Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 2
DAGLEGT LÍF 2 B FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 MORGUNBLAÐIÐ T UNGLIÐ hefur löngum ver- ið mönnum heillandi um- hugsunarefni enda hefur það hangið þarna á sínum stað, glottandi yfir höfðum okkar, frá örófi alda. Í frumstæðum þjóðfélög- um hefur það skipað sess í trúar- brögðunum og haft áhrif á daglega breytni manna með ýmsum hætti. Í hinum fornu menningarríkjum Egyptalandi og Mesópótamíu, þar sem andleg gróska var ríkjandi, voru ýmsar hugmyndir á lofti varðandi tunglið og stjörnur himingeimsins. Stjörnuspáprestar þeirra tíma hugs- uðu sér að vísu jörðina flata, trausta og augljósan miðdepil alheimsins, og hafa líklega ekki haft ástæðu til að ætla annað. Þeir þekktu sól, tungl, reikistjörnur og fastastjörnur og not- uðu hreyfingu þeirra um himinhvolf- ið til mikilvægra spádóma um fram- tíðina. Löngu fyrir daga ritmálsins höfðu spáprestarnir tekið eftir hinni árlegu hreyfingu sólarinnar og réttilega tengt hana árstíðabreytingu á jörðu. Þannig gátu þeir reiknað út hvenær vænta mátti að árnar, lífgjafar þess- ara landa, flæddu yfir bakka sína. Þetta túlkuðu prestarnir sem heilög orð guðanna. Á sama hátt sáu prest- arnir að samhengi var á milli flóð- bylgna hafanna og útlits tunglsins, en nú er vitað að það er aðallega að- dráttarafl tunglsins sem veldur flóði og fjöru. Það var því ekki nema eðli- legt að prestarnir álitu að tunglið, ásamt reikistjörnunum fimm, sem þá voru þekktar, Venus, Merkúr, Mars, Júpíter og Satúrnus, hefðu áhrif á ör- lög manna. Ef sólin gat gefið vetur og sumar, hví skyldi þá tunglið eða Mars og Venus ekki hafa áhrif á veraldlega hluti eins og drepsóttir og stríð? Það fór því ekki hjá því að ýmsar hug- myndir fóru að vakna um áhrif tunglsins á daglegt líf manna og lund- arfar. Einkum átti þetta við á fullu tungli, enda skín máninn þá skærast. Enn í dag eimir eftir af þessum hug- myndum, með réttu eða röngu, og margir eru þess fullvissir að fullt tungl hafi áhrif á hegðan og geðslag manna. Girnilegt til fróðleiks Ýmsar kenningar hafa verið settar fram um myndun tunglsins, en al- mennt telja stjarnvísindamenn nú að tunglið hafi myndast við árekstur jarðar og lítillar reikistjörnu í árdaga sólkerfisins, fyrir um 4.5 milljörðum ára. Tungl jarðarinnar er hið fimmta stærsta í sólkerfinu. Braut þess um- hverfis jörðina er ekki nákvæmlega hringlaga og er meðalfjarlægð tungls frá jörðu um 384.400 kílómetrar. Tunglið fer einn hring kringum jörð- ina á 271⁄3 hluta sólarhrings, snýst einn hring um möndul sinn á sama tíma og snýr því ávallt sömu hlið að jörðu. Þegar tunglið er á milli sólar og jarðar skín sólin aðeins á þá hlið- ina sem veit móti sólu og sést tunglið því ekki frá jörðinni og kallast það nýtt tungl. Þegar jörðin er hins vegar á milli sólar og tungls sést öll bjarta hlið mánans og kallast það fullt tungl. Tímabilið frá því tungl er nýtt og þar til það verður aftur nýtt er 29,53 dag- ar að meðaltali og kallast það tungl- mánuður. Um miðbik þessa tímabils er tunglið hins vegar fullt. Stór- streymi er bæði á nýju og fullu tungli og stafar það af mismun á aðdrátt- arafli tunglsins. Sjávarföllin stafa af því að aðdráttarafl tungls togar meir í þá hlið jarðar sem næst er tungli heldur en þá hlið sem fjærst er. Þetta mismunatog hefur áhrif í þá átt að breyta lögun jarðar og gera hana ör- lítið ílanga í átt til tunglsins. Sjórinn lætur meira undan toginu en hin „fasta“ jörð, og þannig myndast tvær flóðbylgjur, önnur þeim megin sem snýr að tungli en hin þeim megin sem snýr frá tungli. Sólin veldur líka flóð- hrifum, en minni vegna fjarlægðar hennar, en þegar bæði tungl og sól leggjast á eitt verður flóðhæðin mest, þá er stórstreymi. Þetta gerist á nýju tungli, þegar tungl er í sömu átt og sól og á fullu tungli þegar það er í gagnstæðri átt. Tunglið hefur frá örófi alda verið stjörnuspekingum girnilegt til fróð- leiks enda þurftu þeir að þekkja stöðu þess, sem og stöðu reikistjarna á himinhvolfinu á öllum tímum, til að geta unnið verk sitt til hlítar. Þetta krafðist nákvæmra athugana og skrásetningar árangursins. Á þessu sviði stóðu Mesópótamíumenn fremstir og þegar fyrir 4.000 árum höfðu þeir safnað fjölmörgum gögn- um á þessu sviði. Þar sem flest fyr- irbrigði himinsins birtast með ákveðnu millibili gátu stjörnuspek- ingarnir sagt konungi sínum fyrir um stöðu reikistjarnanna með því að at- huga gögn sín. Þeim lærðist að segja fyrir um sól- og tunglmyrkva og litu á þá sem mikilvæga fyrirboða. Þeir gátu aðeins stuðst við skrár sínar, en höfðu ekki hugmynd um hvernig jörðin kastar skuggum sínum á tunglið né heldur að tunglið færi milli jarðar og sólu. Skýringar á þessum fyrirbærum komu fyrst fram hjá Grikkjum, sem létu sér ekki nægja hlutlausa skráningu atburða, heldur leituðu líka skilnings á þeim. Reynd- ar eyddu Grikkir ekki miklum tíma í stjörnuspeki og um 600 fyrir Krist fer að gæta óvirðingar meðal þeirra fyrir auðtrúnaði á yfirnáttúrulega hluti. Árið 1512, þegar Kópernikus gerði sólina að miðju sólkerfisins, losnaði stjörnufræðin við sinn versta fjötur, jarðmiðjukenninguna, þar sem allir himinhnettir áttu að snúast um kyrr- stæða jörðina. Og þegar Galileo Gal- ilei beindi fyrsta stjörnusjónaukan- um að himni, nótt eina árið 1609, má segja að alheimurinn hafi stækkað á svipstundu og nýr heimur opnast í vitund mannsandans. Báðir þurftu þeir þó að beygja sig undir íhalds- sama andstöðu kirkjunnar áður en athuganir þeirra hlutu viðurkenn- ingu. Goðsagnir og hjátrú Goðsagnir um tunglið og himin- geiminn hafa hins vegar fylgt mann- inum frá því hann fór að standa upp- réttur og hóf augu sín til himins. Allt frá því um 3000 fyrir Krist þekkjast slíkar sagnir, er áttu að skýra upp- runa og gerð sólkerfisins sem stór- virki voldugra guða. Jafnframt fóru að koma fram ýmsar hugmyndir og sagnir um áhrif tunglsins á daglegt líf manna. Einkum var það fullt tungl sem gaf slíkum hugmyndum og goð- sögnum byr undir báða vængi, og lifa sumar góðu lífi enn í dag enda líta menn enn til fulls tungls með lotn- ingu. Forfeðurnir áttuðu sig fljótlega á því að tunglið var síbreytilegt séð frá jörðu, enda ræðst útlitið af gangi þess í kringum jörðina og því hvernig geislar sólarinnar falla á það. Tunglið er ýmist nýtt, vaxandi, fullt, minnk- andi og svo aftur nýtt. Snemma munu menn hafa áttað sig á samhengi á milli blæðinga kvenna og tunglgangs og hefur það eitt og sér getið af sér hugmyndir um sérstakt samband milli kvenímyndarinnar og tunglsins og skal þá „karlinn í tunglinu“ látinn liggja á milli hluta, enda kemur hann þar hvergi nærri. Í frumstæðum trúarbrögðum má finna mánagyðjur af ýmsum toga og í mörgum menn- ingarsamfélögum eru dæmi um að konur hafi séð ástæðu til að stíga sér- RAX Fullur máni „glottir“ yfir Perlunni í Reykjavík og engu líkara en hann sé að setjast við hlið hennar í Öskjuhlíðinni. tunglið taktu mig Fullt tungl verður næst hinn 18. janúar næstkomandi og viðbúið að þeir sem trúa á áhrif þess á mannlífið verði þá á varðbergi. Sveinn Guðjónsson rifjar upp goðsagnir um tunglið og reifar málið frá ýmsum hliðum. Stjörnusjónauki Galileos, frá 1609, olli straumhvörfum í rannsóknum á himingeimnum.                                    !  Tunglið, „FRÁ sjónarhóli vísindanna er þetta afar óspennandi viðfangs- efni,“ sagði Einar H. Guðmundsson, prófessor í stjarneðlisfræði við Há- skóla Íslands er hann var inntur álits á hugmyndum um meint áhrif tunglsins á daglegt líf og hegðan manna. Hann kvaðst ekki hafa nokkra trú á að þarna væri sam- hengi á milli og í sama streng tók Þorsteinn Sæmundsson stjörnu- fræðingur. „Ég er ákaflega vantrú- aður á að tunglið hafi nokkur slík áhrif á mannfólkið. Allar rann- sóknir sem ég þekki til benda ein- dregið til að þessar hugmyndir séu úr lausu lofti gripnar,“ sagði Þor- steinn og benti á nokkrar greinar í virtum tímaritum, þar sem birtar eru niðurstöður rannsókna á þessu fyrirbæri. Ein greinanna ber heitið: Máninn var fullur og ekkert gerðist. Nið- urstöður rannsókna á tungli og mannlegri breytni og tungltrú. Þar er fjallað um athuganir sem Ivan Kelly prófessor í kennslusálfræði við Saskatchewan-háskóla í Kan- ada, James Rotton sálfræðiprófess- or við Florida International-háskóla og Roger Culver stjörnufræðingur við Colorado-háskóla gerðu á fjöl- mörgum skýrslum, staðhæfingum og „rannsóknum“ sem gerðar höfðu verið á meintum áhrifum tunglsins á mannlega hegðun. Niðurstaða þeirra félaga er sú að í engu þess- ara tilvika hafi tekist að sýna fram á áreiðanlegt eða marktækt sam- hengi þarna á milli né heldur að HVAÐ SEGJA Máninn var fullur og ekkert gerðist

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.