Morgunblaðið - 09.01.2003, Page 29

Morgunblaðið - 09.01.2003, Page 29
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 29 TILKYNNT hefur verið um sigur- vegara í samkeppni Fjarðaröld- unnar ehf. um merki fyrir Hótel Öld- una á Seyðisfirði. Höfundur merkisins er Guðjón Bragi Stef- ánsson frá Egilsstöðum. Hann veitti verðlaununum, 100.000 krónum, viðtöku við hátíðlega athöfn í Skaft- felli – menningarmiðstöð á föstu- daginn var. Jóhanna Gísladóttir, stjórnarformaður Fjarðaröldunnar, afhenti verðlaunin. Alls bárust átta- tíu og átta tillögur í keppnina frá tæplega 50 aðilum. Guðjón Bragi lýkur námi í graf- ískri hönnun við Listaháskóla Ís- lands í vor. Um merkið segir hann: „Glugginn er tákn gamallar bygg- ingar og getur verið gluggi til for- tíðar eða framtíðar, einnig má hugsa sér hótelherbergið fyrir inn- an gluggann og Seyðisfjörð fyrir ut- an.“ Fjarðaraldan hf. er félag sem hef- ur það hlutverk að endurbyggja hús frá því um aldamótin 1900. Félagið á þegar tvö hús sem munu verða hót- el. Framkvæmdir eru hafnar og gert ráð fyrir að fullbúin níu herbergja eining verði opnuð í júní 2003. Guðjón Bragi Stefánsson tekur við verðlaunum úr hendi stjórnarformanns Fjarðaröldunnar, Jóhönnu Gísladóttur. Hlaut verðlaun í sam- keppni um hótelmerki Seyðisfjörður Á AÐVENTUKVÖLDI Reykholts- kirkju færði Magnús Sigurðsson, bóndi á Gilsbakka og formaður stjórnar menningarsjóðs Sparisjóðs Mýrasýslu, fyrir hönd Sparisjóðsins 3 milljónir króna að gjöf til bygg- ingar Reykholtskirkju. Guðlaugur Óskarsson, formaður sóknarnefndar, sagði m.a. við þetta tækifæri: „Allar götur frá upphafi byggingar í Reykholti hefur Spari- sjóðurinn verið þátttakandi á sinn hátt í verkinu, með því að veita lán þannig að unnt væri að halda áfram þó svo að fyrirheit gjafa og styrkja sköruðust og árstíð til athafna. Einn- ig með því að sýna jafnan lipurð og sanngirni varðandi vexti og gjald- daga. En þó ekki síst með því að treysta okkur. Við bæði flygilkaup og uppsetn- ingu orgels hefur sparisjóðurinn einnig sýnt velvilja og hjálpsemi.“ Gestir á aðventukvöldinu, sem sóknarnefnd kirkjunnar stóð fyrir, voru Karlakór Kjalnesinga sem söng og einnig sýndu börn úr Kleppjárns- reykjaskóla helgileik. Kirkjan fær veg- legan styrk Ljósmynd/Sigríður Kristinsdóttir Guðlaugur Óskarsson tekur við gjöfinni úr hendi Magnúsar Sigurðssonar. Reykholt ÞAÐ er afar sjaldgæft að sjá bændur plægja akra sína á milli jóla og ný- árs, að minnsta kosti hér í uppsveit- um Árnessýslu þar sem vetur eru að jafnaði kaldari hér inn til landsins en við sjávarsíðuna. Það er þó ekki eins- dæmi og eitthvað er um að bændur hafi borið plóg á jörð í janúarmánuði í bestu árum. Skúli Guðmundsson í Birtingaholti var að plægja akur þegar fréttaritari átti leið hjá í árs- lok. Hann ræktar kartöflur í um 10 hekturum lands á hverju ári og brýt- ur ávallt eitthvað af nýju landi undir kartöfluræktina á hverju hausti. Tíð- arfar hefur verið hér afar gott að undanförnu og jörð með öllu klaka- laus eins og víðast hvar á landinu. Meðal annars má nefna að kvígur mjólkurbænda hafa víða verið úti allt fram að þessu og eru sumstaðar ennþá, þeim er að sjálfsögðu gefið hey að vild. Fáir eru farnir að gefa útigangshrossum enda jörðin góð og víða miklir hagar. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Skúli Guðmundsson í Birtingaholti sker svörðinn með öflugum plóg. Plægt á milli jóla og nýárs Hrunamannahreppur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.