Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 3
stakan frjósemisdans undir fullu tungli. Sumar tilgátur gera því skóna að kynhvöt aukist til muna á fullu tungli, einkum hjá konum. Ýmiss konar hjátrú og kerlinga- bækur, sem tengjast samskiptum kvenna og „karlsins í tunglinu“, hafa einnig komið fram í hinum ólíkustu þjóðfélögum. Þannig var því trúað á Grænlandi að ef óspjallaðar meyjar horfðu á fullt tungl yrðu þær ófrískar og meðal frumbyggja Ástralíu átti „karlinn í tunglinu“ að stíga til jarðar og fleka jómfrúr af sömu ástæðu. Hér á landi lifði sú bábilja góðu lífi að ef tunglið skini í kjöltu hreinnar meyjar yrði hún vanfær og ennfremur að ef þunguð kona kastaði af sér vatni í tunglsljósi yrði barnið tunglsjúkt, en það heiti var ýmist notað um floga- veiki eða geðveiki almennt. Brjálsemi og tunglsýki Snemma fóru að myndast ýmsar kynjasögur um samband tunglsins og mannskepnunnar og um áhrif mán- ans á daglegt líf manna. Einna líf- seigust er sú tilgáta að menn eigi það til að geggjast undir fullu tungli. Í flestum menningarsamfélögum hafa menn trúað því að ytri öfl, svo sem tunglið, gætu að vild valdið brjálsemi, sem oft var kölluð tunglsýki. Í mörg- um Evrópumálum eru orð sem tákna vitfirringu dregin af heiti tunglgyðj- unnar latnesku: Luna, svo sem enska orðið „lunatics“ yfir brjálæðinga. Slíkar skýringar á geðbilun voru al- gengar fram á 18. öld og eimir enn eftir af tilgátum í þessa veru. Flogaveiki, sem kölluð var niður- fallssýki og einnig tunglsýki, var hér fyrr á öldum talin til geðveiki í mörg- um samfélögum, enda höfðu menn engar aðrar skýringar á reiðum höndum um eðli sjúkdómsins, sem er til í ýmsum myndum. Einkennin stafa af ýmsum starfstruflunum og sjúkdómum í heila, oft af óþekktum orsökum. Við krampaflog missir sjúklingurinn meðvitund, fær krampa í alla vöðva og fellur síðan oft í djúpan svefn. Það er athyglisvert að í mörgum tungumálum var sjúkdómur- inn gjarnan kenndur við tunglið, svo sem tunglsýki hér á landi, og bendir það til að menn hafi talið sig finna einhver tengsl á milli tungl- gangs og flogaveikikastanna, sem reyndar má finna vísan til í þessari umfjöllun, í viðtali við Vigdísi Ágústsdóttur, sem hefur átt við flogaveiki að stríða síðan hún man eftir sér. Öfgafyllstu hugmyndirnar um áhrif mánans á mann- skepnuna voru þjóðsögur um að ákveðnar manngerðir breyttust í varúlfa undir fullu tungli. Þessi hindurvitni lifðu góðu lífi í Evrópu fyrr á öld- um og hefur verið haldið við í kvikmyndum nú á seinni ár- um, þótt ólíklegt sé að nokkur óbrjálaður nútímamaður leggi trúnað á slík fyrirbæri. Vantrú vísindanna Á okkar dögum eru skoðanir nokk- uð skiptar um áhrif fulls tungls á mannlífið. Vísindamenn almennt hafna því að nokkurt samband sé þarna á milli og reyndar hafa verið gerðar vísindalegar athuganir sem benda til að svo sé ekki. En margir eru þó þeirrar skoðunar að ekki sé allt sem sýnist í þessum efnum. Lagðar hafa verið fram lögreglu- skýrslur í ýmsum löndum sem þykja benda til að glæpum fjölgi undir fullu tungli. Þá hafa menn reynt að tengja fullt tungl við sjálfsvíg, geðveiki, slysatíðni og náttúruhamfarir, svo nefndar séu nokkrar hörmungar sem fullt tungl á að hafa í för með sér sam- kvæmt kenningunni. Á hinn bóginn má einnig benda á jákvæða hluti sem á sama hátt eru tengdir fullu tungli, svo sem frjósemi og aukin tíðni barn- eigna. Samkvæmt upplýsingum frá slysa- deild Landspítala-Háskólasjúkra- húss í Fossvogi hafa engar athuganir verðir gerðar þar á bæ á slysatíðni undir fullu tungli og engar umræður meðal starfsfólksins þar þess efnis að annasamara sé á vöktunum þegar tungl er fullt. Rannveig Rúnarsdótt- ir, ljósmóðir og hjúkrunarfræðingur á fæðingardeild Landspítalans, sagði í samtali við Daglegt líf að hún vissi ekki til að könnun hafi verið gerð þar á deildinni um tíðni barneigna undir fullu tungli, enda engar umræður um það meðal starfsfólksins að barneign- ir tengdust tunglgangi á nokkurn hátt. Hins vegar teldu sumir starfs- manna fæðingardeildar sig hafa orðið vara við fylgni milli djúpra lægða og aukinnar tíðni barneigna og vel mætti vera að stórstreymi hefði þar einnig einhver áhrif, án þess þó að hún þyrði að fullyrða nokkuð þar um, enda lægju engar vísindalegar athug- anir fyrir í þeim efnum. svg@mbl.is Mynd frá fyrri tíð sem sýnir fimm konur, ærðar af tunglsýki, dansa trylltan dans und- ir mánaskini. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 B 3 Kringlunni, sími 588 1680, v. Nesveg, Seltjarnarnesi, sími 561 1680. iðunn tískuverslun MonariMac VIGDÍS Ágústsdóttir hefur veriðflogaveik síðan hún man eftir sér og kveðst hafa sannreynt það á sjálfri sér að köstin komi yfirleitt þegar stórstreymt er, sem fylgir fullu og nýju tungli. „Ég er engin öfgamanneskja, frekar hef ég verið efasemdamann- eskja, sem kemst sjaldnast lengra en að hafa von um að á þessu jarð- neska lífi okkar sé framhald. Hvern- ig það er veit ég ekki, en ýmislegt annað veit ég þó. Ég tel mig til dæmis hafa komist að raun um að í okkur mönnunum er raforka og ég held að flogaveikin sé tengd röskun á rafmagnssviði í líkamanum. Tunglið hefur áhrif þar á og það er engin tilviljun að flogaveiki var köll- uð tunglsýki hér áður fyrr,“ sagði Vigdís aðspurð um samhengið á milli afstöðu tungls til jarðar og flogaveikikastanna. „Ég tel engan vafa leika á að þarna er samhengi á milli,“ sagði Vigdís ennfremur. „Þessu áttaði ég mig fyrst á úti í Breiðafjarðareyjum fyrir tuttugu árum, en þá var ég veik sem oftar. Þá sagði gömul kona við mig: „Ertu slæm núna, góða mín,“ og ég játaði því. „Það er ekki nema von,“ sagði gamla konan, „það er stórstreymi og fullt tungl.“ Síðan sagði gamla konan mér að í upp- vexti sínum hefði hún þekkt konu sem varð alltaf veik í stórum straumi. Eftir þetta fór ég að fylgj- ast betur með þessu og það brást ekki að köstin komu yfirleitt þegar stórstreymt var. Það eru til margar tegundir flogaveiki og ég held að margir sem eru haldnir þessari leiðu veiki séu ekki rétt byggðir líkamlega, til dæmis með boginn hrygg eins og í mínu til- viki. Það leiðir til rangr- ar öndunar, en skortur á súrefni er oft stór þáttur í flogakasti. Margir hlaða á sig vökva í lík- amanum, sem veldur aukinni spennu og þrýstir að önd- unarvegi, og getur jafnvel lokað fyrir hann í kasti. Fullt tungl og stórstreymi þrýstir á, jafnt á sjó og landi og á allar lífverur á jörðinni. Menn eru misjafnlega byggðir til að þola þennan þrýsting eða þessa hleðslu á raforkunni og hjá floga- veikisjúklingum koma köstin oft við þessar aðstæður.“ Vigdís kvaðst hafa rökstudda sannfæringu fyrir því að djúpum lægðum og stórstreymi fylgi aukin tíðni barneigna. „Þú gætir áreið- anlega fengið staðfestingu á því á fæðingardeildunum að barnsfæð- ingum fjölgar við stórstreymi og þegar djúpar lægðir nálgast landið enda þrýsta þessi náttúruöfl á að börnin komi út. Þetta á líka við um kýrnar. Þær bæði beiða og bera miklu frekar við þessar aðstæður.“ Vigdís sagðist einnig hafa orðið vör við að stórstreymi og djúpar lægðir hefðu áhrif á skapgerð hennar: „Ég verð örari í skapi og finn fyrir persónuleikabreyt- ingum sem getur verið afar óþægilegt. Kannski tengist það eitthvað kvíðanum við flogaveikiköstin, en engu að síð- ur eru þessi geðbrigði staðreynd og stundum óskiljanleg eftir á. En þetta gerist einkum í stórstreymi og þegar lægðirnar æða yfir landið. Það kemur mér því ekkert á óvart að lögreglan telji sig finna mun á hegðan manna til hins verra við þessar aðstæður,“ sagði Vigdís Ágústsdóttir og bætti því við að hún hefði rætt þetta við lækninn sinn sem hefði vísað öllu slíku á bug sem hjátrú og hindurvitnum. Hið sama var að segja um stjarnvísindamann sem hún hafði rætt við. „Þessir vís- indamenn eru nú svo oft bundnir við bókstafinn í skólabókinni að þeir telja sig ekki þurfa að hlusta á reynslusögur venjulegs fólks.“ VIGDÍS ÁGÚSTSDÓTT IR Hef sannreynt þetta á sjálfri mér Vigdís Ágústsdóttir ÞAÐ hefur verið altalað innanlögreglunnar að fullt tungl og stórstreymi hafi áhrif á fólk,“ segir Geir Jón Þórisson yfirlög- regluþjónn í Reykjavík. „Ég starf- aði lengi sem lögreglumaður í Vest- mannaeyjum og var þetta svo áberandi þar að öllum var það aug- ljóst. Þegar svo bar undir, til dæmis með fullu tungli og þegar stór- streymt var, voru gerðar sérstakar ráðstafanir og gengið svo frá að vaktin væri vel mönnuð. Ölvun reyndist meiri, fólk spenntara og oftast leiðinlegra. Var áberandi meira að gera hjá lögreglunni við þessar aðstæður. Þegar ég síðan flutti til Reykjavíkur og gerðist þar lögreglumaður árið 1992 heyrði ég á mönnum að reynslan var sú sama hjá lögreglunni í Reykjavík. Ég hef síðan fylgst með þessu og þá sér- staklega í tengslum við löggæsluna í miðborginni og mér virðist alveg ljóst að fullt tungl hefur áhrif á fólk, eins og árstíðirnar hafa mis- alvarleg áhrif á fólk. Þar á ég við sjálfsvígin, en þau eru algengari á myrkasta tímanum og síðan aftur á bjartasta tíma ársins.“ Geir Jón kvaðst gera sér grein fyrir að ekki væru allir sammála hvað þetta varðaði. „En ég hef skoðað þetta fyrirbæri nokkuð vel í þau 27 ár sem ég hef starfað sem lögreglumaður og hefur það svo oft virst hafa slík áhrif á hegðan fólks að ekki verður undan litið. Ég álít að þeir kraftar sem leysast úr læð- ingi við þessar aðstæður, fullt tungl og stórstreymi, hafi veruleg áhrif á fólk bæði andlega og líkamlega. Ég hef til dæmis heyrt að þetta hafi áhrif á fæðingar. Hvort það er rétt veit ég ekki, en það væri fróðlegt að kanna það nánar. En mín nið- urstaða, byggð á samtölum við fólk og eigin reynslu, er sú að fullt tungl og stórstreymi hafi veruleg áhrif á hegðan fólks. Menn verða æstari og stressaðri, og oft verður fólk afar erfitt með áfengi, bregst þá illa við afskiptum og sýnir meiri hroka og yfirgang en ella,“ sagði Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn. GEIR JÓN ÞÓRISSON YF IRLÖGREGLUÞJÓNN Altalað innan lög- reglunnar Morgunblaðið/Júlíus Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn ræðir við Axel Kvaran, fyrrverandi lögreglumann og sundkappa, á förnum vegi. fullt tungl hafi nokkur merkjanleg áhrif á mennina. Þeir þættir sem þarna voru til at- hugunar voru meðal annars tíðni manndrápa, umferðarslysa, elds- voða, heimilisofbeldis, barneigna, sjálfsvíga, fjárútláta spilavíta, mannrána, árásarhneigðar atvinnu- manna í ísknattleik, ofbeldis í fang- elsum, aðsóknar til geðlækna, að- stoðar á slysadeildum vegna líkamsárása og skotsára, andlegs ofbeldis og drykkjusýki, svo nokkur dæmi séu nefnd. Í engu þessara til- vika tókst að sýna fram á áreið- anlega eða marktæka fylgni. Nú kunna menn að spyrja: Hvers vegna trúa svona margir á tungl- goðsögnina, þrátt fyrir skort á vís- indalegum sönnunum? Kelly, Rott- on og Culver gera því skóna að þar liggi einkum eftirtaldir þættir til grundvallar: Áhrif fjölmiðla (þar á meðal greinar í blöðum eins og sú sem hér birtist), munnmæli og hefð- ir, misskilningur og/eða rang- hugmyndir. A V ÍS INDIN? Hálfmáni séður úr stjörnukíki með augum vísindamannsins. Hér má sjá gíga á yfirborði tunglsins og svokölluð „höf“, en gígurinn næst miðju myndarinnar er kenndur við Kópernikus og er á stærð við Vatnajökul.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.