Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 5
1. Hlaupabretti. Áður en hafist er handa í tækjunum þarf að hita skrokkinn upp og er gott að gera það með því að hlaupa á bretti eða hjóla á þrekhjóli. Þeir sem vilja meiri brennslu hlaupa oft líka eftir tækjaþjálfunina og Jón er þeirra á meðal. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR 2003 B 5 Lið-a-mót FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla Extra sterkt A ll ta f ó d ýr ir FRÍHÖFNIN -fyrir útlitið Fitumæling, þyngd og púls segir allt sem segja þarf um ástand fólks, að sögn Kjartans. Við komu er fólk látið hjóla og hjartslátturinn mæld- ur. Kjartan segir að þannig komi strax í ljós hvernig þol fólks sé. Fitumæling og vigtun eru önnur mælitæki. Þrátt fyrir að einstakling- ur sé grannur, getur hann haft mjög háa fituprósentu. Fitumæling leiðir í ljós hve mörg kíló af vefjafitu eru í líkamanum, og talan sem út kemur er hlutfall fitu af líkamsþyngd. Til er ákveðinn skali þar sem fram kemur á hvaða bili æskilegt er að vera, miðað við aldur og kyn. Kjart- an segir að hann sjálfur sem 28 ára karlmaður eigi að vera á bilinu 8– 18% en skalinn er þannig að fólki er skipt niður í þrjú aldursbil, 16–39 ára, 40–59 ára og 60 ára og eldri. Eðlilegt fituhlutfall hjá konu á aldur við Kjartan er á bilinu 18-30%. Karlar í öðru aldursbilinu ættu að hafa fituhlutfall á bilinu 12–22% en konur á bilinu 22–34%. Æskilegt fituhlutfall karla eldri en 60 ára er 14–25% en kvenna á sama aldri 24– 36%. Hjá Nautilus þurfa allir að panta fyrsta tímann sem fer fram undir leiðsögn þjálfara. „Við kennum að- ferðirnar og stillum fólk rétt inn í tækin, segjum því hvaða tæki það á að fara í og hver þjálfunarpúlsinn á að vera. Fólk fær markvissa æf- ingaáætlun til að fara eftir. Enginn fær að fara í fyrsta tímann fyrr en hann hefur hitt þjálfara, hvort sem viðkomandi er byrjandi eða hefur lyft í tíu ár,“ segir Kjartan. Þjálfarar hjá Nautilus eru flestir íþróttakennarar og allir með nám- skeið að baki. Kjartan segir mjög hentugt að tengja saman sund og þjálfun í tækjum og þjálfararnir bendi fólki á það. Mjög hentugt geti t.d. reynst að æfa í tækjunum einn daginn og fara í sund næsta dag. Einnig að skella sér í heita pottinn eftir æfingar. Kjartan segir mismunandi hvaða æfingar fólk fer í og hvað það er lengi. Þjálfararnir sníða æfingaáætl- un að hverjum og einum. „Það fer eftir ástandi hvers og eins, hvað fólk hefur verið að gera áður og hvað það hefur mikinn tíma. Hver sá sem kemur að þjálfa fær sitt eigið um- slag sem hann gengur að og þar er að finna spjaldið hans þar sem fram kemur hversu oft viðkomandi á að lyfta í hvaða tæki, hversu lengi hann á að hita upp og hver þjálfunarpúls- inn á að vera. Þessari áætlun er svo breytt á 3-6 mánaða fresti eftir framförum.“ Kjartan segir að í líkamsrækt- artækjum sé hægt að þjálfa á mis- munandi hátt og aðferðirnar séu næstum jafnmargar og framleiðend- ur tækjanna. „Við vinnum eftir okk- ar æfingakerfi sem gengur út á til- tölulega mikil átök í tiltölulega stuttan tíma. Tækjaþjálfunin tekur þá að meðaltali um 30 mínútur og farið er í 10–14 tæki á þeim tíma, einu sinni í hvert og á bilinu 10–15 lyftur í hverju. Í annars konar tækj- um getur þjálfunin verið öðruvísi.“ Kjartan segir að gert sé ráð fyrir að meðalæfingatími með teygjum á eftir sé um ein klukkustund. Þrek- þjálfun á undan tækjum, þ.e. á hjóli eða hlaupabretti, er 15–30 mínútur. Þeir sem vilja leggja mikla áherslu á brennslu, fara aftur í þrekþjálfun eftir tækjaþjálfunina. Kjartan hefur greinilega gaman af starfi sínu. Þótt blaðamaður tefji hann frá störfum, heilsar hann við- skiptavinum á báða bóga og leið- beinir hér og þar. „Já, ég hef mjög gaman af þessu starfi. Þetta er lif- andi starf, ég hitti mjög marga og kynnist mörgu frábæru fólki. Mér finnst mjög gefandi að geta miðlað af minni reynslu. Ég hef sjálfur lent í meiðslum, var skorinn upp við brjósklosi 14 ára og á nokkrar hné- aðgerðir að baki. Ég hef því þurft að styrkja mig og byggja upp. Núna kann ég þetta og vil miðla því.“ Jón er ánægður með þjálfarana og andrúmsloftið við æfingarnar. „Hér er þægilegt að vera og fólk á öllum aldri. Maður getur ekki gert æfingarnar vitlaust og þjálfararnir fylgjast vel með manni.“ Hann fer oft í sund líka, a.m.k. í pottinn og syndir stundum í staðinn fyrir að æfa í tækjunum. „Þegar andinn er ekki yfir manni, getur verið gott að skreppa bara í laugina. Ég tala nú ekki um yfir sumarið, þegar þessir fáu sólardagar koma, að kíkja út í laug og í sólbað eftir æfingu.“ Ein æfing hjá Jóni tekur um einn og hálfan tíma. Hann byrjar á hjól- inu í 20 mínútur, fer svo í tækin í rúman hálftíma, hleypur á bretti í 15–20 mínútur og teygir svo vel á eftir. Markmið hans er að halda sér í formi. „Það er nú farið að hægja á brennslunni hjá manni á þessum aldri og mitt markmið er að halda mér í vigt en ekki að bæta á mig einhverjum miklum vöðvamassa.“ 4.000 mismunandi fram- leiðendur þjálfunartækja Tæki sem notuð eru til líkams- ræktar eru mörg og mismunandi, enda margir framleiðendur en Nautilus er einn af þeim. „Menn hafa verið að hreyfa sig í aldanna rás, lyft steinum og svo framvegis. Þetta hefur fylgt manninum og ýms- ir hugmyndafræðingar eiga heiður- inn af því að búa til tæki til að æfa líkamann en þróun þeirra hófst á fyrri hluta síðustu aldar,“ segir Kjartan. Charles Atlas var frægt líkams- ræktartröll í upphafi tuttugustu ald- ar. Hann þróaði kyrrstöðuæfingar þar sem vöðvarnir voru spenntir markvisst. Með æfingum í tækjum er verið að æfa vöðvana með hreyf- ingum og stytta og lengja vöðvana á víxl. Áhugi á því að stæla líkamann hefur vaxið jafnt og þétt og almenn- ar markvissar líkamsæfingar hafa orðið algengari samhliða vaxandi kyrrsetumenningu og minnkandi erfiðisvinnu. Markaður fyrir tæki sem notuð eru til að styrkja líkam- ann hefur því eðli máls samkvæmt vaxið mjög og eru nú um 4.000 framleiðendur líkamsræktartækja um allan heim. 2. Framanverð læri. Fyrsta tækið sem Jón sest í er til að þjálfa fram- anverð læri með því að smeygja fótunum undir púða sem tengdur er við lóð sem lyft er upp með fót- unum, 12–15 sinnum. 3. Aftanverð læri. Jón leggst í ann- að tækið sem er áþekkt hinu fyrsta en hér eru það vöðvar á aft- anverðum lærum sem fá þjálfun. Hann lyftir 12–15 sinnum. 5. Kálfar. Ól er fest við lóðin og Jón spennir beltið um mittið. Hann stendur á táberginu á tröppu og lætur hælana síga niður og lyftir sér aftur upp á tábergið 12 til 15 sinnum. 9. Axlapressa. Jón situr beinn í baki og þjálfar axlavöðvana með því að lyfta frá öxlum og upp fyrir haus 10–12 sinnum. steingerdur@mbl.is 12. Tvíhöfði. Hér þjálfar Jón vöðva í framhandlegg ásamt tvíhöfða sem er vöðvinn í framanverðum upp- handlegg. Hann dregur hendurnar að sér og endurtekur 10–12 sinn- um. 11. Kviðvöðvar. Hér fjölgar end- urtekningunum aftur upp í 12–15 skipti þegar Jón þjálfar kviðvöðv- ana. Fótunum er haldið á sínum stað. 4. Fótapressa. Jón tekur á í þriðja tækinu. Í fótapressunni er haldið áfram að æfa vöðva í framan- og aftanverðum lærum en rassvöðvum bætt við. Jón endurtekur 12–15 sinnum. 6. Róður. Hér þjálfar Jón stóru bakvöðvana með því að róa eins og hann eigi lífið að leysa. Innvígðir kalla þetta tæki „latsa“ eftir latn- eska heitinu á stóru bakvöðvunum: Latissumus Torsi. Hér fækkar end- urtekningunum niður í 10–12 sinn- um. 8. Brjóstvöðvar. Hér fer Jón á „flug“ eins og þessi æfing er kölluð eftir vængjahreyfingum handanna í þessari æfingu. Hann endurtekur 10–12 sinnum. 10. Þríhöfði. Með því að sitja beinn í baki og ýta frá sér en passa axl- irnar, þjálfar Jón þríhöfðann sinn, vöðvann sem er í aftanverðum upp- handlegg. 13. Mjóbak. Jón spennir sig niður og þá getur æfing fyrir mjóbak haf- ist. Hann hallar sér aftur eins og hann sé að halla aftur bílsæti og endurtekur 12–15 sinnum. 7. Bekkpressa. Jón liggur á bekk og þjálfar brjóstvöðvana og þrí- höfða í aftanverðum upphandlegg með því að lyfta 10–12 sinnum. Morgunblaðið/Þorkell 4 5 8 910 11 12 13

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.