Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR  9 2:0 2:1 20; 20< 20= >20 ;2    "  "    #  $ !"  % ?@? ?@1 =@? =@1 :@? >20 ;2>20   A2:1200:20  & '&'      >20 ;2   9 =@? =@1 :@? :@1  ( %)   % !"  % <? <1 ?? ?1 =? >20 ;2 (* %*    !"   ÞAÐ er ekki ýkja langt síðan hallarbyltingin svokallaða vargerð innan stjórnar Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna áaðalfundi 1999. Nokkur misseri þar á undan hafði staðiðnokkur styr um starfsemina, einkum stefnumótun og framtíðarskipulag. Það var Róbert Guðfinnsson, fulltrúi Þormóðs ramma – Sæbergs, ásamt fleirum sem harðast gekk fram í gagn- rýni á stjórnarformann og framkvæmdastjóra SH. Deilan snerist um það hvort breyta skyldi skipulagi SH á þann veg að það yrði eins konar eignarhaldsfélag sem ætti dótturfélögin erlendis, en þau væru rekin sem sjálfstæðar einingar. Róbert Guðfinnsson og félagar höfðu betur í baráttunni gegn Jóni Yngvarssyni, sitjandi stjórnarformanni, Friðriki Pálssyni framkvæmdastjóra og fylgj- endum þeirra á rafmögnuðum aðalfundi á Hótel Sögu á útmán- uðum. Yfirhöndinni náði hópur Róberts með því að kaupa, ásamt fleiri aðilum, stóran hlut HB í SH. Þessi hlutur var keyptur dýru verði og að mestu leyti á lánum. Ekki höfðu allir innan hópsins fjárhagslegt bolmagn til að halda hlutabréfunum, þegar frá leið, enda hafði gengi þeirra lækkað. Róbert Guðfinnsson leysti þá bréfin til sín um tíma, en lagði þau síðan inn í Þormóð ramma Sæ- berg með þeim skuldum sem á bréfunum hvíldu. Þær munu hafa verið það háar, að Róbert varð að gefa eftir töluvert af hlut sínum í félaginu og er eignarhlutur hans nú mjög lítill. Eftir þetta var Þormóður rammi töluvert skuldugt félag, en gekk þó bærilega. Miklar skuldir Eftir að Þorsteinn Vilhelmsson seldi hlut sinn í Samherja og hóf að fjárfesta í sjávarútveginum eignaðist hann og Afl fjárfesting- arfélag smám saman mjög stóran hlut í ÞRS, eða rétt tæplega helming. Jafnframt átti Afl um 8% í SH. Síðastliðið haust slitnaði upp úr samvinnu Þorsteins og Róberts og lauk henni með því að hlutafélagið Ráeyri keypti 45,9% hlutafjár í Þormóði ramma – Sæbergi af Afli fyrir tæpa 3,2 milljarða króna. Helstu eigendur eru Þormóður rammi – Sæberg hf. sjálft, Landsbanki Íslands, Ís- félag Vestmannaeyja, Burðarás, Sjóvá-Almennar, Skeljungur og Olís. Ennfremur keypti Ráeyri hlut Afls í Þorbirni Fiskanesi. Sá hlutur var fljótlega seldur á ný. Eftir stóð að Ráeyri var mjög skuldsett eftir kaupin og þá jukust skuldir ÞRS enn, mest við Landsbankann. Þá var ljóst, og reyndar fyrr, að Þormóður rammi – Sæberg yrði að selja mikið af eignum. Hlutur félagsins í SH kom þar fyrst og fremst til greina, enda hafði hann verið til sölu lengi, að fengnu viðunandi verði. Ljóst er að hluturinn hafði meðal ann- ars verið boðinn til sölu aðila á austurströnd Kanada. Staðan var hins vegar orðin sú, að Landsbankinn taldi hag sínum bezt borgið með að kaupa hlut ÞRS í SH og var sá gjörningur kallaður um- breytingarfjárfesting. Líklega þýðir það að hlutur ÞRS í SH hafi að miklu leyti gengið upp í skuldir. Jafnframt selur Róbert Guð- finnsson allan hlut sinn í SH, 4 milljónir króna að nafnvirði. Staðan er því orðin sú að Þormóður rammi Sæberg á ekkert í SH. Hlutur Róberts í ÞRS er um 2% og hlutur hans í SH enginn. Því má spyrja hvort til einskis hafi verið barizt. Ekki er ljóst hver fórnarkostnaðurinn hefur verið. Þótt talað sé um 250 milljóna króna ávöxtun hlutar ÞRS á umræddu tímabili er líklegt að vextir af lánum vegna kaupanna hafi étið hana upp. Eftir stendur engu að síður að Róbert Guðfinnsson og félagar hans náðu fram mark- miðum sínum um breytt rekstrarfyrirkomulag SH og rekstur fé- lagsins í breyttri mynd hefur gengið vel. Getur Róbert þá ekki horfið frá SH og litið ánægður um öxl? Morgunblaðið/Kristinn Innherji skrifar Var til einskis barizt? Getur Róbert þá ekki litið ánægður um öxl? Mark- miðum um breyt- ingar á SH hefur verið náð. innherji@mbl.is ll VIÐSKIPTI ● ÞEIR sem ferðast í viðskiptaerindum eru í auknum mæli farnir að leita leiða til að fá sem mest fyrir þá peninga sem fara í ferða- kostnað. Lágfargjaldaflugfélögin eða al- menn flugsæti verða því oftar fyrir valinu auk þess sem algengara er að ferðalangar í við- skiptaerindum gisti á ódýrari hótelum en áð- ur. Frá þessu er greint í nýlegri grein í Fin- ancial Times. Þar segir að dregið hafi úr ferðalögum í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001. Fram kemur í FT að þrátt fyrir að fyrirtæki og einstaklingar leiti leiða til að draga úr ferðakostnaði þá komi fram í nýlegri könnun, að um þriðjungur af þeim sem ferðast í við- skiptaerindum geri ráð fyrir að ferðalög þeirra aukist frekar í framtíðinni. Um 40% spyrjenda gera ráð fyrir að ferðast álíka mik- ið og einungis um fjórðungur reiknar með minni ferðalögum. Haft er eftir David Michels, framkvæmda- stjóra hjá Hilton hótelkeðjunni, í FT að fjár- málafyrirtækin hafi dregið hvað mest úr kostnaði á gistisviðinu. Sparað í viðskiptaferðum ● FARÞEGAR sem ferðuðust með breska lág- fargjaldaflugfélaginu EasyJet, því stærsta í heimi, voru 38,6% fleiri í desember síðast- liðnum en í sama mánuði á árinu 2001. Tim- es Online segir frá því í gær að kaup EasyJet á samkeppnisaðilanum Go og fjölgun áætl- unarstaða frá Gatwick-flugvelli á síðasta ári séu meginskýringarnar á fjölgun farþega. Fram kemur á netmiðli Sky fréttastofunnar að þrátt fyrir fjölgun farþega með EasyJet hafi sætanýting félagsins minnkað úr 79,9% í 77,0%. Alls flutti EasyJet rúmlega 1,4 millj- ónir farþega í desember síðastliðnum og heildarfjöldi farþega félagsins á árinu 2002 var rúmlega 17 milljónir. Fjölgun farþega hjá EasyJet ◆ ● TÖLUVERT hefur aukist að Bretar taki húsnæðislán á meginlandi Evrópu. Í nýlegri grein í Financial Times segir að sumir vilji með þessu hagnast á lægri vöxtum í öðrum Evr- ópusambandsríkjum en heima fyrir. Flestir taki þessi lán hins vegar til að festa kaup á íbúð númer tvö, þá gjarnan á sólríkari stað en á Bretlandi. Fram kemur í FT að ESB vilji vinna að því að gera íbúum sambands- ins auðveldara að taka lán yfir landamæri með því að einfalda regluverk í tengslum við lántökur. Það myndi að mati sambandsins verða til þess að lækka greiðslubyrði hús- næðislána á öllu svæðinu. Lágmarksvextir af húsnæðislánum í Frakklandi eru skv. FT 3,70%, á Spáni 3,98%, á Ítalíu 4,30% og í Portúgal 4,44%. Lánin eru án verðtryggingar. Lánshlutfall í þessum löndum er 80% af kaupverði, nema í Frakklandi þar sem það er 85%. Húsnæðislán yfir landamæri í ESB ● ÓSKAR Eyjólfsson forstjóri Frumherja, sem í byrjun desember keypti meirihluta í fyrirtækinu, hefur gert þeim hluthöfum sem eftir eru tilboð á sömu kjörum. Hann keypti hluti Sjóvar-Almennra, Ís- lenskrar endurtrygg- ingar, VÍS, Tryggingamiðstöðvarinnar og Heklu á genginu 9,01 og tilkynnti þá þeg- ar að öðrum hluthöfum yrði boðið sama verð. Óskar á nú 81,8% hlutafjár, en 200 hluthafar eiga þau 18,2% sem eftir eru. Gerir hluthöfum tilboð BRESKIR ferðamenn vilja frekar ferðast á vegum lítilla ferðaskrifstofa en stórra. Þetta eru niðurstöður könnunar neyt- endasamtaka í Bretlandi, The Consumers Association, sem náði til 30 þúsund félagsmanna þeirra. Netútgáfa BBC greinir frá þessu. Þar segir að niður- stöðurnar séu áfall fyrir hinar fjórar stóru ferðaskrifstofur á Bretlandi, sem reikna megi með að muni selja um þrjá fjórðu af þeim pakkaferðum sem um 21 milljón Breta muni kaupa í sumarfríið á árinu. Samkvæmt niðurstöðum könnunar neytendasamtakanna þá mæla um 66% aðspurðra með þeim pakkaferðum sem þeir fóru síðast í. Litlu ferða- skrifstofurnar eru yfir meðal- talinu en þær stóru undir því. BBC segir að sem dæmi megi nefna að rúmlega átta af hverj- um tíu, sem höfðu ferðast með ferðaskrifstofunni Laskarina, sem telst vera lítil, sögðust geta mælt með henni. Hins vegar sagðist einungis einn af hverj- um fimm, sem höfðu ferðast á vegum stóru ferðaskrifstofunn- ar Thomas Cook, geta mælt með henni. Af stóru ferðaskrif- stofunum kom TUI best út en um 47% þeirra sem höfðu ferðast á hennar vegum voru ánægðir með þá þjónustu sem þeir fengu. Bretar vilja litlar ferðaskrifstofur Áfall fyrir 4 stærstu ferðaskrifstofur Bretlands Morgunblaðið/Ómar ◆ STJÓRNENDUR breska fyrirtækisins House of Fraser (HoF) hafa samþykkt að senda fulltrúa sinn á fund með fjármálaráðgjafa Toms Hunters, skoska athafnamannsins sem nýlega gerði yfirtöku- tilboð í félagið með stuðningi Baugs. Hingað til hefur stjórn HoF neitað að ræða við Hunter þar til hann hækkaði tilboð sitt, sem nam 197 milljónum punda, eða sem nemur 25,6 milljörðum króna. Talsmaður HoF staðfesti í fyrradag að Hunter hefði hringt í John Coleman, forstjóra fyrirtækisins, og beðið um fund. Coleman hefði ekki viljað beinar viðræður, en stungið upp á að fjármálaráðgjafar þeirra beggja myndu hittast. Talið er að fundurinn verði á morgun, föstudag. Hunter á 7% hlut í HoF, en Baugur-ID, sem á 8%, hefur lýst yfir stuðningi við yfirtöku Hunters á félaginu. Hann jók í fyrradag hlut sinn í smásölukeðjunni Allders, upp í 7,96%, sem þýðir að hann get- ur komið í veg fyrir að yfirtökutilboð fyrirtækisins Minerva nái fram að ganga, en stjórn Allders hefur samþykkt það tilboð. Al- mennt er gert ráð fyrir að Hunter hyggist sameina Allders og HoF. Fulltrúar Hunters og HoF hittast Hunter kominn með 8% í Allders ALÞJÓÐLEGI fjárfestinga- bankinn Lazard er umsvifamesta stofnunin á sviði ráðgjafar í tækni-, fjarskipta- og fjölmiðla- geiranum í Evrópu og hefur tekið sæti Morgan Stanley í þessum efnum. Nokkuð dró almennt úr umsvifum fjárfestingabanka á sviði ráðgjafar á árinu 2002 en ekki hjá Lazard. Bankinn kom að yfirtökum samtals að virði 23,6 milljarðar Bandaríkjadala í Evr- ópu á árinu 2002, sem er 52% aukning frá fyrra ári. Í Independent fyrir nokkru segir að Lazard sé einn af fáum bönkum sem hafi ekki reynt að bjóða viðskiptavinum sínum al- hliða bankaþjónustu, til að mynda lán, í tengslum við þá ráð- gjöf sem bankinn veitir. Segir In- dependent að þetta hafi skilað sér í aukinni eftirspurn eftir ráð- gjöf frá Lazard. Viðskiptavinirn- ir telji að vegna þessa sé ekki hætta á að upp komi hagsmuna- árekstrar milli einstakra deilda. Independent greinir frá því að samkvæmt samantekt Bloom- berg-fréttastofunnar var UBS Warburg næstumsvifamesta fjármálastofnunin á sviði ráðgjaf- ar til handa tækni-, fjarskipta og fjölmiðlageiranum í Evrópu á árinu 2002. Lazard vann fyrir Vivendi Universal á árinu 2002 í tengslum við fjögur viðskipti fjöl- miðlarisans fyrir 5,2 milljarða Bandaríkjadala. Segir Independ- ent að hætta sé á að úr þessum samskiptum Lazard og Vivendi geti dregið eftir að Jean-Marie Messier, forstjóri Vivendi var rekinn en hann var áður stjórn- andi hjá Lazard. Lazard tekur sæti Morgan Stanley

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.