Morgunblaðið - 09.01.2003, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.01.2003, Qupperneq 31
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 31 JÓLABÓKASÖLUNNI árvissu fylgir því óhjákvæmilega að nokkru af bókum er skilað aftur í verslanir. Þegar blaðamaður ræddi við verslun- arstjóra og deildarstjóra nokkurra bókaverslana og annara verslana er versla með bækur í gær og kannaði stöðu mála, var mál flestra að skil á bókum í ár væru með svipuðu móti og undanfarin ár og að almennt héldust skilatölur í hendur við sölutölur fyrir jól. Bókaútgefendur virðast telja að bókaskil séu yfirhöfuð með jafnasta móti og engin sérstök bók sem stæði sérstaklega uppúr þessi jól í skilum, en nokkrir bóksalar minntust nokk- urra bóka á liðnum árum sem ein- staklega mikið hefði verið skilað af eftir mikla sölu, þar á meðal síðustu bókar Ólafs Jóhanns Ólafssonar, Hallar minninganna, og Höfundar Ís- lands eftir Hallgrím Helgason. Tilhugalíf, Röddin og Sonja Kristján Freyr Halldórsson, deild- arstjóri íslenskra bóka hjá Bóka- verslun Máls og menningar á Lauga- vegi, sagðist telja að skil kölluðust á við metsölulista bóka fyrir jólin. „Bók Jóns Baldvins, Tilhugalíf eftir Kol- brúnu Bergþórsdóttur, sem var sölu- hæsta bókin, er til dæmis efst á lista yfir skil. Sömuleiðis Röddin eftir Arn- ald Indriðason og Sonja eftir Reyni Traustason,“ sagði hann og nefndi einnig Landnemann mikla, ævisögu Stephans G. Stephanssonar eftir Við- ar Hreinsson, ævisögu Jóns Sigurðs- sonar eftir Guðjón Friðriksson og Lovestar Andra Snæs Magnasonar. Kristján sagðist hafa orðið var við að fólk skilaði inn til þeirra bókum sem ekki væru endilega keyptar í Bókabúðum Máls og menningar. „Það eru engin lög til um slík skil. Ef fólk kemur hér inn með fulla Bónus- poka af bókum, er ekkert sem segir að við verðum að taka við þeim, þó við gerum það yfirleitt. Það eru útgáf- urnar sjálfar sem tapa á þessu, þar sem þar voru önnur verð í gangi,“ segir hann og bendir á að bókabúðum sé heimilt að skila til útgáfunnar bók- um á því verði sem verslunin keypti inn á. Lítið af Röddinni miðað við sölu Í Bókabúð Máls og menningar við Hlemm var álit verslunarstjóra, Dag- bjartar Kjartansdóttur, að miðað við fyrri ár væru skil á bókum jafnari. „Við höfum aðallega fengið Eyði- merkurdögun Warisar Dirie í nokkru magni, Tilhugalíf, Nafnlausa vegi eft- ir Einar Má Guðmundsson og Sonju,“ sagði hún. „En við tökum líka eftir því að miðað við hvað Röddin seldist mik- ið fyrir jólin, hefur komið mjög lítið af henni inn til okkar. Eins er það með Landnemann.“ Hún bendir á að sum fyrri jól hafi einstökum bókum verið skilað í margföldu magni umfram aðrar, en svo sé ekki nú. Litlu hafði verið skilað inn til Bók- sölu stúdenta þegar blaðamaður hafði samband við verslunina. Taldi Kristín Gísladóttir, innkaupastjóri íslenskra bóka, að það stafaði fyrst og fremst af því að nemendur skiluðu bókum um leið og þeir kæmu að versla náms- bækur vetrarins. „Við höfum fengið eitthvað af Jóni Sigurðssyni og Land- nemanum, en minna af Tilhugalífi Jóns Baldvins. Einnig nokkrar Art- emis Fowl–Samsærið eftir Eoin Colf- er, sem var söluhæsta bókin hjá okk- ur fyrir jólin. Í heildina er þetta þó ekkert magn,“ sagði hún og sagðist ekki geta bent á neina eina bók sem skilað hefði verið umfram aðrar. Í Griffli hafði einnig litlu verið skil- að af bókum, þó að þar hafi mikið ver- ið selt af bókum fyrir jólin, að sögn Hauks Olavsson verslunarstjóra. Hann taldi að skýringin gæti verið að margir skili bókum heldur í aðrar verslanir, þar sem Griffill selur bæk- ur á lágu verði. „Hins vegar skiptir það litlu máli fyrir kaupendur sem ætla að fá sér aðra bók í staðinn, þar sem mínar bækur eru enn ódýrar. Hlutföllin eru því enn þau sömu. En vonandi er skýringin bara sú að fólk ætli að eiga bækurnar sínar,“ sagði hann. Don Kíkóta ekkert skilað Benedikt Sigurðsson, verslunar- stjóri Eymundssonar í Kringlunni, tók í sama streng og fyrri viðmæl- endur blaðamanns, að skil kölluðust á við sölutölur. „Það er yfirleitt þannig. Samt finnst mér ekkert óskaplega mikið hafa komið inn, miðað við hvað maður hefur oft séð af ýmsu öðru,“ sagði hann. Hann benti jafnframt á að sumum bókum væri nánast ekkert skilað þrátt fyrir að hafa selst vel fyr- ir jólin, og nefnir Don Kíkóta eftir Cervantes og Ísland á 20. öld eftir Helga Skúla Kjartansson sem dæmi. „Ef eitt eintak kemur inn er það strax farið aftur. En auðvitað var upplagið af þeim heldur ekki eins stórt. Þetta fylgist að.“ „Tilhugalíf og Röddin hafa komið langmest inn hjá okkur, enda seldust þær jafnframt mest. Við áttum alveg von á því að fá þær aftur inn,“ sagði Ásta Júlía Theodórsdóttir, umsjónar- maður íslensku bókadeildarinnar í Pennanum-Eymundssyni við Austur- stræti. Ástæðuna taldi hún liggja í því að margir hefðu fengið fleiri en eitt eintak af bókunum. „En auðvitað eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk skilar bókum.“ Hún sagðist telja að þegar tekið er inn í reikninginn hve miklu var skilað af þessum tveimur bókum, hafi bóksalan almennt verið mjög jöfn. Topparnir í bóksölunni jafnist út þegar skilum sé lokið. Í Hagkaupum á Akureyri höfðu starfsmenn ekki orðið varið við að einni bók umfram aðra hefði verið skilað. „Það hafa ekki verið mjög mik- il skil á bókum almennt, finnst mér,“ sagði Þórhalla Þórhallsdóttir versl- unarstjóri. Hún taldi ekki að mest hefði komið inn af þeim bókum sem seldust mest, heldur fremur að dreif- ingin væri nokkuð jöfn. „Ég átti von á því að Tilhugalíf, Röddin og þessar söluháu bækur kæmu til baka í nokkru magni en svo var alls ekki. Þessar bækur hafa verið mjög for- vitnilegar og góðar aflestrar og fólk því ekki viljað skila þeim, tel ég.“ Þórhalla sagðist ekki telja að bók- um sem voru keyptar í Hagkaupum fyrir jól hafi frekar verið skilað í aðr- ar bókaverslanir. „Ég held einfald- lega að áhugaverðar bækur séu góð eign og það sé ástæðan fyrir því að litlu hefur verið skilað,“ sagði hún. Ísfirskar bækur vinsælar á Ísafirði Jónas Gunnlaugsson er eigandi Bókaverslunar Jónasar Tómassonar á Ísafirði. „Það sem kemur mest inn, er það sem fer mest út, í ár eru það Sonja, Eyðimerkurdögun, Röddin og Tilhugalíf,“ sagði hann þegar Morg- unblaðið hafði samband. Hann sagð- ist merkja þá þróun undanfarin ár að bókum, sem seldar væru í stóru upp- lagi til stórmarkaða í kring um landið á lægra verði, væri skilað í meira magni. Fólk skipti heldur bókunum í hefðbundnum bókabúðum. „Við skiptum öllum bókum sem til okkar berast, enda er það sjálfsagt mál. Það er nú einn af kostum bókarinnar sem gjafavöru,“ sagði hann. „En skila- hlutfallið er hærra en það var áður á vinsælustu bókunum.“ Jónas sagði Tilhugalíf Jóns Bald- vins hafa selst ákaflega vel á Ísafirði, enda á Jón ættir að rekja þangað eins og flestir vita. „Hann var næstæðstur í sölu hjá mér. Hins vegar var bókin 101 ný vestfirsk þjóðsaga eftir Gísla Hjartarson söluhæst. Sömuleiðis var barnabókin Ferðin til Samiraka eftir Hörpu Jónsdóttur söluhá, enda er höfundurinn kennari hér og krakk- arnir þekkja hana allir. Miðað við hve mikið seldist af henni og eins af bók- inni hans Jóns Baldvins, hefur mjög lítið skilað sér inn,“ sagði Jónas að lokum. Algengast að sölu- háum bókum sé skilað Fyrir jólin velta menn því gjarnan fyrir sér hvaða bækur koma til með að enda í jólapökk- unum. Inga María Leifsdóttir veltir því nú fyrir sér ásamt nokkr- um forsvarsmönnum verslana er selja bækur hvaða bækur rötuðu úr jólapökkunum og aftur í verslanirnar. Morgunblaðið/Jim SmartBóksalar segja að skil séu með jafnasta móti í ár. ingamaria@mbl.is SÖNGSVEITIN Fílharmónía ræðst í apríl í flutning á Mess- íasi eftir Handel. Verkið er samið á nokkrum dögum árið 1741. Textinn er byggður á ritningargreinum úr Biblíunni og fjallar um ævi Krists. Handel starfaði í Englandi stóran hluta ævi sinnar og þar lést hann árið 1759. Hann var samtímamaður J. S. Bach en verk þeirra eru flest afar ólík að gerð. Eftir báða liggja þó ódauðleg tónverk sem eru krefjandi í flutningi og njóta sífelldra vinsælda bæði áheyr- enda og flytjenda. Æfingar á Messíasi hefjast mánudaginn 13. janúar í Mela- skóla. Ennþá eru nokkur laus pláss í öllum röddum og er þeim sem áhuga hafa bent á að hafa samband í síma 898 5290. Tónleikarnir verða í Langholtskirkju 6. og 8. apríl nk. Fílharm- ónía flytur Messías UPPBOÐI á einu af málverkum Dominique Ambroise lauk í Gall- eríi Landsbankans á vefnum á dögunum. Hæsta boð í málverkið, Stígurinn í kjarrinu, var 60.000 kr. Dominique ánafnaði Krabba- meinsfélagi Íslands, andvirði kaupverðsins. Málverk Dominique eru nú til sýnis í húsakynnum Landsbank- ans, Laugavegi 77, ásamt því að hægt er að skoða verkin í Gall- eríinu á vefnum (www.lands- banki.is). Sýning þessi er 14. einkasýning Dominique og sú 5 hér á landi. Áður hefur hún tekið þátt í fjölda samsýninga í Kanada, Evrópu og Asíu. Á meðfylgjandi ljósmynd má sjá Guðmund Ibsen afhenda fyrir hönd Dominique forsvarsmönnum Krabbameinsfélags Íslands gjafa- bréf að andvirði 60.000 kr. F.v. Sigurður Atli Jónsson, fram- kvæmdastjóri verðbréfasviðs, Guðmundur Ibsen, Guðrún Agn- arsdóttir, forstjóri Krabbameins- félagsins, og Valgerður Jóhann- esdóttir, fjármálastjóri Krabba- meinsfélagsins. Dominique styrkir Krabbameinsfélagið AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.