Morgunblaðið - 09.01.2003, Page 32

Morgunblaðið - 09.01.2003, Page 32
32 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ræmi milli svæða sinna með það fyrir augu jafnri og stöðugri eflingu viðskipta- og efn samningsaðila.“ Framkvæmdastjórnin seg grein sýni að fjárframlög séu „hin hliðin á aðnum“ – m.ö.o. sé nauðsynlegt að styrkja til að innri markaðurinn virki eins og hann „Augljóslega voru það markmið uppbyggi (structural funds), sem þegar voru til á þe samningamenn EES höfðu í huga, enda va ESB (cohesion fund) stofnaður 1993,“ segi framkvæmdastjórnarinnar.  Í öðru plaggi, sem framkvæmdastjórni arríkjunum 18. nóvember, er að finna útre legu fjárframlagi EFTA-ríkjanna til uppb aðildarríkjunum. Þar er miðað við að þau g hlutfall af samanlögðum framlögum ESB arsjóðanna (structural funds) og þróunars ion fund) eins og þau væru aðildarríki sam ig er gert ráð fyrir að Noregur greiði 2,05% af heildarupphæð, sem nemur allt að 44 m núgildandi verðlagi. Síðan reiknar framkv út hvað ríkin myndu fá til baka úr uppbygg ef þau ættu aðild að ESB og fær að því lok frægu niðurstöðu um allt að 27-földun á nú lögum Íslands til fátækari ríkja ESB.  EFTA-ríkin gagnrýna harðlega þessa a Þau benda í fyrsta lagi á að uppbyggingar sem greiða styrki til allra aðildarríkja ESB ekkert við. Það sé rangt að markmið þeirr í huga við gerð EES-samningsins. Það sé þ unarsjóðurinn, sem hafi verið hafður til hli HIMINN og haf eru á milli sjónarmiða Evrópusambands- ins annars vegar og EFTA-ríkjanna hins vegar varðandi auknar greiðslur hinna síðarnefndu til fátækari ríkja ESB. Deilan stendur meðal annars um það við hvaða sjóði Evr- ópusambandsins hafi verið miðað þegar samið var um Evrópska efnahagssvæðið á sínum tíma, en þá lýstu EFTA-ríkin sig reiðubúin að styrkja fátæku ríkin (Írland, Spán, Portúgal og Grikkland) í fimm ár.  Í plaggi, sem framkvæmdastjórn ESB sendi fulltrúum aðildarríkjanna 22. nóvember á síðasta ári til að útskýra drög að samningsumboði vegna viðræðnanna við EFTA- ríkin, kemur fram að með stækkuninni til austurs standi sambandið frammi fyrir áskorun, sem ekki séu nein for- dæmi fyrir. ESB og aðildarríki þess takist á við þessa áskorun „í anda evrópskrar samstöðu“, enda hafi ESB trú á að það fé sem varið verði til að styrkja nýju aðildarríkin, muni skila sér í hraðari efnahagsþróun innri markaðarins í heild. Innri markaðurinn skili öllum þátttakendum mikl- um hagsbótum og EFTA-ríkin taki þar þátt á sömu skil- málum og aðildarríki ESB. Í skjalinu segir síðan að EFTA-ríkin hafi strax við gerð EES-samningsins í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar fallizt á að styðja við uppbyggingu fátækari svæða í ESB. Vísað er í formála EES-samningsins, en þar segir að samningsaðilar hafi það að markmiði „að stuðla að sam- ræmdri þróun á Evrópska efnahagssvæðinu og eru sann- færðir um nauðsyn þess að draga með samningi þessum úr efnahagslegu og félagslegu misræmi milli svæða.“ Jafn- framt vitnar framkvæmdastjórnin til 115. greinar samn- ingsins, en þar segir: „Samningsaðilar eru sammála um nauðsyn þess að draga úr efnahagslegu og félagslegu mis- Ekki sama hve Í DAG verður haldinn fyrsti formlegi samn-ingafundurinn í viðræðum EFTA-ríkjannaÍslands, Noregs og Liechtenstein við Evr-ópusambandið um aðlögun samningsins um Evrópskt efnahagssvæði að stækkun ESB. Þar verður fyrst og fremst tekizt á um tvennt; fisk og peninga. Ísland og Noregur mæta í raun bara með eina kröfu á fundinn; að þeim verði bættur upp missir tollfríðinda fyrir sjávarafurðir þegar tíu ríki Aust- ur- og Suðaustur-Evrópu ganga í ESB. Engin uppfærsla á EES Þetta er mun styttri kröfulisti en ýmsir von- uðust til. Fyrir rúmu ári var innan EFTA, ekki sízt hér á landi, rætt um að nota tækifærið þegar Evrópusambandið - og þar með Evrópska efna- hagssvæðið - stækkaði til austurs og taka upp við ESB ýmsa galla, sem EFTA-ríkin hafa talið sig sjá á EES-samningnum. Þannig yrði samningur- inn í raun endurskoðaður. Rætt var um að fara fram á að EES-samningurinn yrði uppfærður til samræmis við breytingar á Rómarsáttmála ESB og samningssviðið víkkað út til nýrra málaflokka sem hafa bætzt við Evrópusamstarfið; reyna að fá betri lagalegan grundvöll fyrir þátttöku EFTA- ríkjanna í nefndum framkvæmdastjórnar ESB; leitast við að fá meiri áhrif á ákvarðanatöku innan sambandsins og loks að sækjast eftir betri mark- aðsaðgangi fyrir fisk. Eins og málið stendur nú er það aðeins síðast- nefnda krafan sem er eftir. Öllum öðrum umleit- unum um endurskoðun á samningnum vísar ESB klárlega á bug. Í samningsumboði því, sem ráð- herraráð ESB samþykkti í síðasta mánuði og Morgunblaðið hefur undir höndum, segir að við- ræðurnar eigi að takmarkast við atriði, sem séu bráðnauðsynleg vegna stækkunar ESB og EES. Önnur mál, til dæmis bættur markaðsaðgangur fyrir einstakar vörur eða hugsanleg uppfærsla EES-samningsins, skipti stækkunina ekki bein- línis máli. Þessi mál séu annaðhvort nú þegar við- fangsefni tvíhliða viðræðna milli ESB og ein- stakra EFTA-ríkja, eða „hægt er að gera þetta seinna,“ eins og segir í samningsumboðinu. Með þessu gengur ESB í raun enn skemur en gefið var í skyn í fyrstu, þegar EFTA-ríkin byrj- uðu að leita fyrir sér um endurskoðun á EES- samningnum, en þá var látið í það skína að sam- bandið kynni að vera til í afmarkaða, tæknilega uppfærslu. Ástæðan fyrir því að ESB vill ekki fara út í þá sálma, er að sambandið óttast að það tefji viðræðurnar og hindri þar með að stækkun EES geti tekið gildi um leið og stækkun ESB. Tíminn til samninga er knappur; ekki var hægt að hefja viðræður fyrr en eftir að samningum við umsókn- arríkin var lokið rétt fyrir jól og þeim þarf að ljúka áður en staðfestingarferli aðildarsamninga nýju ríkjanna hefst í vor. Hátt endurgjald fyrir aðgang að innri markaðnum Af hálfu ESB eru fyrst og fremst tvær kröfur uppi. Meginkrafan er sú að EFTA-ríkin taki þátt í kostnaðinum við stækkun ESB og axli hluta þeirra byrða sem því fylgja að byggja upp at- vinnu- og efnahagslíf nýju aðildarríkjanna. Í samningsumboði framkvæmdastjórnarinnar er sagt beinum orðum að EFTA-ríkin verði að greiða það endurgjald fyrir áframhaldandi frjálsan að- gang að stækkuðum innri markaði ESB, að leggja það sama af mörkum til uppbyggingar fátækari svæða og aðildarríki sambandsins. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu gera útreikningar framkvæmdastjórnar ESB ráð fyrir að framlag Íslands til stuðnings fátækari ríkjum ESB geti allt að 27-faldazt og orðið um 2,7 milljarðar króna á ári í stað um 100 milljóna nú. i „ e þ a ú g s a u a h a m d s f á s g Tekizt á um fisk og peninga Samningaviðræður EFTA-ríkjanna og Evrópusam- bandsins vegna aðlögunar EES-samningsins að stækkun ESB hefjast í Brussel í dag. Ólafur Þ. Stephensen rekur stöðu þeirra mála, sem tekizt verður á um við samningaborðið. KIRKJAN OG ÞJÓÐIN Athyglisvert samtal birtist íMorgunblaðinu í gær við TrondBakkevik, prófast í Ósló í Nor- egi, sem hér er staddur til að miðla af reynslu norsku kirkjunnar og kynna sér mál hér á landi, ekki sízt tengsl rík- is og kirkju. Bakkevik vitnar í viðtalinu m.a. til tillagna nefndar norsku kirkj- unnar um hvernig jafna megi rétt trú- félaga þar í landi. Meðal þeirra tillagna er að starf kirkjunnar og annarra trú- félaga verði fjármagnað með sama hætti og hér á Íslandi, með hlutdeild í tekjuskatti. Þetta sýnir fram á það, andstætt því sem stundum er haldið fram, að hér á landi hefur verið gengið lengra í því að gera þjóðkirkjuna sjálf- stæða og jafna rétt trúfélaga en í sum- um nágrannalöndunum. Norska þjóð- kirkjan er fjármögnuð af ríki og sveitarfélögum en ekki með sóknar- gjöldum eins og hér tíðkast og stjórn- unar- og stjórnskipuleg tengsl ríkis og kirkju eru sömuleiðis meiri en hér. Bæði á Íslandi og í Noregi á það sama við, að fjölbreytni fer vaxandi í samfélaginu og þeim fjölgar, sem ekki eru kristnir. Jafnframt fjölgar kristnu fólki, sem stendur utan þjóðkirkjunn- ar. Þetta kallar á að tryggt sé að trú- félögum sé ekki mismunað. Hins vegar er eftir sem áður ástæða til að ríkis- valdið hafi jákvæða afstöðu til trúar- bragða sem siðferðilegrar kjölfestu samfélagsins og styðji og verndi trú- félög yfirhöfuð. Tengsl trúfélaga við sögu og menn- ingu ríkis og þjóðar eru aftur á móti mismunandi, bæði á Íslandi og í Nor- egi. Trond Bakkevik hittir naglann á höfuðið þegar hann segir: „Norska kirkjan hefur 1.000 ára sögu en músl- imar hafa eingöngu verið í Noregi í þrjá til fimm áratugi. Það verður því að líta á trúarbrögðin með mismunandi hætti. Fólkið, ríkið og norska kirkjan eru samofin í gegnum söguna, þetta flækir svolítið hvernig málum verður háttað í framtíðinni en það verður að útrýma öllum þáttum sem hafa ójafn- rétti í för með sér … Með því að breyta þjóðkirkjunni breytum við því hvernig fólk lítur á sig og hvað felst í því að vera Norðmaður. Það verður því að fara var- lega í þessi mál.“ Bakkevik talar fyrir því að mismun- andi viðhorf innan kirkjunnar endur- speglist í stjórn hennar og bendir á að mismunandi skoðanir séu t.d. varðandi guðrækni, kvenpresta, samkynhneigð og annað. Hann bendir loks á að tryggja verði stöðu minnihlutahópa; slíkt sé mannréttindamál. Þetta er umhugsunarvert og mætti e.t.v. verða til þess að vekja umræður innan íslenzku þjóðkirkjunnar um það hvernig hún geti sem bezt tryggt fram- tíð sína og sérstöðu. Það er einmitt með því að koma til móts við minnihluta- hópa, berjast fyrir réttindum þeirra og hlusta á sjónarmið þeirra. Kirkjan hlýtur að vilja beita sér fyrir umburðarlyndi í garð annarra trúar- bragða og að réttindi annarra trúfélaga séu virt. Inn á við getur hún ekki held- ur farið í manngreinarálit. Talsvert stór minnihluti meðal þjóðarinnar – og innan kirkjunnar – er t.d. samkyn- hneigður. Kirkjan hefur dregizt aftur úr hinu veraldlega valdi hvað það varð- ar að tryggja rétt samkynhneigðra; þótt löggjafinn veiti nú samkynhneigð- um pörum rétt til að ganga í hjóna- band, eða staðfesta samvist eins og það er kallað, hefur kirkjan ekki getað fall- izt á að samkynhneigðir fái kirkjulega hjónavígslu. Slík afstaða verður til þess að gera stóran minnihlutahóp fráhverf- an kirkjunni og dregur úr réttmæti til- kalls hennar til heitisins þjóðkirkja. MIKILVÆGI ÞORSKELDIS Þorskeldi er í örum vexti hér á landi.Á síðasta ári var slátrað 150 tonn- um ef eldisþorski hjá fimm stærstu fyr- irtækjunum á þessu sviði og stefnir í enn meira magn á þessu ári. Vonir standa til að innan nokkurra ára geti þorskeldi orðið að mikilvægri atvinnu- grein. Samkvæmt skýrslu, sem unnin var fyrir sjávarútvegsráðuneytið, er hugsanlegt að árið 2011 muni þorskeldi skila rúmlega 30 þúsund tonnum af fiski. Til samanburðar má geta þess að heildarþorskafli árið 2001 var 240 þús- und tonn. Þótt eldisþorskur verði einungis brot af þorskafla Íslendinga er mikilvægt að fylgjast grannt með þróuninni á þessu sviði. Þegar horft er til næstu ára er annars vegar ljóst að þorskstofnar víð- ast hvar eru í mjög slæmu ástandi og hins vegar að mörg af samkeppnisríkj- um okkar hafa hafið mikla uppbygg- ingu í þorskeldi. Árið 2001 var framboð af Atlants- hafsþorski tæp 922 þúsund tonn og á þessu ári er því spáð að það verði um 837 þúsund tonn. Árið 1997 var heildar- afli þorsks úr Atlantshafi hins vegar 1,4 milljónir tonna. Hvergi er nein merki að sjá um viðsnúning í þessum efnum. Á miðunum á Norðursjó og í Eystra- salti hefur mikill niðurskurður átt sér stað. Stofnar við Kanada hafa verið í lægð um langt skeið. Þar sem ekki er von á að þorskstofn- ar rétti úr kútnum í bráð horfa menn í auknum mæli til þorskeldis til að anna eftirspurn eftir þorski. Í Noregi, Skot- landi og Kanada hefur gætt mikils áhuga á eldi og Norðmenn áforma að framleiðsla á eldisþorski muni nema allt að 150 þúsund tonnum árið 2007. Gífurlegar framfarir hafa átt sér stað í fiskeldi á skömmum tíma og er mikill vöxtur laxeldis til marks um þá möguleika sem eru á þessu sviði en jafnframt þær hættur sem eru til stað- ar. Samhliða stórauknu framboði á eldislaxi hefur verð hrunið. Þá eru dæmi um slæm umhverfisáhrif vegna laxeldis. Íslendingar þekkja það manna best að margt getur farið úrskeiðis þegar fiskeldi er annars vegar. Það er hins vegar ljóst að fiskeldi er framtíðaratvinnugrein. Þetta er ein- hver mesta vaxtargreinin í sjávarút- vegi í heiminum í dag. Árið 2000 var fiskeldisframleiðsla 13,3 milljarðar tonna og hafði þá aukist um 49% á ein- um áratug. Þegar horft er til framtíðar eru mikl- ar líkur á að eldisþorskur verði stöðugt mikilvægari á þorskmörkuðum. Því skiptir miklu að íslensk sjávarútvegs- fyrirtæki séu með í þeirri þróun til að viðhalda leiðandi stöðu sinni í heimin- um. Raunar má segja að það sé ekki bundið við þorskeldi einvörðungu held- ur eigi við fiskeldi yfirhöfuð. Aðstæður á Íslandi til fiskeldis virð- ast góðar og íslensk sjávarútvegsfyrir- tæki hafa sterka stöðu á mikilvægustu mörkuðunum fyrir sjávarafurðir. Markviss og skynsamleg uppbygging þorskeldis er mikilvægur liður í því að viðhalda þeirri stöðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.