Morgunblaðið - 10.01.2003, Síða 1

Morgunblaðið - 10.01.2003, Síða 1
2003  FÖSTUDAGUR 10. JANÚAR BLAÐ C B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A SEX NÚLL VÖRNIN Í HANDKNATTLEIK ER DEYJANDI VÖRN / C4 STEVE Bruce, knattspyrnustjóri enska úrvals- deildarliðsins Birmingham, óskaði eftir því við forráðamenn Ipswich fyrr í þessari viku að fá Hermann Hreiðarsson að láni. Ipswich hafnaði þegar í stað beiðni Bruce en bauð íslenska lands- liðsmanninn til sölu fyrir 2,5 milljónir punda, sem samsvarar 325 milljónum íslenskra króna. Birmingham tók ekki þessu boði en keypti í staðinn annan leikmann frá Ipswich, Jamie Clapman, fyrir 1,3 milljónir punda og Stephen Clemence frá Tottenham fyrir 250.000 pund en sú tala getur hækkað upp í 900.000 pund nái leikmaðurinn að spila tiltekinn fjölda með liðinu. WBA gerði Ipswich í upphafi leiktíðarinnar tilboð í Hermann upp á 3,3 milljónir punda, 430 milljónir króna, sem var tekið en ekkert varð að félagaskiptunum þar sem Hermann vildi ekki ganga í raðir WBA. Ipswich bauð Hermann til sölu ALEXANDERS Pettersons, leik- maður Gróttu/KR, æfir um þessar mundir með danska úrvalsdeildar- liðinu Team Tvis Holstebro, eftir því sem fram kom á heimasíðu félagsins. Þar kemur fram að Pettersons sé hjá félaginu við æfingar alla þessa viku með samn- ing fyrir næstu leiktíð í huga. Einnig er sagt frá því að Petter- sons hafi mikinn áhuga á að leika í Danmörku á næsta keppnistíma- bili en það muni skýrast eftir að hann hafi dvalið hjá félaginu í viku við æfingar hvort af samningavið- ræðum verði. Þá kemur það einnig fram að Pettersons hafi verið bestur leik- manna Gróttu/KR þegar þeir sendu Aalborg HSH út úr Áskor- endakeppni Evrópu í síðasta mán- uði. Team Tvis Holstrebro er sterk- asta félagslið Dana á vesturhluta Jótlands. Það varð til fyrir nokkr- um árum þegar lið Holstebro Håndbold 90 og Tvis KFUM voru sameinuð. Team Tvis Holstrebro er í 10. sæti í dönsku úrvalsdeild- inni af 13 liðum með 10 stig þegar þrettán leikir eru að baki. Petter- sons æfir í Danmörku OLA Lindgren, fyrirliði sænska handknattleikslandsliðsins og leik- maður Nordhorn í Þýskalandi, tek- ur við þjálfun Nordhorn í vor þegar Kent-Harry Anderson flytur sig yfir til Flensborgar. Lindgren, sem er 38 ára og er leikjahæsti lands- liðsmaður Svía, hefur spilað 367 landsleiki og reiknar með að leika sína síðustu landsleiki á HM í Portúgal. Áður hafði hann ætlað sér að leika með sænska landsliðinu fram yfir Ólympíuleikana í Aþenu á næsta ári. Lindgren gerði í fyrradag þriggja ára samning við Nordhorn, en hann er núverandi fyrirliði liðsins. Lindgren segist reikna með að hætta að leika með sænska landslið- inu að aflokinni heimsmeistara- keppninni. „Ef menn þjálfa í efstu deild í Þýskalandi þá verða þeir að einbeita sér að því. Það er ekki mögulegt að hafa mörg járn í eld- inum á saman tíma,“ segir Lind- gren. Lindgren hættir með Svíum Ívar fékk mjög góða dóma fyrirframmistöðu sína í leikjunum sem hann spilaði og var í þrígang valinn maður leiksins. Jones, sem er orðinn valtur í sessi eftir slakt gengi sinna manna á undanförnum vikum, ákvað að taka Ívar út úr liðinu og í síðustu leikjum liðsins hefur hann ekki verið í leikmanna- hópnum. Ólafur Garðarsson, umboðsmað- ur Ívars, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að ensku 1. deild- arliðin Brighton og Sheffield Wednesday hefðu sett sig í sam- band við Wolves með það fyrir augum að fá Ívar að láni en því höfnuðu forráðamenn Úlfanna. Þess má geta að knattspyrnustjóri Brighton er Steve Coppell, sem keypti Ívar frá ÍBV til Brentford á sínum tíma. „Ég vill komast á leigu en Jones hefur neitað því. Hann segir að ég sé í átján manna hópnum hjá sér og hann vill halda mér í honum. Mitt hlutskipti í dag er að vera fyrir utan liðið. Ég er að vonum svekktur að fá ekki tækifæri sérstaklega þar sem mér gekk vel. Ég hef aldrei verið í eins vel upplagður og einmitt nú, en maður verður bara að taka þessu og grípa tækifærið þegar það gefst,“ sagði Ívar við Morg- unblaðið. Úlfarnir vilja ekki lána Ívar ENSKA 1. deildarliðið Wolves hefur hafnað beiðni tveggja enskra liða auk liða frá Norðurlöndum um að fá landsliðsmanninn Ívar Ingi- marsson að láni. Ívar, sem gekk í raðir Úlfanna sl. sumar hefur verið úti í kuldanum hjá knattspyrnustjóranum Dave Jones að undan- förnu– eftir að hafa verið fastamaður liðsins í upphafi leiktíðar. Morgunblaðið/Golli Á ferðinni! Þessi skemmtilega mynd sýnir Kolbrúnu Stefáns- dóttur, leikmann kvennaliðs Vals í handknattleik, á leið í hraðaupphlaup í leik gegn FH á dögunum. Fjórir leikir verða leiknir í 1. deild kvenna í kvöld. KEFLVÍKINGAR hafa fengið bandarískan körfuknattleiksmann til landsins til reynslu og mun hann væntanlega ganga til liðs við Keflvíkinga á næstu dögum. Leikmaðurinn heitir Edmund Saunders, er rúmlega tveir metr- ar á hæð og 24 ára gamall. Hann lék á sínum tíma með Connecti- cut-háskólanum og varð há- skólameistari 1999. Síðan þá hef- ur hann reynt ýmislegt en lítið gengið og segir á heimasíðu fé- lagsins að ekki sé litið á hann sem stórstjörnu sem eigi að bjarga málunum heldur er hann ætlaður til að styrkja liðið undir körfunni. Damon Johnson og Kevin Grandberg eru samningsbundnir Keflavík en þeir eru báðir fæddir í Bandaríkjunum en eru nú með íslenskt ríkisfang. Hrannar Hólm, formaður Keflavíkur, sagði í gær að ólíklegt væri að liðið yrði með þá alla í herbúðum liðsins út leik- tíðina. „Saunders mun leika með Keflavík í kvöld gegn Njarðvík í bikarkeppninni, fáum við leik- heimild fyrir hann,“ sagði Hrann- ar. Saunders til Keflvíkinga

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.