Morgunblaðið - 09.01.2003, Page 1

Morgunblaðið - 09.01.2003, Page 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F AUGLÝSINGAR ÚRELDING LÖGFRÆÐI Birta vefauglýsingar er nýtt fyrirtæki sem er í eigu Magnúsar Orra Schram. Úrelt og ónýt skip hrannast nú upp í höfn- um landsins með til- heyrandi kostnaði. LOGOS lögmannsþjón- usta hefur ráðið dansk- an lögmann, Peter Mollerup, til starfa. FAGMENNSKA Í/4 REIÐULEYSI/6 DANSKUR/11 ALCOA, bandaríski álrisinn sem hyggst reisa álver í Reyðarfirði, tilkynnti í gær að tap síðasta ársfjórðungs 2002 næmi 223 milljónum Bandaríkjadala, eða sem svarar til rúmlega 18 milljarða íslenskra króna. Það var mun meira en búist hafði verið við, en sala nam 410 milljörðum króna á tíma- bilinu, samanborið við 413 milljarða á fyrra ári. Tapið nam 27 sentum á hlut, samanbor- ið við 17 senta tap árið áður. Heildarsala á árinu var 20,26 milljarðar dollara, 1.641 milljarður króna, en árið áður var hún 22,5 milljarðar dollara, eða 1.822 milljarðar króna. Heildarhagnaður ársins nam 47 sentum á hlut, en árið áður nam hann 1,05 dollurum á hlut. Meðal aðgerða sem fyrirtækið hyggst grípa til vegna versnandi afkomu eru upp- sagnir, endurskipulagning og sala á ýmsum þáttum starfseminnar. „Endurskipulagn- ingin nær til starfsemi sem ekki hefur vax- ið, sérstaklega í Evrópu og Suður-Amer- íku,“ segir í yfirlýsingu frá Alcoa. Um 8.000 starfsmönnum verður sagt upp á árinu, á 70 stöðum, en fyrirtækið gerir ekki ráð fyrir að hagræðingin skili árangri fyrr en á árinu 2004. Alls eru starfsmenn Alcoa 129.000. Í tilkynningu frá Alcoa er haft eftir Alain Belda, stjórnarformanni fyrirtækisins, að samdráttur í framleiðslu í heiminum hafi varað lengur en búist hafi verið við. „Nánar tiltekið hafa geirar á borð við flugiðnaðinn, markað fyrir gashverfla og fjarskiptamark- aðinn verið í lægð og neytt okkur til að auka sparnað í rekstri og endurskipulagningu. Þessar aðgerðir veita okkur aukið svigrúm til að grípa tækifæri til vaxtar í grunnstarf- semi félagsins.“ I Ð N A Ð U R Alcoa tapaði 18 milljörðum á síðasta fjórðungi Segir upp 8.000 manns og end- urskipuleggur rekstur GREININGADEILDIR bankanna spá því að hagnaður fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni muni aukast um 218% milli áranna 2001 og 2002, eða úr tæpum 12 milljörðum króna í tæpa 38 milljarða króna. Þessi rúmlega þre- földun hagnaðarins nemur tæpum 26 milljörð- um í krónum talið, en skiptist misjafnt niður á fyrirtækin 15 sem eru í Úrvalsvísitölunni. Öll- um er þeim þó spáð auknum hagnaði, fyrir ut- an tryggingafélögin tvö, Sjóvá-Almennar og Tryggingamiðstöðina. Samkvæmt meðalspá greiningadeildanna lækkar hagnaður þeirra nokkuð milli ára, eða um 9%. Ástæður þessa eru minni fjármunatekjur og meiri tjón, og dugar söluhagnaður ekki til að vega þetta upp. Mest breyting til batnaðar er hjá sam- göngufyrirtækjunum tveimur, Flugleiðum og Eimskipafélaginu. Bættur árangur Flugleiða samkvæmt milliuppgjörum kom nokkuð á óvart á árinu, en mikil endurskipulagning varð hjá félaginu. Samanburður Eimskipa- félagsins milli ára er erfiður vegna samruna við stór sjávarútvegsfyrirtæki og breytingar á færslu hlutabréfaeignar dótturfélagsins Burð- aráss. Þar við bætist að samanburður milli ára er almennt erfiður hjá félögunum 15 vegna þess að gengishækkun krónunnar á árinu hafði jákvæð áhrif á fjármagnsliði rekstrarins. Samkvæmt spánum er aukning hagnaðar fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, minni en þegar litið er til hagnaðar eftir skatta, eða 47%. Skýrist þetta meðal annars af fyrrgreindum áhrifum fjármagnsliða. Aukn- ing hagnaðar fyrir afskriftir skýrist meðal annars af því að sum félög hafa stækkað vegna sameiningar. Má í því sambandi nefna Bakka- vör, Pharmaco og Eimskipafélagið. Hagnaður fyrir afskriftir dróst samkvæmt spánum saman hjá fjórum af þeim níu fyr- irtækjum í Úrvalsvísitölunni sem þessi stærð á við um. Eitt þessara fyrirtækja er Samherji, en framlegð sjávarútvegsfyrirtækja lækkaði á árinu vegna hækkunar gengis krónunnar. Þá er því einnig spáð að framlegð olíufélaganna tveggja, Kers og Skeljungs, lækki milli ára, sem að hluta til skýrist af því að þau tóku þátt í að verja rauða strikið í maí í fyrra. Loks er að meðaltali spáð lækkun framlegðar hjá Baugi, en mikill munur er að vísu á þessum spám og óvissan um framlegð Baugs er samkvæmt því töluverð. Þreföldun hagnaðar Spáð er rúmlega þreföldun hagnaðar fyrirtækja í Úrvalsvísitölunni milli áranna 2001 og 2002. Gengishagnaður er stór hluti skýringarinnar og framlegð eykst mun minna                               !      "      # $   % &  %&'()* +,   %&    -,  +    .                     )    !  " ) / ) +       )    !  " ) / ) +   (                                                        (                                         0112 3-4* 0112                                                                                                   5 6  7&'  8+(  ( ,& +      Miðopna: Reiðuleysi í höfnunum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.