Morgunblaðið - 09.01.2003, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 09.01.2003, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 33 útkoman um 8.740 krónur, eða heilar 103 evrur. Á þetta misræmi munu fulltrúar EFTA-ríkjanna benda í samn- ingaviðræðunum, sem hefjast í dag.  Í samningsumboði framkvæmdastjórnar ESB er gert ráð fyrir því að samið verði um að EFTA-ríkin greiði fasta upphæð til fátækari aðildarríkjanna árin 2004–2006, en eftir það verði byggt á ákveðnu hlutfalli og það komi í hlut sameiginlegu EES-nefndarinnar, sem skipuð er embætt- ismönnum EFTA- og ESB-ríkja að ákveða árlegt framlag þaðan í frá. EFTA-ríkin leggjast eindregið gegn þessu og benda á að með þessu verði óvissa um greiðslur í framtíð- inni og aukinheldur geti embættismenn ekki skuldbundið ríkisstjórnir sínar til að greiða aðrar eins upphæðir. Þá vill ESB að framlög EFTA-ríkjanna verði gerð var- anleg, en þau síðarnefndu telja betra að semja til ákveðins árafjölda í einu eins og verið hefur.  Undanfarin ár hafa EFTA-ríkin ekki greitt framlag sitt til fátækari ríkja ESB beint til sambandsins, heldur í sér- stakan þróunarsjóð sem er undir stjórn EFTA. Meirihluti aðildarríkja ESB virðist vilja að þessu fyrirkomulagi verði viðhaldið, en á fundi ráðherraráðs sambandsins í desem- ber, þar sem samningsumboðið var samþykkt, lagði Þýzkaland fram sérstaka yfirlýsingu, þar sem segir að stefna eigi að því að fjárframlag EFTA-ríkjanna bætist ekki ofan á framlag núverandi aðildarríkja til nýju ríkjanna, heldur teljist sem tekjur í fjárlögum ESB. Með öðrum orðum vilja Þjóðverjar ekki að nýju ríkin fái meiri peninga en þegar hefur verið samið um, heldur verði fjár- framlag EFTA-ríkjanna til að létta byrðar núverandi að- ildarríkja ESB. Af hálfu EFTA-ríkjanna er hins vegar tal- ið mikilvægt að viðhalda núverandi fyrirkomulagi. framkvæmdastjórnin. Í skjalinu er bætt við að jafnvel þótt gengið sé út frá því við útreikningana að EFTA-ríkin séu í sömu stöðu og aðildarríki ESB, „er EES áfram mjög góð- ur samningur fyrir EES-EFTA-ríkin, því að þau munu að- eins greiða brot af þeirri upphæð, sem þau myndu greiða ef þau væru í raun aðildarríki Evrópusambandsins.“ Til þessara ummæla vitnaði Davíð Oddsson forsætisráðherra í þingræðu 13. desember síðastliðinn. Framkvæmda- stjórnin heldur áfram og segir: „EES-EFTA-ríkin eru í forréttindastöðu að því leyti að þau geta verndað við- kvæmar atvinnugreinar (landbúnað og sjávarútveg) með því að halda þeim utan við innri markaðinn, sem þau taka að öðru leyti fullan þátt í. Aðildarríki ESB hafa ekki þenn- an möguleika.“  EFTA-ríkin telja að ekki sé einasta verið að fara fram á að þau greiði það sama og aðildarríki ESB til nýju aðild- arríkjanna, heldur miklu meira. Þannig hafa sérfræðingar EFTA-ríkjanna bent á að greiðslur vegna stækkunarinnar nemi um 0,08% af þjóðarframleiðslu núverandi 15 aðild- arríkja ESB, en fjárkröfur ESB á hendur EFTA- ríkjunum geri ráð fyrir að þau greiði um 0,3% af þjóð- arframleiðslu, eða um fimm sinnum meira en aðildarríkin. Í þessu samhengi má rifja upp ummæli Michaele Schreyer, sem fer með fjármál í framkvæmdastjórn ESB, á blaðamannafundi fyrir skemmstu. Hún sagði þar að samkvæmt útreikningum framkvæmdastjórnarinnar myndi hver íbúi núverandi aðildarríkja þurfa að greiða um níu evrur á ári (760 ÍSK) vegna stækkunarinnar. Ef gert er ráð fyrir að fjárkrafa ESB á hendur Íslendingum sé upp á um 2,5 milljarða króna viðbótargreiðslu á ári – og deilt í hana með fjölda Íslendinga, sem er um 286.000, er hafi komið til sögunnar með Maastricht-sáttmálanum, en drög að honum hafi legið fyrir þegar samið var um EES. Markmið þróunarsjóðanna tveggja (1994–1998 og 1999– 2003), sem EFTA-ríkin hafa sett á fót til að styrkja fátæk ríki ESB, séu einmitt mjög svipuð og þróunarsjóðs ESB. Ríkin, sem njóti styrkjanna séu þau sömu og sömuleiðis séu sömu geirar efnahagslífsins styrktir, þ.e. uppbygging á sviði umhverfismála og samgangna. Í öðru lagi benda EFTA-ríkin á að í útreikningum sín- um blandi framkvæmdastjórnin saman framlögum til þró- unarsjóðs ESB, útgjöldum vegna uppbyggingarsjóðanna fjögurra og svo útgjöldum til alls konar málaflokka sem komi EES ekkert við, þ.m.t. vegna landbúnaðarmála, sjáv- arútvegsmála, friðarsamninga á Írlandi og fiskveiðisamn- inga við Marokkó, svo dæmi séu nefnd. Eingöngu beri að horfa á þróunarsjóðinn og framlög ESB til hans muni að- eins tvöfaldast vegna stækkunar sambandsins til austurs. Allt tal um tugföldun á framlögum EFTA-ríkjanna sé því út í hött.  Í áðurnefndu skjali frá 22. nóvember bregzt fram- kvæmdastjórnin við þessari gagnrýni og segir að sam- anlögð framlög til þróunar- og uppbyggingarsjóðanna séu sú heildarupphæð, sem ESB og aðildarríki þess verji til þess að draga úr efnahagslegu misræmi og tryggja áfram- haldandi þróun innri markaðarins. EFTA-ríkin muni græða á þeirri hagsæld, sem þessir peningar muni skapa. Framkvæmdastjórnin segir að réttlætingin fyrir því að EFTA-ríkin leggi það sama af mörkum og ESB-ríkin sé sú að þau græði á þátttöku sinni í stækkuðum innri markaði og öll ríki innri markaðarins verði að fjárfesta í framtíð hans. „Það er eini skynsamlegi útgangspunkturinn,“ segir um að stuðla að nahagstengsla gir að þessi innri mark- a fátækari svæði n á að gera. ingarsjóðanna ssum tíma, sem ar þróunarsjóður ir svo í skjali in sendi aðild- eikninga á hæfi- byggingar í nýju greiði tiltekið til uppbygging- sjóðsins (cohes- mbandsins. Þann- % og Ísland 0,1% milljörðum evra á væmdastjórnin gingarsjóðunum knu m.a. út hina úverandi fram- aðferðafræði. rsjóðirnir fjórir, B, komi EES ra hafi verið höfð þvert á móti þró- iðsjónar. Hann er sjóðurinn er Á seinni stigum bættist inn í drögin að samn- ingsumboðinu setning um að taka skuli tillit til „sérstakra aðstæðna í hverju EES-EFTA-ríki“ en það túlka íslenzkir embættismenn þannig að þeim hafi tekizt að fá ESB til að taka tillit til hinn- ar landfræðilegu sérstöðu Íslands, þ.á m. hárra útgjalda til samgöngu- og byggðamála. Ísland og Noregur bjóða svipaðar greiðslur og nú Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er ekki gert ráð fyrir að rætt verði um fjárhæðir á fyrsta samningafundinum í dag, en frekar fjallað um þær aðferðir, sem eigi að nota til að komast að nið- urstöðu. Gera má ráð fyrir að langt verði á milli aðila, þ.e. EFTA-ríkjanna annars vegar og ESB hins vegar, en Ísland og Noregur hafa leitazt við að samræma afstöðu sína, m.a. á fundi embættis- manna sem haldinn var í Ósló síðastliðinn mánu- dag. Þannig er afstaða íslenzku ríkisstjórnarinnar sú að ekki komi til mála að bjóða hærri greiðslu til fátækari ríkja ESB en þær rúmlega 100 milljónir á ári, sem Ísland innir nú af hendi. Fimm ára samningur ESB og EFTA-ríkjanna um þær greiðslur rennur út í lok þessa árs og Ísland hefur aldrei talið sig skuldbundið að halda áfram að greiða í þróunarsjóð EFTA. Þannig líta íslenzk stjórnvöld svo á að með því að bjóða áfram sömu eða svipaðar greiðslur séu þau að seilast lengra en þau höfðu áður lýst sig reiðubúin að gera. Í Noregi er afstaðan til krafna ESB eilítið mild- ari, a.m.k. á yfirborðinu. Norskir ráðamenn hafa áður látið þau orð falla að Noregur sé reiðubúinn að borga meira vegna stækkunar EES. Í norskum fjölmiðlum hefur komið fram að norska samninga- nefndin hafi heimild til að bjóða 300 milljónir norskra króna (3,5 milljarða ÍSK) í árlega greiðslu, í stað þeirra 200 milljóna sem Norðmenn borga nú, þ.e. 50% hækkun. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins eru norsk stjórnvöld jafnvel tilbúin að teygja sig aðeins lengra og hækka greiðsluna um 60–70%. Í þessu efni er þó ekki allt sem sýnist. Norðmenn styðja nýju ESB-ríkin tíu nú þegar með umtalsverðum fjármunum, en þær greiðslur falla niður þegar ríkin ganga í ESB. Með því að bjóða þessa hækkun á greiðslunni til ESB væru Norðmenn í raun bara að færa peninga á milli vasa. Þegar allt kemur til alls er afstaða Nor- egs og Íslands því svipuð; ríkin eru reiðubúin til að greiða áfram svipaðar upphæðir og þau hafa gert. Heimild til fjárfestinga komi á móti tollfríðindum Hin meginkrafa Evrópusambandsins er að fá heimildir til fjárfestinga í íslenzkum og norskum sjávarútvegi. Þetta er gagnkrafa vegna krafna Ís- lands og Noregs um bætur fyrir missi markaðs- aðgangs fyrir sjávarafurðir í nýju aðildarríkjunum tíu. Um leið og ríkin ganga í ESB falla fríverzl- unarsamningar EFTA-ríkjanna við þau niður, en í staðinn koma ákvæði bókunar 9 við EES-samning- inn, þar sem ekki er tryggt fullt tollfrelsi fyrir allar sjávarafurðir. Ýtrasta krafa Íslands og Noregs er að til að bæta þetta upp verði komið á fullu tollfrelsi í viðskiptum með fisk innan EES. Fulltrúar ESB útiloka með öllu að orðið verði við því, enda batnaði þá markaðsaðgangur EFTA-ríkjanna verulega frá því sem verið hefur. Varakrafa Íslands og Noregs er þá að gerðir verði jafnvirðissamningar um viðskipti með sjáv- arafurðir, sem tryggi sama markaðsaðgang í Aust- ur-Evrópuríkjunum og verið hefur, væntanlega þá í formi tollfrjáls innflutningskvóta sem byggðist á meðaltalsviðskiptum síðustu ára. Hvað þetta varðar hafa EFTA-ríkin annars vegar vísað til skuldbind- inga ESB samkvæmt reglum Heimsviðskiptastofn- unarinnar, WTO, og hins vegar til fordæmisins frá síðustu stækkun ESB, þegar Finnland og Svíþjóð gengu í sambandið. Þar misstu Ísland og Noregur tollfrelsi á mikilvægum síldarmörkuðum og samið var um tollkvóta til að bæta það upp. Evrópusambandið tekur hins vegar varakröf- unni um jafnvirðissamninga fálega. Í samnings- umboði framkvæmdastjórnarinnar segir að sam- bandið sé alls ekki skuldbundið samkvæmt WTO-reglum að bæta missi tollfríðinda í nýju að- ildarríkjunum. Af hálfu framkvæmdastjórnarinn- ar hefur jafnframt komið fram að tollkvótarnir vegna viðskipta við Finnland og Svíþjóð gefi ekk- ert fordæmi vegna samninganna nú. Þar hafi ESB slakað til einhliða af fúsum og frjálsum vilja og m.a. horft til þess að ríkin tvö hafi verið í EFTA áður en þau gengu í ESB. „Viðkvæmt jafnvægi“ Í samningsumboði framkvæmdastjórnarinnar segir að þau viðskiptakjör fyrir sjávarafurðir, sem bókun 9 við EES-samninginn kveður á um, end- urspegli „viðkvæmt jafnvægi“ sem meðal annars ráðist af því að við gerð samningsins hafi Ísland og Noregur neitað að opna sjávarútveg sinn fyrir er- lendum fjárfestingum. Framkvæmdastjórnin er eingöngu reiðubúin að semja um tilslakanir varð- andi markaðsaðgang að því gefnu að áfram haldist jafnvægi innan sjávarútvegsgeirans, eins og það er orðað. Með öðrum orðum er ESB ekki reiðubú- ið að bæta EFTA-ríkjunum upp missi markaðs- aðgangs nema að aðilar frá ESB-ríkjum fái að fjárfesta í veiðum og vinnslu í Noregi og á Íslandi. Bæði íslenzka samninganefndin og sú norska, sem funda með ESB í dag, munu þverneita að rýmka heimildir til erlendra fjárfestinga í sjávar- útvegi enda er málið pólitískt viðkvæmt í báðum ríkjum. Þá mun ESB væntanlega segja að þar með sé svarið við spurningunni um tollkvóta eða aðrar tilslakanir varðandi sjávarafurðir þvert nei. Þá vaknar sú spurning hvort hægt væri að fá rýmkaðan markaðsaðgang fyrir sjávarafurðir gegn því að teygja sig lengra til móts við hina meginkröfu ESB og borga meira til hinna fátæku ESB-ríkja. Talsmenn ESB hafa sagt að útilokað sé að breyta bókun 9 EFTA-ríkjunum í hag án þess að eitthvað komi á móti varðandi fjárfesting- arnar. Hins vegar er einnig sagt að menn muni „horfa á heildarmyndina“ og þar með gefið í skyn að með því að borga meira þurfi e.t.v. ekki að ganga eins langt í því að rýmka um erlendar fjár- festingar og ella. Ekki áhyggjur af kröfum um betri aðgang fyrir búvörur Í samningsumboði framkvæmdastjórnarinnar er gert ráð fyrir að ESB krefjist þess að fá rýmri markaðsaðgang fyrir landbúnaðarafurðir í EFTA-ríkjunum. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins beinist sú krafa fyrst og fremst að Noregi, sem frá upphafi var til í meiri tilslakanir varðandi innflutning landbúnaðarvara frá EES- ríkjum en Ísland. Íslenzk stjórnvöld hafa því ekki verulegar áhyggjur fyrir hönd bænda af kröfum ESB. Fulltrúi landbúnaðarráðuneytisins situr þó í ráðuneytisstjórahópnum, sem mótar stefnu Ís- lands í samningaviðræðunum, en það sýnir að menn eru viðbúnir slíkri kröfu. Að mati heimildar- manna blaðsins hefur einhliða tollalækkun á grænmeti sl. vor styrkt stöðu Íslands í þessu efni. Morgunblaðið/Ómar olafur@mbl.is stjórnvöld leggja á að passa upp á pen- ingana sína í viðræðunum. Af hálfu ESB mætir stór samninganefnd framkvæmdastjórnarinnar og auk þess eiga öll aðildarríkin seturétt á fundinum, bæði þau 15 sem nú eru í sambandinu og ríkin tíu, sem samþykkt var að veita aðild í Kaupmannahöfn í desember. Nýju ríkin eru mörg hver áhugasöm um viðræðurnar. Slóvenía ætlar t.d. að senda allt að tug full- trúa, samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins. Samningamenn á fundinum GERA má ráð fyrir að stórt fundarher- bergi þurfi fyrir fyrsta samningafund EFTA-ríkjanna og ESB, sem hefst í Brussel í dag. Aðeins frá EFTA-ríkjunum mæta um 50 samningamenn, þar af 9–10 frá Íslandi. Kjartan Jóhannsson, sendiherra Íslands í Brussel, fer fyrir samninganefndinni. Auk hans er m.a. í henni Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, en vera svo háttsetts embættismanns þess ráðuneytis á fundinum er m.a. sögð til marks um hversu mikla áherzlu íslenzk gætu því orðið vel á annað hundrað. Þegar hefur verið ákveðið að auk samn- ingafundarins í dag verði fundað 6. febr- úar, 6. marz og 10. apríl. Vel getur verið að fleiri fundir verði haldnir ef þörf krefur. Eigi að takast að ganga frá stækkun EES samhliða stækkun ESB þarf að ljúka samn- ingum fyrir lok apríl. Stefnt er að því að undirrita samninga 15. apríl í Lúxemborg, en alls óvíst er hvort sú dagsetning stenzt, enda bendir ekkert til annars en að viðræð- urnar verði erfiðar. Yfir 100 samningamenn Á fiskmarkaði á meginlandi Evrópu. Ísland og Noregur munu reyna að knýja fram aukna fríverzlun með fisk í EES.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.