Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.01.2003, Blaðsíða 1
2003  LAUGARDAGUR 11. JANÚAR BLAÐ B SVO getur farið að Stefan Lövgren, fyrirliði Evrópumeistara Svía og einn albesti hand- knattleiksmaður heims, geti ekki verið á HM í Portúgal. Ann-Sofie Claesson, eiginkona Löv- grens, á von öðru barni þeirra hjóna hinn 26. janúar, sama dag og Svíar mæta Dönum í síð- ustu umferð riðlakeppninnar. Bengt Johanns- son, landsliðsþjálfari Svía, hefur ekki afskrifað að Lövgren komi til móts við liðið og hann kem- ur því líklega til með að halda einu plássi lausu fyrir fyrirliða sinn þegar hann velur end- anlegan hóp fyrir átökin á HM. Svíar leika um helgina tvo æfingaleiki við Júgóslava í Jönköp- ing. Lövgren er í Kiel með eiginkonu sinni og verður ekki með í þessum leikjum en Bengt Jo- hannsson vonast til Lövgren verði með í leikn- um við Íslendinga á fimmtudaginn í næstu viku sem er lokaundirbúningur fyrir HM. Lövgren ekki með Svíum á HM? menn eru með meiri leikskilning en hún. Ég hef trú á að hún geti leikið gegn og með körlum,“ segir Kul- mala. Þess má geta að Wickenheiser reyndi að komast að hjá ítölsku liði en var hafnað af ítalska íshokkí- sambandinu þar sem hún er kona. Reuters Kanadíska stúlkan Hayley Wickenheiser er hér með keppnistreyju sína, sem hún mun klæðast í kappleikjum í Finnlandi. Wickenheiser brýtur ísinn KANADÍSKA íshokkíkonan Hayley Wickenheiser hefur fengið leyfi frá finnska íshokkísambandinu til þess að leika með atvinnumannaliðinu Salamat sem leikur í efstu deild í Finnlandi og hefur fram til dagsins í dag einungis verið skipað körlum. Wickenheiser brýtur þar með ís- inn á þessu sviði en hún er fyrsta konan sem leikur úti á ísnum með karlaliði en áður hafa þrjár konur leikið sem markmenn með íshokkí- liðum. Wickenheiser er 24 ára göm- ul og var áberandi best í gull- verðlaunaliði Kanada á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000 og segir þjálfari finnska liðs- ins að hún sé frábær leikmaður. „Ef hún vill taka áskoruninni og leikur vel þá verður hún mikilvæg- ur hlekkur í þessu liði,“ segir Markku Kulmala þjálfari liðsins sem er staðsett í bænum Salamat sem er með 30.000 íbúa og er 30 km vestur af höfuðborginni Helsinki. Wickenheiser fær eigið búnings- herbergi en félagar hennar í liðinu segja við finnska fjölmiðla að þeir geti ekki þekkt hana frá öðrum leikmönnum þegar hún sé að leika úti á vellinum í öllum „herklæðum“. Kulmala segir að leikmenn liðs- ins hafi gengið úr skugga um að hún þyldi álagið sem fylgir því að leika gegn líkamlega sterkum leik- mönum. „Hún er ekki sú besta á skautunum, skotin eru heldur ekki þau bestu í okkar liði, en fáir leik- Hins vegar fórum við á stundumilla að ráði okkar í opnum fær- um, en í heildina voru jákvæð merki í þessum leik, en það er ljóst að við verð- um að gera miklu betur gegn Dönum,“ sagði Guðmundur. Íslenska liðið mætir Dönum í Hels- inge í dag, en Danir unnu Egypta, 30:20, í gær. Guðmundur sagði að í fyrri hálf- leik hefði verið ekki verið nógu mikil ró yfir mönnum og því hefði íslenska liðið farið of oft illa með upplögð marktækifæri. „Þetta með misnotk- unina á dauðafærunum er eitthvað sem við verðum að vera þolinmóðir yfir og vinna í. Síðan má heldur ekki gleyma því að á bak við sterka vörn varði Guðmundur (Hrafnkelsson) af- ar vel. Saman unnu þessir þættir á tíðum vel saman,“ sagði Guðmundur sem var að mörgu leyti sáttur við sóknarleikinn. „Spilið gekk um margt vel, leikkerfin gengu vel upp og okkur tókst að opna vörn Pólverja upp á gátt alloft. Þrátt fyrir að mörg tækifæri færu í súginn í fyrri hálfleik var ég ánægð- ur með þá þolinmæði sem leikmenn sýndu. Ég sagði þeim í hálfleik að sýna þolinmæði og hafa gaman af því að vera inni á vellinum. Við fundum að vörnin var að smella saman og þegar það gerist þá léttir það á öllu. Það skilaði sér í upphafi síðari hálf- leiks þegar við sögðum skilið við Pól- verjana. Nú er bara að sjá hvar við stöndum gegn hinu frábæra liði Dana, þeir segjast aldrei hafa verið eins góðir og nú. Það er mikil áskor- un að mæta Dönum á þeirra heima- velli í því formi sem þeir eru í. Við verðum að leika af mikill skynsemi gegn þeim, það er deginum ljósara, til þess að eiga í fullu tré við þá verð- um við að eiga mjög góðan leik og bæta það sem aflaga hefur farið í síð- ustu leikjum,“ sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í Farum, í gærkvöldi. Varnarleikur Íslands small saman í Farum „ÞAÐ voru ljósir punktar í þessum leik, einkum í varnarleiknum,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknatt- leik, eftir öruggan sjö marka sigur Íslendinga á Pólverjum í fyrsta leiknum í fjögurra þjóða mótinu á Sjálandi, 29:22. „Að þessu sinni sá maður að vörnin er að komast í gang á nýjan leik.“ Ívar Benediktsson skrifar frá Farum ■ Guðmundur fór / B4 B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A KEFLAVÍK TRYGGÐI SÉR SÆTI Í UNDANÚRSLITUM / B3 MAREL Baldvinsson landsliðs- maður í knattspyrnu, sem leikur með norska liðinu Stabæk, heldur í dag til Belgíu til viðræðna við forráðamenn belgíska 1. deildar- liðsins Lokeren. Samkomulag er í burðarliðnum á milli Lokeren og Stabæk um að Stabæk láni Marel til Lokeren fram til 30. júní í sumar og fylgir þessu samkomulagi kaupréttur Lokeren á leikmanninum semjist um rétt kaupverð. Hins vegar er ekki um forkaupsrétt að ræða því komi hærra tilboð í Marel frá öðru félagi getur Stabæk tekið því. „Það er rétt að ég er að fara til Belgíu að ræða við Lokeren. Það er of snemmt að segja til um hvort ég gangi til liðs við Lokeren. Ég held að það sé best að segja sem minnst á þessu stigi enda er mér enn minnisstætt þegar fjölmiðlar hér úti sögðu frágengið að ég færi til Nürnberg í Þýskalandi í haust. Ég ætla að sjá hvað kemur út úr þessum viðræðum við Lokeren og skoða í kjölfarið hvað ég geri,“ sagði Marel í samtali við Morg- unblaðið í gær. Þrír íslenskir landsliðsmenn eru fyrir hjá Lokeren – Rúnar Kristinsson, Arnar Þór Viðarsson og Arnar Grétarsson. Liðið er í fimmta sæti deildarinnar eftir 17 umferðir en deildakeppnin hefst þar í landi eftir vetrarhlé 18. þessa mánaðar. Lokeren vill fá Marel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.