Morgunblaðið - 09.01.2003, Síða 45

Morgunblaðið - 09.01.2003, Síða 45
byrja með á innflutningi véla og varnings til notkunar í landbúnaði og því kynntist hann vel störfum ís- lenkra bænda og eignaðist marga góða vini meðal þeirra. Hjarta hans sló með þeim í blíðu og stríðu og hann lét sér ekki nægja að eiga við þá viðskipti heldur vildi einnig hjálpa þeim til þess að bæta land sitt og um- hverfi. Hann stundaði því bæði mannrækt og jarðrækt auk þess að stjórna stóru fyrirtæki og berjast ótrauður fyrir einu mesta hags- munamáli þjóðarinnar, auknu frelsi og bættri aðstöðu í viðskiptum. Samtök verslunarinnar þakka Árna Gestssyni störf hans og sam- ferðina að leiðarlokum og senda að- standendum hans samúðarkveðjur. Haukur Þór Hauksson, formaður. Þeim fækkar vinunum í GBK, Gufubaðsklúbbnum skemmtilega, sem áratugum saman mætti í hádeg- inu á laugardögum í baðhúsinu í Nauthólsvík sér til hressingar og ánægju. Þegar það hús var rifið haustið 2000 lögðust gufubaðsferðir klúbbsins niður en eftir lifir minn- ingin um glaðværa vinafundi þar sem græskulaus glettni og gaman- samar frásagnir voru í hávegum hafðar með hnyttnum tilsvörum og tilheyrandi hlátrasköllum klúbb- félaganna. Árni Gestsson forstjóri, ein styrk- asta stoð þessa vinaklúbbs og einn af stofnendum hans fyrir nærfellt 60 árum, er nú fallinn frá 82 ára að aldri. Hann lét sér frá upphafi einkar annt um tilvist þessa hóps og lagði sig fram um að þótt aldurinn færðist yfir félagsmenn létu þeir ekki merk- ið falla en héldu uppi þeim gamla góða sið að hittast reglulega sér til skemmtunar. Í áratugi var GBK stjórnað af festu og röggsemi af þeim bráð- fyndna gleðigjafa, Ágústi Bjarnasyni skrifstofustjóra, sem fyrir vikið ávann sér tignarheitið „forseti“, en við fráfall hans 1994 var Árni Gests- son einróma valinn til forystu. For- setastarfinu gegndi hann síðan af al- kunnum dugnaði sínum, rausn og höfðingskap í sex ár þar til undirrit- aður tók við tigninni samkvæmt ósk Árna og hinna félaganna í GBK. Þessi ágæti gufubaðsklúbbur hóf göngu sína á stríðsárunum, trúlega 1943, í íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar við Lindargötu, þar sem Þjóð- leikhúsið starfrækir nú „Litla svið- ið“. Um 1950 flutti klúbburinn starfsemi sína í baðhúsið í Nauthóls- vík og mætti þar síðan í gufuböð þar til húsið var rifið. Frumkvöðlarnir að stofnun GBK voru auk þeirra Árna Gestssonar og Ágústs Bjarnasonar þeir Sigfús Bjarnason, forstjóri í Heklu, Hans R. Þórðarson forstjóri og Ólafur Jónsson forstjóri, báðir kenndir við fyrirtæki sitt, Elektric, Helgi Þór- arinsson, síðar forstjóri SÍF, og Jó- hann Fr. Guðmundsson skrifstofu- stjóri. Síðar bættust í hópinn Bragi Kristjánsson, framkvæmdastjóri hjá Landsíma Íslands, dr. Sigurður Samúelsson prófessor, Geir Hall- grímsson forsætisráðherra, Lýður Björnsson forstjóri, dr. Gunnlaugur Snædal prófessor, dr. Árni Kristins- son yfirlæknir, Ragnar Bernburg frkvstj., Tómas Árni Jónasson yfir- læknir, Gunnar Biering yfirlæknir, Ingimundur Sigfússon ambassador og undirritaður. Árni var sem kunnugt er mikill at- hafnamaður í viðskiptum, einkan- lega á vettvangi innflutningsverslun- ar og var lengst af kenndur við Glóbus, fyrirtæki sem hann keypti ungur að árum og rak af miklum myndarskap og atorku og gerði með fjölskyldu sinni að einhverju um- svifamesta innflutningsfyrirtæki landsins um árabil. Hann lét og fé- lagsmál sig miklu varða og var um sinn í stjórn Félags stórkaupmanna og varaformaður Verslunarráðs Ís- lands og í bankaráði Verslunarbank- ans og formaður þess um sinn. Hann hafði mikinn áhuga á kornrækt og landgræðslu og var formaður félags um kornrækt á Rangárvöllum og beitti sér fyrir landssöfnun til að stöðva jarðvegs- og gróðureyðingu á Haukadalsheiði. Voru honum veitt Landgræðsluverðlaunin 1994. Árni kvæntist Ástu Jónsdóttur 1943 en hún lést fyrir tveimur árum. Þau hjón voru miklir höfðingjar heim að sækja, bæði í Reykjavík og sumarhúsi þeirra að Helluvaði á Rangárvöllum. Nutum við félagarnir í GBK rausnarlegrar gestrisni þeirra hjóna oftsinnis og hafði Árni orð á því síðast þegar ég talaði við hann um miðjan nóvember sl. að hópurinn þyrfti endilega að heim- sækja sig næsta vor að Helluvaði. En nú er Árni fallinn frá og ferð- um okkar í GBK að Helluvaði eru bú- in sömu örlög og gufubaðsferðunum okkar, að þeim er hér með lokið. Eft- ir lifa allar góðu og skemmtilegu minningarnar sem við getum áfram ornað okkur við. Við klúbbfélagar söknum góðs vinar og mikils rausnarmanns og er- um innilega þakklátir fyrir að hafa átt Árna Gestsson að kunningja og vini í öll þessi ár. Við vottum fjölskyldu hans allri dýpstu samúð okkar á saknaðar- og sorgarstundum. Baldvin Tryggvason. Ég kynntist orðspori Árna Gests- sonar fyrir mörgum árum. Einnig sögunni á bakvið Globus hf., hvernig Árni hafði af úrræðasemi og hyggju- viti viðskiptamannsins byggt Globus upp. Allt frá litlu fyrirtæki, stofnuðu 1947, upp í eitt af stærri fyrirtækjum landsins. Leiðir okkar lágu síðan saman fyrir nokkrum árum þegar ég réðst til fyrirtækisins. Árni hafði þá hætt daglegu amstri fyrir aldurssak- ir. Hann var í lokin stjórnarformað- ur fyrirtækisins og hefur nú sleppt hendi af þessu eftirlætis verkefni sínu. Í huga þessa aldna frömuðar brann eldur viðskiptamannsins til síðustu mánaða og hann fylgdist grannt með innlendum og erlendum viðskiptum og fréttum. Heimsóknir Árna á skrifstofur okkar í Globus síðustu árin voru tíðar, varla sú vika að hann kíkti ekki inn, settist niður og spurði: „Jæja, og hvernig gengur svo?“ Fátt er eins hvetjandi fyrir þá sem yngri eru en að finna kraft og áhuga stofnandans. Það er lán starfsmanna að samskiptin við hann voru mikil. Þrátt fyrir að við séum að kveðja fyrrum vinnuveitanda, eig- anda og samstarfsmann, sumra til áratuga, þá verður eftir hjá okkur hluti af reynslu hans og viðskipta- kunnáttu. Þá reynslu og áunnu þekkingu nýtum við á margan hátt daglega, reynslu sem hvergi fæst keypt í hugbúnaðarpökkum tölvu- aldar. Stutt tilvitnun lýsir e.t.v. Árna vel og því viðhorfi hans að viðskipti snúast um meira en að selja. Þau snúast um að þekkja viðskiptavinina, bakgrunninn og lífsumhverfið í kringum þá! Ég hitti í haust eldri mann, fyrr- um bónda og verkstæðisrekanda af landsbyggðinni. Hann spurðu m.a. frétta af Árna. Sagði hann í spjalli okkar: „Það var alltaf gott að koma við í Globus, frábært starfsfólk og alltaf opið inn til Árna og vel tekið á móti manni. Það var boðið sæti, jafn- vel vindill og Árni vildi jafnan vita hvernig búskapurinn gengi, verk- stæðisreksturinn og spurði ávallt af áhuga um allt mannlífið.“ Við, starfsmenn Globus hf., þökk- um Árna Gestssyni við leiðarlok góð kynni og samstarfið í fyrirtækinu. Einnig þann áhuga sem hann sýndi okkur og verkefnum sem við vorum að fást við með heimsóknum, spjalli og samtölum síðustu árin. Guð varð- veiti þig, kæri vinur, við varðveitum minninguna. Fyrir hönd starfsmanna Globus hf., Pálmi Pálmason. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 45 ✝ Marta Svein-björnsdóttir fæddist í Vestmanna- eyjum 14. nóvember 1927. Hún lést á Líknardeild Land- spítalans í Kópavogi 2. janúar síðastliðinn. Marta var dóttir Sveinbjörns Einars- sonar, f. 12. júní 1890, d. 13. ágúst 1984, og Guðbjargar Ingvarsdóttur, f. 28. júní 1897, d. 2. sept- ember 1987. Systkini Mörtu eru Fanney, Ingvi og Daníel, sem eru látin og eftirlifandi systur, Svava, búsett í Reykjavík, og Jenný, búsett í Sví- þjóð. Marta giftist Ágústi Hallssyni, f. 28. apríl 1924, d. 10. janúar 1986, þau slitu samvistum, synir þeirra eru Björn, f. 13. nóvember 1946, maki Guðfinna Hall- dórsdóttir, þau eru búsett í Ástralíu, og Ingvi, f. 7. júní 1948, maki Anna K. Norð- dahl. Seinni eiginmaður Mörtu var Einar Ólafur Gíslason, f. 6. apríl 1929, þau slitu samvistum, dóttir þeirra er Kristín, f. 24. júní 1957, d. 13. júní 2000, maki Pét- ur Þór Jónsson. Marta starfaði um árabil sem flugfreyja, síðan við verslunar- og þjónustustörf í Reykjavík til margra ára. Útför Mörtu verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Marta mín, nokkur kveðjuorð að lokum. Það er ekki langt síðan að ég settist niður og skrifaði nokkur orð til hennar Krissu okkar, þá stóðst þú, Marta mín, eins og klettur og studdir okkur hin í sorginni, þó að sorg þín væri mikil. Nú rúmum tveimur árum seinna kveður þú okkur hér og ferð í ferðalagið mikla. Þú sagðist ekki kvíða því, þú værir viss um líf eftir dauðann og að þið Krissa og allir hinir myndu hittast hinum megin. Þegar við töluðum saman eftir að þú veiktist sagðist þú nú alveg vera til í nokkur ár í viðbót en ef þinn tími væri kominn þá værir þú tilbúin. Ég vil þakka þér samfylgdina í gegnum tíðina og ég veit að þú lít- ur til okkar sem erum hér. Bið að heilsa. Elsku Sandra mín, Pétur, Maggi og Ingvi minn, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Anna. Fjallið sem þögult fylgdi mér eftir hvert skref hvert fótmál sem ég steig, nú er það horfið. Á beru svæði leita augu mín athvarfs. Um eilífð á burtu fjallið sem fylgdi mér eftir til fjærstu vega, gnæfði traust mér að baki. Horfið mitt skjól og hreinu, svalandi skuggar. Nú hélar kuldinn hár mitt þegar ég sef og hvarmar mínir brenna þegar ég vaki. (Hannes Pét.) Elsku amman mín, Guð geymi þig og dreymi þig vel. Minningin um einstaka og góða konu mun lifa. Þín, Sandra Sif. Fallinn er í valinn félagi okkar til margra ára og stjórnar- meðlimur í Félagi áhugamanna um stjörnulíffræði. Við hjónin kynntumst Mörtu á árunum ’70 og ’71 er við vorum félagar í Félagi nýalssinna. Skilningur á eðli heims og lífs var okkar akkeri í lífsins ólgusjó hvert á sinn hátt. Marta var mjög ötull félagsmaður og vann óeigingjarnt starf fyrir félag- ið og liðsheildina. Hún hafði mikla tiltrú og var töluvert magnaður einstaklingur, enda sóttu sitjarar í nærveru hennar til að njóta orku- streymisins frá henni. Samkvæmt okkar lífssýn og skilningi hefur Marta fengið nýjan og skaðlausan líkama sem verður með tímanum fagur og bjartur vegna þeirra eðl- iskosta er hún bjó yfir. Hún þurfti eins og margur annar að beygja sig fyrir illvígum sjúkdómi er gekk nokkuð hratt yfir. Því miður segj- um við félagar hennar, því hugur okkar stefndi á annað. Hennar er sárt saknað af hópnum. Við fé- lagarnir sendum ástvinum hennar okkar dýpstu samúðar- og þakk- lætiskveðjur fyrir að hafa fengið að njóta hennar og og ekki hvað síst að kynnast henni. Atli Hraunfjörð og Sigríður Guðmundsdóttir. Sárt er vinar að sakna, sorgin er djúp og hljóð. Minningarnar mætar vakna, svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta, lýsir upp myrkrið svarta vinir þó falli frá. Góðar minningar geyma, gefur syrgjendum ró. Til þín munu þakkir streyma, þér munum við ei gleyma, sofðu í sælli ró. (Höf. ók.) Með þessu ljóði kveðjum við kæra vinkonu okkar, Mörtu Svein- björnsdóttur, sem lést 2. janúar sl. Marta var einstaklega traustur og góður félagi í áratugi bæði í blíðu og stríðu. Hún lifði og dó með reisn og undarlegt er að þessi sterka kona skuli nú vera horfin okkur svona skyndilega. Hún skil- ur eftir sig tóm sem virðist vand- fyllt á þessari stundu. Við sendum Söndru og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Bryndís, Guðrún, Einara og Sigurbjörg. MARTA SVEIN- BJÖRNSDÓTTIR Kæra Marta, takk fyrir allt sem þú gafst okkur. Blessuð sé minn- ing þín. Gíslína, Gunnar, Lárus, Jón Úlfar og samstarfsfólk í Sigluvogi. HINSTA KVEÐJA Látið minninguna lifa um ókomna tíð á gardur.is! upplýsingar í síma 585 2700 eða hjá útfararstjórum. gardur.is Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, sonur og bróðir, GYLFI HARÐARSON, Vestmannabraut 33, Vestmannaeyjum, lést að heimili sínu fimmtudaginn 2. janúar. Útför hans fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 11. janúar kl. 14.00. Gylfi Anton Gylfason, Linda Hrönn Ævarsdóttir, Ólafur Þór Gylfason, Ingibjörg Arnarsdóttir, Unnur Heiða Gylfadóttir, Þröstur Friðberg Gíslason, Bjarki Týr Gylfason, Sigríður Reynisdóttir, Unnur Jónsdóttir, barnabörn og systkini hins látna. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, JÓHANNA G. DAVÍÐSDÓTTIR, frá Patreksfirði, til heimilis á Hrafnistu Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut að kvöldi laugardagsins 4. janúar sl. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju mánudaginn 13. janúar kl. 15.00. Hrefna Pétursdóttir, Ólína Björk Pétursdóttir, Hugrún Pétursdóttir, Marteinn Geirsson, Pétur K. Pétursson, Anna S. Einarsdóttir og öll ömmubörnin. Elskuleg dóttir okkar, systir, mágkona og frænka, BJÖRK STEINGRÍMSDÓTTIR, Tjarnarlundi 10, Akureyri, lést þriðjudaginn 7. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Steingrímur Svavarsson, Vordís Björk Valgarðsdóttir, Sigurður Steingrímsson, Ólafur Steingrímsson, Þórdís Ása Þórisdóttir, Sigmar Steingrímsson, Brynja Hergeirsdóttir, Guðmundur Helgi Steingrímsson, Hannesína Scheving og frændsystkini hinnar látnu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.