og fremst sem verslunarsvæði en ekki „öl- svæði“. Landsbyggðarpólitík Thorvaldsensfélagið hefur starf- rækt verslun í Austurstræti frá árinu 1901. Kristín Ruth Fjólmundsdóttir verslunarstjóri segir að það skorti al- veg stemmninguna í miðbænum. Mikið af ferðamönnum sem komi í verslunina spyrji hvort Austurstræti sé ekki verslunargata og lýsi yfir undrun á því hversu fáar verslanir séu í sjálfri miðborginni. „Það þarf að byrja á að finna bíla- stæði og borga í stöðumæli,“ segir Kristín og segir að viðskiptavinum sé alls ekki auðvelduð aðkoman að verslunum í miðborginni og sama gildi í raun um kaupmenn sjálfa sem sé ekki ívilnað með íbúakortum eða afslætti vilji þeir á annað borð leggja biðfreiðum sínum í grennd við vinnu- staðinn á morgnana. „Hvað mig snertir þá hef ég ekki getað lagt nær miðbænum en uppi á Landakoti,“ segir Kristín. „Ég hef kallað þetta landsbyggðarpólitík í miðborginni, þennan flótta verslana úr henni,“ segir hún og bendir á að augljóslega skorti á vilja borgaryf- irvalda til að sporna við þróuninni. Inn á milli séu þó merki um jákvæðar breytingar, meðal annars uppbygg- ing Höfuðborgarstofu í gamla Geysi- shúsinu og hóteluppbygging í Aðal- stræti sem muni væntanlega stuðla að fjölgun ferðamanna á svæðinu. Verslun komi í stað Top Shop Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi R-lista, sem sæti átti í miðborgarstjórn sem skipuð var árið 1999, segir mjög æskilegt að áfram verði verslun eða þjónustustarfsemi í Top Shop-húsinu, önnur en veit- ingarekstur. Miðborgarstjórn starf- aði fram á mitt síðasta ár undir for- ystu Ingibjargar Sólrúnar Gísla- dóttur borgarstjóra og hafði það verkefni með höndum að vinna að því að efla miðborg Reykjavíkur. Steinunn segir að reynt hafi verið að tryggja að veitingaaðilar kæmu ekki inn í verslunarpláss þar sem hefðbundin verslun legðist af. Samkvæmt þróunaráætlun mið- borgarinnar sé gert ráð fyrir að á skilgreindum götusvæðum megi ein- ungis vera tiltekið hlutfall af veit- ingastöðum. Þessari reglu hafi verið beitt þegar sótt var um að opna veit- ingastað í Lækjargötu þar sem versl- unin 66°N er nú til húsa. Þá hafi þessari reglu einnig verið beitt á Laugavegi. Hún segist þeirrar skoð- unar að ef borgin haldi ekki fast við áætlunina muni allt verslunarpláss fljótlega fyllast af veitingastarfsemi. Betri skilyrði næsta sumar Kristín Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri miðborgar, segir það auðvitað mikið áhyggjuefni þegar verslanir hætti rekstri í miðborginni. Við sömu þróun hafi einnig verið að glíma erlendis og því hafi borgaryf- irvöld víða lagt aukna áherslu á mið- borgina og sett hana í forgang hvað varðar hreinsun og endurnýjun gatna og lagfæringar af ýmsu tagi. Kristín bendir á að í fyrra hafi ver- ið samþykkt að lækka gatnagerð- argjöld og dregið hafi verið úr kröf- um um fjölda bílastæða sem húsbyggjendur þurfa að gera ráð fyrir á miðborgarsvæðinu. Með al- mennum aðgerðum á borð við þessar hafi því verið reynt að stuðla að því að húsbyggjendur og verslunarrek- endur sæju hag í því að standsetja verslanir í miðborginni. Hún segir að það hafi komið sér mjög á óvart að Top Shop-verslunin skuli vera á leið úr miðbænum, enda verslunin á besta stað í bænum „Við höfum verið að reyna að snúa vörn í sókn með þróunaráætlun mið- borgar sem var samþykkt í lok árs 2000. Það er verið að vinna að henni og liður í því er að nú er verið að sam- þykkja deiliskipulag fyrir miðborg- ina. Þá ættu að vera möguleikar á uppbyggingu,“ segir Kristín. Hún segir deiliskipulagsvinnu langt komna og að næsta sumar ættu skilyrði fyrir uppbyggingu að vera orðin betri. „Ég hef líka trú á að áhersla á uppbyggingu íbúðar- húsnæðis í nágrenni miðborgarinnar muni efla miðborgina sjálfa. Þetta tekur bara allt tíma. Það er það sem er vandamálið.“ Jafn margir sækja miðborgina Að sögn Kristínar gætir mjög já- kvæðs viðhorfs meðal landsmanna í garð miðborgarinnar og viðhorf landsmanna endurspeglast í við- horfskönnunum sem Reykjavík- urborg lætur Gallup vinna fyrir sig reglulega. Samkvæmt sömu könn- unum hefur ekki dregið úr heim- sóknum í miðborgina á síðustu miss- erum en verslun hefur dregist saman og áberandi margir koma í miðborg- ina að sama skapi til að skoða sig um. „Það er margt fólk sem kemur í miðborgina. Ég hef miklu meiri áhyggjur af því að verslunum fer fækkandi.“ Um bílastæðavanda miðborg- arinnar segir Kristín að stöðugt sé reynt að bæta úr honum, m.a. með því að fjölga bílastæðum. Hún bendir á að bílastæðahúsin séu gjaldfrí á laugardögum en fáir noti þau, sem sé undarlegt í ljósi þess að á sama tíma heyrist gagnrýnisraddir um að skortur sé á bílastæðum í miðborg- inni. Rótgrónir kaupmenn hafa sífellt meiri áhyggjur af flótta verslana og þjónustu frá miðborginni Morgunblaðið ræddi við nokkra kaupmenn sem eru uggandi um þróunina. Segja að miðborgin sé fyrir löngu full af veitinga- og skemmtistöðum og lítið eftir af hefðbundnum verslunum og þjónustu, sem íbúar í miðborginni kvarta sáran undan. Miðborg Blaðamaður og ljósmyndari nældu sér í stöðumælasekt meðan þeir ræddu við kaupmenn í miðborginni. Kornelíus Jónsson úrsmiður við verslunina í Bankastræti. Morgunblaðið/Þorkell Þórir Sigurbjörnsson, kaupmaður í Vísi. Kristín Ruth Fjólmundsdóttir, verslunarstjóri í Thorvaldsens-bazar. Staðráðnir í að halda rekstrinum áfram

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.