Morgunblaðið - 09.01.2003, Side 53

Morgunblaðið - 09.01.2003, Side 53
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 53 Áskirkja. Opið hús á fimmtudögum kl. 14–17 í neðri safnaðarsal kirkj- unnar fyrir unga sem aldna. Í tengslum við opna húsið hefur myndst sönghópur sem syngur létt lög sér til skemmtunar og ánægju, en organisti Áskirkju, Kári Þormar, leið- beinir og stýrir hópnum. Eftir sönginn er boðið upp á kaffi og með því. Allir eru hjartanlega velkomnir. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12 í umsjá Lovísu Guðmundsdótt- ur. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14–16 í safnaðarheim- ilinu, Lækjargötu 14a. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12. Léttur málsverður í safn- aðarheimili að stundinni lokinni. Landspítali Háskólasjúkrahús – Kleppur. Guðsþjónusta kl. 13.30. Prestur Birgir Ásgeirsson. Arnarholt. Guðsþjónusta kl. 15. Prestur Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leik- ur á orgel kirkjunnar frá kl. 12–12.10. Að stundinni lokinni er léttur máls- verður á kostnaðarverði borinn fram í safnaðarheimilinu. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra laug- ardaginn 11. janúar kl. 14. Nýárs- fagnaður. Lesnar verða álfasögur og álfalögin sungin. Þátttaka tilkynnist í síma 511 1560 milli kl. 10 og 13 til föstudags. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstudag kl. 10–12. Digraneskirkja. ÍAK leikfimi kl. 11 í kapellunni á neðri hæð. Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Grafarvogskirkja. Foreldrarmorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, ýmiss konar fyrir- lestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar- stund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefni eru skráð í bænabók kirkjunnar af prestum og djákna. Boðið er upp á molasopa og djús að lokinni stund- inni í kirkjunni. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkju- varðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonar- höfn, safnaðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Von- arhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heima- vinnandi foreldra með ung börn að koma saman í notalegu umhverfi og eiga skemmtilega samverustund. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn í dag kl. 17. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 16.30–18. Lágafellskirkja. TTT-starf Lágfells- kirkju er í dag, fimmtudag, kl. 16. Mikið fjör, mikið gaman. Allir krakkar á aldrinum 10–12 ára velkomnir. Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Æsku- lýðsstarfið Sound. Æskulýðshópurinn okkar er með fundi alla fimmtudaga kl. 17. Frábær hópur fyrir frábært ungt fólk í 8.–10. bekk. Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn í safnaðarheim- ilinu. Sr. Kristján Björnsson. Kl. 16 Litlir lærisveinar, kl. 17.30 Litlir læri- sveinar. Kórstjóri Guðrún Helga Bjarnadóttir. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir velkomnir. Aðaldeild KFUM. Fundur í kvöld kl. 20. Gestur fundarins er hr. Karl Sig- urbjörnsson biskup og mun hann fjalla um stöðu og hlutverk evang- elískrar lútherskrar þjóðkirkju. Allir karlmenn velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrir- bænastund kl. 12. Léttur hádegis- verður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stundina. Safnaðarstarf BOÐIÐ verður upp á Alfa- námskeið í Grafarvogskirkju á næstunni. Námskeiðið, sem er fræðslunámskeið um kristna trú, mun standa yfir í 10 vikur, á þriðju- dagskvöldum frá kl. 19 til kl. 22. Hvert kvöld hefst með léttum kvöldverði. Síðan er umræðuefnið útskýrt og rætt í umræðuhópum. Einu sinni á námskeiðinu er farið í helgarferð. Námskeiðið mun hefjast 14. jan- úar nk. með kynningarfundi. Inn- ritun stendur yfir á skrifstofu Graf- arvogskirkju, frá kl. 9 til 16. Sími kirkjunnar er 587 9070. Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Grafarvogskirkja Alfa-námskeið í Grafarvogs- kirkju Smáralind - Kringlunni Útsalan er hafin V I L A Smáralind Afmælisþakkir Innilegt þakklæti til vina og vandamanna fyrir heimsóknir, heillaskeyti, blóm og góðar gjafir á 80 ára afmæli mínu 29. des. síðastliðinn. Sérstakar þakkir til Vorboða, Kórs eldri borgara í Mosfellsbæ, Karlakórs Kjalnesinga og Söngfélags Skaftfellinga Reykjavík fyrir frábæran söng. Með bestu óskum um gleðilegt og heillaríkt nýtt ár. Kærar kveðjur Jón Vigfússon Dalatanga 6 Mosfellsbæ Auðbrekka 2 • 200 Kópavogi • Sími 517 5556 Netfang: estherhelga@hallo.is Vorönn er að hefjast Námskeið fyrir byrjendur - tvö kvöld Námskeiðinu er ætlað m.a. að styrkja þá sem eru að byrja í Regnbogakórnum eða einkatímum Regnbogakórinn: Mæting mánudaginn 13. jan. kl. 19. Góður kórhópur til að byrja í. Dægurkórinn: Mæting miðvikudaginn 15. jan. kl. 18.30. Fyrir lengra komna. Dagskrá beggja kóranna samanstendur af söngleikjatónlist, gospel og þjóðlögum. Fyrirhuguð er söngferð til Færeyja. Söngstjóri: Esther Helga Guðmundsdóttir. Undirleikari: Katalin Lörincz. 35-70% afsláttur Kringlunni - sími 581 2300 ÚTSALA Nýjar vörur daglega

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.