Morgunblaðið - 09.01.2003, Page 56

Morgunblaðið - 09.01.2003, Page 56
segja þarf og ég gat ekki annað en ímyndað mér að leikararnir hefðu átt mikinn hluta í sköpun persón- anna. Þá las ég að þeir hefðu alger- lega séð um sköpun þeirra og að við upphafið á tökunum hafi ekki einu sinni verið tilbúið handrit. Hér er því á ferð sannur spuni sem verður að segjast að hafi heppnast mjög vel. Segir í kynningu myndarinnar að hún sé óvenjufyndin. Já, það er vissulega húmor í myndinni, ískrandi íronía, en yfir það heila fannst mér hún frekar áhrifarík á dramatískan hátt ef eitthvað er. Áreiðanlega af því að hún er svo raunveruleg. Í upphafi virðast þau svo ótrúlega venjuleg, vonlaus og stöðnuð, með svo rangar áherslur í lífinu að það er átakanlegt. Seinni hlutinn fer svo meira í að vinna úr framhjáhaldinu og afleiðingum þess, og þar er meira pláss fyrir húmor. Tónlistin skapar oft mót- sagnarkennda stemningu sem er húmorísk og hefði jafnvel mátt vinna meira með. Og síðan leikur hljómsveitin sjálf mjög skemmtilegt og húmorískt hlutverk gegnum alla myndina. Myndin er mjög hrá, ekki ólíkt því sem við þekkjum úr dogma- myndunum dönsku. Einnig er viðtal við persónurnar sem setur vissan heimildarmyndabrag á hana. Ég skil ekki alveg tilganginn með þess- um viðtölum. Þau veittu manni meiri innsýn í persónurnar, en mér fannst maður skilja þær þegar svo vel. Auk þess er myndin fullkom- lega raunveruleg. Þótt Halbe Treppe sé óvenju frjálsleg, raunveruleg og fyndin miðað við það sem undanfarið hefur komið frá Þýskalandi, þá er ekki mikið nýtt í henni, eftir allar dogma-myndinar og hráu myndinar í kjölfar DVD-væðingarinnar. Mér fannst myndin samt mjög vel heppnuð tilraun, virkilega fersk á sinn hátt, áhrifarík og já … fyndin. Góð kvöldstund og eftirminnileg mynd. KVIKMYNDIR Háskólabíó – Filmundur HALBE TREPPE  Leikstjórn og handrit: Andreas Dresen. kvikmyndataka: Michael Hammon. Tón- list: 17 Hippies. Aðalhlutverk: Steffi Kühnert, Gabriela Maria Schmeide, Axel Prahl og Thorsten Merten. 111 mín. Þýskaland. Peter Rommel Productions 2002. ÞAÐ er einsog fólk eigi það til að gleyma sér á leiðinni í gegnum lífið. Gleymi að vinna í hamingjunni og ástinni, staðni og bíði eftir að ham- ingjan koma til þess. Á meðan á biðinni stendur er farið í fyllirís- reisur til útlanda, reynt að finna hina einu réttu eldhúsinnréttingu og stjörnuspá dagsins er helsta haldreipið. Páfagaukurinn flýgur út um gluggann, kjötið þiðnar í bað- karinu, unglingsbörnin ganga yfir mann á skítugum skónum og lífið gengur sinn vanagang. Þannig er einmitt komið fyrir að- alhetjunum – sönnu hversdagshetj- unum – okkar í þýsku myndinni Halbe Treppe. Þar segir frá tvenn- um vinahjónum. Ellen vinnur í snyrtivöruverslun og eiginmaðurinn Uwe rekur kaffivagn. Katrín vin- kona Ellenar vinnur á trukkaum- ferðarstöð á landamærum Þýska- lands, en eiginmaður hennar er útvarpsmaðurinn og stjörnuspek- ingurinn Magic-Chris. Í tilbreyting- ar- og tilgangsleysinu fara Ellen og Chris að draga sig saman. En þeg- ar upp kemst um ástarævintýrið, rakna allir úr rotinu og neyðast til að endurskoða líf sitt. Halbe Treppe er áhugaverð raunsæissaga sem er fljót að ná tökum á manni. Persónurnar eru skemmtilega venjulegar og leikar- arnir mjög sannfærandi í hlutverk- um sínum. Smæstu augnatillit og minnstu viðbrögð segja allt sem Hildur Loftsdóttir Raknað úr rotinu Úr Halbe treppe, mynd sem er „óvenju frjálsleg, raunveruleg og fyndin miðað við það sem undanfarið hefur komið frá Þýskalandi“. FÓLK Í FRÉTTUM 56 FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ 12. jan. kl. 14. örfá sæti 19. jan. kl. 14. örfá sæti 26. jan. kl. 14. laus sæti 5. feb. kl. 14. laus sæti Kvöldverður fyrir og eftir sýningar Miðasala er opin frá kl. 10-16 virka daga, kl. 14-17 um helgar, frá kl. 19 sýningardaga. Ósóttar pantanir seldar 4 dögum fyrir sýningar. Sími 562 9700 Sun 12/1 kl 21 Lau 18/1 kl 21 Fös 24/1 kl 21 Uppselt Fös 31/1 kl 21 Fim 16. jan kl. 21, forsýning til styrktar Kristínu Ingu Brynjarsdóttur, nokkur sæti Föst 17. jan kl. 21, frumsýning, UPPSELT Lau 25. jan kl. 21, laus sæti Hversdagslegt kraftaverk eftir Évgení Schwarz Leikstjóri: Vladimír Bouchler. Sérlega skemmtileg fjölskyldusýning sýn. sun. 12. jan. kl. 15. sýn. lau. 18. jan. kl. 19 sýn. sun. 26. jan. kl. 15 sýn. lau. 1. feb. kl. 19 sýn. sun. 9. feb. kl. 15 sýn. lau. 15. feb. kl. 19 Aðeins þessar sýningar. Barn fær frítt í fylgd með fullorðnum Miðasölusími sími 462 1400 www.leikfelag.is Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi 5. sýn. lau. 11. jan. kl.16 6. sýn. sun. 12. jan. kl. 16 7. sýn. lau. 18. jan. kl. 16 8. sýn. sun. 19. jan. kl. 16 Aðeins 10 sýningar Miðalsala í Hafnarhúsin alla daga kl. 10-17. Sími 590 1200 Smurbrauðsverður innifalinn Miðasala Iðnó í síma 562 9700 Hin smyrjandi jómfrú sýnt í Iðnó Lau. 11. jan. kl. 20 Sun. 12. jan. kl. 15 Sun. 19. jan. kl. 15 og 20 Leikfélag Hveragerðis sýnir Kardemommu- bæinn Í VÖLUNDI AUSTURMÖRK 23 22. sýn. lau. 18. jan. kl. 14 laus sæti 23. sýn. sun. 19. jan. kl. 14 laus sæti 24. sýn. lau. 25. jan. kl. 14 laus sæti 25. sýn. sun. 26. jan. kl. 14 uppselt ATH. aðeins örfáar sýningar eftir Miðaverð kr. 1.200. Eldri borgarar/öryrkjar/hópar kr. 1.000. Frítt fyrir 2ja ára og yngri Miðapantanir og upplýsingar í Tíunni, sími 483 4727. Stóra svið SÖNGLEIKURINN SÓL & MÁNI eftir Sálina og Karl Ágúst Úlfsson Forsýning fö 10/1 kl 20 - kr. 1.500 Frumsýning lau 11/1 kl. 20 UPPSELT 2. sýn su 12/1 kl 20 gul kort, UPPSELT Aukasýning þri 14/1 UPPSELT 3. sýn fö 17/1 kl 20 rauð kort 4. sýn lau 18/1 kl 20 græn kort 5. sýn fö 24/1 kl 20 blá kort SÖLUMAÐUR DEYR e. Arthur Miller Su 19/1 kl 20, Su 26/1 kl 20, Fi 30/1 kl 20 Sýningum fer fækkandi HONK! LJÓTI ANDARUNGINN e. George Stiles og Anthony Drewe Gamansöngleikur fyrir alla fjölskylduna Su 12/1 kl 14, Su 19/1 kl 14 Nýja svið Þriðja hæðin Litla svið Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Miðasala: 568 8000 HERPINGUR e. Auði Haralds og HINN FULLKOMNI MAÐUR e.Mikael Torfason í samstarfi við DRAUMASMIÐJUNA Fö 10/1 kl 20 Síðasta sýning RÓMEÓ OG JÚLÍA e. Shakespeare í samstarfi við VESTURPORT Fö 10/1 kl 20. JÓN OG HÓLMFRÍÐUR e. Gabor Rassov frekar erótískt leikrit í þrem þáttum Lau 11/1 kl 20, Fö 17/1 kl 20, Lau 25/1 kl 20, Fö 31/1 kl 20 SÍÐUSTU SÝNINGAR KVETCH eftir Steven Berkoff í samstarfi við Á SENUNNI Í kvöld kl 20, Lau 18/1 kl 20. Grettissaga saga Grettis leikrit eftir Hilmar Jónsson byggt á Grettissögu Föst 10. jan, kl 20, laus sæti, lau 18. jan, kl 20. Miðasala í síma 555 2222 0g á www.hhh.is og midavefur.is Miðasala er opinn alla virka daga frá 15.00 til 19.00. Nánari upplýsingar um Grettissögu og máltíð á Fjörukránni fyrir sýningu á www.hhh.is Síðustu sýningar Háskólabíó við Hagatorg I Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Hljómsveitarstjóri: Peter Guth Einsöngvari: Garðar Thór Cortes Einleikari: Lucero Tena Í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 19:30 Föstudaginn 10. janúar kl. 19:30 Laugardaginn 11. janúar kl. 17:00 Vínar- tónleikar í Háskólabíói ÖRFÁ SÆTI LAUS UPPSELT UPPSELT GRAMMY-VERÐLAUNIN bandarísku verða veitt í næsta mánuði en flestar til- nefningar þar á Norah Jon- es, samtals átta. Plata hennar, Come away with me, hefur notið mikilla vin- sælda hérlendis sem ann- ars staðar og sá sem á heið- urinn af hljómi plötunnar er S. Husky Hoskulds eða Steinar Höskuldsson, og er hann tilnefndur fyrir þann þátt sinn í plötunni. Steinar er 33 ára Mosfellingur sem fluttist vestur til Bandaríkjanna fyrir tólf árum til að nema hljóðupptökufræði. Hann hefur síðan tekið upp og blandað fyrir listamenn eins og Bonnie Raitt, Sheryl Crow, Solomon Burke, Tom Waits, The Wallflowers og Los Lobos og hefur vegur hans vaxið hægt og sígandi undanfarin ár. Íslendingur tilnefndur til Grammy-verðlauna S. Husky Hoskulds www.starri.is Sérhæfing í Intel-vörum Móðurborð - Örgjörvar - Flatir skjáir 3ja ára ábyrgðFRÉTTIR mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.