Morgunblaðið - 09.01.2003, Qupperneq 53

Morgunblaðið - 09.01.2003, Qupperneq 53
KIRKJUSTARF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 53 Áskirkja. Opið hús á fimmtudögum kl. 14–17 í neðri safnaðarsal kirkj- unnar fyrir unga sem aldna. Í tengslum við opna húsið hefur myndst sönghópur sem syngur létt lög sér til skemmtunar og ánægju, en organisti Áskirkju, Kári Þormar, leið- beinir og stýrir hópnum. Eftir sönginn er boðið upp á kaffi og með því. Allir eru hjartanlega velkomnir. Bústaðakirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12 í umsjá Lovísu Guðmundsdótt- ur. Dómkirkjan. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 14–16 í safnaðarheim- ilinu, Lækjargötu 14a. Hallgrímskirkja. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12. Léttur málsverður í safn- aðarheimili að stundinni lokinni. Landspítali Háskólasjúkrahús – Kleppur. Guðsþjónusta kl. 13.30. Prestur Birgir Ásgeirsson. Arnarholt. Guðsþjónusta kl. 15. Prestur Kjartan Örn Sigurbjörnsson. Háteigskirkja. Taizé-messa kl. 20. Laugarneskirkja. Kyrrðarstund í há- degi kl. 12. Gunnar Gunnarsson leik- ur á orgel kirkjunnar frá kl. 12–12.10. Að stundinni lokinni er léttur máls- verður á kostnaðarverði borinn fram í safnaðarheimilinu. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra laug- ardaginn 11. janúar kl. 14. Nýárs- fagnaður. Lesnar verða álfasögur og álfalögin sungin. Þátttaka tilkynnist í síma 511 1560 milli kl. 10 og 13 til föstudags. Allir velkomnir. Sr. Frank M. Halldórsson. Breiðholtskirkja. Mömmumorgunn föstudag kl. 10–12. Digraneskirkja. ÍAK leikfimi kl. 11 í kapellunni á neðri hæð. Fella- og Hólakirkja. Biblíulestur og helgistund í Gerðubergi kl. 10.30–12. Grafarvogskirkja. Foreldrarmorgnar kl. 10–12. Fræðandi og skemmtilegar samverustundir, ýmiss konar fyrir- lestrar. Alltaf heitt á könnunni, djús og brauð fyrir börnin. Vídalínskirkja. Bæna- og kyrrðar- stund í kirkjunni kl. 22. Gott er að ljúka deginum og undirbúa nóttina í kyrrð kirkjunnar og bera þar fram áhyggjur sínar og gleði. Bænarefni eru skráð í bænabók kirkjunnar af prestum og djákna. Boðið er upp á molasopa og djús að lokinni stund- inni í kirkjunni. Kópavogskirkja. Kyrrðar- og bæna- stund í dag kl. 17. Fyrirbænaefnum má koma til sóknarprests eða kirkju- varðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir ung börn og foreldra þeirra í Vonar- höfn, safnaðarheimili Strandbergs, kl. 10–12. Opið hús fyrir 8–9 ára börn í safnaðarheimilinu Strandbergi, Von- arhöfn, frá kl. 17–18.30. Víðistaðakirkja. Foreldrastund í dag kl. 13. Kjörið tækifæri fyrir heima- vinnandi foreldra með ung börn að koma saman í notalegu umhverfi og eiga skemmtilega samverustund. Barnastarf fyrir 10–12 ára börn í dag kl. 17. Fríkirkjan í Hafnarfirði. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 16.30–18. Lágafellskirkja. TTT-starf Lágfells- kirkju er í dag, fimmtudag, kl. 16. Mikið fjör, mikið gaman. Allir krakkar á aldrinum 10–12 ára velkomnir. Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Æsku- lýðsstarfið Sound. Æskulýðshópurinn okkar er með fundi alla fimmtudaga kl. 17. Frábær hópur fyrir frábært ungt fólk í 8.–10. bekk. Safnaðarstarf Lágafellskirkju. Þorlákskirkja. Biblíupælingar í kvöld kl. 20. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 10 mömmumorgunn í safnaðarheim- ilinu. Sr. Kristján Björnsson. Kl. 16 Litlir lærisveinar, kl. 17.30 Litlir læri- sveinar. Kórstjóri Guðrún Helga Bjarnadóttir. Kletturinn. Kl. 19 alfanámskeið. Allir velkomnir. Aðaldeild KFUM. Fundur í kvöld kl. 20. Gestur fundarins er hr. Karl Sig- urbjörnsson biskup og mun hann fjalla um stöðu og hlutverk evang- elískrar lútherskrar þjóðkirkju. Allir karlmenn velkomnir. Akureyrarkirkja. Kyrrðar- og fyrir- bænastund kl. 12. Léttur hádegis- verður á vægu verði í Safnaðarheimili eftir stundina. Safnaðarstarf BOÐIÐ verður upp á Alfa- námskeið í Grafarvogskirkju á næstunni. Námskeiðið, sem er fræðslunámskeið um kristna trú, mun standa yfir í 10 vikur, á þriðju- dagskvöldum frá kl. 19 til kl. 22. Hvert kvöld hefst með léttum kvöldverði. Síðan er umræðuefnið útskýrt og rætt í umræðuhópum. Einu sinni á námskeiðinu er farið í helgarferð. Námskeiðið mun hefjast 14. jan- úar nk. með kynningarfundi. Inn- ritun stendur yfir á skrifstofu Graf- arvogskirkju, frá kl. 9 til 16. Sími kirkjunnar er 587 9070. Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson Grafarvogskirkja Alfa-námskeið í Grafarvogs- kirkju Smáralind - Kringlunni Útsalan er hafin V I L A Smáralind Afmælisþakkir Innilegt þakklæti til vina og vandamanna fyrir heimsóknir, heillaskeyti, blóm og góðar gjafir á 80 ára afmæli mínu 29. des. síðastliðinn. Sérstakar þakkir til Vorboða, Kórs eldri borgara í Mosfellsbæ, Karlakórs Kjalnesinga og Söngfélags Skaftfellinga Reykjavík fyrir frábæran söng. Með bestu óskum um gleðilegt og heillaríkt nýtt ár. Kærar kveðjur Jón Vigfússon Dalatanga 6 Mosfellsbæ Auðbrekka 2 • 200 Kópavogi • Sími 517 5556 Netfang: estherhelga@hallo.is Vorönn er að hefjast Námskeið fyrir byrjendur - tvö kvöld Námskeiðinu er ætlað m.a. að styrkja þá sem eru að byrja í Regnbogakórnum eða einkatímum Regnbogakórinn: Mæting mánudaginn 13. jan. kl. 19. Góður kórhópur til að byrja í. Dægurkórinn: Mæting miðvikudaginn 15. jan. kl. 18.30. Fyrir lengra komna. Dagskrá beggja kóranna samanstendur af söngleikjatónlist, gospel og þjóðlögum. Fyrirhuguð er söngferð til Færeyja. Söngstjóri: Esther Helga Guðmundsdóttir. Undirleikari: Katalin Lörincz. 35-70% afsláttur Kringlunni - sími 581 2300 ÚTSALA Nýjar vörur daglega
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.