Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 10.01.2003, Blaðsíða 4
 JAPANSKI miðvallarleikmaður- inn Kazuyuki Toda er þessa dagana til reynslu hjá Sunderland í Eng- landi. Toda, sem er 25 ára, lék alla leiki Japans á HM í sumar. Hann mun dvelja í tvær vikur hjá Sunder- land.  KR-INGARNIR Arnar Jón Sigur- geirsson og Valþór Halldórsson hafa skrifað undir nýja samninga við Íslandsmeistarana. Samningur Arnars er til tveggja ára en hann hefur leikið 152 leiki fyrir félagið, þar af 68 í efstu deild, og skorað alls 20 mörk. Valþór, sem er markvörð- ur, gerði eins árs samning en hann gekk í raðir KR-inga í fyrra og lék 3 leiki liðsins á Íslandsmótinu á síð- ustu leiktíð.  MOLDE sem þeir Andri Sigþórs- son, Bjarni Þorsteinsson og Ólafur Stígsson leika með, tapaði fyrir sænska liðinu Hammarby, 4:1, í úr- slitaleik á móti sem lauk í Globen- höllinni glæsilegu í Stokkhólmi í fyrrakvöld en rúmlega 11.000 áhorf- endur fylgdust með úrslitaleiknum. Hammarby fékk í sigurlaun 300.000 sænskar krónur sem samsvarar 2,8 milljónum íslenskra króna og Molde fékk í sinn hlaut 100.000 sænskar eða 950.000 krónur.  MOLDE tryggði sér sæti í úrslita- leiknum með því að leggja Djur- gården að velli, 4:3, þar sem Ólafur Stígsson skoraði eitt mark. Áður hafði Molde gert 4:4 jafntefli við Bröndby og í þeim leik skoraði Bjarni Þorsteinsson eitt mark.  KA hélt upp á 75 ára afmæli fé- lagsins í fyrrakvöld og af því tilefni voru tveir KA-menn sæmdir gull- merki KSÍ, Þormóður Einarsson og Sæmundur Óskarsson. Þá fengu níu KA-menn afhent silfurmerki KSÍ en það voru: Árni Arason, Gunnar Gunnarsson, Helga S. Guðmunds- dóttir, Magnús Sigurólason, Sig- mundur Þórisson, Steindór Gunn- arsson, Vignir Már Þormóðsson, Þórarinn E. Sveinsson og Þorvald- ur Örlygsson.  BJÖRN Helge Riise, yngri bróðir John Arne Riise, gekk í gær til liðs við enska 2. deildarliðið Cardiff. Riise, sem er 19 ára gamall, hefur leikið með Álasund í Noregi og um tíma leit út fyrir að hann gengi í rað- ir Manchester City. Hann ákvað hins vegar að taka boði Cardiff sem er í öðru sæti í deildinni.  BOLTON er sagt á höttunum eftir ástralska markverðinum Mark Bosnich en hann var rekinn frá Chelsea í vikunni eftir að hafa verið fundinn sekur um kókaínneyslu. Óvíst er hins vegar hvort Bosnich geti yfir höfuð gengið til liðs við annað félag á Englandi í bráð eftir það sem á undan er gengið.  LÁRUS Orri Sigurðsson og fé- lagar hans í WBA hafa fengið liðs- styrk fyrir átökin fram undan því WBA og þýska liðið Nürnberg hafa komist að samkomulagi um að bandaríski landsliðsmaðurinn Tony Sanneh gangi í raðir WBA og leiki með liðinu út leiktíðina. Sanneh er varnarmaður sem átti góða leiki með Bandaríkjamönnum á HM síð- astliðið sumar.  ÞÓRÐUR Guðjónsson og félagar hans í þýska liðinu Bochum hafa einnig fengið liðsauka en nígeríski landsliðsmaðurinn Sunday Oliseh hefur verið leigður frá Dortmund tilo Bochum í 18 mánuði en Oliseh hefur verið á mála hjá Dortmund og aðeins engið að spila tvo leiki fyrir liðið. Lið Bochum er þessa dagana í æfingabúðum í Tyrklandi og kemur Oliseh á móts við liðið í dag.  OLISEH er 28 ára gamall sem á að baki 50 landsleiki fyrir Nígeríu. Hjá Bochum hittir hann fyrir fyrr- um þjálfara sinn, Peter Neururer, en saman voru þeir hjá Köln. FÓLK Geir Sveinsson, þjálfari Vals ogfyrirliði íslenska landsliðsins til margra ára, sat ráðstefnuna og sagði hann að afdráttar- lausar fullyrðingar Onesta hefðu komið mönnum eilítið í opna skjöldu. „Onesta hóf mál sitt á skemmtilegan hátt með því að skella því fram að 6/0 vörnin væri „deyjandi“ vörn í hand- knattleik,“ segir Geir. „Onesta rök- studdi mál sitt með tölfræði og skýr- ingarmyndum á sannfærandi hátt. Hann fylgdi máli sínu vel eftir því tveimur stundum eftir fyrirlesturinn mættu Frakkar Svíum í leik sem Frakkar unnu, en Svíar léku eins og þeirra er siður, 6/0 vörn. Í þeim leik var mesta sveifla sem ég hef séð í landsleik hjá Svíum. Þegar staðan var 8:4 fyrir Svía skoruðu Frakkar ellefu mörk í röð gegn aðeins einu marki Svía og breyttu þar með stöð- unni í 15:9. Frakkar léku Svía upp úr skónum og það er ekki gert á hverj- um degi,“ segir Geir. „Onesta gagnrýndi einnig Júgó- slava í máli sínu þegar hann sagði að það væri skrítið að sú þjóð sem hefði verið þekkt fyrir að leika framliggj- andi og grimma vörn væri nú um stundir að leika afturliggjandi 6/0 vörn. Þar með væru Júgóslavar að fara út í varnarleik sem væri á fall- andi fæti í alþjóðlegum handknatt- leik. Þessi orð Onesta var sem köld vatnsgusa framan í heimamenn í Belgrad sem fylgdust með fyrirlestri hans.“ Fjölhæfari leikmenn Geir segir að helstu rök Onesta hefðu verið þau að á árum áður hefðu aðeins verið til tvenns konar útileikmenn, annars vegar skyttur og hins vegar gegnumbrotsmenn. „Nú væri staðan á hinn bóginn sú að til þess að ná árangri á alþjóðlegum mælikvarða verða leikmenn að geta allt, vera skyttur og gegnumbrots- menn og hafa yfir að ráða allri þeirri skottækni sem möguleg er, geta nánast gengið í hvaða stöðu sem er. Um leið og þetta gerist verða sókn- armennirnir sífellt erfiðari viður- eignar, það þýðir að 6/0 vörnin verð- ur að koma framar á völlinn til þess að stöðva sóknirnar. Að mati Onesta myndast við það mörg vandamál þar sem allt opnast fyrir aftan varnar- mennina sem gerir að verkum að ekki er hægt að spila jafngóða 6/0 vörn og áður. Það sé meðal annars skýringin á því að línumenn skora meira en þeir gerðu fyrir nokkrum árum. Fyrir því færði hann tölfræði- legar röksemdir.“ Geir segir að að sínu mati sé margt til í þessum orðum Onesta. Leikmenn séu tvímælalaust orðnir fjölhæfari nú en þeir voru fyrir nokkrum árum. „Það er bara stað- reynd að nú verða leikmenn að geta spilað allar þrjár stöðurnar fyrir ut- an vilji þeir komast í fremstu röð, það er ekki lengur hægt að ein- skorða sig við eina stöðu eins og áð- ur. Það er framtíðin og við liggur að engu máli skipti hvort menn kasta boltanum með vinstri eða hægri hendinni.“ Til góða fyrir handknattleikinn Almennt segir Geir að fyrirlestur Onesta hafi fallið í frjóan jarðveg hjá þeim sem á hlýddu, ekki síst eftir að franska landsliðið undirstrikaði orð þjálfara síns með leiknum við Svíana. Geir segir engan vafa leika á að þróunin í alþjóðlegum handknattleik sé í þá átt sem Onesta benti á. „Sú þróun er að mínu mati góð fyrir handknattleik því þannig verður handknattleikurinn hraðari og skemmtilegri. Þessi þróun leiksins yfir í 5/1 vörn sé hins vegar ekki þannig að framvegis ráði sá varn- arleikur ríkjum. Ef að líkum lætur þá dettur hann út með tímanum og annað kemur inn á ný, t.d. 6/0 vörn- in. Það hafa alltaf verið sveiflur í handknattleiknum, bæði hvað varð- ar sóknar- og varnarleikinn. Það sem er í tísku í dag er ekki lengur boðlegt á morgun. En þróunin um þessar mundir virðist vera í þá átt sem Onesta færði rök fyrir.“ Þegar þessi breyting verður á íþróttinni er ljóst að þjálfarar verða að breyta æfingum sínum. „Til þess að leika þennan hraða handknattleik þarf líkamlegt atgervi leikmanna að vera mun betra en það var fyrir nokkrum árum. Þá sérstaklega hvað varðar snerpu og styrk, einkum í fót- um. Vægi grunnþols minnkar en í staðinn kemur að snerpuþolið þarf að stóraukast.“ Sitja Íslendingar eftir? Að þessu leyti er hætta á, að mati Geirs, að íslensk félagslið geti setið eftir vegna þess að ekki verður næg- ur tími til þess að æfa meira en gert er þar sem leikmenn hér heima séu áhugamenn. „Þeir einu sem gætu fylgt þróuninni eftir eru atvinnu- menn okkar í handknattleik. Eins kallar þetta á það að þeir handknatt- leiksmenn sem ætla sér að skara fram úr og komast í atvinnu- mennsku verða að leggja enn harðar að sér, æfa meira upp á eigin spýtur. Þetta eru kannski ekki ný sannindi, það hefur alltaf þurft, en undirstrik- ar þá staðreynd enn frekar,“ segir Geir. Íslenska landsliðið hefur leikið nær eingöngu 6/0 vörn og virðist ætla að veðja á hana á HM í Portú- gal, þar sem hún hefur reynst vel. Geir segist ekkert óttast það að sú þróun sem sé að eiga sér stað í al- þjóðlegum handknattleik reynist ís- lenska landsliðinu erfið á HM. „Breytingarnar á handknattleiknum eiga sér ekki stað á einni nóttu. Hann er að þróast smátt og smátt í þann farveg sem ég hef talað um. Það þýðir heldur ekki að allir verði að breyta sínum liðum algjörlega. Hvaða þjálfari sem er verður áfram að miða sinn varnarleik fyrst og fremst við þann hóp manna sem hann hefur í höndunum, sníða sér stakk eftir vexti. Vörnin sem lands- liðið hefur spilað upp á síðkastið hef- ur reynst landsliðinu vel og því er alls ekki óeðlilegt að Guðmundur [Guðmundsson landsliðsþjálfari] haldi sínu striki í varnarleiknum,“ segir Geir Sveinsson, þjálfari Vals og næst leikreyndasti landsliðsmað- ur íslenska landsliðsins í handknatt- leik. Landsliðsþjálfari Frakka kastaði „sprengju“ inn á þjálfararáðstefnu í Belgrad Sex núll vörnin er deyjandi vörn Morgunblaðið/Kristinn Geir Sveinsson, þjálfari Valsmanna, var mjög ánægður með þjálfararáðstefnuna í Belgrad. CLAUDE Onesta, landsliðsþjálf- ari heimsmeistara Frakka í handknattleik, hélt því fram og færði fyrir því rök á þjálfararáð- stefnu í Belgrad um síðustu helgi að 6/0 vörn tilheyrði for- tíðinni í alþjóðlegum handknatt- leik. Ástæðan væri m.a. sú að hraðinn væri sífellt að aukast í íþróttinni um leið og leikmenn væru fjölhæfari. Af þeim sökum væri erfiðara að verjast þeim aftarlega á vellinum. Þess má geta að íslenska landsliðið í handknattleik leikur aðallega 6/0 vörn. Ívar Benediktsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.