Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2003 B 5 N VIÐSKIPTI  Vaxtaskiptasamning- ar eru einföld leið til að minnka vaxtaáhættu. Meira en helmingur af heildarlántöku íslenskra fyrirtækja er erlend lán og langstærstur hluti þeirra ber breytilega vexti. Með vaxtaskipta- samningi er láni sem ber breytilega vexti breytt yfir í lán með föstum vöxtum. Vaxtaskipta- samningurinn er óháður upphaflega erlenda lán- inu sem ber breytilega LIBOR vexti auk álags en niðurstaðan er sú að í stað þess að fyrirtækið greiði breytilega LIBOR vexti auk álags af erlenda láninu, greiðir það fasta vexti auk upphaflega álagsins. Með vaxtaskiptasamningn- um er því verið að festa vexti í tiltek- inn tíma á erlendu láni á einfaldan og ódýran hátt. Kosturinn við fasta vexti umfram breytilega er sá að auðveld- ara er að átta sig á framtíðargreiðslu- flæði fyrirtækis eða tiltekinna verk- efna þess. Nefna má að um 90% af lánum bandarískra fyrirtækja bera fasta vexti og um 60% af lánum evr- ópskra fyrirtækja. Þar sem vextir eru nú víða erlendis í sögulegu lágmarki ætti að vera hentugur tími til að tryggja sér hagstæða vexti til lengri tíma. Hægt er að festa vexti á alla helstu gjaldmiðla og í hvaða tíma- lengd sem er. Tökum sem dæmi fyrirtæki sem borgar 12 mánaða LIBOR vexti á Bandaríkjadollara og vill festa vexti til 5 ára (sjá mynd 1). Viðmiðunarhöfuðstóll er 1.000.000 dollarar og fastir vextir til 5 ára eru 4,15%. Heildarvaxta- greiðslur fyrirtækisins á 5 árum verða því 207.500 dollarar Í þessu dæmi er reiknað með að vextir fari hækkandi á næstu árum frá 1,75% eins og þeir eru nú ( LIBOR á dollara án álags) og að þeir hækki um 1,25% á fyrsta ári, 1,50% á öðru ári, 1,25 á því þriðja og um 0,50% á fjórða árinu. Eins og sjá má á þessu dæmi eru heildarvaxtagreiðslur fyr- irtækisins ef vaxtaskiptasamningur er gerður 207.500 dollarar en greiðslur til fyrirtækisins 212.500 dollarar. Í þessu tilfelli er því um hagnað að ræða fyrir fyrirtækið upp á 5.000 dollara. Vaxtaskiptasamningar Hafa ber í huga að verðlagning á fjár- málamarkaði byggist að miklu leyti á væntingum um framtíðarþróun frek- ar en mati á núverandi ástandi. Úr vaxtaferlum má lesa væntingar mark- aðsaðila um vaxtaþróun í framtíðinni (sjá mynd 2). Upphallandi ferill bend- ir til væntinga markaðsaðila um hækkandi skammtímavexti og niður- hallandi ferill um væntingar um að skammtímavextir muni lækka. Á tímum lágra skammtímavaxta eru föstu samningsvextirnir hærri en breytilegir vextir og því mun fjár- magnskostnaður hækka við upphaf samningstímabilsins. Ef væntingar markaðarins um þróun skammtíma- vaxta ganga eftir þá munu markaðs- vextir verða hærri en föstu samnings- vextirnir þegar líða tekur á samningstímann. Eins og sjá má á þróun fastra vaxta síðustu átta ár (sjá mynd 3) eru fastir vextir nú mjög lág- ir í sögulegu samhengi. Spár gera ráð fyrir hækkandi vöxtum á komandi misserum og því eru markaðsaðilar almennt á því að hentugt sé að festa vexti á erlendum lánum. Þróun LIBOR-vaxta Á síðustu misserum hefur verulega hægt á hagvexti á alþjóðavísu eftir hið mikla hagvaxtarskeið á síðari hluta 10. áratugarins. Eftir að hægja tók á hagvextinum hafa seðlabankar dregið mjög úr aðhaldssemi peningamála- stefnu sinnar með það að markmiði að örva hagkerfin á nýjan leik. Á síðustu tveimur árum voru vextir lækkaðir á öllum þeim 9 myntum sem mynda gengiskörfu íslensku krónunnar. Seðlabankar nota stýrivexti við stjórnun peningamála. Fjármála- stofnanir geta fjármagnað sig á stýri- vöxtum og hafa því stýrivextir seðla- bankanna bein áhrif á LIBOR vextina, sem eru þeir vextir sem fást á millibankamarkaði í London. LIBOR vextir eru þeir vextir sem mest eru notaðir sem vaxtaviðmið í lánum sem bera breytilega vexti. LIBOR vextir lækkuðu hratt árið 2001 (sjá mynd 4) en það hægðist á vaxtalækkunarferl- inu á síðasta ári ef frá eru taldar vaxtalækkanir í Sviss. Stýrivextir í Bandaríkjunum héldust óbreyttir fram eftir ári 2002 eftir að hafa verið lækkaðir 11 sinnum á árinu 2001, alls um 4,75%. Seðlabanki Bandaríkjanna kom svo flestum markaðsaðilum á óvart og lækkaði stýrivextina um 0,50% þann 6. nóvember síðastliðinn. Ástæða þess að vextir voru lækkaðir er að hagtölur sem birst hafa að und- anförnu hafa sýnt aukna óvissu á al- þjóðamörkuðum, sem dregur úr eft- irspurn almennings, framleiðslu og eykur atvinnuleysi. Stýrivextir bank- ans eru nú 1,25% og er það sögulegt lágmark. Almennt telja markaðsaðilar að hagvöxtur í Bandaríkjunum muni ná sér á næstu 12 mánuðum og verði ná- lægt jafnvægisvexti, sem talinn er vera nálægt 3–4% á ársgrundvelli. Seðlabanki Evrópu hélt, líkt og Seðla- banki Bandaríkjanna, stýrivöxtum sínum óbreyttum fram eftir ári 2002 eftir að hafa lækkað stýrivexti sína um 1,50% á árinu 2001. Vextir voru síðan lækkaðir um 0,50% þann 5. des- ember síðastliðinn. Stýrivextir í Evrulandi eru nú 2,75% og hafa ekki verið lægri í þrjú ár. Efnahagur á evrusvæðinu hefur verið erfiður að undanförnu, hagvöxtur hefur dregist saman og verðbólga minnkað. Með vaxtalækkuninni standa vonir mark- aðsaðila til að hagkerfið fái aukinn styrk til að komast upp úr lægðinni. Breski seðlabankinn lækkaði stýri- vexti sína 7 sinnum á árinu 2001, alls um 2,0 %, en hefur haldið vöxtunum óbreyttum síðan þá. Þar eru stýri- vextir nú 4,00% og er það líkt og í Bandaríkjunum sögulegt lágmark. Gert er ráð fyrir að vextir verði lækk- aðir á næstunni. Spár gera ráð fyrir um 0,25% lækkun. Þessar aðstæður á fjármálamörkuðum gera það að verk- um að hagstætt getur verið fyrir fyr- irtæki að huga að vaxtaskiptasamn- ingum. Breyting lána úr breytilegum vöxtum yfir í fasta kann að auka vaxtagjöld í upphafi, en við núverandi aðstæður virðist skynsamlegt að leggja það á sig ef ávinningur til lengri tíma er lágt vaxtastig og fjár- magnskostnaður í samræmi við það, svo ekki sé minnst á minni vaxta- áhættu. Vextir festir með vaxtaskipta- samningum Guðmundur Björnsson Fyrirtæki standa frammi fyrir margs konar áhættu í rekstri sínum, skrifar Guðmundur Björnsson. Áhætta flækir áætlanagerð og getur valdið miklum sveiflum í rekstri. Þegar hægt er að festa breytilega stærð á ódýran og hag- kvæman hátt minnkar rekstraráhætta. 2 0 : = ? *            BC+ BC+  7    + ,    ,  D 2 0 : = ? *          BC+ BC+  7    /, 2E-,    D /, 0E&,  .$%$.//. 5?A 1" .2? 61B 2 0 : = ? < A ; >21 2? 01( 0?20 < ? = : 0 2 1 9 > ; A < ? = : 0 2 1 /, :E0  ,  % 1  /, =E2   (345,  9 F>= F>? F>< F>A F>; F>> F11 F12 F10 2< 2= 20 21 ; < = 0 1 9 5?A 1" .2? 61B F>= F>? F>< F>A F>; F>> F11 F12 F10F>:F>0F>2F>1F;> Höfundur starfar í Gjaldeyris- og afleiðumiðlun Búnaðarbankans. STARFSMENN hjá fyrirtækjum á markaði eru líklegri til að búa við sveigjanlegan vinnutíma og njóta fríðinda en þeir sem starfa hjá fjöl- skyldufyrirtækjum. Þetta kemur m.a. fram í niðurstöðum samanburð- arrannsóknar á fjölskyldufyrirtækj- um og fyrirtækjum sem skráð eru á markaði. Rannsóknin, sem ber heitið Ísland (e)hf. er lokaverkefni Erlu Bjargar Guðrúnardóttur og Guð- mundu Kristjánsdóttur í viðskipta- fræði við Háskólann í Reykjavík. Að sögn þeirra benda niðurstöður til þess að fyrirtæki á hlutabréfa- markaði séu stærri, þróun veltu meiri, þau séu fjárhagslega sterkari, arðsamari og leggi ríkari áherslu á ytri vöxt en fjölskyldurekin fyrir- tæki. Á hinn bóginn nýti fjölskyldu- fyrirtæki eignir sínar betur. Þverskurður af atvinnulífinu Rannsókn Erlu og Guðmundu tekur til 61 fyrirtækis. Alls voru 116 fyr- irtæki í úrtakinu og þátttökuhlutfall- ið því tæp 53%. Rannsóknin er unnin í samvinnu við Lánstraust sem veitti upplýsingar um fyrirtækin. Til að af- marka hópinn voru sett þau skilyrði að viðkomandi fyrirtæki væri með að lágmarki 300 milljóna króna veltu á árinu 2001 og minnst 15 starfsmenn. Ekkert fyrirtæki er nafngreint í nið- urstöðum en þær Erla og Guðmunda segja þátttökufyrirtækin vera þver- skurð af atvinnulífinu. Rannsókninni má skipta í tvo hluta. Í fyrri hlutanum eru niður- stöður fengnar út frá spurningalist- um sem lagðir voru fyrir stjórnendur fyrirtækjanna. Þar er spurt um vinnulag, menntun og kyn stjórn- enda og fríðindi starfsmanna svo eitthvað sé nefnt. Í síðari hlutanum er einblínt á fjármál en þar er unnið upp úr ársreikningum fyrirtækjanna 61 á árunum 1997–2001. Ein kona æðsti stjórnandi Margt vekur athygli í niðurstöðum rannsóknarinnar. Stjórnendur hjá fyrirtækjum skráðum á markaði eru t.d. almennt meira menntaðir en þeir sem stýra fjölskyldufyrirtækjum. Einnig benda niðurstöðurnar til þess að valddreifing sé meiri hjá fyrir- tækjum sem skráð eru á markaði. „Hugsanleg ástæða þess að fyrir- tæki á hlutabréfamarkaði eru í ríkari mæli að dreifa valdi getur verið vegna stærðar, meiri menntunar stjórnenda og að þau séu í auknum mæli að alþjóðavæðast,“ segir Erla Björg. Önnur athygliverð niðurstaða er sú að aðeins eitt af fyrirtækjunum 61 hefur konu sem æðsta stjórnanda. Guðmunda segir að niðurstöður bendi til að fyrirtæki á markaði stýri frekar með skriflegum ferlum en fjölskyldufyrirtæki. Hún segir rann- sóknina hafa leitt í ljós að um 60% fjölskyldufyrirtækjanna hafi gengið í gegnum skriflegt stefnumótunar- ferli en 90% markaðsfyrirtækjanna gert slíkt hið sama. Einnig kom í ljós að tæki eins og skipurit og skrifleg starfsmannastefna eru frekar notuð hjá markaðsfyrirtækjum en þeim fjölskyldureknu. „Þetta gæti hugs- anlega skýrst af stærðarmun milli rekstrarformanna en einnig getur þetta gefið til kynna að fjölskyldu- fyrirtæki vilji búa til afslappaðra og persónulegra vinnuumhverfi fyrir starfsmenn sína. Stjórnendur fyrir- tækja á hlutabréfamarkaði þurfa hins vegar að svara til stjórnar og því þarf upplýsingaöflun að ganga hratt og örugglega fyrir sig,“ segir Guðmunda. Markaðsfyrirtæki áætla til lengri tíma Fyrirtæki á markaði virðast frekar gera áætlanir til lengri tíma en fjöl- skyldufyrirtæki og vill Guðmunda helst rekja það til kröfu hluthafa um jafnar og stöðugar arðgreiðslur í framtíðinni. Að sögn Erlu Bjargar veita stjórn- endur fjölskyldufyrirtækja frekar aðgengi að sér, sýna starfsfólki trún- að og spyrja það ráða. Fyrirtæki á markaði virðast hins vegar fremur veita fríðindi í formi tölvustyrkja, styrkja til líkamsræktar o.þ.h. Þá er líklegra að þau bjóði starfsmönnum sínum sveigjanlegri vinnutíma. Að meðaltali starfa 88 manns hjá fjölskyldufyrirtækjunum 30 sem þátt tóku í rannsókninni en ríflega 320 að meðaltali hjá markaðsfyrir- tækinu 31 sem þátt tók. Í þeim hluta rannsóknarinnar sem snýr að fjármálum segjast þær stöll- ur helst hafa skoðað vöxt, arðsemi, greiðsluhæfi, nýtingu fjármagns og fjárhagslegan styrk fyrirtækjanna. Fyrirtæki á hlutabréfamarkaði eru stærri og vaxa hraðar en fjölskyldu- fyrirtæki sem virðast hins vegar hafa stöðugri veltu. Fyrirtæki á hlutabréfamarkaði eru arðsamari en fjölskyldufyrirtæki en ekki reyndist marktækur munur á greiðsluhæfi rekstrarformanna. Erla og Guð- munda segja ljóst að fjölskyldufyr- irtæki nýti fjármagn sitt almennt betur en fyrirtæki á markaði, sem hins vegar séu betur í stakk búin til að takast á við skakkaföll í rekstri. Ólíkir stjórnunarhættir í fyrirtækjum Morgunblaðið/Kristinn Guðmunda Kristjánsdóttir og Erla Björg Guðrúnardóttir eru á lokaári í viðskipta- fræði við HR. Þær segja mikla vinnu liggja að baki rannsókn sem þessari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.