Morgunblaðið - 09.01.2003, Side 40
BÍLAR
40 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ALDREI áður hafa jafnmargar nýj-
ungar í hugmyndabílum og fram-
leiðslubílum litið dagsins ljós á bíla-
sýningunni í Detroit eins og að
þessu sinni. Yfir 60 heimsfrumsýn-
ingar þykja til marks um síharðn-
andi samkeppni bílaframleiðenda.
Það sem ekki vekur sísta athygli er
sókn framleiðenda inn á markað fyr-
ir lúxusjeppa, sem virðist engan
enda ætla að taka. Í bílablaði Morg-
unblaðsins í gær var greint frá inn-
komu Audi á þennan markað en
jafnframt var kynntur lúxusjeppi úr
ólíklegustu átt, þ.e.a.s. Maserati.
Einnig kynnir BMW nýjan jeppling
sem er minni en BMW X5, Nissan
kynnir Murano og Lexus nýja gerð
af RX300. Chrysler kynnir nýja
gerð Dodge Durango, Chrysler
kynnir Pacifica, sem er blanda jepp-
lings og langbaks, og Dodge Kahuna
er ný gerð fjölnotabíls sem á að
höfða til yngri kaupenda. Chevrolet
kynnir Malibu Maxx, sem er jepp-
lingur byggður á Malibu fólksbíln-
um. Þýsku framleiðendurnir eru all-
ir með á nótunum. Porsche sýnir
Cayenne jeppann, VW Touraeg,
BMW, eins og fyrr segir, sýnir litla
jeppann X3 sem byggður er á und-
irvagni 3-línunnar, og Mercedes-
Benz lýsir því yfir að von sé á litlum
jeppa frá fyrirtækinu árið 2005.
Sem mest fjölbreytni
Þeir dagar eru liðnir í bandarísk-
um bílaiðnaði þegar risarnir þrír,
General Motors, Ford og Chrysler,
gátu lifað áhyggjulausu lífi með því
að framleiða og selja pallbíla, fjöl-
notabíla og stóra jeppa. Nú snýst
allt um að sýna sem mesta fjöl-
breytni og risarnir eru undir þrýst-
ingi um að sýna sem mest af vænt-
anlegri framleiðslu. Þannig sýnir
Ford 15 nýja bíla í Detroit sem er
met í þeirra herbúðum á einni sýn-
ingu. Stóra breytingin í heimsmynd
framleiðendanna er sú að þeir verða
að skapa eftirvæntingu eftir nýjum
bílum og vettvangurinn til þess er í
Detroit. Bandarískur bílaiðnaður
ver nú meira fjármagni en áður til
að þróa nýja bíla og jepplinga sem
byggðir eru á undirvögnum fólks-
bíla.
Vistvænni bifreiðar
Þetta á þó ekki síður við erlend
merki sem hafa náð fótfestu í
Bandaríkjunum. Það eru t.a.m.
Honda og Toyota sem hafa leitt þá
þróun að smíða jepplinga á grunni
fólksbíla í Bandaríkjunum.
Önnur ríkjandi tilhneiging vestra
er sú áhersla sem framleiðendur
Lúxusjeppar
og sparibaukar
Aldrei hafa verið fleiri frum-
sýningar á bílasýningunni í
Detroit en nú. Tilhneiging í
bílaiðnaði þar vestra er meira
úrval, jepplingar og fjölnota
bílar byggðir á undirvögnum
fólksbíla og hin eilífa glíma
við mengunarvarnir.
gugu@mbl.is
AP
Dodge Kahuna-hugmyndabíllinn er blanda af fjölnotabíl og jepplingi.
AP
Dodge Tomahawk-hugmyndamótorhjólið er með 500 hestafla Viper V-10-vél.
Hjólið nær nærri 640 km hraða á klst., ef einhver þorir.
AP
BMW xActivity-hugmyndabíllinn, einnig þekktur sem X3.
AP
Nýr Lexus er 16 cm lengri en forverinn. V6-vélin er aflmeiri og komin er loft-
púðafjöðrun. Hann er væntanlegur á markað hérlendis í maí.
Maserati Kubang GT Wagon er fyrsti jepplingur ítalska framleiðandans sem er í eigu Fiat.
leggja nú á þróun vistvænni bif-
reiða. Þennan árangur eigna um-
hverfisverndarsinnar sér en barátta
þeirra hefur leitt til strangrar lög-
gjafar á sviði mengunarvarna þar
vestra. GM hefur t.a.m. í hyggju að
framleiða allt að einni milljón tvinn-
bíla, bílar með litlum brunahreyfli
og rafmótor, á næstu fimm árum.
Ford kynnir líka Focus PZEV
(Partial Zero Emmission Vehicle),
sem uppfyllir mengunarvarnastaðla
í Kaliforníuríki. PZEV aflrásin verð-
ur staðalbúnaður í öllum Foc-
us-bílum sem seldir verða í Kali-
forníu.