Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.01.2003, Blaðsíða 1
2003  FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A BOÐIÐ UPP Á ÓVISSUFERÐ Í PORTÚGAL / C2 DÓMSTÓLL Knattspyrnusam- bands Evrópu, UEFA, úrskurðaði í gær Lee Bowyer, Leeds, í sex leikja bann í keppni á vegum UEFA. Bannið fær Bowyer fyrir að traðka á Gerardo, leikmanni Malaga, í leik liðanna á Elland Road 12. desem- ber, þegar Leeds var slegið út úr Evrópukeppninni. Búist hafði verið við þriggja leikja banni en nið- urstaðan eru sex leikir og hefur Bowyer frest fram á sunnudag til að áfrýja niðurstöðu dómsins. Búist er við að Bowyer fari til West Ham á næstu dögum. Leik- maðurinn er 26 ára gamall og á skrautlegan feril, bæði innan vallar og utan. Hann á einn landsleik að baki en Sven-Göran Eriksson hefur ekki sýnt honum áhuga. Eftir að hafa verið tvö tímabil hjá Charlton fór hann til Leeds árið 1996 og stóð sig vel sem miðjumað- ur og skoraði mikið af mörkum. En skapið var erfitt. Í febrúar fékk hann sex leikja bann fyrir að gefa Gary McAllister, Liverpool, oln- bogaskot og fyrir að blóta Jeff Winter dómara í leik á móti Arsen- al. Í júlí 1996 fékk hann 4.500 punda sekt fyrir að lenda í slagsmálum á McDonalds í suðurhluta Lundúna. Hann og Jonathan Woodgate voru síðan ákærðir fyrir að hafa tekið þátt í ruddalegri árás á 19 ára gamlan asískan námsmann í Leeds. Þeir voru sýknaðir. Bowyer var sektaður um 64.000 pund af Leeds og þegar hann neit- aði að greiða sektina var hann sett- ur á sölulista. Hann borgaði og var tekinn af sölulista en minnstu mun- aði að hann yrði seldur til Liver- pool í júlí fyrir 9 milljónir punda, en af því varð ekki þar sem Liver- pool og Bowyer náðu ekki sam- komulagi. Við fórum yfir okkar mál og mark-miðssetningu hópsins. Fyrsta skrefið er að við tryggjum okkur upp úr riðlinum á sem bestan hátt og í framhaldinu að við setjum stefnuna á að tryggja okkur að komast inn á Ólympíuleikana í Aþenu 2004,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Við gerum okkur vel grein fyrir því að þetta eru háleit markmið og við erum meðvitaðir um að við verð- um að spila mjög vel og standa okkur framúrskarandi vel til að þetta ná- ist,“ bætti Guðmundur við. Þess má að geta að aðeins fjórir leikmenn í íslenska landsliðshópnum hafa tekið þátt í Ólympíuleikum. Guðmundur Hrafnkelsson var á leik- unum í Seoul í S-Kóreu 1984, og í Barcelona 1988 og þeir Patrekur Jó- hannesson, Gústaf Bjarnason og Sig- urður Bjarnason voru í Barcelona. 18 leikmenn til Danmerkur Landsliðið stendur í ströngu þessa dagana en í dag heldur liðið til Dan- merkur og leikur þar á fjögurra þjóða móti um helgina. Annað kvöld leika Íslendingar við Pólverja, gegn Dönum á laugardag og lokaleikurinn verður við Egypta á sunnudag. Markverðir Guðmundur Hrafnkelsson, Con- versano Roland Valur Eradze, Val Birkir Ívar Guðmundss., Haukum Horna- og línumenn Guðjón Valur Sigurðsson, Essen Gústaf Bjarnason, Minden Einar Örn Jónsson, Mannsenheim Sigfús Sigurðsson, Magdeburg Róbert Gunnarsson, Århus Róbert Sighvatsson, Wetzlar Útileikmenn Gunnar Berg Viktorss., París SG Rúnar Sigtryggsson, Ciudad Real Heiðmar Felixson, Bidasoa Snorri Steinn Guðjónsson, Val Aron Kristjánsson, Haukum Sigurður Bjarnason, Wetzlar Patrekur Jóhannesson, Essen Ólafur Stefánsson, Magdeburg Dagur Sigurðsson, Wakunaga Leikmennirnir fjórir sem duttu úr úr hópnum voru Bjarki Sigurðsson, Val, Markús Máni Michalesson, Val Elvar Guðmundsson, Ajax í Dan- mörku, og Logi Geirsson, FH, sem varð að draga sig út vegna meiðsla. Guðmundur segir að 16–17 leikmenn verði svo valdir í endanlegan hóp fyrir HM og segist hann ekki vera búinn að ákveða hvort hann fari með tvo eða þrjá markverði. „Það má segja að mótið í Dan- mörku sé generalprufa fyrir HM. Við getum vonandi stillt okkar strengi saman í vörn og sókn og bætt þá hluti sem hafa ekki verið í lagi í síðustu leikjum,“ sagði Guðmundur, sem hefur áhyggjur af meiðslum leikmanna sinna – Dagur, Patrekur, Sigfús og Gústaf hafa allir verið frá vegna meiðsla. KOBE Bryant, körfuknattleiks- maðurinn snjalli hjá Los Angeles Lakers, fór á kostum í fyrrinótt og setti tvö ný met í deildinni í þriggja stiga skotum. Bryant skor- aði úr 12 slíkum þegar Lakers vann Seattle, 119:98, og hitti úr níu skotum í röð fyrir utan þriggja stiga línuna. Dennis Scott átti fyrra metið, ellefu þriggja stiga körfur. Bryant, sem hafði aldrei áður skorað meira en fimm þriggja stiga körfur í leik, skoraði 11 af þessum 12 í öðrum og þriðja leik- hluta. Hann hefur oft sagt að hann sé engin þriggja stiga skytta, en sú fullyrðing stenst varla lengur. Phil Jackson, þjálfari Lakers, sem hefur unnið níu NBA-titla með Lakers og Chicago og þjálfaði Michael Jordan árum saman, kvaðst aldrei hafa séð aðra eins skotsýningu á ferli sínum. Bryant svaraði þegar hann var spurður hvort hann hefði einhvern tíma leikið betur: „Kannski einu sinni, þegar ég var 7 ára, á Ítalíu. Ég skoraði 63 stig á móti 14 ára strákum!“ Hann skoraði samtals 45 stig í leiknum, á 37 mínútum, og fór af velli, undir dynjandi lófa- taki 18 þúsund áhorfenda þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir. Brian Shaw, fyrrum bakvörður Lakers sem átti metið á árum áð- ur, 10 í leik, hristi höfuðið þegar fréttamenn ræddu við hann eftir leikinn. „Boltinn snerti ekki einu sinni körfuhringinn, hann fór allt- af beint í netið,“ sagði Shaw. Meisturum Lakers hefur gengið afspyrnuilla í vetur en virðast nú vera að braggast. Þetta var fjórði sigur þeirra í fimm leikjum, og hann var mikilvægur því Seattle er næst fyrir ofan þá á töflunni. Lakers er enn aðeins í 10. sæti á vesturströndinni en átta efstu komast í úrslit, og liðið í 8. sæti, Minnesota, er enn sex sigrum á undan. UTANDEILDARLIÐIÐ Farnborough Town hefur fengið grænt ljós frá enska knattspyrnu- sambandinu, FA, þess efnis að liðið leiki heima- leik sinn í fjórðu umferð ensku bikarkeppn- innar á heimavelli meistaraliðsins Arsenal, Highbury í Norður-London. Enska sambandið telur að öryggi þeirra 4.100 áhorfenda sem komast fyrir á heimavelli Farnborough Town sé ekki tryggt, leiki liðið gegn Arsenal á heimavelli. Sjónvarpsstöðin Sky Sports hafði boðið Farn- borough Town um 32 milljónir ísl. kr. fyrir sjónvarpsréttinn hefði liðið leikið á heimavelli gegn Arsenal, en þess í stað mun Sky sýna leik Gillingham gegn Leeds. Farnborough Town mun aftur á móti fá helming af andvirði miðasölu á Highbury, en þar er pláss fyrir 38.500 áhorfendur. Farnborough leikur á Highbury Bowyer í sex leikja Evrópubann Reuters Kobe Bryant fór á kostum með Los Angeles Lakers. Kobe Bryant með sýningu Markmiðið að komast til Aþenu LANDSLIÐSHÓPURINN í handknattleik ásamt þjálfurum þess og aðstoðarmönnum fundaði á Hótel Loftleiðum í gær og þar setti hóp- urinn sér þau markmið að tryggja Íslandi sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Til þess að þetta markmið verði að veruleika þurfa Íslendingar að hafna í einu af sjö efstu sætunum á HM í Portú- gal sem hefst eftir 11 daga. Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.