Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 B 3 NFRÉTTIR Í FRÉTTAPÓSTI Samtaka verslunar og þjónustu er fjallað um yfirlýsingu samtakanna vegna leiðbeinandi reglna um viðskipti birgja og matvöruverslana, sem Samkeppnisstofnun gaf út nýlega. Í yfirlýsingunni segir að reglurnar „sýni eindæma forræðishyggju af hálfu stjórnvalda gagnvart frjáls- um og eðlilegum viðskiptum þeirra sem í hlut eiga. Nær væri að aðilar settu sér sjálfir viðskiptareglur án afskipta hins opinbera. Samkvæmt Fréttapóstinum er undirstrikað í yfirlýsingunni að viðskiptareglur þurfi engu að síður að vera í samræmi við samkeppn- islög. „Öðru máli gegnir þegar stjórnvöld gefa út forskrift af samningum undir heiti leiðbein- andi reglna og jafnframt er tekið fram að markaðsráðandi aðilar kunni að brjóta lög ef þeir fara ekki eftir forskriftinni. Lagagildi reglnanna er því mjög óljóst. T.d. er óvíst hvort samningar sem að- ilar hafa þegar gert eru ógildir ef þeir falla ekki að reglunum, þó svo að báðir samningsaðilar séu að fullu sáttir. Þær leikreglur sem stjórnvöld setja viðskiptalífinu þurfa að vera skýrar og umfram allt rökrænar. Ekki er eðlilegt að þrengt sé að einni grein eins og gert er með reglum Samkeppn- isstofnunar. Hér á landi ríkja ekki að neinu leyti aðrar aðstæður á matvörumarkaði en í nágranna- ríkjum okkar. Í öllum hinum Norðurlöndunum eru þrír stærstu matvörusmásalar með meira en 50% markaðshlutdeild. Þar eru í mörgum tilvikum 1–2 birgjar ákveðinna vöruflokka með 80–90% markaðshlutdeild eins og hér tíðk- ast. Ekkert Norðurlandanna hefur tekið upp viðlíka viðskiptareglur og hér. Aðeins í Bretlandi hafa verið settar svipaðar reglur og þaðan kemur hugmynd viðskipta- ráðherra, yfirmanns Sam-keppnis- stofnunar. Fordæmið sem reglurn- ar gefa hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir viðskiptalífið í landinu. Er hér kannski komin forskriftarað- ferð að svona reglum um allt at- vinnulífið? Rökin fyrir setningu reglnanna er að fákeppni sé á smásölumarkaði matvæla. Á sama hátt má leiða rök að því að alls staðar í íslensku atvinnulífi sé fá- keppni hvort sem horft er til sjáv- arútvegs, iðnaðar, landbúnaðar eða þjónustugreina. Þannig er Morgunblaðið til dæmis í markaðs- ráðandi stöðu gagnvart sínum birgjum,“ að því er segir í Frétta- pósti SVÞ. Viðskipti birgja og matvöru- verslana Skýrar reglur nauðsyn BÆÐI Greiningardeild Kaupþings og SPRON hafa sent frá sér spár um vísitölu neysluverðs í janúar. Kaup- þing spáir því að vísitalan hækki um 0,3% en SPRON spáir 0,5% hækkun. Nýverið var sagt frá því að Lands- bankinn spáði 0,4% hækkun vísitölunnar og lagði til grund- vallar ýmis gjöld sem hækka í upphafi nýs árs, s.s. leikskóla- gjöld, bensínverð, mjólkurvör- ur og húsnæðisverð. Kaupþing og SPRON miða við svipaða liði í sínum spám. Spá 0,3 og 0,4% hækkun í janúar Samstarfið býður notendum CostAware staðlaða prófun með skimara Prosimus og skimar hún 2048 algeng port á nettengingunni. Auk þess keyrir prófunin fjölmarg- ar veiluprófanir til þess að leita að veilum sem þekktar eru á hverjum tíma og skilar auðlesinni skýrslu ásamt lausnum og tengingum á heimasíður. „Í stað þess að rukka mínútugjald rukka þjónustuaðilar Netnotendur víða fyrir það magn gagna sem þeir hlaða niður af Net- inu. Og til að flækja málin er innan- landsnotkun oft gjaldfrjáls og ein- ungis rukkað fyrir það sem hlaðið TÖLVUFYRIRTÆKIN Net- internals, sem sérhæft er í Net- og þráðlausum samskiptareglum og notkun, og Prosimus, sem sérhæfir sig í Net-öryggismálum og sítengd- um prófunum, hafa gert með sér samstarfssamning um samþættar lausnir. Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækj- unum er ætlunin að samþætta Prosumis öryggisskimun inn í Cost- Aware frá Netinternals og bjóða heildstæðan pakka sem auk þess að vakta alnetsnotkun getur jafnframt boðið upp á öryggisprófanir og veiluskimun á Nettengingunni. er af Netinu erlendis frá. Cost- Aware býður notendum upp á að fylgjast með notkuninni með auð- veldum hætti, og sjá hversu mikið þjónustuaðilinn er rukka fyrir það sem hlaðið er niður, segir Einar Bergsson, framkvæmdastjóri Net- Internals, í fréttatilkynningunni. Einar Bergsson og Ásgeir Ægisson handsala samstarfssamninginn. Samstarf um öryggis- lausnir fyrir Netið SÉRFRÆÐINÁM með viðurkenndum alþjóðlegum prófgráðum Á VORÖNN 2003 Ítarlegar námskrár allra námskeiða er að finna á heimasíðu skólans. Einnig gefur námsráðgjafi skólans upplýsingar í síma 544 2210 Bæjarlind 2, Kópavogi Sími: 544 2210 www.tolvuskolinn.is tolvuskolinn@tolvuskolinn.isK ó p a v o g i o g R e y k j a n e s b æ Boðið er upp á VISA/EURO raðgreiðslur til allt að 36 mánaða eða námslán. KA LL IO R @ M AD .I S w w w .t ol vu sk ol in n .i s 276 kennslustunda nám til undirbúnings æðstu kerfisstjórnargráðu Microsoft, Microsoft Certified System Engineer. Þetta er hraðnám og hentar vel þeim sem hafa reynslu í stjórnun netkerfa og þurfa að styrkja stöðu sína með alþjóðlegum prófgráðum. Kennt er fjóra morgna í viku. Kennsla hefst 27. janúar. Verð:398.000,- 180 kennslustunda námskeið fyrir alla þá sem koma að rekstri tölvukerfa fyrirtækja og stofnana. Hentar einnig þeim sem þurfa að styrkja stöðu sína eða vilja auka samkeppnishæfni sína á tímum harðnandi samkeppni með alþjóðlegri prófgráðu. Námið er í boði sem helgarnám (hefst 24. jan. og er kennt aðra hverja helgi) eða kvöldnám (hefst 13. jan.) og hentar því jafnt íbúum höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarfólki. Verð: 298.000,- 180 kennslustunda námskeið fyrir alla þá sem koma að rekstri og hönnun gagnagrunna í tölvukerfum. Þetta nám er í boði sem helgarnám og hentar því jafnt íbúum höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarfólki. Þetta nám er kjörið fyrir þá sem vilja styrkja stöðu sína á vinnumarkaði með alþjóðlegri prófgráðu. Kennsla hefst 31. jan. Verð: 298.000,- Stöðugt fleiri fyrirtæki eru að taka í notkun þetta ódðra og öfluga stðrirkerfi. Þetta 180 kennslustunda námskeið er ætlað að mæta vaxandi þörf fyrir fólk með sérþekkingu og alþjóðlega vottun á þessu stðrirkerfi. Kennsla hefst 14. janúar. Verð: 298.000,- 60 kennslustunda nám sem hentar þeim sem vilja fá betri skilning á virkni tölvunnar, bæði hvað varðar vélbúnaðinn og stðrikerfi. Námið skiptist í tvo hluta, annars vegar er vélbúnaðarþátturinn, þar sem farið er ítarlega í vélbúnað og lögð sérstök áhersla á verklega kennslu og setja allir nemendur saman glænðja tölvu, hins vegar er það stðrikerfisþátturinn, þar sem farið er í hin ðmsu stðrikerfi, þar með talið DOS. Kennt er 2 helgar, og hentar námsfyrirkomulag því jafnt íbúum höfuðborgarsvæðisins og landsbyggðarfólki. Kennsla hefst 17. jan. Verð: 98.000,- 48 kennslustunda nám ætlað þeim sem hafa umsjón með virkni vélbúnaðar í netþjóna umhverfi. Server+ gráðan er vottun um grunn kunnáttu á netþjónamálum og tækniþáttum, þar á meðal, uppsetningu, stillingum, uppfærslum, viðhalds, vandamálaleit og áfallabjörgun. Kennt er 8 morgna. Kennsla hefst 13. jan. Verð: 68.000,- Tölvuskólinn Þekking leggur áherslu á traust tengsl við atvinnulífið með því að hafa hverju sinni á að skipa jafnt reyndum kennurum með kennsluréttindi úr íslenska skólakerfinu, kennara með alþjóðlegar vottanir sem og færustu sérfræðinga af vinnumarkaði. Nánari upplýsingar um skólann og kennara er að finna á heimasíðunni: www.tolvuskolinn.is Sérfræðinám með alþjóðlegum prófgráðum. Hnitmiðað nám fyrir þá sem vilja styrkja stöðu sína og samkeppnishæfni á vinnumarkaði Kerfishönnun – MCSA/MCSE hraðnám Kerfisumsjón – MCSA helgarnám og kvöldnám LINUX+ kvöldnám Comptia A+ helgarnám Server + Gagnagrunnsumsjón – MCDBA helgarnám Pétur Ingi Björnsson, kerfisfræðingur og tölvuumsjónarmaður Framhaldsskóla Norðurlands vestra. Í starfi mínu hef ég þurft að halda uppi tölvukerfi Framhaldsskólans og ,,byggðabrúnni”. Ég þurfti á námi að halda sem styrkti mig í mínu starfi og hægt væri að stunda frá Sauðárkróki þar sem ég bý. Helgarnámskeið Tölvuskólans var því eini raunverulegi valkostur minn til að verða mér úti um þessa eftirsóttu prófgráðu. Kennslan var fagleg og vel undirbúin, aðstaða og námsefni eins og best var á kosið. Bjarni Einarsson, MCSA hjá Varnarliðinu.  Ég hef unnið í 3 ár sem ,,Computer Specialist” hjá Varnarliðinu. Framundan geta verið breytingar í starfsumhverfi mínu og því vildi ég tryggja stöðu mína þar og ná mér í viðurkennda alþjóðlega prófgráðu. Námið í tölvuskólanum uppfyllti allar mínar væntingar. Námið var stíft og prófin erfið en kennslan og mórallinn í skólanum frábær og gef ég skólanum mína bestu einkunn. Umsagnir nemenda: Skólinn:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.